Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 Guðmundur Rafn Kaaber - Mhming Fæddur 15. júlí 1970 Dáinn 13. maí 1991 Mánudaginn 13. maí var okkur tilkynnt að vinur okkar „Gvendur", eins og hann var ávallt kallaður af okkur vinunum, hefði fengið að yfirgefa þennan heim eftir langa og erfiða baráttu við þrálátan sjúk- dóm. Það er svo erfitt að skilja að svo ungur og lífsglaður vinur sem var ávallt til staðar ef eitthvað bját- aði á, skuli vera tekinn burt frá okkur. Gvendi kynntumst við í skóla þegar hann bjó í Kópavogi og lágu íeiðir okkar oft saman eftir það. Þær eru yndislegar minningarnar serri við eigum er við kveðjum góð- an vin. Við viljum votta foreldrum og ættingjum, okkar innilegustu sam- úð. Þegar vinur minn er vansæll leita ég hann upp, þegar hann er hamingjusamur, bið ég komu hans. (La Baron Petit) Vinátta. Vinátta er hæsta fullkomnunar- stigið innan mannlegs samfélags. (Montaigne) Anna Lilja, Sigrún Heba, Laufey og Jona. Hagstæðu flugferðirnar okkar ti.l London og Kaupmannahafnar njóta gífurlegra vinsælda - þegar meira en 5000 bókanir. Dagflug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. sept. Til Kaupmannahafnar árdegis (kl.08:00). Til London síðdegis (kl. 16:QQ). Fullbókað er í margar ferðir og fá sæti laus í flestar hinna. BROTTFARARDAGAR: 1.-8.MAÍ-25. SEPT VERÐ: 1VIKAKR. 14.700 2 VIKURKR. 15.800 3 VIKURKR. 16.900 MAÍ15.22.29. JÚNÍ5.12.19.26. JÚLÍ3.10.17.24.31. ÁGÚST7.14. 21.28. SEPT.4.11.18. VERÐ: 1VIKAKR. 16.900 2 VIKURKR. 17.700 3 VIKURKR. 18.800 BROTTFARARDAGAR: 1.-8.MAÍ, 5.JÚNÍ, 25. SEPT. VERÐ: 1VIKAKR. 15.800 2 VIKURKR. 16.900 3 VIKUR KR. 17.700 MAÍ15.22.29. JÚNÍ12.19.26. JÚLÍ3.10.17.24.31. ÁGÚST7.14.21.28. SEPT. 4.11.18. VERÐ: 1 VIKAKR. 17.400 2 VIKURKR. 17.900 3 VIKURKR. 18.900 V egna stórsamninga okkar við hótel, sumarhús og bílaleigur njóta farþegar okkar ótrúlega hagstæðra samningsverða. Frá brottför fyrsta hópflugs sumarsins til Kaupmannahafnar. Guðbjörg Árnadóttir flugfreyja Atlantsflugs býður farþega velkomna um borð. Fólk á biðlista mætti með ferðatöskur á Keflavíkurflugvöll í von um að einhverjir farþegar tilkynntu forföll á síðustu stundu. íslensk, dönsk og bresk flugmálayfirvöld hafa vegna hagsmuna almennings veitt okkur leyfi fyrir þessum ódyru flugferðum í fimm mánuði frá 1. maí. Sannkölluð kjarabót á tímum þjóðarsáttar og trjálsari viðskipta í samgöngum Evrópuþjóða. FLUGFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066,22100 og 15331 Ath. öll verð eru slaðgreiðsluverð miðað við gengi 1. febr. 91. Flugvallagjald og forfallatrygging ekki innifalin. í dag er hann Gummi minn bor- inn til hinstu hvíldar. Þegar mér barst fréttin um að hann Gummi væri dáinn var eins og þyrmdi yfir mig, það var svo erfitt að trúa og sætta sig við að hann væri farinn yfir móðuna miklu. Fyrir þremur árum veikist Gummi af þeim sjúkdómi sem að lokum dró hann til dauða. Þetta var erfiður tími fyrir hann Gumma minn og oft var hann mikið veikur en aldrei heyrði ég hann kvarta eða vorkenna sér. Mér er minnisstætt eitt skipti þegar ég kom að helm- sækja hann upp á Landspítala, þá spurði hann mig „hvernig hefur hann afi minn það", „og hvernig er hann Einar frændi í fætinum". Afi hans var þá veikur og Einar fótbrotinn. Þetta finnst mér lýsa honum Gumma svo vel, hann hafði alltaf svo miklar áhyggjur af öðrum en sjálfum sér. Hann var einstak- lega barngóður og börn hændust að honum. Þegar ég talaði við hann í síma tveimur dögum áður en hann dó þá var það síðasta sem hann sagði við mig: „Hvernig er hún Elísabet," en hún er yngsta dóttir mín, fjögurra mánaða, sem hann hafði aðeins tvisvar séð. Þó talsverður aldursmunur væri á okkur Gumma, tókst með okkur góð vinátta og áttum við margar góðar stundir saman sem ég mun geyma með mér um ókomin ár. Ég er sannfærður um að Gumma hefur verið ætlað mikið hlutverk á æðri stöðum og mikið held ég að honum líði vel í dag að vera laus við þær þjáningar sem hafa plagað hann síðastliðin ár, loksins er hann aftur heill. Elsku Hildur, Sverrir, Erna, Katý og Linda. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. En minningin lifir um yndislegan dreng. Ég er þakklátur fyrir sam- verustundirnar með Gumma, þær gerðu mig að betri manni. Far í Guðs friði. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir) Doddi frændi Höggvið hefur verð skarð í stóran og fallegan vinahóp. Ég kynntist Guðmundi fyrst, þegar hann kom til Aþenu ásamt einum úr hópnum, í heimsókn til dóttur minnar Sigrún- ar Hebu. Minnist ég þess sérstak- lega, á hvern hátt hann þá.sextán ára unglingur, kynnti sig: „Ég heiti Guðmundur, kallaður Gvendur." Ekki margir á þessum aldri standa undir alíslensku nafni sem þessu en hann var hreykinn af. Þetta sumar fyrir fjórum árum spil- uðu þau tennis, syntu í sjónum hinu megin við götuna, keyptu sér baunabyssu og skutu á skotmörk, óku um á lítilli vespu og lífið lék við þau. Grikkir kölluðu hann vík- inginn frá íslandi, og þar sem þeir vilja frekar eigna sér það sem fal- Iegt og sögulegt er, þá hlaut hann að þeirra mati að rekja ættir til Alexanders mikla, forngrikkja, sem eins og Gvendur var ljós yfirlitum ogmikill vexti. Ég votta ykkur foreldrum hans og ættmennum mína innilegustu samúð á þessum erfiðu tímamótum, með þökk fyrir að fá að kynnast eins góðum dreng og Guðmundi. Kennir oss kertaljós, kveikt á altari, að lukka vor, líf og trú leikur á skari. (H.P.) Erla og Robbi Á mánudagsmorguninn 13. maí sagði bróðir minn Gummi skilið við þennan heim. Eftir langa og harða baráttu við sjúkdóm sinn fékk hann loks hvíld og hélt á vit skapara síns. Gummi var besti bróðir sem hægt er að hugsa sér. Hann átti til allt það sem einkennir góðan dreng. Hann var rólyndur og skap- góður og hafði alltaf nóg af sér að gefa. Við vorum mjög góðir vinir ég og elsku stóri bróðir minn. Hann stóð alltaf uppi fyrir litlu systur sinni allt frá því þegar hann var bara þriggja ára snáði og var stóri, sterki bróðirinn sem ég gat leitað til. Ég á ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa missi mínum og sorg en við sem þekktum hann Gumma vitum að hann skilur eftir sig stórt tómarúm í lífi okkar sem tíminn- verður lengi að fylla. Og þegar söknuðurinn nístir á ég yndislegar minningar um góðan bróður til þess að ylja mér. Eg sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr) Erna Kaaber 0 hvert ferð þú mitt barnið blítt, er brosir nú svo milt og hlýtt? Ó guð veit, hvar þín liggur lei'ð, hann leiði þig um æfiskeið. . (V. Briem.) Nú þegar vorið og allur gróður er að lifna við, er líf tvítugs pilts hrifið burt. Við vitum að líf og dauði er hluti af tilveru okkar en samt finnst okkur dauðinn berja stundum of snemma á dyr. Guðmundur Rafn lést á heimili sínu 13. maí í faðmi fjölskyldu sinnar, sem hefur vakað yfir honum. í veikindum hans síðastliðin þrjú ár. Oft dvaldi hann á Landspítalan- um en óskaði þess heitast að kom- ast heim sem fyrst ef þess var nokk- ur kostur. Guðmundur var elstur barna þeirra Svanhildar Guðmundsdóttur og Sverris Kaaber. Systur hans þrjár, Erna Guðrún, Katrín og Berglind Guðný, sem fylgst hafa með veikindum hans kveðja nú sinn kæra bróður með söknuði og sorg í hjarta, en þær eiga góðar minning- ar um mætan bróður. Guðmundur æðraðist ekki þótt ýmislegt bjátaði á, hann var alltaf svo hugljúfur með sitt fallega bros og um líðan sína sagði hann alltaf að hún væri ágæt, svar hans lýsti hans sálarró. Góð tónlist og tölvur voru hans aðaláhugamál og undi hann sér vel við að hlusta og leysa þrautir þegar færi gafst, einnig voru ferðir í kvik- myndahús eftirlæti hans. Guðmundur ávann sér traust allra sem hann kynntist, skólafé- laga sinna sem og annarra og þótt skólaárin yrðu ekki mörg sökum veikinda nýtti hann sér þau vel til mennta. Styrkur veri með ykkur sem kveðjið kæran son, bróður, dóttur- son og frænda. Ég mun alltaf geyma góðar minningar um hugljúft viðmót og fallegt bros Guðmundar og þar sem hann er nú kominn til bjartra heima mun honum örugglega líða vel í faðmi þeirra, sem á móti honum taka. Kveðja frá ömmu Guðrúnu Ávallt bregður manni við þegar fregnir af andláti ættingja eða vina berast. Þannig var ég bæði sár og ósáttur þegar mér barst sú fregn að Gummi væri dáinn, alltof ungur, lífsglaður, áhugasamur og góður drengur. Það er erfitt að átta sig á gangi þessara eilífðarmála, sumt er auðsætt, annað ekki, eflaust er einhver tilgangur með þessari um- skipan. Þó mátti maður vita að allt gat gerst, þar sem Gummi hafði barist hetjulega við skæðan sjúk- dóm sem lagt hefur margan mann- inn í valinn í .gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.