Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 19 : > i r i t > t -/ < c-11 i' Fortíðarfíkn stjómmálamaima eftir Pétur Guðjónsson Nýafstaðnar stjórnarmyndunar- viðræður voru bæði furðulegar og fyndnar. Kratar kunna sér ekki læti yfir að hafa loksins komist að því að þá skiptir engu máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnu eða ekki. Þeir hafa greini- lega fallist á þá skýringu nýbakaðs forsætisráðherra að mikilvægust sé sú staðreynd að sami andinn svífur yfir vötnunum hjá báðum. Þessi afstaða Alþýðuflokksins gagnvart stefnuleysi Sjálfstæðis- flokksins verður vafalaust til þess að í næstu kosningum kippir eng- inn sér upp við það þó einn flokk- ur kvarti yfír stefnuleysi annars. Forystumenn Alþýðuflokksins eiga miklar þakkir skildar fýrir að af- sanna þá stærðfræðilegu þversögn: Að ekkert sé ekki sama og eitt- hvað, en þeir hafa nú sagt að eng- in stefnuskrá sé sama og einhver stefnuskrá, gömlu flokkamir séu hvort eð er allir af sama sauðahús- inu. Hverjir eiga ísland? Það var ánægjulegt að verða vitni að því að Jón Baldvin skyldi loksins komast að því hveijir eiga ísland, eftir að hafa leitað svars við þeirri spurningu á 100 fundum vítt og breitt um landið. Það var bara verst að ekki skyldi vera húsa- kostur í Engey fyrir undirritun stjómarsáttmála Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks svo nýja stjórnin fengi réttnefni. Osköp voru harmakvein Ólafs Ragnars um svik Alþýðuflokksins hjáróma enda hygg ég að fáir álíti kvartanir hans sprottnar af hug- sjónaást. Flestir gera sér áreiðan- lega grein fyrir því að Ólafur Ragn- ar hefði verið manna fúsastur til að skríða upp í hjá Sjálfstæðis- flokknum, þó ekki væri nema til fóta, og hefði örugglega fundið fýrir því „haldbæra“ og sögulega skýringu, að eigin mati. Áeggjan um að blásið skyldi í herlúðra og liði safnað var sérlega fýndin. Það minnti óneitanlega á herforingjann sem blés til orrustu og óð fram á vígvöllinn til þess eins að horfast í augu við að hann stóð einn, eng- inn fylgdi honum eftif. Einu sinni var ... Annars er næsta grátbroslegt að horfa upp á hvemig nýmynduð stjóm, og allt sem henni tilheyrir, undirstrikar þá staðreynd að stjórnmálamenn gömlu flokkanna lifa og hrærast í hugarfarslegu landslagi sem löngu er horfið sjón- um manna. Allt þetta „viðreisnar“-tal er fyrir þessum mönnum ekki bara nafngift. Þeir era að höfða til raun- veruleika löngu liðins tíma, þegar þjóðfélagsaðstæður voru allt aðrar og menn og málefni önnur. Tilfínningaleg mótun manna í pólitík á sér yfirleitt stað á aldrin- „Ef svo ólíklega færi að fyrir dyrum stæði að skrifa undir sam- komulagið um evrópskt efnahagssvæði ætla ég að vona að ríkisstjórnin sýni þegnum þessa lands þá lágmarkskurt- eisi og virðingu að upp- lýsa þá vel um innihald samkomulagsins og leyfi þjóðinni síðan að ganga til atkvæða- greiðslu um málið.“ um 16 ára til tvítugs en flestir komast ekki til valda fyrr en milli fertugs og fimmtugs. Á tímum stöðugleika og lítilla breytinga skiptir ekki öllu máli þó menn sjái raunveruleikann með augum ungl- ingsins og hegði sér samkvæmt því. En á tímum mikilla breytinga eins og í dag, í þjóðfélagi sem er gjörólíkt því sem var á tímum við- reisnarstjómarinnar, stafar af því mikil hætta þegar ráðamenn taka upp á því að sveipa nútíðina hulu löngu liðins tíma því þá em þeir að stjórna þjóðfélagi sem aðeins fyrirfinnst í þeirra eigin hugar- heimi. Þetta vandamál er að vísu ekki einskorðað við íslenskar aðstæður. óamla pólitíkin, sem mótaðist af hugmyndafræði iðnbyltingarinnar, stendur alls staðar frammi fyrir miklum vanda. Hún hreyfir ekki fólk til þátttöku og er öllum til trafala, jafnvel þeim sem í raun stjórna þjóðfélaginu, á bak við tjöldin. Með þessu er ég ekki að gera því skóna að nýja ríkisstjórnin þurfi að vera alvond. Ég er ekki viss um að hún klúðri neitt meiru en forveri hennar sem kenndi sig við félagshyggju en kom þó á lagg- irnar draumalandi braskara, okur- lánara og innheimtulögfræðinga. Að sumu leyti er þessi stjórn bara jákvæð því margir virðast trúa að hún muni gera eitthvað og þegar við íslendingar trúum því að eitthvað gangi vel fömm við í ham og allt gengur betur. En því miður mun hún ekki frek- ar en aðrar stjómir af gamla skól- anum blása þjóðinni baráttuanda í bijóst, af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin stefnir auðvitað fram á við en gömlu flokkamir og fulltrú- ar þeirra lifa og hrærast í fortíðar- landslagi sem óhjákvæmilega held- ur aftur af eðlilegri framtíðarþró- un. Mannúðarmál Ég býst ekki við miklu af þess- ari stjórn. Ég vona þó að Sjálfstæð- isflokkurinn leggi sig fram um að skilja hvað í hugtakinu mannúð felst; að fulltrúar þess flokks lesi Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og geri sér grein fyrir því, í eitt skipti fyrir öll, að velferð einstaklingsins byggist „á því að fólk geti lifað mannsæmandi og innihaldsríku lífi en er ekki bara afleiðing velferðar fyrirtækja og fjármagnseigenda. Þeir þurfa að skilja að lífvænleg laun eru ekki samningsatriði heldur sjálfsögð mannréttindi, mannúðarmál; að það að leysa myndarlega vanda aldraðra, sjúkra og annarra sem minna mega sín í þjóðfélaginu er ekki afgangsverkefni og verður ekki gert með hangandi hendi held- ur er það mannréttinda- og mann- úðarmál. ísland á uppboð? Ég vona að alþýðu- og sjálfstæð- isflokksmenn skilji að ef hinu efna- hagslega valdi verður ekki dreift hér innanlands, t.d. með skýrri lög- gjöf sem hindrar hringamyndanir, þá blasir sú hætta við, að áður en langt um líður geti erlendir aðilar keypt landið eins og það leggur sig. Ég vona að þetta fólk geri sér gréin fyrir að það er skammsýnn „bísniss" að hygla fáum fjársterk- um íslendingum og leyfa þeim að sölsa undir sig eignir sem tilheyra þjóðinni allri. Eðlileg framvinda slíkrar þróun- ar væri sú að sjálfstæðisbarátta okkar í gegnum tíðina yrði að engu gerð og útlendingar eignuðustokk- ur með húð og hári og ráðstöfuðu að eigin vild. Ef svo ólíklega færi að fyrir dymm stæði að skrifa undir sam- komulagið um evrópskt efnahags- svæði ætla ég að vona að ríkis- stjórnin sýni þegnum þessa lands þá lágmarkskurteisi og virðingu að upplýsa þá vel um innihald sam- komulagsins og leyfi þjóðinni síðan að ganga til atkvæðagreiðslu um málið. Fulltrúar gamla tímans Ef þessi stjórn afrekaði ekkert annað en að tryggja að við glötum ekki sjálfstæði okkar á næstu árum, og stuðlaði jafnframt að því að ekki þurfí lengur að karpa um jafn sjálfsögð mannréttindi og mannsæmandi laun yrði hennar minnst sem verðugs fulltrúa þess gamla tíma sem senn líður undir lok. Höfundur er formaður Flokks mannsins. „Hej“ Norðurlönd! Velkomin til skemmtilegra borga á Norðurlöndum. Besti ferðamátinn er þægilegt dagflug að hætti SAS. Öll APEX fargjöld þarf að panta og borga með minnst 14 daga fyrirvara. 50% barnaafsláttur. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöld. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Slmi 62 22 11 NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS DANMÖRK APEX SVÍÞJÓÐ APEX Keflavík - Kaupmannahöfn 35.150.- Keflavík - Stokkhólmur 41.280.- NOREGUR Keflavík - Gautaborg 35.150.- Keflavík - Osló 33.720.- Keflavík - Malmö 37.810.- Keflavík - Kristiansand 33.720.- Keflavík - Vásterás 42.370.- Keflavík - Stavanger 33.720.- Keflavík - Norrköping 41.280.- Keflavík - Bergen 33.720.- Keflavík - Jönköping 41.280.- FINNLAND Keflavík - Kalmar 41.280.- Keflavík - Helsinki 44.390.- Keflavík - Váxjö 41.280.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.