Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 fr Borgarstjórn Reykjavíkur: Endurskoðun aðal- skipulags gagnrýnd Vel vandað til verksins, segir formað- ur skipulagsnefndar borgarinnar NOKKRAR umræður urðu um skipulagsmál á fundi borgarstjórn- ar á fimmtudag, en þar var til umræðu vinna við aðalskipulag Reykjavíkur 1990 til 2010. Guðrún Jónsdóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram nokkrar tillögur um atriði, er taka bæri tillit til við gerð skipulagsins og var þeim flestum vísað til skipulagsnefndar. Guðrún Jónsdóttir hóf umræð- urnar með því að gera athuga- semdir við ýmsa þætti varðandi endurskoðun aðalskipulagsins. Hún gagnrýndi meðal annars áætlanatölur skipulagsins um fólksfjölgun og áætlanir varðandi aukningu fermetrafjölda í verslun- arhúsnæði, sem hún taldi að væri ofáætluð. Þá taldi hún að ákvæði varðandi nýtingarhlutfall lóða væru ekki nægilega ljós og að upplýsingar um ný byggingar- svæði væru af of skornum skammti. Hún gagnrýndi jafn- framt að í aðalskipulaginu væri ekkert, sem miðaði að því að draga úr bílaumferð. Guðrún lagði fram nokkrar til- lögur til að bæta úr þeim þáttu- mer hún tajdi ófullnægjandi í aðal- skipulaginu, þar á meðal um að gert yrði sprungukort og kort yfir jarðvegsdýpt á nýjum byggingar- svæðum, að úttekt yrði gerð á verslunarvenjum fólks, að nýting- arákvæði í aðalskipulagi yrðu end- urskoðuð og að tekin yrði upp flokkun gönguleiða í borginni. Þá lagði hún síðar á fundinum fram tillögur um að haldin yrði opin ráðstefna til að kynna endurskoð- un aðalskipulagsins og að sett yrðu inn í það ákveðin markmið um hlutfallslega fækkun umferða- slysa á skipulagstímanum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar borg- arinnar, sagði í tilefni af ræðu Guðrúnar, að starfsfólk borgar- skipulags og annarra stofnana borgarinnar hefði vandað mikið til endurskoðunar aðalskipulagsins og um þessi mál hefði verið fjallað ítarlega í skipulagsnefnd. Varðandi áætlanir um fólks- fjölda sagði hann, að auðvitað væri erfitt að gera spár í þeim efnum, en skipulagsyfirvöld í borginni hefði hins vegar reynslu af því. Sama væri að segja með aukningu í byggingu verslunar- húsnæðis, en búast mætti við að hún yrði minni á næstu árum en að undanförnu, enda töluvert um að slíkt húsnæði stæði ónotað nú. Um nýju byggingarsvæðin sagði Vilhjálmur að auðvitað væri alltaf hægt að setja fram ítarlegri upp- lýsingar, en til væru sprungukort yfir þau landsvæði, sem fyrirhug- að væri að byggja á á skipulagst- ímanum. Vilhjálmur lagði til að tillögum Guðrúnar Jónsdóttur yrði vísað til skipulagsnefndar, nema tillögunni um að setja markmið um fækkun umferðarslysa inn í aðalskipulag- ið. Hann lagði til að henni yrði vísað frá enda væri fjallað um umferðarmálin með þeim hætti í aðalskipulaginu, að ekki væri ástæða til að taka á þeim eins og lagt væri til í tillögunni. Borgarstjórn samþykkti þá málsmeðferð sem Vilhjálmur gerði tillögu um. Frá afhjúpun stuðlabergsins. Frá vinstri: Ólafur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra, Sveinn Björnsson, formaður ÍSI, og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. íþróttasamband fatlaðra: Nefndu ^óðurlundinii eft- ir ömmu forseta Islands FORSETI Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði sl. föstudag stuðlabergsstein í gróðurlundi Iþróttasambands fatlaðra í Grafarvogi. I stuðla- bergið var áletrað nafn lundar- ins^ Vilborgarlundur. Ólafur Jensson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sagði að komið hefði fram í máli forsetans, er hún gróðursetti fyrstu plöntuna í lundinn 10. júlí 1990, að hún hefði farið í berjamó á þessum slóðum í æsku. í tilefni af 60 ára afmæli forseta íslands í fyrra stóð stjórn ÍF fyrir því hinn 10. júlí 1990 að fatlaðir íþróttamenn plöntuðu trjám í landskika sem garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar úthlutaði ÍF austan Logafoldar í Grafarvogi. Það kom einnig fram að amma forsetans, Vilborg Guðnadóttir, var húsfreyja að Keldum, skammt aust- an við lundinn. „Okkur fannst því rétt, bæði í virðingarskyni viö forsetann og í þakklætisskyni, vegna þess að hún hefur alltaf verið sambandinu vel- viljug, að nefna lundinn Vilborgar- lund," sagði Ólafur. Rykmý gaus upp við Mývatn Björk, Mývatnssveit. SAUÐBURÐUR stendur nú sem hæst hér í Mývatnssveit og ekki annað vitað en hann gangi vel. Sum tún eru orðin vel græn og jafnvel komið gras. Margir eru búnir að bera á og setja niður kartöflur. Fuglinn er byrjaður að verpa, sérstaklega hettumávur og húsönd. Rykmý er kviknað hér við Ytri-flóa. í morgun þegar logn var um tíma gaus upp þvílík mergð af rykmýi hér næst vatninu í Vogalandi að menn muna vart annað eins um árabil. Vonandi bendir það til betra lífríkis í Mývatni í framtíðinni en verið hefur síðustu ár, enda hag- stætt veðurfar nú það sem af er maímánuði. Kristján Launanefndir launþegasamtaka og viðsemjenda: Agreiningur um hlutdeild launþega í viðskiptakjarabata SAMTÖK launþega krefjast þess, að atvinnurekendur og ríkisvald hækki liiiui um 2,5% um næstu mánaðamót vegna bata á 'Viðskipta- kjörnm, umfram þá 2,56% hækkun launataxta sem kveðið er á um í kjarasamningum og vegna hækkunar framfærsluvísitölu umfram viðmiðunarmörk samninganna. Þessu hafa viðsemjendur þeirra hafn- að og einnig varakröfu launþega um að hækkunin komi í áföngum. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir viðskiptakjarabatann vera um 9% umfram forsendur kjarasamninganna og að leita verði leiða til að þessi bati skili sér í hækkun launataxta. Friðrik Soplms- son fjármálaráðherra segir að til greina komi að semja um að ein greiðsla komi til vegna batans, en bíða eigi endurnýjunar samning- anna í haust til að breyta launatöxtum af þessum sökum. Ari Skúlason hagfræðingur ASI okkar kröfur varðandi láusn á segir ákvæði kjarasamninganna ekki segja til um hvernig á þessu máli skuli tekið, heldur einungis að samningsaðilar skuli leita leiða til að batinn skili sér til launþega. í gærkvöldi hittust launanefndir allra samningsaðila til að ræða þessi mál og taka á ákvörðun fyrir hádegi í dag. Stíffundahöld Ari sagði að launanefndir laun- þegasamtakanna hefðu haldið fund klukkan 8 í gærmorgun, þar sem farið var yfir þróun mála frá fundin- um á mánudag. „Þar var ákveðið að hver nefnd um sig mundi reyna að fá á hreint hvað atvinnurekendur vildu bjóða. Það vita allir að þeir hafa tekið mjög neikvætt í allar L þessu. Síðan hittum við Vinnuveit- endasambandið strax þar á eftir og þar héldum við áfram að reyna að leysa málið. Við vinnum auðvitað að því að finna lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við," sagði hann. Allar launanefndirnar, bæði frá launþegasamtökunum og atvinnu- rekendum, hittust klukkan 17 þar sem í sameiningu var farið yfir málið ogþess freistað að ná sameig- inlegri niðurstöðu. Aðeins með samkomulagi Samkvæmt kjarasamningunum eiga launin að hækka um 2% um næstu mánaðamót, verðbótahækk- un, eða hækkun vegna rauðra strika svonefndra, er 0,56% að auki og taldi Ari að ekki væri um þá hækk- un deilt nú. „Það sem við erum að deila um er þessi ráðstöfun á við- skiptakjarabata, hvernig hægt er að koma honum í launaumslagið og þar er ekki möguleiki á neinum úrskurði, það verður að nást sam- komulag." Hann sagði ASÍ hafa sett fram hugmynd um 2,5% hækkun vegna viðskiptakjarabata þegar 1. júni en þeirri kröfu hafi verið hafnað. Þá hafi verið krafist að hækkunin kæmi í áföngum. „Því hefur líka verið hafnað." Ríkið býður eingreiðslu Að sögn Friðriks Sophussonar voru tveir fundir á mánudag með fulltrúm ríkisins og opinberra starfsmanna. í gær héldu fundir áfram, meðal annars samráðsfundir atvinnurekenda og fjármálaráðu- neytisins. „Mín stefna er sú að menn eigi að verða samferða og ég hef lýst því yfir að ég telji mikil- vægt að aðilar skilji þannig við þetta mál, að einhver sveigjanleiki verði til frekari samninga í fram- haldi af þeim sem nú eru í gildi, því að það kann að vera að menn vilji eitthvað hreyfa til innan kerfís- ins, það er að segja á milli launþega- hópa og þá þarf auðvitað að vera eitthvað fóður til þess," sagði frið- rik. J(Við skildum eftir þá hugmynd í gærkvöldi til skoðunar að i stað þess að taka þetta inn í laun komi greiðslur einu sinni, en því hefur ekki verið svarað enn," sagði fjár- málaráðherra. Draga lærdóma Ögmundur Jónasson sagði að samkomulag yrði að nást. „Ef það næst ekki, þá er ekkert annað að gera en bíða haustsins og þá draga menn bara sína lærdóma af við- brögðum viðsemjandans á þessari stundu," sagði hann. Ögmundur sagði að þegar samn- ingarnir voru gerðir hafi viðskipta- kjörin verið sett með vísitölunni 100 (miðað við janúar 1990), í desember hafi verið gert ráð fyrir að vísitalan væri komin í 103, í febrúar 104 og loks í 105 þann 1. júní næstkom- andi. „Það sem hins vegar hefur gerst er að viðskiptakjörin hafa batnað miklu meira en þessu nem- ur, þannig að núna í marsmánuði standa þau í 113,5, þegar búið er að taka tillit til Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs, þannig að við erum að tala þar um rúmlega 9% umfram forsendur samninga. Þessi niður- staða 2,5% í launabætur út á þetta er formúla sem til varð í febrúar þegar við fengum launabætur út á það. Ef reiknað er samkvæmt þeim hugmyndum sem Vinnuveitenda- sambandið taldi að ætti að gera þá, gefur það þessa upphæð, þannig að ekki getur verið ágreiningur um þessa upphæð sem slíka," sagði hann. 10,9% bati viðskiptakjara Samkvæmt uppðlýsingum frá Þjóðhagsstofnun eru viðskiptakjör vöruviðskipta alls síðustu þrjá mán- uði sem tölur ná yfir 8,4% betri en þau voru í janúar 1990. Án stóriðju- afurða, sem hafa lækkað mikið í verði, er viðskiptakjarabatinn enn meiri, eða um 14,7% á sama tíma. Sé einnig tekið tillit til greiðslna í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins hafa viðskiptakjörin batnað um 10,9%. í vinnuskjali Þjóðhagsstofnunar um þessi efni segir meðal annars: „Rétt er að vekja athygli á því að batinn í marsmánuði stafar einkum af tvennu. Annars vegar hækkaði verð frystra afurða töluvert sem skýrist líklega af hækkun Banda- ríkjadollars. Upplýsingar sem tekn- ar eru saman fyrir Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins benda ekki til þess að verð sjávarafurða hafi hækkað að ráði undanfarna mán- uði, þegar á heildina er litið. Þessar upplýsingar ná fram í maímánuð. Hins vegar lækkaði olíuverð veru- lega, einkum á gasolíu. Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögum virðist olíuverð hafa náð lágmarki í mars- mánuði og hækkar innflutningsverð nokkuð í apríl og maí."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.