Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 46 ; U roar i Sigmrós Sveinsdóttir, Hafnarfirði — Minning Rósa frænka er dáin hljómaði fregnin frá nöfnu hennar, systur minni, og mér kom í hug, í annað sinn við ættvinamissi stef úr mið- leitnu kvæði Davíðs Stefánssonar, en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna. Rósa frænka var alla tíð ljósið í umhverfi okkar systkinanna þegar við stigum okkar æskuspor í faðmi foreldra okkar í Hafnarfirði. Fölskvalaus vinátta og góðvild einkenndi föðursystur okkar, en um leið hvatti hún okkur á raunsæjan hátt til að takast á við umhverfið. Þetta var ekki bara sagt, með orðum, heldur miklu fremur var hennar eigin framganga um hina grýttu götu lífsbaráttunnar, ljós sem lýsti okkar götu og gerir enn. Hennar ljós lýsti einnig götu verkamannsins og verkakvenna í Hafnarfirði. Með störfum sínum þar og baráttu fyrir bættum kjörum hins almenna manns, ruddi hún og félagar hennar brautina að frelsi og mannlegri reisn launafólks um landið allt. Þá var ekki bara talað um krón- ur, umræðan snerist um heilbrigt uppeldi barna, húsnæðismál, menn- ingarmál, tryggingarmál og málefni eldri borgara þessa lands. Ekkert í mennskunni var þessum frumhetjum verkalýðsmála óvið- komandi. Það varð vakning með þjóðinni. Ungmennafélögin ogverk- alýðshreyfingin ýttu úr vör þeirri þjóðarfleytu sem velferðin í dag byggir á. Og þótt enn skvettist af báru, inn yfir borðstokk hennar, er ekki um að ræða þá brotsjói sem frumheijar verkalýðsmála máttu sigla gegn. Þá var staða konunnar í at- vinnu-, jafnréttis- og frelsismálum slík, að hart varð að spyrna í þóftu. Rósa og félagar hennar réru lí- fróður gegn þeim mannréttinda- brotum sem konum voru sýnd, það var erfiður róður og er enn. Konur á íslandi í dag eru fyrir verk þessara frumheija komnar á lygnari sjó en áður, en baráttan fyrir jafnrétti er ekki lokið. Ljósið hennar Rósu og félaga á ekki að slokkna, sá kveikur brennur ekki út. Sigurrós Guðný Sveinsdóttir var fædd í Sjávargötu í Garðahverfi norðan Hafnarfjarðar 13. septem- ber 1897. Foreldrar hennar voru Helga Kristín Davíðsdóttir fædd 1864 að Saurum í Miðfirði og Sveinn Gísla- son fæddur 1863 að Fáskrúðar- bakka í Miklaholtshreppi. Afi og amma eignuðust fímm börn, elst var Dýrfinna sem giftist Björgvini Jóhannssyni á Raufar- höfn, Davíð Valdimar en hann dó ungur, Sigurrós Guðný sem hér er minnst, Guðjón sjómaður sem kvæntist Kristensu Arngrímsdótt- ur, þau bjuggu í Brautarholti í Hafnarfírði og Jónas lengi forstjóri Dvergs hf. í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Ung fluttist Rósa með foreldrum sínum í Sveinsbæ við Austurgötu í Hafnarfirði, en síðar í Brautarholt við Lækinn, og var fjölskyldan síðar kennd við Brautarholtið, Rósa giftist ung Magnúsi Kjart- anssyni málarameistara í Hafnar- firði og varð þeim fjögurra barna auðið, þau eru: Lillý sem nú er lát- in, Sveinn málarameistari í Hafnar- firði, Harry sem lést á barnsaldri og Kristín Helga verslunarmaður í Hafnarfirði. Magnús og Rósa slitu samvistir. Rósu varð síðar dóttur auðið, Ernu Fríðu Berg sem nú er skrifstofustjóri Sólvangs og var fað- ir hennar Björn Jóhannesson bæjar- fulltrúi, baráttufélagi Rósu í Hafn- arfirði. Lillý var kona Oddgeirs Karlssonar loftskeytamanns sem var á þriðja tug ára með Benedikt Ogmundssyni skipstjóra á togurum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Odd- geir býr í Reykjavík. Öll börn Rósu urðu dugmiklir og heilbrigðir einstaklingar, sem svip hafa sett á bæjarlífið í Hafnarfírði. Niðjar Sigurrósar eru nú vel á fímmta tug, þar á meðal er að finna marga framhetja félags- og íþrótta- mála í Hafnarfirði. Rósa naut stuðnings þeirra allra til síðustu stundar. Afi og amma voru eins og þá var kallað þurrabúðarfólk. Lífsbarátta þeirra var hörð og miskunnarlaus. Þessu kynntust þau systkinin í æsku og það mótaði þau öll. Rétt- lætiskennd þeirra allra var mikil, samfara miklum baráttuhug og dugnaði. Þau báru öll í bijósti frelsiskröf- una, frelsi frá ánauð og fátækt, en aðeins þijú þeirra sáu lýðveldisfán- ann dreginn að húni og fijálsa ís- lenska þjóð fagna nýjum degi. En barátta Rósu frænku fór fram í framlínu íslenskar verkalýðsbar- áttu frá 1925. Hún var formaður verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar í Hafnar- firði í 38 ár. Jafnframt í fulltrúa- ráði Alþýðuflokks Hafnarfjarðar í 40 ár og í langan tíma í miðstjórn Alþýðuflokksins. Þá sat hún í ára- bil í stjórn Alþýðusambands íslands og varabæjarfulltrúi var hún í mörg ár. Sigurrós var fyrsti formaður kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði. Hún var brautryðjandi á mörgum sviðum verkalýðsbaráttunnar. Verkakvennafélagió setti á stofn dagheimilið á Hörðuvöllum, jafn- framt barðist hún fyrir og fékk framgengt orlofsrétti húsmæðra og gerði Hafnarfjarðarbæ að for- gönguaðila í þessu máli. Þá átti baráttan fyrir eldri borg- ara hug hennar allan, baráttan fyr- ir bættum hag þeirra og öryggi á ævikvöldi varð að báli í bijósti henn- ar þegar hún vann sem forstöðu- kona á gamla elliheimilinu við Aust- urgötu. En þangað kom ég oft til hennar, til að sníkja skonrok. Þar sá ég fyrst hennar sálarang- ist út af aðstöðuleysinu og stundum virtist mér þreytudrættirnir í.and- liti hennar lýsa vonleysi. En aldrei gafst hún upp, hún barðist áfram og ég tel að hún hafi fagnað ótal sigrum. Hún sá Bæjarbíó verða til, hún sá ágóðann þaðan leggja grunninn að Hjúkrunar- og elli- heimilinu Sólvangi sem í dag er stolt Hafnfirðinga. Hún upplifði svo sannarlega ótal sigra. Á þessum árum þótti okkur sjálf- sagt að Rósa frænka væri félags- málafrömuður. Reisn hennar og styrkur var slíkur að aldrei hvarfl- aði það að okkur, að tímafrek fé- lagsmálastörf sem unnin voru eftir að hafa vaskað fisk í kulda og vos- búð, eða annast í ómældum vinnu- tíma eldri borgara við erfíðar að- stæður og sinnt heimili og börnum, gæti bugað hana. Einfaldlega gat það ekki gerst og það gerðist held- ur ekki. En í dag þegar litið er yfir farinn veg, undrast maður þetta mikla þrek og óeigingirni þessarar mikil- hæfu konu. Við börnin frá Mjósundi þökkum í dag góðvild og hjartahlýju hennar og börnum hennar ástúð og um- hyggju við hana og bróður hennar og Ijölskylduna hans. Við tökum undir stefíð í Sorg- armarsi skáldsins úr Kötlum er hann segir: Að gröfyðar hjúfra sig andvörpin enn, frá öreigans þjáða barmi. Enn verður baráttu Sigurrósar Guðnýjar Sveinsdóttur haldið áfram, en ljós hennar lýsir sem viti í þeirri baráttu. Guð blessi minningu hennar. Erling Garðar Jónasson og systkini. Sigurrós Sveinsdóttir, Hafnar- firði, er látin. Hún var á nítugasta og fjórða aldursári. Með henni hef- ur kvatt ötul baráttukona. Kona sem aídréi lét' deigarí síg'a í hírini eilífu baráttu fyrir betra samfélagi fyrir hinn vinnandi mann, í sam- felldri sókn til frelsis, jafnréttis og bræðralags. Og í þessu lífsstarfí var hún í fararbroddi sainheija á vett- vangi verkalýðshreyfíngarinnar og Alþýðuflokksins. Störf Sigurrósar Sveinsdóttur í hennar göfugu baráttu fyrir betra samfélagi skiluðu aldeilis árangri. Hennar spor sjást þar víða. En oft var baráttan erfið, enda á stundum við að eiga fordóma og skefjalaust íhald, sem engu vildi breyta, ekkert vildi bæta. En fólk á borð við Sigur- rósu gafst ekki upp. Þrautseigja og æðruleysi þessa fólks er aðdáunar- verð, en fullvissan um að réttlætið og sanngirnin væru þeirra megin hefur vafalaust létt því sporin. En störf baráttukonu á borð við Sigurrósu Sveinsdóttur taka í raun engan endi. Jafnvel þótt hún hafi sjálf kvatt þessa jarðvist. Hugsjónir hennar og störf munu áfram lifa með þeim hópi fólks sem við merk- inu hefur tekið innan Alþýðuflokks- ins sem og verkalýðshreyfingar. Við Alþýðuflokksmenn í Hafnar- firði þökkum af heilum hug Sigur- rósu Sveinsdóttur hennar ómetan- legu fórnfúsu störf um áratuga skeið. Hafnfirðingar kveðja með sökn- uði konu sem kvað að svo um mun- aði og hafði alltaf hag og velferð sinnar heimabyggðar, Hafnarijarð- ar, að leiðarljósi. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu Sigur- rósar Sveinsdóttur. Hvíli hún í friði. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri Við fráfall Sigurrósar Sveins- dóttur koma í hugann minningar frá löngu íiðinni tíð. Það fyrsta er þegar við stráklingar ungir að áruin fylgdumst með þegar hafnfirskar húsmæður með Sigurrósu í broddi fylkingar unnu með miklum dugn- aði við þá erfiðisvinnu frá morgni til kvölds á saltfiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar á kreppuárunum að vaska fisk til þurrkunar í óupphituðum húsa- kynnum, oft á tíðum í frosti og kulda. Heimilisstörfin unnu þessar konur þegar flestir aðrir máttu hvíla sig. Einnig vakna minningar um for- stöðukonuna sem rak elliheimili Hafnarfjarðarbæjar á Austurgötu 26 af myndarskap um árabil, en það heimili var til húsa gegnt mínu æskuheimili, þar sem faðir minn rak verslun. Þangað kom Sigurrós for- stöðukona oft og vistfólk elliheimil- isins. Þá var ég vitni að þeim hlý- Ieika og elskulegheitum sem hún sýndi gamla fólkinu. Ég minnist umtals í bænum um það merka og frábæra framtak Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar árið 1932 með Sigurrósu og Sigríði Erlendsdóttur í broddi fylk- ingar að setja á stofn dagheimilið á Hörðuvöllum í Hafnarfirði fyrir börn húsmæðra sem unnu utan heimilis — hið fyrsta sinnar tegund- ar hér á landi — og enn er starfandi. Það sem hér hefur verið talið eru að sjálfsögðu æskuminningar. Mik- ið og gott samstarf okkar Sigur- rósar að bæjarmálum Hafnarfjarð- ar hófst síðar en þar kom hún vissu- lega við sögu og átti farsælan hlut að málum. I því sambandi skal hér minnst á aðeins eitt slíkt. Hún var upphafskona þess, að hafnfirskar húsmæður gátu átt þess kost að eiga sumardvöl á orlofs- heimili á vegum hins opinbera. Hún var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á árun- um 1954 til 1962. Það var eitt af áhugamálum hennar á þessum árum, að bæjarfélagið gæfi hafn- firskum húsmæðrum kost á nokk- urra daga árlega ókeypis sumardvöl á hentugum dvalarstað. Hún beitti sér mjög fyrir að þessari hugmynd yrði hrundið í framkvæmd og svo varð að bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók upp þetta nýmæli 1955. Er Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið hér á landi til að hefja slíka starf- semi, sem var undanfari lagasetn- ingar Alþingis um orlof húsmæðra og fjárframlaga af hálfu ríkisins og sveitarfélaga í því sambandi. Var Sigurrós forystukona í því að byggja upp þetta starf í Hafnarfirði sem formaður sumardvalarnefndar bæjarins og síðar sem formaður sumardvalarnefndar, sem tók við þessu verkefni við tilkomu orlofs- nefndarinnar samkvæmt hinum nýju lögum. Sigurrós Guðný Sveinsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 13. september 1897 í Götu, Garða- hverfi. Foreldrar hennar voru Helga Kristín Davíðsdóttir og Sveinn Gísl- ason. Þau fluttust í Sveinsbæ í Hafnarfirði 1903. Sigurrós dvaldist í Noregi í 6-7 ár en fluttist þaðan til Hafnarfjarðar 1923. Hún giftist eiginmanni sínum Magnúsi Kjart- anssyni 2. júní 1918, en hann var sonur Guðnýjar Nikkelínu Ólafs- dóttur og Kjartans Jónssonar. Þau skildu 1937. Börn Sigurrósar voru: Lilly, f. 6. júlí 1917, d. 7. mars 1981, Sveinn, f. 27. febrúar 1919, Harry, f. 1. janúar 1921, d. í maí sama ár, Helga Kristín, f. 21. febrú- ar 1924, Erna Fríða Berg, f. 2. september 1938. Á uppvaxtarárunum kynntist Sigurrós vel hinum kröppu kjörum, sem öll alþýða manna átti þá við að búa, og var henni fljótt ljóst að þar var úrbóta þörf. Hún skipaði sér í raðir þeirra, er hófu baráttu í verkalýðshreyfingunni og Alþýð- flokknum fyrir bættum lífskjörum almennings. Var hún strax ung að árum í fararbroddi í þeirri baráttu, enda var hún óvenju dugleg og áhugasöm um hvert það verkefni sem hún tókst á hendur að vinna. Á hana hlóðust því margs konar trúnaðarstörf á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðuflokks- ins. Sigurrós var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar í Hafnarfirði. Hún var fundar- stjóri á stofnfundinum 3. desember 1925 og í fyrstu stjórn félagsins og síðan í fjölda mörg ár — lengst af formaður félagsins eða samtals í 38 ár. Þá var hún í stjórn Alþýðu- sambands íslands, í flokkstjórn Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði í 40 ár, í miðstjórn Alþýðuflokksins, ein af stofnendum Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði og fyrsti formaður félagsins svo nokkuð sé nefnt af hinum fjölmörgu trúnaðar- störfum, sem Sigurrós hefur sinnt í þágu verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Sigurrós hafði einnig forgöngu um stofnun Kvenfélagsins Sunnu sem beitti sér m.a. fyrir að sett var á laggirnar mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði árið 1963. Hér á undan hefur verið minnst á nokkur af þeim fjölmörgu verk- efnum, sem Sigurrós vann að í fé- lagsstarfi á liðnum árum. Sem for- ystukona í slíku starfi varð hún að leggja hart að sér og oft varð hún að heyja margvíslega baráttu til að ná þeim markmiðum sem að var stefnt. Það er ekki vandalaust að vinna fyrir fjöldann. Þeir sem hafa með höndum forystu í félagsstarfi og á opinberum vettvangi mæta stund- um takmörkuðum skilningi hjá þeim sem unnið er fyrir og fá ósann- gjarna og ómilda dóma fyrir óeigin- gjörn störf. Skortir þá oft mikið á, að lagt sé sanngjarnt mat á störf þeirra, er til forystu hafa valist. Þetta fékk Sigurrós að reyna, eins og svo margir aðrir. En hvað svo sem því líður, þá er það staðreynd, að sú barátta og það þrotlausa starf sem Sigurrós og samheijar hennar lögðu fram, bar vissulega mikinn árangur. Ekki aðeins breytti Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði undir for- ystu Sigurrósar kjörum verka- kvenna frá örbirgð til lífvænlegrar afkomu heldur hefur einnig verið veigamikill þáttur í hinni stórstígu og öru framþróun, sem átt hefur sér stað í Hafnarfirði á síðastliðnum áratugum. Sjálfsagt hefur Sigurrós átt bjartar og góðar endurminning- ar um gott samstarf við ijölmarga sem með henni unnu að sameigin- legum áhugamálum. Sá sem þessar línur ritar átti með henni ánægjulega samvinnu á vettvangi bæjarmála Hafnarfjarðar um árabil sem ég nú þakka við leið- arlok. Sigurrós Iést á Elli- og hjúkruna- rheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði 13. maí sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.30 í dag, miðvikudaginn 22. maí. Blessuð sé minning hennar. Stefán Gunnlaugsson Látin er í Hafnarfirði Sigurrós Sveinsdóttir á 94. aldursári. Nafn hennar var um áratuga skeið ná- tengt hafnfírsku bæjarlífi og þeir eru ófáir sem minnast hennar frá einu eða öðru sviði athafnalífsins. Sigurrós var baráttukona af lífi og sál og það gustaði af henni hvar sem hún fór. Húr, skipaði sér fljótt í raðir þeirra sem börðust fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna máttu sín, enda þekkti hún kjör alþýðufólks af eigin raun. Sig- urrós gekk snemma til liðs við verk- alýðshreyfínguna og Alþýðuflokk- inn og varð fyrsti formaður Kvenfé- lags Alþýðuflokksins í Hafnarfírði þegar það var stofnað árið 1937 og gegndi formennsku í verka- kvennafélaginu Framtíðinni í sam- tals 38 ár. Alþýðuflokkskonur eiga Sigur- rósu og konum af hennar kynslóð skuld að gjalda. Þær ruddu brautina við erfiðar aðstæður sem við eigum nú á dögum erfitt með að setja okkur inn í. Þessar konur sinntu félagsstörfum af atorku og dugnaði sem er undraverður. Þær höfðu einnig margt að beijast fyrir eins og kjörum og réttindum launafólks var háttað. Okkar er að varðveita það sem áunnist hefur og feta brautina áfram. Þar er fordæmi Sigurrósar okkur verðugt vega- nesti. Sigurrós var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarijarðar árin 1954-1962 og lét sig miklu skipta ýmis mál er vörðuðu konur sérstak- lega. Má í þessu sambandi nefna að hún var formaður nefndar sem bæjarstjórn kom á laggirnar til að framkvæma hugmynd um árlega sumardvöl húsmæðra. Nú-er slík orlofsdvöl árlegur viðburður í lífi margra hafnfírskra húsmæðra, svo er forystu Sigurrósar fyrir að þakka. Það mætti hafa langt mál um öll þau trúnaðarstörf sem hlóðust á Sigurrósu á langri starfsævi. Hér skal þó látið nægja að geta þess að á þeim tímum sem hún stóð í eldlín- unni þurfti að leggja hart að sér og heyja erfiða baráttu á mörgum vígstöðvum. Slíkt var ekki á hvers manns færi enda þurfti til óbilandi áhuga og atorku. Það var vafalaust engin tilviljun að Sigurrós valdist til forystu á ýmsum sviðum, einkum sem málsvari hinna verst settu; hún hafði það til að bera sem þurfti. Alþýðuflokkskonur í Hafnarfirði þakka hið mikla starf sem Sigurrós lagði fram í okkar þágu. Hún sá margar hugsjónir sínar verða að veruleika og drauma rætast. Von- andi erum við þess trausts verðar að bera merkið áfram. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sendir öllum aðstand- endum Sigurrósar samúðarkveðjur að leiðarlokum og þakkar henni langt og gifturíkt starf. Kvenfélag Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.