Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 Framtíð þjóðarsáttar Síðdegisfundur um þjóðarsáttina í dag, 22. maí, kl. 17.15, á Hótel Borg. Málshefjendur eru: Friðrik Sóphusson, fjármálaráðherra, Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, og Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og varaform. VMSÍ. Fundarstjóri: Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. Áætlað er að fundinum Ijúki um kl. 19.00. LAIMDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR, MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN. SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aörar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóö og falleg. Lítiö inn til okkar og skoöið úrvalið. SMITH &NORLAIMD NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 STJÓRNARSKRÁ- IN OG EES eftir Gunnar G. Schram Eftir ráðherrafund Evrópu- bandalagsins og EFTA, sem hald- inn var í síðustu viku, er tímabært að spurt sé hvort hinn væntanlegi samningur um Evrópska efnahags- svæðið (EES) muni kalla á breyt- ingar á stjórnarskrá lýðveldisins og hvort hann muni að einhverju leyti hafa í för með sér yfirþjóðleg völd sem skerði sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Um þessi mál öll fór fram löng umræða á Alþingi í til- efni af skýrslu utanríkisráðherra þann 16. maí og sýndist þar sitt hverjum. Hér á eftir verður vikið að nokkr- um meginatriðum þessa máls og helstu álitaefnum. Þó verður strax að hafa þann fyrirvara á þessari umijöllun að hún styðst við yfirlýs- ingu ráðherrafundarins og samn- ingagögn, en endanlegur samning- ur um EES-svæðið liggur ekki fyr- ir og því ekki enn ljóst í öllum atrið- um hver loka niðurstaðan verður. Yfirlýsing ráðherrafundarins gefur hinsvegar glögga vísbendingu um að hveiju er stefnt í þessum efnum öllum. Efnahagssvæðið og stjórnarskráin Á Norðurlöndum hafa farið fram allnokkrar umræður um það hvort samningur um EES kalli á stjórnar- skrárbreytingar. Eftir því sem næst verður komist eru þær ekki fyrir- hugaðar vegna þess að efni sam- komulagsins er ekki talið kalla á slíkar breytingar. Hér er því þó við að bæta að líklegt er að samningur- inn verði borinn upp í norska stór- þinginu á grundvelli 93. gr. stjórn- arskrárinnar sem mælir fyrir um samþykki þriggja fjórðu hluta þing- manna þegar um aðild Noregs að fjölþjóðasamtökum er að ræða þar sem stofnanir eru að einhveiju leyti yfirþjóðlegar. Ekki eru þó allir norskir fræðimenn á einu máli um að EES-samningurinn heyri undir 93. grein og telja að einfaldur meiri- hluti dugi. Ekki virðist nauðsyn á að breyta íslensku stjórnarskránni þótt við gerumst aðilar að evrópska efna- hagssvæðinu þar sem ekki sýnist þar gert ráð fyrir framsali íslensks ríkisvalds í hendur yfirþjóðlegra stofnana í þeim mæli að það skerði sjálfsforræði landsins. Annað gildir um aðild að EB. Þar yrði stjórnar- skrárbreyting tvímælalaust nauð- synleg. 'Á’ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 hvíla þreytta fætur \H7 Wicanders Kork-o-Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa ££ imúla 29, Mílaiomi, síml 31649 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Rökin til þessarar niðurstöðu eru fyrst og fremst eftirfarandi. Löggjöfin og EES ísland verður ekki aðili að EES- samningi nema Alþingi hafi í fyrsta lagi samþykkt hann. í öðru lagi verður Alþingi að veita þeim lögum og reglum sem gilda eiga innan svæðisins, 1400 talsins, samþykki sitt og taka þau ákvæði þar með upp í íslensk lög. En þá má spytja hvernig fari með síðari lagasetn- ingu innan svæðisins, sem kemur frá hinu sameiginlega EES-ráði eða stofnun, og hvert gildi slíkra laga eða samþykkta verði fyrir ísland. I slíkum tilvikum er gert ráð fyrir því að engin slík lög taki gildi nema þau séu samþykkt einróma innan EES. Þar hefur hvert EFTA-ríki því í raun neitunarvald, þar með talið ísland. í öðru lagi taka engin slík lagafrumvörp gildi fyrr en þjóð- þingin hafa samþykkt þau eða inn- lend stjórnvöld þær reglugerðir sem í hlut eiga. Með þessum ákvæðum er ætlunin að tryggja að lagasetn- ingarvaldið verði áfram að fullu í höndum hinna einstöku aðild- arríkja. Náist ekki einróma sam- þykki innan EES um nýja lagareglu verður hún einfaldlega ekki sett. Framkvæmdavaldið og EES Engar stjórnvaldsreglugerðir eða tilskipanir verða settar fyrir EES- svæðið, fremur en lög, nema með -Samþykki allra aðildarríkjanna. Jafnframt verða íslensk stjórnvöld að samþykkja slíkar reglugerðir til þess að þær öðlist gildi, og verði framkvæmdar hér á landi. Sú fram- kvæmd verður öll í hendi íslenskra stjórnvalda. Þegar rætt er um framkvæmda- valdið og EES er rétt að minna á að sett verður á laggirnar sérstök sjálfstæð eftirlitsstofnun EFTA „sem hefði samsvarandi umboð og svipað hlutverk og framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins“ eins og segir í ályktun ráðherrafundarins frá 13. maí. í ljósi þessa orðalags ályktunarinnar hefí ég bent á að hér yrði um að ræða valdameiri stofnun í átt til yfirþjóðlegs valds en menn hefðu hingað til almennt gert ráð fyrir. Nánari útfærsla á valdsviði þess- arar stofnunar bíður raunar enn frekari samninga. Þó er það ljóst, þegar önnur samningagögn eru skoðuð, að hlutverk þessarar eftir- litsstofnunar EFTA verður fyrst og fremst á sviði samkeppnisreglna samningsins. Er henni ætlað að framkvæma rannsókn á kærum og kvörtunum á því sviði og ákveða jafnframt sek’tir ef um brot er að ræða. Fullnusta allra slíkra ákvarð- ana yrði í höndum íslenskra yfir- valda. Jafnframt myndi stofnunin hafa eftirlit með ríkisstyrkjum og opinberum innkaupum. Hér verður um sjálfstæða stofnun að ræða með nokkru yfirþjóðlegu valdi sem þó takmarkast við svið samkeppnis- reglna. Dómsvaldið og EES í alþjóðasamningum, sem ætlað er að ná tilteknum markmiðum, er óhjákvæmilegt að gert sé ráð fyrir óháðum úrskurðaraðila, sem leysi úr þeim deilumálum sem upp kunna að koma. Eru það ýmist alþjóða- dómstólar, gerðardómar eða sátta- nefndir. Ætluni er að setja á stofn sjálfstæðan EES-dómstól sem túlki EES-reglurnar og leysi úr deilum milli EFTA-ríkjanna og eftirlits- stofnunarinnar og fyrirtækja innan þeirra. Það er ljóst að ef ísland gengur til þessarar samningsgerðar felur það í sér samþykki við því að dómar þessa dómstóls verða endan- legir þar sem hann hefur æðsta úrskurðarvald í þeim deilumálum sem undir hann heyra. í þessu sambandi hefur verið spurt hvort um skerðingu á íslensku Gunnar G. Schram „Enn er ekki ljóst hver verða endanlega öll ákvæði samningsins um evrópska efnahags- svæðið. Af þeim heim- ildum sem birtar hafa verið virðist ljóst að þar er ekki um að ræða framsal ríkisvalds í hendur yfirþjóðlegra stofnana svo sem á sér stað innan EB.“ sjálfsforræði sé að ræða. Hér er ekki nýmæli á ferðinni því raunin er sú að ísland hefur nokkrum sinn- um áður gert samninga um bind- andi lögsögu alþjóðlegra dómstóla. Hafa þeir samningar verið taldir fullgildir að fengnu samþykki Al- þingis. í yfir 30 ár hefur ísland þannig viðurkennt bindandi lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. Með samkomulagi um lausn landhelgis- deilunnar við Breta og Vestur:Þjóð- veija árið 1961 viðurkenndi ísland bindandi lögsögu Alþjóðadómstóls- ins í Haag varðandi frekari út- færslu landhelginnar. Loks má geta Hafréttarsáttmálans sem Alþingi samþykkti 23. maí 1985. Á vett- vangi þess sáttmála mun starfa sérstakur hafréttardómstóll og eru dómar háns bindandi fyrir aðild- arríkin. Lokaorð Enn er ekki ljóst hver verða end- anlega öll ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Af þeim heimildum sem birtar hafa verið virðist ljóst að þar er ekki um að ræða framsal ríkisvalds í hendur yfirþjóðlegra stofnana svo sem á sér stað innan EB. Hvert og eitt EFTA-ríki kemur til með að hafa fullt forræði í þessum málum þar sem ákvarðanir innan EES verða að hljóta einróma samþykki allra aðildarríkja EFTA og staðfestingu þjóðþinga þeirra eða hlutaðeigandi yfirvalda. Á hinn bóginn er Ijóst að aðild að EES-samningnum kallar á mjög víðtækar lagabreytingar hér á landi. Það er ekki síst vegna ákvæða samningsins um fjórfrelsin svo- nefndu þar sem borgurum samn- ingsríkjanna verður veitt jafnrétti á við íslenska borgara á mjög mörg- um sviðum atvinnu- og efnahags- mála, m.a. að því er varðar jarða- kaup, stofnun þjónustufyrirtækja og fjármála-, trygginga- og banka- starfsemi og er þá aðeins fátt eitt talið. Þótt hin stjórnlagalega hlið samningsaðildar liggi sæmilega ljós fyrir eru þessir mikilvægu mála- flokkar enn vanreifaðir og því mik- il nauðsyn á að ítarleg umræða hefjist sem fyrst um öll þau álita- mál. Öðru vísi verður spumingunni um það hvort Island hafi meiri hag en óhag af þessum samningi ekki svarað svo viðhlítandi sé. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóia íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.