Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 30
j ara* f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 31 30 *«?##*§* í f .** MORGUNBLADIB MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stefnuræða forsæt- isráðherra að var góður tónn í fyrstu stefnuræðu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra á Al- þingi, sem flutt var í gær- kvöldi. Ræðan einkenndist ekki af hástemmdum loforðum og fyrirheitum. Hins vegar gaf hún nokkuð glögga mynd af við- horfi ríkisstjórnarflokkanna til aðkallandi vanda og langtíma verkefna. Forsætisráðherra vék fyrst að þremur grundvallarat- riðurn í samstarfi Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks: í fyrsta lagi fylgja flokkarnir báðir fijálslyndri framfarastefnu í at- vinnumálum, sem er til þess fallin að auka sameiginlegar tekjur þjóðarinnar og tryggja vaxandi kaupmátt launa. I öðru lagi líta stjórnarflokkarnir báðir á það sem meginverkefni að rétta hlut þeirra, sem höllum fæti standa. Og í þriðja lagi sagði Davíð Oddsson: „Ríkis- stjórnin vill opna landið fyrir nýjum straumum, stefnum og hugmyndum og leggur höfuðá- herzlu á, að íslenzka þjóðin megi ekki einangrast, þótt hún verði á hinn bóginn að halda sjálfstæðri tilvist sinni, sjálfsvit- und og ríkri virðingu fyrir þjóð- legum gildum.“ Eftir að Davíð Oddsson hafði rakið stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála sagði hann, að ríkisstjórnin hefði staðið frammi fyrir tveimur kostum, að hækka vexti eða hækka skatta og valið fyrri leiðina. Sjálfsagt er vaxta- hækkun óhjákvæmileg en það skiptir máli, hve mikil hún verð- ur og hvernig hún verður fram- kvæmd að öðru leyti. Þess má sjá merki, að atvinnulífið er á leið upp úr öldudalnum, þótt hægt fari. Of mikil vaxtahækk- un getur orðið til þess að kæfa þá uppsveiflu í fæðingu. Sú vaxtahækkun, sem nú hefur verið tilkynnt á spariskírteinum ríkissjóðs og nemur nær tveimur prósentustigum er býsna mikil. Hætt er við, að vaxtahækkanir banka og sparisjóða um næstu mánaðamót verði ekki minni. Þá eru raunvextir orðnir afar háir og með því hæsta, sem hér hefur tíðkazt. Halldór Ásgríms- son, varaformaður Framsóknar- flokksins, hélt því fram í um- ræðum á Alþingi í gærkvöldi, að vaxtahækkanir dygðu ekki til að auka sparnað, þar ætti efnahagslegur stöðugleiki mest- an hlut að máli. Þetta er um- hugsunarverð röksemd. Þá skiptir líka máli, hvernig að vaxtahækkun er staðið. Verða vextir t.d. hækkaðir á hús- næðislánum, sem fólk hefur þegar tekið og byggt íjárhags- ráðstafanir sínar á ákveðnum forsendum eins og í bígerð virð- ist vera ? Ef þeim forsendum verður gjörbreytt er hætt við að þröngt verði í búi hjá mörg- um, nema aðrar ráðstafanir komi á móti. Það hefur verið óþolandi kækur í þessu þjóðfé- lagi árum saman að gjörbreyta forsendum fyrir ijárhagslegum ráðstöfunum fólks með stjórn- valdsákvörðunum. Það er ánægjuefni, að Davíð Oddsson boðaði aukna vald- dreifingu í efnahagsmálum og sagði: „Því vill ríkisstjórnin tryggja að eignarhlutur í þeim fyrirtækjum, sem seld verða, komist í hendur sem flestra. Hún vill gera sem flesta að bein- um þátttakendum í atvinnu- rekstri og vill jafnframt sporna við hættu á einokun og hringa- myndun.“ Eitt stærsta verkefni ríkis- stjórnar og Alþingis á nýbyijuðu kjörtímabili verður endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Niðurstöð- ur skoðanakannana, sem Fé- lagsvísindastofnun háskólans hefur gert í vetur sýna annars vegar verulegan stuðning við breytingar á núverandi fisk- veiðistefnu en hins vegar að býsna stór hópur kjósenda er í óvissu um þetta mikla mál. Um fiskveiðimálin sagði Davíð Oddsson m.a.: .....vill ríkis- stjórnin leitast við að ná víðtækri sátt um stefnu í sjávar- útvegsmálum ... Taka verður ríkt tillit til ákvæðis í lögum um stjórn fískveiða, að fiskurinn i sjónum sé sameign þjóðarinnar. Þetta grundvallarákvæði þarf að vera virkt. Það þarf þó alls ekki að gera með þeim hætti og má ekki gera með þeim hætti að líta megi svo á, að íslenzkur sjávarútvegur hafi þar með verið þjóðnýttur. Margir aðrir kostir eru tiltækir og koma til álita. “ Fyrstu yfirlýsingar ríkis- stjórnar'Davíðs Oddssonar lofa góðu. Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, flutti sterka ræðu í umræðunum í gær- kvöldi. í dag kemur í ljós, hvort þær ráðstafanir, sem hann kynnir í ríkisfjármálum ein- kennast af sama krafti. Ekki veitir af. Málflutningur þeirra Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar í umræðunum í gærkvöldi sýnir svo ekki verður um villzt, að hörð barátta er framundan í íslenzkum stjórnmálum á næstu mánuðum og misserum. Ódeig til átaka - sein- þreytt til vandræða Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi Hér fer á eftir í heild stefnuræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, sem flutt var á Alþingi í gærkvöldi. Virðulegi forseti, góðir Islendingar. Það er skammur tími síðan stjórnar- skipti urðu í landinu, því vil ég hefja mál mitt með því að þakka fyrrverandi forsæt- isráðherra, og ráðherrum hans, fyrir störf sem þeir unnu í þjóðarþágu. Við ríkis- stjórnarskipti verða, eðli málsins sam- kvæmt, ætíð nokkur skil, og bersýnilegt er að þau skil verða við núverandi aðstæð- ur meiri en stundum áður. Tveggja flokka ríkisstjórn tekur við af fjögurra til fimm flokka ríkisstjóm. Menn þekkja það af langi'i sögu að tveggja flokka stjórnir hafa jafnan verið stöðugri og minna til- efni verið til samfelldra samningafunda innan stjórna af því tagi heldur en marg- flokka stjórna. Þessi einkenni koma einn- ig fram við stjórnarmyndun, en í þessu tilviki náðist fljótt samkomulag um aðild flokkanna tveggja að ríkisstjórninni og samkomulag um knappa en kjarnyrta stefnuyfirlýsingu, þar sem lögð er línan í fjölmörgum málaflokkum, án þess þó að flokkarnir gangi þá götu, sem marg- flokka stjórnir verða að ganga, að hefja langvinnar samningaviðræður, þar sem smæstu atriði eru rædd og reifuð út í hörgul, sagan sýnir að stjórnarsáttmálar af því tagi leiða sjaldnast til þess að verk þeirra ríkisstjórna, sem þannig eru mynd- aðar, verði jafn umfangsmikil og stjórnar- sáttmálamir. Það var grundvallaratriði við þessa stjórnarmyndun að hér yrði meiri festa í stjórnarfari, en um leið yrði fijálsræði aukið á ýmsum sviðum þjóðlífsins, þá ekki síst hvað snertir atvinnumál lands- manna. Rökrétt niðurstaða kosninga Ég hef þá trú að þessi ásetningur muni ganga eftir og skila góðum árangri. Þessi ríkisstjórn er vissulega reist á vilja til verka og samstarfs, en ekki eingöngu á því. Ég tel að stjórnarmyndunin sé rök- rétt niðurstaða af úrslitum nýgenginna kosninga. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur fengu sameiginlega ríflegan meirihluta á Alþingi. Afar góð reynsla var af samstarfí þessara tveggja flokka á áranum 1959 1971. Þótt það sé ekki markmið stjórnarflokkanna að endurtaka þá sögu, þá er ekki vafí á, að á viðreisnar- árunum höfðu þessir tveir flokkar meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf en þeir hafa nokkru sinni haft fyrr eða síðar. Það kom auðvitað fram í kosningabar- áttunni að margt greinir á milli stefnu og hugsjóna Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. En hinu er ekki að leyna að það kom jafnframt fram að sjónarmið þeirra áttu um þessar mundir meira sameigin- legt en gerðist með aðra flokka. Stjómar- flokkarnir leggja báðir áherslu á fijáls- lynda framfarastefnu í atvinnumálum, sem sé til þess fallin að auka sameiginleg- ar tekjur þjóðarinnar og tryggt geti vax- andi kaupmátt launa á næstu árum. Flokkarnir undirstrika báðir það megin- verkefni að rétta hlut þeirra, sem höllum fæti standa, og hjálpa þeim til sjálfshjálp- ar. Ríkisstjórnin vill opna landið fyrir nýj- um straumum, stefnum og hugmyndum, og leggur höfuðáherslu á að íslenska þjóð- in megi ekki einangrast, þótt hún verði á hinn bóginn að halda sjálfstæðri tilvist sinni, sjálfsvitund og ríkri virðingu fyrir þjóðlegum gildum. Ríkisstjórnin aðhyllist þau vestrænu viðhorf í atvinnumálum, sem best hafa dugað þjóðum hins fijálsa heims, og hafn- ar yfirlýsingum fyrrverandi forsætisráð- herra um að slík viðhorf eigi ekki við á Islandi. Þensla hefur grafið um sig Þegar kosningahríðinni slotaði og ný ríkisstjórn tók við störfum í landinu, blasti við að mikill slaki hafði orðið á hagstjórn á fyrrihluta þessa árs. Þensla hafði grafið um sig og ógnaði stöðugleika þjóðarbú- skaparins. Hún stafaði ekki síst af veilum í stjórn efnahagsmála, sem kannski hefur átt rót í því að forystumenn þáverandi ríkisstjórnar hafa ekki viljað láta falla bletti á þá glansmynd, sem reynt var að draga upp af ríkisbúskapnum og kynnt var kjósendum á kostnað þeirra sjálfra af hálfu fráfarandi fjármálaráðherra. Þessi veikleiki birtist í margvíslegum myndum. Þar skiptir mestu máli aðhalds- leysi í ríkisfjármálum. Ríkissjóður var rekinn með miklum halla. Skuld hans hafði, í lok kosningamánaðarins, aukist um tæplega 9 þúsund milljónir frá ára- mótum. Þetta er meiri skuldasöfnun á fyrrihluta árs en þekkst hefur um langt árabil. Skuldasöfnun af þessu tagi leiðir til seðlaprentunar og hefur nákvæmlega sömu efnahagslegu afleiðingar og erlend lántaka ríkissjóðs. Þegar nýir ráðherrar komu í ráðuneyti sín, og þegar fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar fór yfír stöðuna, blasti við að afkoma ríkissjóðs á þessu ári yrði mun lakari en gefið hafði verið til kynna. Láns- fjáráform opinberra aðila höfðu aukist um 7 milljarða króna frá fjárlögum, eða úr tæplega 24 milljörðum króna í rúman 31 milljarð króna. Mikið gjaldeyrisút- streymi hafði orðið fyrstu mánuði ársins, og innflutningur hafði aukist óeðlilega mikið. Þessar upplýsingar gáfu til kynna að viðskiptahalli á árinu gæti orðið 12 til 16 milljarðar króna, samanborið við þá 9 milljarða, sem Þjóðhagsstofnun hafði fyrr gert ráð fyrir. Vextir á lánamarkaði fóra hækkandi, en ríkisstjómin hafði keypt sér frið frá því að horfast í augu við veruleik- ann með því að yfirdraga á reikning sinn í Seðlabanka, í stað þess að lúta þeim kjörum sem aðrir urðu að sætta sig við á lánamarkaði. Til viðbótar öllu þessu blasti við að sparnaðarvilji almennings fór minnkandi, eins og glögglega kemur í ljós, þegar bornar eru saman spár Seðlabanka um innlendan sparnað. Þær hafa lækkað um rúmlega 10 milljarða króna, úr 37,8 millj- örðum króna í um 27 milljarða króna. Þegar allir þessir þættir era saman dregn- ir, fer ekki á milli mála að alvarleg þenslu- hætta vofir yfir. Ríkisstjómin hafði m.ö.o. teflt í mikla tvísýnu því jafnvægi, sem náðst hafði í þjóðarbúskap, og byggðist á kjarasátt á vinnumarkaði og aðhalds- semi í hagstjóm. Því er það óhjákvæmi- lega fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjómar- innar að auka aðhald í efnahagslífinu til að koma í veg fyrír að sú þensla, sem grafið hefur um sig, leiði til ört vaxandi verðbólgu og enn meiri viðskiptahalla. Það fer ekki á milli mála, og enginn getur velkst í vafa um það, að hætta var á verðbólgubylgju og jafnvægisleysi í lok apríl, ef stjórnarmyndunartilraunir hefðu dregist vikum og mánuðum saman, eins og gjarnan hefur gerst í þessu landi. Þá hefði allt farið hér ur böndum. Reynsla okkar Islendinga af þessum hættumerkj- um er svo mikil að enginn okkar getur efast um niðurstöðuna. Sú reynsla gerir það að verkum að sérhver maður hafnar því að hér fari ný verðbólguhrina af stað og allt á tjá og tundur í efnahagslífinu. Ef slíkt gerðist væri dregið úr líkum á nýrri sáttargjörð á vinnumarkaði og um leið mundu lakari lífskjör óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Aðhaldsaðgerðir í ríkisfjár- málum og peningamálum Það er mat ríkisstjórnarinnar að hæfí- legar aðhaldsaðgerðir á sviði ríkisfjármála og peningamála muni duga til að koma á jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum og gera það mögulegt að varðveita forsendur kjarasáttar, ekki síst stöðugleika í gengi. Meginatriðið er að aðgerðin verki hratt og valdi sem minnstum skaða þegar til lengri tíma er litið. Segja má að í aðalat- riðum komi einkum tvennt til álita, ann- ars vegar vaxtahækkun og hins vegar skattahækkun, aðrar leiðir, svo sem niður- skurður útgjalda og sala ríkisfyrirtækja, krefjast lengri undirbúningstíma og eru hægvirkari, þótt átak í þeim efnum verði gert og muni veita aðgerðunum stuðning. Ríkisstjórnin hefur valið fyrri leiðina, og leitast við að stöðva skuldasöfnun ríkis- sjóðs við Seðlabanka, þótt óhjákvæmilegt sé að þeirri leið fylgi tímabundin vaxta- hækkun. Ríkisstjórnin hefur hafnað því að hækka skattana á landsmenn. Vitanlega er vaxtahækkun við núver- andi aðstæður neyðarúrræði. Vextir voru háir fyrir og era að sjálfsögðu til þess fallnir að tefja endurbata í atvinnulífí og geta reynst mörgum aðilum þungbærir. En ríkisfjármálunum hefur verið komið í þessa stöðu, að önnur leið er ekki fær. Ég vil reyndar fullyrða að hreint ábyrgð- arleysi væri að viðurkenna ekki nauðsyn þess að Iaga vexti af ríkisbréfum að því sem gerist á innlendum fjármagnsmark- aði. Það er hins vegar eitt mikilvægasta verkefni í hagstjórn á næstunni að tryggja forsendur fyrir lækkun vaxta á ný. Vaxta- lækkun getur haft mikla þýðingu til að ijúfa þá kyrrstöðu, sem ríkt hefur í þjóðar- búskap að undanförnu. En sú vaxtalækk- un verður að byggjast á efnahagslegum forsendum, ekki óskhyggju. Fijálsir vext- ir og fjármagnsmarkaður er undantekn- ingarlaust sú regla, sem gildir hjá öllum þjóðum, sem íslendingar bera sig saman við. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að varanleg lækkun vaxta næst ekki fram án þess að halli á búskap hins opinbera sé minnkaður og lánsfjár- þörf þess minnkuð um leið. Ríkisstjómin lítur á þennan þátt og þetta markmið sem eitt hið mikilvægasta á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin grípur til verða kynntar í skýrslu fjármálaráðherra, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun, miðvikudag. Þar kemur fram almennur samdráttur í lánsfjáráformum opinberra aðila og breyt- ing á tilhögun húsnæðislána. Leitast verð- ur við að ná sem víðtækastri samstöðu við fulltrúa launþega og vinnuveitenda um þessar aðgerðir. Varnarbarátta Ríkisstjórnin hlaut að hefja feril sinn á varnarbaráttu af þessu tagi til að koma í veg fyrir að það úrræða- og aðhaldsleysi í efnahagsmálum, sem fráfarandi ríkis- stjórn ber fulla ábyrgð á, og stöðvi upp- vakningu þeirrar verðbólgu sem brýnast er að halda í böndum. Sú varnarbarátta á ekki að þurfa að standa lengi, vörn má snúa í sókn, svo hægt verði að hefjast handa um að ijúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í íslenskum þjóðarbúskap. Viðreisn og efling efnahags hér á landi verður ekki síst að byggjast á tvennu, 1) Stöðugleika í efnahagslífínu og skipulagsbreytingum í hagkerfí í átt til aukins markaðsbúskapar; og 2) aðlög- un að Evrópu framtíðarinnar. Þessi mark- mið einkenna ekki síst stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Flokkarnir hafa einsett sér að gera róttækar breytingar á skipulagi efnahagslífsins, með það að leiðarljósi að auka verðmætasköpun og bæta lífskjör. Hér eru boðaðar meiri breytingar en gerðar hafa verið í þessum efnum frá því að viðreisnarstjórn tók við völdum fyrir 30 árum og stigin voru fyrstu skref inn á braut fijáls markaðsbúskapar. Meiri breytingar Á 20. öldinni hefur verið gerð mikil og afdrifarík tilraun í stjórnmálum veraldar- innar , sem við íslendingar höfum ekki farið varhluta af Þar er um að ræða kommúnismann, tilraun til að stökkva í einu vetfangi úr hefðbundnum ramma tilverunnar inn í framtíðarland, þar sem allt sé skapað og skipulagt, áætlað og útreiknað. Þessi tilraun mistókst gjörsam- lega. Menn bijótast jafnan úr viðjum hug- mynda af þessu tagi. Þegar nánar er að gáð byggir áætlunarbúskapur kommún- ismans á misskilningi á því, hvað er í mannlegu valdi og sérstaklega á því hveiju megi hrinda fram með aðstoð ríkis- valdsins. Við minnumst sögunnar sem okkur var sögð í barnaskóla af Persakeis- aranum sem lét flengja sjóinn með svip- um, vegna þess að sjógangur torveldaði stríðsáform hans. Þessi keisari skildi ekki hversu lítils maðurinn má sín gagnvart máttarvöldum og gagnvart hinum hörðu lögmálum sem um alla menn gilda. Hin vestrænu viðhorf í stjórnmálum byggja á því að stjórnvöld eigi ekki að hafa skoðun eða stefnu í hveiju einasta máli, heldur láta einstaklingana, í fijálsu samstarfi sín á milli, ráða sem mestu. Hlutverk stjómvalda sé að mynda og treysta þá umgjörð, sem einstaklingarnir geti starfað innan, en ekki að segja þeim fyrir verkum í hvívetna. Hófstilling og skilningur á eigin takmörkun hlýtur að vera aðalsmerki vestrænna stjórnmála- manna. Með hófstillingu að leiðarljósi Ég hef þá trú að núverandi ríkisstjórn sé mynduð með þá hófstillingu að leiðar- ljósi. Hún ætlar ekki að leysa hvers manns vanda, og því síður ætlar hún að bjóða máttarvöldunum birginn, en hún ætlar að leitast við að gegna af trúmennsku því starfi sem íslenska þjóðin hefur feng- ið henni að vinna. í vísustúf eftir Pál Vídalín segir: Forlög koma ofan að örlög krinpm sveima. Álögin úr ýmsum stað en ólög fæðast heima. Þótt ríkisstjórn geti ekki hvers manns vanda leyst, þá hefur hún bolmagn til að fella úr gildi margvísleg ólög, skráð og óskráð, sem truflað hafa menn og torveld- að í verðmætasköpun og viðskiptum. Núverandi ríkisstjórn vill vinna vel í þess- um efnum. Hin knappa stefnuyfirlýsing stjórnarinnar hefur verið prentuð og ligg- ur frammi. Þar koma meginverkefni henn- ar fram. í fyrsta lagi era það ríkisfjármál- in, sem ég hef áður vikið að. Þau voru í miklu verri stöðu en fyrrverandi fjármála- ráðherra hafði auglýst á kostnað skatt- greiðenda í kosningabaráttunni. Ríkis- stjórnin hafnar skattahækkunarleiðinni, þó hún hljóti að viðurkenna að um sinn verði lítið svigrúm til skattalækkana, eins og hugur stjórnarflokkanna hefur staðið til. Verður að skoða alla kosti til sparnað- ar og útgjaldalækkana í sumar, allt þar til fjármálaráðherra leggur fram frum- varp sitt til fjárlaga næsta haust. Megin- stefnan í fjármálum hins opinbera er skýr og kemur fram í stefnuyfírlýsingu. Það verður að brúa bil milli útgjalda og tekna með lækkun útgjalda og frestun fram- kvæmda, í annan stað með sölu fyrir- tækja ríkisins og einkavæðingu og í þriðja lagi með því að taka í auknum mæli gjald fyrir þjónustu sem fyrirtæki og stofnanir á vegum hins opinbera v.eita. Ríkisstjórnin mun leggja mikla áherslu á einkavæðingu og tilfærslu verkefna til einkaaðila, hvort heldur er með sölu opin- berra fyrirtækja, útboði eða gjaldtöku fyrir þjónustu. Rökin fyrir einkavæðingu era sterk. Með henni fær ríkissjóður fjár- hagslegt svigrúm til ýmissa verka. En tekjur ríkissjóðs af einkavæðingu eru þó ekki aðalatriði. Meiru máli skiptir að það er óyggjandi reynsla síðustu áratuga að verðmætasköpun verður meiri þegar Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. einkaaðilar taka ákvarðanir á eigin ábyrgð, á grundvelli eigin þekkingar, en' þegar slíkar ákvarðanir eru alfarið á hendi opinberra aðila. Það varðar líka miklu að fá fleiri aðila til að taka þátt í atvinnulíf- inu, því þá verða borgararnir ábyrgari og ánægðari, og meiri félagslegur stöðugleiki myndast. Valddreifing í efnahagsmálum er æskileg í sjálfu sér. Því vill ríkisstjórn- in tryggja að eignarhlutur í þeim fyrir- tækjum, sem seld verða, komist á hendur sem flestra. Hún vill gera sem flesta að beinum þátttakendum í atvinnurekstri og vill jafnframt sporna við hættu á einokun og hringamyndun. En ríkisstjórnin leggur ekki síður áherslu á að þeir starfsmenn, sem nú gegna störfum í opinberum fyrir- tækjum sem einkavædd verða í fram- tíðinni, megi treysta því að þeirra hags- muna sé gætt í hvívetna. Stöðugleiki á vinnumarkaði Ríkisstjórnin vill í annan stað ná stöð- ugleika á vinnumarkaði, sem óábyrg eyðslustefna fyrrverandi fjármálaráð- herra var langt komin að eyðileggja fyrir síðustu kosningar. Það voru aðilar vinnu- markaðarins sem ekki síst áttu heiðurinn af' þeirri sáttargjörð um kjaramál sem gerð var fyrir ári. Sú hófsemi og ábyrgð- arkennd, sem einkenndi samningana, eiga vafalaust rót í þeirri bitra reynslu sem menn höfðu öðlast hér á landi, að krónu- töluhækkanir, sem ekkert er á bak við, skila engu til launþega, aðeins verðbólgu, sem traflar og minnkar hagvöxt og eyði- leggur raunveralegan grundvöll til kjara- bóta. Ríkisstjórnin sem farin er frá gerði atlögu að þessari þjóðarsátt með fjármála- stefnu sinni undanfama mánuði. Fyrrver- andi ríkisstjórn hækkaði vaxtastigið með eyðslu sinni og með því að soga til sín jafn mikla peninga og raun ber vitni, þótt hún frestaði fram yfir kosningar að skrásetja vextina. Það kom í hlut núver- andi ríkisstjórnar. Þegar ríkisvíxlar liggja óseldir í stórum bunkum þá er verð þeirra of hátt. Um það fá stjórnvöld litlu ráðið. Persakeisar- inn sem nefndur var lét hirðmenn sína flengja sjóinn. Sumir talsmenn fyrrver- andi ríkisstjórnar báru sig líkt að við stjórnun vaxta og efnahagsmála. í tengsl- um við peningamál er rétt að vekja sér- staklega athygli á því ákvæði stefnuyfír- lýsingar ríkisstjórnarinnar að kannaðir verði kostir þess að tengja íslensku krón- una við evrópska myntkerfið og stuðla þar með að auknum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Sú hugsanlega tenging er til marks um þann ásetning ríkisstjórnar- innar að gera þau kjör, sem íslenskir at- vinnuvegir búa við, sambærileg við þau sem gerast í öðrum löndum. Ramminn í peningamálum hefur verið of veikur og óhjákvæmilegt að styrkja hann. Ríkisstjómin mun leitast við að hafa náið samráð við aðila vinnumarkaðarins um þau skref sem stíga þarf til að koma aftur á raunverulegum stöðugleika í stað þess svikalogns ógreiddra kosningavíxla sem blöstu við eftir stjórnarskiptin. Víðtæk sátt í sjáv- arútvegsmálum í þriðja lagi vill ríkisstjórnin leitast við að ná víðtækri sátt um stefnu í sjávarút- vegsmálum. Mun Alþingi í fersku minni að þau lög um stjóm fiskvéiða, sem tóku gildi um síðustu áramót, byggja á að þau verði endurskoðuð eftir tveggja ára tíma- bil. Þá munu menn fara yfír þá reynslu, sem fengist hefur með núverandi skipu- lagi, allt frá árinu 1984, og þeim hug- myndum sem verið hafa í þjóðfélaginu um breytingar á því. Það væri óskynsam- legt af Alþingi og ríkisstjórn, að binda sig við mastrið með stefnu í sjávarútvegs- málum áður en þessi reynsla öll er fengin og áður en nægar umræður hefðu átt sér stað með þjóðinni um þetta mikilvæga mál. Ríkisstjórnin mun skipa sérstaka nefnd manna, með fullu jafnræði stjórnarflokk- anna, til að fara yfír þessa þætti og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar. Þeirri nefnd verður ekki sagt fyrir verkum sérstak- lega, en þó hljóta nokkur atriði að liggja þar fýrir. Taka verður ríkt tillit til ákvæð- is í lögum um stjóm fískveiða, að fiskur- inn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Þetta grundvallarákvæði þarf að vera virkt. Það þarf þó alls ekki að gera með þeim hætti, og má ekki gera með þeim hætti, að líta megi svo á að íslenskur sjáv arútvegur hafí þar með verið þjóðnýttui Margir aðrir kostir eru tiltækir og komi til álita. Auðvitað kýs ríkisstjórnin vi< þessa endurskoðun að taka sérstakt tilli til hagsmuna og sjónarmiða þess fólki sem við sjávarútveginn hefur starfað öllum byggðum landsins. Kollsteypur i grundvelli misjafnlega umdeildra kenni- setninga eru ekki forskrift að áliti og nið- urstöðu í þessum efnum, þótt engri skoð- un verði fyrirfram úthýst. Landbúnaðarmál Fjórða meginverkefni stjórnarinnai verður að framkvæma þá stefnu í land- búnaðarmálum sem mörkuð hefur veric af stjórnvöldum og bændum í sameiningu hin síðari ár. Það er öllum mönnum ljóst að laga verður landbúnaðarframleiðsluna ac markaðsaðstæðum innanlands. En það éi líka ljóst að taka verður til rækilegrai endurskoðunar allt vinnslu- og dreifíngar- kerfí landbúnaðai'vara. Að öðrum kosti er ekki raunhæft að ætla að fram muni nást lægra verð á landbúnaðarvörum til neytenda, og í raun ekki heldur að bæta megi nægjanlega samkeppnisstöðu bænda. Við alla þessa endurskoðun verð- ur að taka ríkt tillit til bændastéttarinn- ar, um leið og ætlast er til þess af bænda- stéttinni eins og öðram stéttum, einnig þeim sem fást við vinnslu búvöra og dreif- ingu, að hún leggi sinn skerf fram til þess víðtæka samkomulags sem er að myndast um sáttargjörð uin sanngjörn kjör. Samstaða um iðnaðar- og orkumál Fimmta meginverkefni ríkisstjórnar: innar snýr að iðnaðar- og orkumálum. í þeim málum er rík og góð samstaða í núverandi ríkisstjórn, ólíkt því sem var í fyrri stjórn. Það er afar mikilvægt að fram náist samningar um að álver rísi á Keilisnesi, eins og verulegur meirihluti þjóðarinnar vill. Álmálið á um þessar mundir sína ögurstund, og viðræður um Atlantsál á viðkvæmu stigi. Okkar viðsemjendur hafa vitaskuld uppi kröfur í okkar garð var.ð- andi mál sem þýðingarmikil eru fyrir loka- niðurstöðu í þessari samningsgerð. Með sama hætti eru að sjálfsögðu gerðar ákveðnar kröfur til að tryggja íslenska hagsmuni. Ríkisstjórnin bindur vonir við að farsæl lausn náist í þessum efnum, þótt ljóst sé að til samninga af þessu tagi verði aldrei gengið með því hugarfari að þar sé um að ræða eina úrræðið sem íslenskt at- vinnulíf hefur í náinni framtíð. Reyndar hafa nýjustu upplýsingar sýnt okkur að fjölmargar leiðir era til og skemmri tími en menn höfðu haldið um nýtingu á því afli sem í fallvötnum landsins býr. Ríkisstjómin leggur einnig sérstaka áherslu á þátttöku landsins í hinu evr- ópska efnahagssvæði. Ekki síst til þe§s að tryggja hindrunarlausan aðgang sjáv- arafurða að Evrópumörkuðum. Það kem- ur ekki til greina af ríkisstjórnarinnar hálfu að gefa eftir forræði í íslenskri físk- veiðilögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörkuðum. Staða þessara samninga hef- ur nýlega verið til sérstakrar umræðu hér á þinginu. Utanríkisráðherra hefur skýrt ítarlega frá því sem þar hefur verið að gerast, og því ekki ástæða til að orð- lengja um það frekar að þessu sinni. Ódeig til átaka Virðulegi forseti, góðir áheyrendur. Ég hef 'lagt áherslu á það í þessum orðum að núverandi ríkisstjórn mun leitast við að ná sátt um helstu stefnumál, markmið og leiðir. Hún verður ódeig til átaka, en seinþreytt til vandræða. Það er bjargföst sannfæring okkar, að þjóðinni sé betur komið í sátt og samlyndi en heiftarlegum átökum. Auðvitað skiptir máli hver er niðurstaða sérhverrar sáttargerðar. Við viljum ekki ná sáttum í málum sáttarinn- ar vegna, heldur ná fram raunverulegri sáttargjörð, sem menn trúa á og treysta og hver maður getur notað til afreka á sínu sviði. Tómas Guðmundsson, skáldið góða, segir í bálki sínum „Heim til þín Island“, sem ortur var í tilefni af ellefu- hundruð ára afmæli íslandsbyggðar: Því frelsið eitt er háski og hefndargjöf án bróðurþels til allra og alls er lifir en samhugur er vegur vorrar giftu. Þetta eru orð að sönnu. Samhugur er vegur vorrar giftu, lítillar þjóðar, sem hlýtur að beijast fyrir tilvera sinni á hveij- um degi og bera í bijósti frelsisþrá og bróðurþel. Þakka áheyrnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.