Morgunblaðið - 22.05.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 22.05.1991, Síða 4
4____________ Ríkisstjórnin MORGIMBLAÐIÐ) MIUVIKDDAGUK 22? MAÍ Í1991 Yelur vaxtahækkanir en hafnar skattahækkunum RÍKISSTJÓRNIN hafnar skatta- hækkunum og velur að grípa tíl vaxtahækkana til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs við Seðla- banka. Þetta kom fram í stefnu- ræðu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra á Alþingi í gærkveldi. „Það er mat ríkisstjómarinnar að hæfilegar aðhaldsaðgerðir á sviði ríkisfjármála og peningamála muni duga til að koma á jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum og gera það mögu- íegt að varðveita forsendur kjara- sáttar, ekki síst stöðugleika í gengi. Meginatriðið er að aðgerðin verki hratt og valdi sem minnstum skaða þegar til lengri tíma er litið. Segja má að í aðalatriðum komi einkum tvennt til álita, annars vegar vaxta- hækkun og hins vegar skattahækk- un,“ sagði forsætisráðherra. Landhelgisgæslan; Týndir sjóliðar komu fram LANDHELGISGÆSLAN undirbjó leit að sex sjóliðum af breska herskip- inu HMS York á hvítasunnudag, en þeir höfðu ætlað að ganga á Hvannadalshnúk. Mennimir komu fram í Skaftafelli síðdegis á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum Land- Bretanna fannst síðan í Skaftafelli, helgisgæslunnar hafði yfirmaður á og laust fyrir kl. 16, þegar senda herskipinu samband við Gæsluna á átti þyrlu frá vamarliðinu á Keflavík- sunnudagsmorguninn, en þá var far- urflugvelli til að leita þeirra, komu ið að óttast um mennina. Áhöfn á þeir fram heilu á höldnu. Þeir höfðu þyrlu Gæslunnar var kölluð út lent í slæmu veðri á jöklinum og skömmu fyrir kl. 13, og beið hún í beðið það af sér, en síðan haldið til viðbragðsstöðu á flugvellinum. Bíll byggða á ný þegar veðrinu slotaði. Davíð sagði að aðrar leiðir, svo sem niðurskurður útgjalda og sala ríkisfyrirtækja, krefðust lengri und- • irbúningstíma og væm hægvirkari, þótt átak í þeim efnum yrði gert og myndi veita öðmm aðgerðum í ríkis- fjármálum stuðning. Orðrétt sagði forsætisráðherra: „Vitanlega er vaxtahækkun við nú- verandi aðstæður neyðarúrræði. Vextir vom háir fyrir og em að sjálf- sögðu til þess fallnir að tefja endur- bata í atvinnulífí og geta reynst mörgum aðilum þungbærir. En ríkis- fjármálunum hefur verið komið í þessa stöðu, að önnur leið er ekki fær ... Það er hins vegar eitt mikil- vægasta verkefni í hagstjórn á næst- unni að tryggja forsendur fyrir lækk- un vaxta á ný. Vaxtalækkun getur haft mikla þýðingu til að ijúfa þá kyrrstöðu, sem ríkt hefur í þjóðarbú- skap að undanförnu. En sú vaxta- lækkun verður að byggjast á efna- hagslegum forsendum - ekki ósk- hyggj'u.“ Sjá stefnuræðu forsætisráðherra á miðopnu. Heimild: Veöurstoía (Byggt á veöurspá kJ. 16.11 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 22. MAÍ YFIRLIT: Um 400 km austur af landinu er 982 mb lægð sem hreyf- ist austur. Skammt fyrir vestan land er bæðarhryggur sem þokast austur. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: ( dag lítur út fyrir hæga vestan- og suðvestanátt á landinu. Skúrir verða um landið vestanvert en bjart veður að mestu austan- til. Hiti 4-8 stig á suðvestanverðu landinu en 8-12 stig norðaustan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Dálítil súld suðvestanlands en bjart veður um norðan- og austanvert landlð. Hlýnandi veður og á föstudag má búast við allt að 20 stiga hita austanlands. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltí veður Akureyrl 6 súldásíð.klst. Reykjavik 6 skýjað Bergen 7 rigning Helslnki 10 skúr Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuulc 1 snjókoma Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 23 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Berlfn 17 skýjað Chicago 14 skýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 20 skýjað Qlasgow 14 rigning Hamborg 15 skýjað Las Palmas vantar London 21 skýjað Los Angeles 13 alskýjað Lúxemborg vantar Madrfd 22 heiðskírt Malaga 21 heiðskírt Mallorka 23 léttskýjað Montreal 15 skýjað NewYork 17 heiðskírt Orlando 23 alskýjað París 21 léttskýjað Róm 17 heiðskfrt Vín 20 hálfskýjað Washington 17 skýjað Winnlpeg 17 skýjað Tengibygging tekin í notkmi í Asmundarsafni VTÐBYGGING milli Bogaskemmu og Kúluhússlistasafns Ásmund- ar Sveinssonar hefur verið tekin í notkun. Á þessu ári verður gert við sprungur í Kúluhúsinu en á næsta ári verður Bogaskem- man lagfærð að innan. í Ásmundarsafni stendur yfir sýning sem fjallar um bókmenntir í verkum Ásmundar. „Borgin fékk húsin árið 1982 en þá var þegar hafist handa við að breyta þeim í safn,“ sagði Gunnar Kvaran, listfræðingur, í samtali við Morgunblaðið. „Ákveðið var að byggja tengi- byggingu milli Bogaskemmunnar og Kúluhússins, en framkvæmdir við bygginguna hófust fyrir um það bil tveimur árum. Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, teiknaði húsið sem er tæplega 200 fm en hin húsin eru um 500 fm að flatar- máli. Byggingin var formlega tek- in í notkun fyrir mánuði en breyt- ingum á safninu er ekki lokið því á þessu ári verður gert við sprung- ur í Kúluhúsinu sem Ásmundur byggði 1942 til 1943 og á næsta ári verða gerðar endurbætur á Bogaskemmunni en hún var byggð árið 1955.“ Um leið og tengibyggingin var tekin í notkun var opnuð sýning á bókmenntum í list Ásmundar Sveinssonar en íslenskar bók- menntir voru oft á tíðum upp- spretta verka hans. Má þar til dæmis nefna Egilssögu og frá- sagnir af Sæmundi fróða. Ás- mundarsafn er opið daglega milli klukkan 10.00 og 16.00. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra: Aukafjárveiting ekki skyld sumarlokunum SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að 126 milljóna aukafjárveiting til Ríkisspítalanna, sem forstjóri Ríkisspítalanna sagði í samtali við Morgunblaðið að væri forsenda þess að unnt yrði að draga úr sumarlokunum á sjúkrahúsunum, hafi verið til þess ætluð að gera upp halla Ríkisspítalanna á síðasta ári. í sínum huga sé það óskylt spurningunni um hve víðtækar sumarlokanir verði á Ríkissp- ítölunum. Fjárlög hafi gert ráð fyrir óbreyttum rekstri frá síðasta ári. Aðspurður hvort gera mætti ráð rétt sig af í sumar en í mínum huga fyrir meiri sumarlokunum en stjórn- amefnd Ríkisspítalanna hefði stefnt að sagði Sighvatur að við afgreiðslu fjárlaga hefði ekki verið gert ráð fyrir neinni breytingu á starfrækslu Ríkisspítalanna frá árinu 1990. „Það var gert ráð fyrir því að menn reyndu að ná svipaðri niðurstöðu í sparnaði hvemig sem úr því væri leyst,“ sagði ráðherrann. „Það kann þó að vera að þessar 126 milljónir geri það að verkum að sjúkrahúsin geti eitthvað eru þetta tvö mál,“ sagði hann. „Það heit verður efnt að halli Ríkisspítalanna á síðasta ári verði greiddur og til þess er búið að ráð- stafa 126 milljóna aukafjárveitingu. Síðan er spurningin um sumarlokan- ir. Að sögn Ríkisspítalanna þurfa þeir mikið viðbótarfjármagn og það er ekki búið að taka neinar ákvarð- anir um að þeir fái það,“ sagði ráð- herra. DV greiði blaðamanni 656 þús. kr. bætur EIGENDUR Fijálsrar fjölmiðlunar hf., sem á og rekur DV, hafa ver- ið dæmdir til að greiða fyrrverandi blaðamanni sínum tæpar 656 þúsundir króna auk vaxta frá 1. nóvember 1987 vegna fyrirvaralausr- ar uppsagnar. Dómurinn var kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur. Blaðamaðurinn hafði starfað á DV frá árinu 1983. Hann var í sum- arfríi auk tveggja mánaða sérstaks launaðs leyfís samkvæmt ákvæði í kjarasamningi, og átti að mæta til starfa að nýju 1. október. í júlí lagð- ist blaðamaðurinn á sjúkrahús og var úrskurðaður 100% öryrki og óvinnufær frá 1. ágúst 1988. Hann fór þess á leit að verða veitt launa- laust leyfí frá störfum frá 1. október 1987 til 1. janúar 1988. Viku síðar ritaði vinnuveitandinn blaðamannin- um bréf þar sem honum var sagt upp störfum. Eftir árangurslausar viðræður við forráðamenn DV ákvað blaðamaður- inn að höfða mál. Hann krafðist veikindalauna í sex mánuði og hálfra launa í aðra sex mánuði, samkvæmt kjarasamningi blaðamanna og or- lofsgreiðslur á launaliði. Til vara krafðist hann launa í fjóra mánuði vegna langs starfsaldurs hjá DV. Einnig krafðist hann bóta fyrir missi réttar til launaðs leyfis og orlofs á laun fyrir vinnu í maí 1987 til sept- ember sama ár. Stefndi, DV, taldi sig vera í fullum rétti til að segja blaðamanninum upp störfum, hvort sem hann væri veikur eða ekki og honum hafí alltaf staðið til boða laun út uppsagnarfrestinn, ef hann stæði við vinnuskyldu sína. Blaðamaðurinn hafí hins vegar ekki mætt til vinnu 1. október og vanefnt þannig vinnusamninginn verulega. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari féllst á allar kröfur stefnanda nema hvað hann lækkaði bótakröfuna um 175 þúsund krónur, sem er sama upphæð og blaðamað- urinn fékk í tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Fijálsri fjölmiðl- un er gert að greiða blaðamanninum kr. 655.923 auk vaxta frá 1. nóv- ember 1987 og málskostnað, 170.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.