Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 48
m IMÖRtíl)iítíiköÍ^Mlfi[V1tóöÖÁGjJ§/2,ÍÍ'tóÍíí;líé^l. Sigmýón Axels son - minning Hann Sjonni okkar er farinn. Hann situr ekki oftar við jólaborðið hjá okkur á aðfangadagskvöld eins og hann hefur gert, þessi 18 ár sem hann lifði. Hvernig stendur á því að þessi stóri glæsilegi drengur, sem Guð gaf svo margt gott, dugnað, skyldu- rækni, verklagni, fallega söngrödd, mikla tónlistarhæfileika, samdi lög og gerði textana við þau sjálfur, er nú dáinn?, og við, afi og amma, sitjum eftir máttvána og getum ekki annað en grátið. Guð almátt- ugur styrki foreldra hans og bræð- ur í þeirra miklu sorg. Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast, fær aldrei eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Adda amma og Sigurjón afi Sorgin reisir hallir í hafdjúpi þinna augna hafdjúpi hreinu, bláu, meðan hljóðlátt þú grætur. Utlæg verður gleðin sem áður þar bjó. Ekki tjaidar sorgin til einnar nætur. (Hannes Pétursson) Þúsundir nemenda í framhalds- skólum landsins eru að ljúka prófum þessa dagana, komin er kveðju- stund. Einn þeirra, Sigurjón Axels- son, nemandi í Menntaskólanum við Sund, kvaddi hinsta sinni. Siguijón hafði stundað nám við MS í tvo ár. Hann var ekki allra og lítið fór fyrir honum en samt fór nærvera þessa háa, granna pilts ekki framhjá neinum. Sem nemandi var hann ekki ræfur á athygli og hafði ekki hátt um skoðanir sínar en augnaráðið sagði oft meira en mörg. orð, sérstaklega ef hann brosti eða honum var skemmt. Flestir nemendur í MS þekktu til Sjonna fyrir það að hann spilaði í hljómsveit. Hann gerði meira en það, því hluta þeirrar tónlistar sem flutt var við uppfærslu nemenda á Þrettándadagskvöldi Shakespeares samdi Siguijón. „Sorgin reisir hallir/í hafdjúpi þinna augna,“ segir Hannes Péturs- son. Fáum er gefið að birta sorgina Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Verðfrá 1.432 þásund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA IQhonda VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 í stórbrotnum skáldskap og oft höldum við að orð séu lítils megnug þegar áföll verða í lífi okkar. En eigum við önnur betri úrræði? Eru það ekki einmitt orðin sem veita styrk þegar við grátum? í þeirri trú að svo sé er þessi fátæklega kveðja skrifuð. Vinum og ættingjum Siguijóns vottum við dýpstu samúð. F.h. kennara við MS. Asdís Ingólfsdóttir Við ætlum í sem fæstum orðum að kveðja vin okkar og skólafélaga Siguijón Axelsson, eða Sjonna eins og hann var alltaf kallaður. Við þekktum hann misjafnlega lengi og vel en allar virtum við hann og þótti mjög vænt um hann. Sjonni var eins og flestir vita mjög hæfileikaríkur gítarleikari og í skólaferðalögum og á skóla- skemmtunum leyfði hann okkur að njóta þeirra hæfileika sinna. Eftir að níunda bekk lauk sáumst við ekki eins oft og það er mjög erfitt að sætta sig við það að sjá hann aldrei aftur. Stórt skarð er komið í hópinn sem útskrifaðist úr Laugalækjarskóla vorið 1989 ög verður hans sárt saknað af hans mörgu vinum og félögum. Við vottum fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og kveðjum Sjonna með virð- ingu og söknuði. Erla Þórðardóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Harpa Sigmundsdóttir. Það fór hrollur um mig og ég fann hvernig tárin tóku að streyma niður kinnarnar á mér þegar ég frétti að Sjonni vinur minn væri dáinn. Hann var nýorðinn 18 ára eins og ég. Hann var rétt að hefja lífsbaráttu sína og átti allt lífíð framundan. Þegar ég hafði róast niður tóku minningarnar að fljóta framhjá í huga mínum. Við Sjonni höfðum verið í sama skólanum frá því við vorum 9 ára. Maður vissi alltaf af Sjonna þó svo að við kynnt- umst ekki almennilega fyrr en í 9. bekk. Hann var alltaf frekar feim- inn ogtalaði yfirleitt aldrei um sjálf- an sig. Maður leit upp til Sjonna, það var eins og hann horfði á heim- inn frá öðrum sjónarhóli en allir hinir. Mér fannst gott að tala við hann og það voru ekki ófá samtölin okkar sem enduðu með því að ég segði honum öll mín leyndarmál og ég vissi að þau voru vel geymd með honum. Það var eitthvað sérstakt við hann sem mér þótti alltaf vænt um. Sjonni var einn af stórum vina- hóp í skólanum og ef hann var ekki með í eitthvert skiptið þá vant- aði stóran hluta. Smáatriði eins og þegar hann hnippti feimnislega í mig á ferming- ardaginn okkar því ég hafði gleymt að fara upp að altarinu á réttum tíma rifjuðust upp fyrir mér og hlýja fór um mig. Hann var svo hæfileika- ríkur og ég naut þess sérstaklega vel þegar hann tók gítarinn í part- íum og söng fyrir okkur. Oft var það sem hann spilaði bara eitthvað upp úr sjálfum sér og alltaf kom það jafnvel út. Við höfum ekki mik- ið samband síðastliðið ár en þó hitti ég hann alltaf við og við og við spjölluðum i smástund. Hann var svo traustur og indæll í framkomu við mann að manni leið eins og hann vildi ekkert frekar gera en að hlusta á hvernig manni gengi í lífinu. Ég vii votta fjölskyldu hans sam- búð mína og ég vil að þau viti að Sjonni átti marga góða vini sem eiga eftir að sakna hans mikið. Ingunn Þóra Jeppesen I dag verður borinn til hinstu hvílu okkar elskulegi frændi Sigur- jón Axelsson. Vegna nálægðar við fjölskyldur okkar áttum við þess kost að fylgjast með og sjá frænda okkar vaxa og dafna úr grasi. Sökn- — uðurinn er því sár að sjá á eftir Siguijóni svo fljótt en eitt erum við þó viss um að góður guð tekur opnum örmum á móti honum. Okkur setti hljóð þegar okkur barst til eyrna að Siguijón væri dáinn. Hugurinn reikaði aftur og allar ljúfu minningarnar um frænda okkar komu upp í hugann. Hvernig gat það gerst að ungur drengur í blóma lífsins, aðeins 18 ára að aldri, væri tekinn í burt frá okkur? Lífið er einu sinni svo að enginn veit sinn næturstað og því megum við öll vera guði þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að lifa saman. Vorið, þegar allt vaknar til lífsins á nýjan leik, grasið og blómin, seg- ir okkur eitthvað svo fallegt en nú þegar er eitt fölnað og það tekið frá okkur. Hin sem eftir standa munu þjappa sér saman og gera vináttuböndin enn sterkari en áður. Siguijón var fyrsta barn hjón- anna Stefaníu Vilborgar Siguijóns- dóttur, hjúkrunarfræðings, og Ax- els Eiríkssonar, úrsmiðs. Mörg okk- ar eiga það enn í fersku minni þeg- ar Stefanía og Axel komu heim með Siguijón litla og framtíðin var svo björt og falleg. Siguijón var um leið fyrsta barnabamið en hann var skírður í höfuðið á afa sínum Siguijóni Stefánssyni skipstjóra. Siguijón var umvafinn hlýju frá foreldrum sínum, sem leiðbeindu honum vel á hans stuttri lífsgöngu. Þær voru ófáar heimsóknir hans til ömmu og afa á Austurbrún en sam- band hans við þau var mjög tryggt. Nú sjá þau á eftir sólargeislanum sínum sem gaf þeim svo mikið. Þau eiga um sárt að binda og megi góður guð gefa þeim styrk í sorg- inni. Snemma hneigðist áhugi Sigur- jóns að tónlistinni en hún átti hug hans allan þegar fram í sótti. Oftar en ekki þegar komið var í heimsókn á Laugateiginn heyrðum við í gítar- spili af annarri hæðinni. Engum vafðist hugur um að þama var á ferðinni mikið efni. Hæfileikar hans voru ríkir á þessu sviði enda var hann farinn að semja mikið sjálfur. A skólaárunum í Laugalækjaskóla var stofnuð hljómsveit, sem síðar hélt áfram allt fram á síðasta dag. Vináttubönd hljómsveitarmeðlima voru sterk og vottum við þeim dýpstu samúð okkar. Skólasystkini og kennarar í Menntaskólanum við Sund sjá á eftir góðum félaga, en þar stundaði Siguijón nám. Við sendum Stefaníu, Axel, bræðrum hans Grími og Hjalta, afa, ömmu, vandamönnum og vin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu okkarelsku- lega frænda Siguijóns Axelssonar. Jón Kristján, Sigurjón og Þóra í dag verður til moldar borinn elskulegur systursonur okkar, Sig- uijón Axelsson, en hann lést mánu- daginn 13. maí síðastliðinn. Fátt er erfiðara í lífinu en að kveðja kæran ástvin, ungan hraustan dreng, sem manni finnst eiga alla ævina framundan. Egill kvað: Mjög erum tregt tungu að hræra ... A mildu vori, þegar grasið er að grænka, trén óðum að laufgast og páskaliljur í blóma, þá er dauðinn svo órafjarri huganum. Erfitt er að skilja tilgang lífsins þegar svo ung- ur maður hverfur á vit forfeðranna. Siguijón fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1973. Foreldrar hans vora Stefanía Vilborg Siguijónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Axel Eiríks- son úrsmiður. Hann var elstur þriggja bræðra, sem eru Grímur, 16 ára, og Hjalti, 10 ára. Siguijón var nemandi við Mennt- askólann við Sund. Hann var óvenju músíkalskur og samðí ljóð og lög við þau fyrir bæði gítar og píanó. Siguijón spilaði með nokkrum ungl- ingahljómsveitum hér í Reykjavík allt frá fímmtán ára aldri. A sumr- in starfaði hann og safnaði vetrarf- orða við löndunarvinnu við Reykja- víkurhöfn. Var hann bæði duglegur og eftirsóttur meðal starfsmanna þrátt fyrir ungan aldur. Elsku Stefanía, Axel, Grímur og Hjalti, megi góður Guð styrkja ykk- ur í sorg, en minningin um góðan son, bróður og frænda geymum við í hjarta. Jón Siguijónsson Stefán Siguijónsson Það er sannarlega erfitt að sætta sig við'að hann Sjonni sé ekki leng- ur á meðal okkar. Þessi glaðværi, hæfileikaríki piltur, sem var nýorð- inn 18 ára, er hræðilegur harm- dauði öllum þeim, sem voru svo heppnir að kynnast honum. Sjonni bjó yfir góðum tónlistar- hæfileikum og hefði eflaust náð langt á því sviði, ef forlögin hefðu leyft honum að lifa. Hann var góð- ur hljóðfæraleikari, laga- og texta- höfundur, og bjó almennt yfír mjög góðum gáfum. Það dimmir í hugum allra við svona hörmulegt slys, þegar ungur maður fer alit of fljótt og orðin verða svo óendanlega fátækleg. Aldrei hefði hvarflað að okkur hér áður fýrr, þegar frændurnir voru litlir að skottast í fjölskylduboðum, ljóshærðir og ómótstæðilegir, að framtíðin bæri þetta í skauti sér fyrir Sjonna. En Drottinn gaf og Drottinn tók og við verðum að reyna að sætta okkur við það. Við vonum og vitum, að sam- heldni þessarar góðu fjölskyldu bregst ekki nú fremur en endra- nær. Mikið er lagt á foreldra hans, sem allt vildu fyrir hann gera og tvo unga bræður hans. Þessi kross er svo þungur að við þurfum öll að bera hann. Við verðum að reyna að muna að eftir dimmustu nótt kemur aftur dagur. Við þökkum fýrir árin 18, sem við fengum að þekkja þennan yndis- lega frænda og biðjum Guð að gefa fjölskyldu hans styrk til að standast þessa raun. Magnús og Elsa Aldrei hef ég fengið eins stóra og fallega afmælisgjöf og þegar elskulegur systursonur minn, hann Sjonni fæddist, hann var fyrsta bam Stefaníu Vilborgar Siguijóns- dóttur og Axels Eiríkssonar, og jafnframt fyrsta barnabarn foreldra minna. í þau 18 ár sem hann lifði, hafði hann bæði sýnt og sannað að þar var mikill listamaður á ferð, mátti einu gilda hvort hann spilaði á píanóið, tók í gítarinn sinn, setti saman lög eða texta, orti ljóð eða teiknaði, hann var jafnvígur á þetta allt. En svona er þetta blessaða líf skrítið, þrátt fýrir þessa miklu hæfi- leika sem honum voru gefnir, þetta glæsilega útlit, góða foreldra ■ átti hann, yndislega bræður, þá Grím og Hjalta, fallegt heimili, þá vildi hann ekki vera lengur til, hann vildi ekki vera legnur hjá okkur. Að hveiju var hann að leita? Þessi góði og blíði frændi minn með fallega brosið sitt. Skyldi hann hafa fundið það? Ætli hann hafi valið rétt? Um leið og ég kveð Sjonna minn, bið ég góðan Guð að styrkja elsku systur mína, Axel, Grím og Hjalta á þessum erfiðu tímamótum. Sigrún Fallinn er frá í blóma lífsins okk- ar kæri frændi Siguijón Axelsson. Mánudaginn 13. maí sl. fréttum við um andlát Sjonna frænda og áttum við fyrst í stað afskaplega bágt með að trúa því, en það er bláköld staðreynd sem við verðum að reyna að sætta okkur við. Sjonni var fæddur 12. febrúar 1973 og því nýorðinn 18 ára er hann hélt á vit feðranna. Hann var elsti sonur heiðurshjónanna Axels Eiríkssonar og Stefaníu Vilborgar Siguijónsdóttur, en að auki eiga þau Grím 15 ára og Hjalta 9 ára. Leiðir okkar frændanna lágu saman allt frá barnæsku, og áttum við margt sameiginlegt. Sjonni var bráðþroska, og strax á fermingar- aldri var hann höfðinu hærri en við frændur hans, þrátt fýrir að hann væri yngstur. Tónlistin greip huga hans strax á barnsaldri. Hann hóf að læra á flautu, síðan lærði hann á píanó, og sumarið þegar Sjonni var 10 ára hlaut hann kassagítar að gjöf þar sem hann var í sveit, og má segja með sanni að síðan þá hafi Sjonni vart skilið gítarinn við sig. Hann fór í gítamám strax næsta vetur, sýndi fljótlega mikla hæfileika og framfarir og lauk öllum stigum gít- arskóla Ó.G. 14 ára stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit með vinum sínum úti í bílskúr á Laugateignum, og hóf fljótt að semja sín eigin lög og texta. Þeir félagar spiluðu við ýmis tækifæri, til að mynda á Rykk- rokki og á Musíktilraunum í Tónabæ og var tónlist þeirra í anda rokkgoðanna í kringum 1970 s.s. Led Zeppelin, Cream og Jimi Hendrix og heillaðist Sjonni mjög af lífsstíl og hugmyndafræði þessa tíma. Við frændurnir minnumst Sjonna sem listhneigðs ungs manns, sem var blíður og auðveldur í um- gengni, og þægilegt að tala við. Við eigum ekkert nema góðar minn- ingar um Sjonna. Við söknum hans sárt, en hugsum hlýtt til hans og við vitum að hann er í góðum hönd- um. Stórt skarð er höggvið í fyölskyld- una, og viljum við votta foreldrum hans og bræðrum okkar dýpstu samúð. Stefán Már Magnússon Eiríkur Óskar Jónsson Suðursveit: Fleiri geta sungið en farfuglarnir Kálfafcllsstaö, Suðursveit. ÞAÐ brá mörgum í brún að líta alhvíta jörð á sumardaginn fyrsta, eftir veðurblíðuna að undanförnu. En apríln\jöllin er fljót að hverfa hér í Suðursveit og senn óniaði loftið af fuglasöng í görðum og úthaga. Það sýndi sig að fleiri geta sungið en farfuglarnir, því laugardagskvöld- ið næsta hélt Karlakórinn Jökull, Höfn, söngskemmtun í félagsheimil- inu á Hrollaugastöðum. Þar hljómaði afraksturinn af vetrarstarfinu og var kórinn klappaður upp hvað eftir ann- að. Stjórnandi kórsins er Sigjón Bjamason en undirleikari Guðlaug Hestnes. Ýmsir góðir einsöngvarar spreyttu sig og bar þar hæst gesta- söngvarann skagfirska, Sigurð Steingrímson (allt geta þeir þessir Skagfirðingar!). Að kórsöng loknum var stiginn dans við undirleik sjálfboðaliða og eins og nærri má geta vantaði ekki söngvarana. - Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.