Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 19&1 4h © 1991 Jim Unget/Distributeí by Univetsal Ptess Syndicate „ JáQCL þd ? þaðer-alU ekJá i/íst a& eg Vtréí far þegar þt> ktrnur heini> " Ast er. .. . . . að fást sameiginlega við hveitilengjurnar. 7M fteg. U.S. Pat Otf.—atl rights reserved * 1991 Los Angeles Times Syndicate Það hlaut að koma að því: Gíróreikningakerfið er búið að setja mig á hausinn ... HOGNI HREKKVISI NY BYGGÐAÞROUN Eins og flestir vita, sem fylgjast með almennum málum, varð sú breyting á rekstri Sláturfélags Suðurlands að það flutti alla kjöt- vinnslu sína úr Reykjavík og aust- ur á Hvolsvöll. Það gefur auga leið að þetta er mikil lyftistöng fyrir Hvolsvöll og nágrenni, þar sem áður bólaði á atvinnuleysi en nú hefur skapast þar atvinna fyrir á annað hundrað manns. Helsta áhyggjuefnið var að ekki fengist nógu margt fólk til starfa i kjötvinnslunni, sérstaklega yrði erfitt að fá hluta af því vana fólki sem var í kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík til að „flytja austur fyrir Fjall". En það óvænta skeði að fólkið vildi gjarn- an flytja austur, vandinn var að fá húsnæði. Hreppsnefnd Hvolf- svallar tók þegar að úthluta lóðum undir íbúðarhús og voru þegar 10 lóðir keyptar. Og það er einmitt þetta, að fólkið vill gjarnan flytja austur, sem ég ætla að hugleiða í fáum orðum. Þetta er að mínu viti vísir að nýrri byggðaþróun í landinu, þróun sem á sér víða stoð í löndum þar sem gerðar eru svip- aðar kröfur um menningar- og félagsaðstæður og hér á landi, þ. e. þegar borgir eru búnar að ná ákveðinni stærð yill fólk gjarnan flytja úr borginni. En að vísu ekki langt í burt. Það vill vera í snert- ingu við borgina þegar því hentar en komast úr mesta ysinum og stressinu - komast í meiri snert- ingu við náttúruna. Auknar og bættar samgöngur stuðla einnig að þessari þróun. Það er síst leng- ur farið milli Stór-Reykjavíkur eða Hafnarfjarðarbyggðarinnar og Árborgarsvæðisins en á milli stór- borga erlendis. (Ég vil svona til gamans geta þess að forseti okk- ar, Vigdís Finnbogadóttir, er búin að kaupa lóð í útjaðri Selfoss og ætlar að hasla sér þar nýjan starf- svöll með húsbygginu og skóg- rækt.) Að þessu athuguðu má búast við auknum flutningum fólks „austur fyrir Fjall" og þá fyrst og fremst á Árborgarsvæðið til að byrja með. Vonandi eru forystu- menn Árborgarsvæðisins vel á verði, að nota þessa þróun áður- nefndu byggðarlagi til eflingar og aukinna áhrifa. Gestur Sturluson Þessir hríngdu .. Gott barnaefni Móðir hringdi: „Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir gott barnaefni sem verið hefur að undanförnu. Ég hef ekki efni á að vera með Stöð 2 líka og kvarta börnin oft undan því. Finnst mér að Ríkissjónvarpið ætti að hafa meira efni fyrir börn- in og þá einnig á morgnana eins og Stöð 2." Kettlingar Fjórir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 680687. Svartur palíettutoppur tapaðist föstudaginn 3. maí, sehnilega við Laugavega, finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í ofan- greint símanúmer. Erlent vinnuafl Torfi hringdi: „Er ekki orðið tímabært að hætta að flytja inn útlendinga til að vinna hér þegar hundruðir ís- lendinga ganga ura atvinnulausir. Það hjálpar lítið löndum eins og t.d. Póllandi að nokkrir Pólverjar fái vinnu hér. Mér finnst að ís- lendingar ættu að ganga fyrir." Veski Lítið hvítt veski með rennilás, sem í voru snyrtivörur og fleira, týndist laugardaginn 10. apríl á Rauðarárstíg 27-29, í ganginum eða í lyftunni. Finnandi er vinsam- legast beðinn að skila veskinu í hárgreiðlsustofuna Gresíku, Rauðarárstíg 27-29. Taupoki Guðrún Björg 10 ára hringdi: „Ég tapaði sunddóti á uppstign- ingadag í skræpóttum taupoka með rauðu hjarta á leiðinni frá Sundhöll Reykjavíkur til Laugar- nestanga. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 673767." ,svo Þetta ek vanoamAli&. " Víkverji skrifar Það settí kvíða að Víkverja þeg- ar hann sá sjónvarpsþáttinn í síðustu viku um eyðingu bóka í söfnum heimsins. Var með ólíkind- um að sjá verði draga bækur úr hillum safnanna, opna þær og taka síðan til við sópa mylsnu úr þeim, molnuðum blaðsíðum. Umræður um þennan mikla vanda hafa verið töluverðar undan- farin ár. Orðin ein hafa þó dugað skammt til að vekja athygli á hon- um. Sjónvarpsmyndin gerði það sannarlega. Þar kom einnig fram, að fínna yrði önnur úrræði en nú er beitt til að geta staðist eyðingar- öflunum snúning. Furðulegast er, ef pappírsfram- leiðendur taka ekki mið af þeim staðreyndum sem við blasa. Tafar- laust þarf að gera sérstakt átak til að auka gæði pappírs. Á tímum umhverfisverndar hefur athygli einkum beinst að endurvinnslu á pappir. Hann er síður en svo ending- arbetri en sá sem sýndur var í sjón- varpsmyndinni. XXX Islendingar hafa betri vitneskju um uppruna sinn og búsetu í landi sínu en margar þjóðir. Ef þeir sem skráðu íslendingasögur hefðu fest þær á endurunninn pappír eða annað sem ekki stóðst tímans tönn, væri viðhorf okkar og staða áreiðanlega allt önnur. Þarf ekki að hafa sérstaklega orð á því að vilji íslendingar minna á sess sinn í heiminum hefja þeir mál sitt venjulega með því að vísa til bók- mennta- og menningararfsins. Þær tilvísanir eru allar til þess sem á skinnhandrit var skráð. Fjölmiðlamenn leggja sig mjög fram um það, þegar þeir ræða mál líðandi stundar að fá svör í viðteng- ingarhætti um það sem kynni að gerast í framtíðinni eða ef forsend- ur væru aðrar. Að nokkru er þetta flótti frá samtíðinni og frá því að skilgreina nákvæmlega það sem er að gerast í henni. Hvernig væri að velta því fyrir sér í viðtengingar- hætti, hver örlög íslensku þjóðar- innar hefðu orðið, ef hún hefði ekki getað stuðst við ritaðar heimildir um uppruna sinn og sögu á fyrstu öldum byggðar í landinu? xxx Imenningarblaði Morguntílaðsins á laugardag birtist samtal við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem telur íslenska einangrunar- hyggju hættulega. Hann dregur þessa ályktun af henni: „Afleiðingin er sú að við sitjum uppi með feysknar hugmyndir um sjálf okkur í samfélagi þjóðanna og við virðumst gjörsneydd þeim krafti og hugmyndauðgi sem okkur er nauðsynlegt að hafa ef okkur á að tákast að hleypa lífi í nýsköpun á sviði efnahags- og menningarmála. Þá höfum við ekki tekið á okkur neina ábyrgð í þeim miklu þjóð- flutningum sem átt hafa sér hafa í heiminum — við erum hrædd við að lenda í óleysanlegum vandamál- um og viljum helst vera stikkfrí og horfa ,á vandamálin erlendis ut- anfrá." Hér er tapað tæpitungulaust. Meðal spurninga sem vöknuðu í huga Víkverja þegar hann las þessi orð var: Erum við of mikið fortíðar- fólk tij að geta tekist á við nútíma- verkefni með þeim hætti að hæfi framtíðinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.