Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 21 er þjónusta á almennum markaði, hvort heldur er hjá samgöng'ufyrir- tækjum eða almennum verktökum. Það að daggjaldanefnd skuli ekki hafa gert það gegnum tíðina er gagn- rýnisvert, og það að ríkisendurskoð- un skuli ekki hafa gert við það neina athugasemd er hneykslanlegt. Olögleg starfsemi í janúar 1990 tóku gildi lög, sem tryggja sjúkratryggðum landsmönn- um ókeypis sjúkrahúsvist. Þetta er hið besta jafnréttismál og verður að teljast til framfara í heilbrigðismál- um þjóðarinnar. Ríkisendurskoðun heldur því fram að Heilsuhælið falli undir ákvæði þessara laga og því hafi verið um lögbrot að ræða að innheimta greiðslur af dvalargestum til þessa tíma frá gildistöku laganna. Ef þetta er rétt mat Ríkisendurskoð- unar, sem ég dreg reyndar í efa, þá finnst mér liggja beinast við að ríkið greiði Heilsuhælinu daggjöld fyrir sama tíma líkt og um sjúkrahúsrekst- ur hefði verið að ræða, svo að hægt sé að endurgreiða dvalargestum út- lagðan kostnað. Það verður að vera eitthvert samræmi í hlutunum. Hafi það verið tilgangur löggjaf- ans að fella starfsemi Heilsuhælisins og annarra sjálfseignarstofnana und- ir þessi ákvæði, þá eru þetta gerræð- isleg lög, sem hljóða nánast upp á eignaupptöku þeirra stofnana, sem rekin eru á daggjöldum. Málið horfír öðru vísi við sjúkrahúsi, sem rekið er innan vébanda fjárlaga. Þar er ríkið að setja sjálfu sér vinnureglur og þarf ekki að eiga reksturinn und- ir dómgreind eða vilja daggjalda- nefndar. Markmið Náttúru- lækningafélagsins í lok skýrslu Ríkisendurskoðunar er ítrekað það álit höfunda, að brýnt sé að taka málefni Heilsuhælisins hið fyrsta til heildarendurskoðunar í því skyni að ákveða framtíðarhlut- verk þess og markmið í samræmi við gildandi heilbrigðislöggjöf. Hér komum við að kjarna málsins, mein- semdinni í heilbrigðiskerfmu. Nátt- úrulækningastefnan er að mati ríkis- endurskoðunar lögleysa í heilbrigði- skerfínu. Þrátt fyrir vinsældir Heilsu- hælisins í 35 ár er það utangarðs í íslensku heilbrigðiskerfi. Því leggur Ríkisendurskoðun til, að hlutverk Heilsuhælisins, helsta vígi náttúru- lækninganna, verði lagað að þörfum lækna og embættismanna í heilbrigð- iskerfinu. Þeir hafa stefnt að því leynt og ljóst að ná eignum Náttúru- lækningafélagsins undir sína stjórn til þess að breyta þar starfsháttum og laga að eigin sjónarmiðum. Um þetta vitnar deilan að undanförnu. Við þessu verða náttúrulækninga- menn að bregðast. Framtíðarhlut- verk Heilsuhælisins er og verður ákveðið af Náttúrulækningafélaginu ekki af heilbrigðisráðuneytinu og þaðan af síður af Ríkisendurskoðun. Ríkið verður síðan að meta það hvort það kýs að kaupa þjónustu félagsins eða ekki. Náttúrulækningastefnunni breytir það ekki. Hælið var stofnað til þess að gefa mönnum kost á að velja á milli þess að leita til lækna í hefðbundna lækn- ismeðferð, ellegar kosta kapps um að endurskoða lífshætti sína undir handleiðslu Náttúrulækningafélags- ins. Þetta val á meiri rétt á sér í dag en það átti fyrir '35 árum, vegna þess að nú stendur hinum almenna neytanda til boða geysilegt úrval af óheilnæmum mat, sem auðvelt er að matbúa. Nú vinna báðar fyrirvinnur heimilisins úti og því er mikil freist- ing að auðvelda eldhússtörfín með því að kaupa næringarsnauða, unna matvöru tilbúna á pönnuna. Þetta hefur skapað vandamál, sem eru al- varleg í dag en voru léttvæg fyrir 35 árum. Miklu meira er nú vitað um tengsl næringar og sjúkdóma en áður var, og því er auðveldara að lækna marg- vísleg mein með breyttu mataræði. Læknar læra tilfinnanlega lítið um næringarfræði í almennri læknis- fræði og margir þeirra líta því með vanþóknun á fræðslu um næringu og mannamein, enda hefur það fallið í verkahring annarra starfsstétta að taka hana upp. Þeim læknum fer þó fjölgandi sem sýna þessum málum skilning og stuðning og vonandi á bætt kennsla í nænngarfræði við læknadeild Háskóla íslands eftir að breyta viðhorfum lækna til náttúru- legra aðferða til að njóta heilbrigðs lífs. Ég skora á heilbrigðisráðherra að virða rétt okkar, sem kjósum að nýta okkur handleiðslu og fræðslu Nátt- úrulækningafélagsins, og hvet hann til að styðja fræðslu um manneldis- mál með ráðum og dáð. Valkostur NLFÍ hefur sannanlega sparað ríkinu stórfé á liðnum árum og ekki er vanþörf á að spara, þegar kostnaður við hátæknilæknisfræði er að sliga heilbrigðiskerfi Vesturlanda. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. vrrex DÆLUR MEÐ SNIGILHJÓLI FYRIR SLÓG, SKOLP OG ÖNNUR SÉRVERKEFNI Skeifan 3h - Sími 82670 - Fax 680470 SlJMAR ÚTIOGINNI í tilefni þess að sumarið er komið bjóðum við frábært verð á úrvalsvörum Gólfteppi, verð frá 440 krónum m2 PINOTEX viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður 15% afsláttur FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GARÐÁHÖLDUM málningarP _ pjónöstan hf akranesi (ar MALNINGARDAGAR Nú er rétti tíminn til að mála úti og inni. í tilefiii þess höldum við sérstaka MÁLNINGARDAGA og bjóðum 10-50% afelátt af inni- og útimálningu frá Hörpu og Sadolin. BYGGINGARVELTA - við lánum í allt að þrjú ár. Gólfflísar, verð frá 2.190 krónum m2 Gólfdúkar, tilboðsverð frá 690 krónum m2 arma HAFNARFIROI METRO I MJÓDD Alfabakka 16 • Reykjavlk Slmi 670050 Grensásvegi 11 • Reykjavik • Slmi 83500 Járn & Skip G.Á. Böðvarsson hf. KEFLAVÍK SELFOSSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.