Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 47
ieer iam .ss fluoAauxrvaiM aioAjanuoíioM 9£ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1991 47 Finnbogi Þorsteins- son - Minning Fæddur 2. desember 1920 Dáinn 13. maí 1991 Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Einar Benediktsson skáld segir eftir föður sinn, orðin sem við öll samstarfsmenn Finnboga Þor- steinssonar vildum sagt hafa að morgni 14. maí þegar okkur var tilkynnt um andlát hans; Með tryggð til máls og muna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Fregn um andlát samferðar- manns og félaga er alltaf jafn köld, jafnvel þótt vitað sé að hann eða hún hafir troðið brautir mikilla þrauta. Helfregnin er alltaf jafn óvægin, en þjóðskáldið orðar hugsanir og vonir allra samferðamanna hins látna, þegar hann segir: „Ég sá á allra sorgar vegi er sólskin til með von og náð." Finnbogi var fæddur í Fossvogi 2. desember 1920. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Greipsdóttir frá Haukadal í Biskupstungum og Þorsteinn Finnbogason sem alinn var upp í Hjallanesi í Rangárvalla- sýslu. Jóhanna var fædd 20. júlí 1880 og dáin 16. marz 1924 og Þorsteinn fæddur 6. janúar 1884 og dáinn 5. júní 1966. Systkini Finnboga voru sex, þau Jóhann, Hildur, Friðþjófur, Haukur, Inga, Katrín og var Finnbogi yngst- ur sinna systkina. Katrín er ein eftirlifandi af þessu stóra systkina- hóp. Á sínum yngri árum stundaði Finnbogi mikið fþróttir, hann var í sýningarflokki í fimleikum og stundaði hnefaleika og fleiri íþrótt- ir. Finnbogi lærði dans hjá Rigmor Hansen, og sýndi dans með hennar dansflokki, meðal annars erlendis. Hann kvæntist 16. október 1948 Línu Knútsdóttur frá Færeyjum og varð þeimn 10 barna auðið sem öll komust til fullorðinsára. Lína eign- aðist dótturina Sheilu fyrir hjóna- band hennar og Finnboga og var hún alin upp sem þeirra barn ásamt 10 systkinum sínum. Börnin eru: Sheila Jensen, býr í Danmörku, gift Ole Jensen. Jó- hanna María, búsett í Vestmanna- eyjum, gift Atla Ólafssyni. Þor- steinn, býr í Vestmannaeyjum ókvæntur. Jórunn, býr í Reykjavík, gift Herði Hjartarsyni. Þorbjörn, sem býr í Yakima, Washington- ríki, í Bandaríkjunum, kvæntur Jacklyn. Knútur, búsettur á Horna- firði, kvæntur Mary frá írlandi. Inga, búsett í Norðurgarði á Skeið-. um, gift Sævari Eiríkssyni. Bára, búsett á Hjarðarfelti á Snæfells- nesi, gift Högna Gunnarssyni. Heiðrún, búsett á Eskifirði, gift Ara Hallgrímssyni. Ásdís, búsett í Grindavík, gift Sigurði Ólafssyni. Finnbogi, búsettur í Vestmannaeyj- um, kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur. Lína og Finnbogi hafa notið barnauðs og eru niðjar þeirra nú 31, þar af 24 barnabörn og 7 barna- barnabörn. Eins og að líkum lætur hefur þurft baráttukjark og dugnað til að ala upp svo stóran barnahóp. Þeir eiginleikar hafa þeim hjónum verið í blóð bornir og þar með gert íslenska þjóð sterkari og ríkari með sínu stóra framlagi. Baráttumaður var Finnbogi á öllum sviðum og þá ekki síst á fé- lagsmálasviði. Hann var trúnaðar- maður hjá Verkmannafélaginu Dagsbrún og í fulltrúaráði félagsins í mörg ár. Að stjórnmálaskoðunum var hann harður vinstri baráttu jaxl, og ég held ég megi segja að hann hafi ævinlega stutt Alþýðu- bandalagið og forvera þess. Finnbogi var gagnfræðingur að mennt, en sjálfmenntun hans var með eindæmum, hann talaði og las erlend mál af mikilli kunnáttu og fáa þekki ég hérlendis sem lesa erlend dagblöð. af meiri áhuga en hann gerði. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og þekking hans á góðum borðvínum var með eindæmum og kom mörg- um aristókratanum í opna skjöldu. Finnbogi var sannur og heill, hann var heiðarlegur og sannur íslendingur. Um hann segjum við félagar hans, — hann var drengur góður. Finnbogi Þorsteinsson hóf störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins 29. júní 1959. Aður hafði hann starfað hjá fyrirtækinu Verklegum fram- kvæmdum og verið við nám í Texas í Ameríku í meðferð og vinnu með staurabora á þeirra vegum. Meðferð slíkra tækja krefst langrar þjálfun- ar og kunnáttu á vélrænan búnað. Fram til þess tíma að staurabor var tekinn í notkun, höfðu allar holur verið handgrafnar, nema í mýri og blautu sandlendi þar sem staurar voru sp'rengdir niður. Stauraborun var mikil bylting og stytti byggingartíma til mikilla Asdís Þórkatla Magn- úsdóttir - Kveðjuorð Mig langar að minnast Ásu frænku eins og ég kallaði hana allt- af. Hún var mjög vönduð kona bæði til orðs og æðis. Alltaf var Ása tilbúin til að fórna sér þannig að öðrum liði betur, ég minnist hennar sem fallegrar konu sem trúði á það góða í öllum manneskj- um. Eg minnist þess svo greinilega hversu góð hún hefur verið við mig, allt frá því að ég kom til hennar sem barn og er söknuðurinn mikill. Nú er ekki lengur hægt að koma við í Hörgatúni 7 til að njóta þar hlýju og veitinga eins og maður gerði svo oft. Ása frænka var ein- stök kona og snyrtimenni mikið. Hennar líf og yndi var garðyrkjan, það voru ófá skiptin sem maður kom að henni á fjórum fótum í garðinum að hlúa að plöntunum sínum, henni var einnig margt til lista lagt. Komið er að leiðarlokum og margs er að minnast. Minningarnar hrannast upp. Efst í hugamér er þakklæti fyrir það, sem Ása var mér og mínum. En minning hennar er björt og skær og mun lifa í hug- um okkar sem eftir erum. Guð geymi Ásu frænku! Að hryggjast og gleðjast hér unl fáa daga að heilsast og kveðjast það er lifsins saga. Ruth Örnólfsdóttir muna í flestum tilvikum. Vinna með borinn var erfið og kröfuhörð. Það var ekki bara mikil líkamleg áreynsla, þar sem mikla' útsjónar- semi og nákvæmni þurfti til að velja hentugar leiðir yfir mýrar, móa og skurði og allskonar torfærur, á þungu og erfiðu farartæki. Starfinu fylgdi einnig mikill vélahávaði, óhreinindi af opnum smurflötum, kuldi og vosbúð við vinnu, að vetri til, þar sem ekkert skýli var á borun- um. Öll sín störf við línubyggingar og borun vann Finnbogi með bros á vör og engir erfiðleikar voru svo miklir að ekki væri sigrast á þeim. Finnbogi var afar vinsæll meðal samstarfsmanna sinna og aufús starfsmaður í alla línuflokka Raf- magnsveitnanna með sína stóru vinnuvél. Finnbogi var samstarfsmaður minn við margar iínubyggingar á Austurlandi frá 1967-1975, svo ég get með sanni sagt að með honum var gott að vinna erfið verk. Um og eftir 1970 hófst notkun á vél- gröfum við línubyggingar, og mörg önnur stórvirk vinnutæki komu til sögunnar. Samhliða eltist borvél Finnboga og var að mestu tekin út notkun 1975, en þá varð hann eftirlitsmaður vinnuvéla Rafmagns- veitnanna. Árið 1984 tók Finnbogi að sér stjórn á bíla- og véladeild Raf- magnsveitna ríkisins, og sinnti því starfi til dauðadags. Finnbogi Þorsteinsson vann öll sín störf af stakri kostgæfni og vandvirkni og með honum þótti mönnum gott að starfa. Við samstarfsmenn hans og vinir sendum frú Línu, börnum og barna- börnum hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Guð blessi minningu Finnboga Þorsteirissonar. Erling Garðar Jónasson Stúdentastj arnan, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 Jðn Spunílssön Skortyripavcrzliin LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 400 ástæður fyrir IBM AS/400 ______ _____ _H_1 Skipana- og valmyndakerfi með ýtarlegum skýringum gera AS/400 bæði þjála í notkun og aðgengilega. FYRST OG FREMÍ SKAFTAHUB 24 REYKJAViK SlMI 697700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.