Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 59
reei íam .ss H JQAOiMjygiM gioAoaviuofloi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 22. MAÍ 1991 V estmannaeyj ar: Landssamband sjóstangveiði- félaga stofnað á Hvítasminumóti Vestmannaeyjuin. sunnuna. Mótið var sett á föstu- dagskvöld, en á laugardagfs- morgun hófu stangveiðimenn- irnir fiskiríið. Á föstudagskvöld var einnig stofnað Landssam- band sjóstangveiðifélaga, sem aðild eiga að öll sjóstangveiðifé- lög landsins og var Ásgeir Þor- valdsson frá Sjóstangveiðifélagi Vestmannaeyja kjörinn formað- ur sambandsins. Þrátt fyrir leiðinlegt sjóveður létu sjóstangveiðimennirnir það ekki aftra sér og héldu ótrauðir til veiða á laugardagsmorguninn klukkan sex, en klukkan tvö komu ÁRLEGT sjóstangveiðimót Sjó- stangveiðifélags Vestmannaeyja var haldið í Eyjum um hvíta- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Heildaraflinn á sjóstangveiðimótinu var um 5,6 tonn en á innfelldu myndinni má sjá er afla er landað. þeir síðan að landi á ný. Er halda átti af stað á ný klukkan sex á sunnudagsmorgun var veður það slæmt að ákveðið var að fresta brottför til klukkan tíu en þá héldu bátarnir út á ný og komu síðan til hafnar klukkan ijögnr. Þrátt fyrir leiðinlegt veður var heildarafli mótsins ágætur, tæp 5.664 kíló. Aflahæsti karlmaðurinn varð Jónas Þ. Jónasson frá Reykjavík með 202,85 kg en afla- hæst kvenna varð Sigrún Sigurðar- dóttir frá Sjóstangveiðifélagi Snæ- fellsness með 190 kg. Aflahæsti Vestmanneyingurinn varð Jón Þór Geirsson með 194,95 kg. Aflahæsti báturinn á hveija stöng varð Gaui gamli með 157,6 kg en mesta aflaverðmætið á hveija stöng var um borð í Normu, 1.507,86 krónur. Aflahæsta sveit karla varð sveit Hafþórs Gunnars- sonar frá Akureyri með 446,7 kg en sveit Guðfinnu Sveinsdóttur var aflahæst kvennasveita með 292,75 kK- Stærsta fisk mótsins veiddi Árni Magnússon frá Reykjavík, 10 kílóa þorsk. Flesta fiska veiddi Jónas Þ. Jónasson, Reykjavík, 130 tals- ins, og flestar tegundir fékk Óskar Þór Óskarsson, Sjóstangveiðifélagi Snæfellsness, 8 talsins. Auk áðurnefndra verðlauna voru veitt verðlaun fyrir stærstu fiska af hverri tegund, 11 talsins. Á mótinu var keppt um nýja verðlaunagripi sem Flugleiðir gáfu og í fyrsta skipti var mótið liður í keppni um íslandsmeistaratitil en keppt verður um þann titil á 7 mótum víðsvegar um landið í sum- ar. Mótsstjórar á sjóstangveiðimót- inu í Eyjum voru Runólfur Gíslason og Georg Þór Kristjánsson. Grímur Núverandi stjórn LMFÍ. Félagar í Lögmanna— félaginu orðnir 346 AÐALFUNDUR Lögmannafé- lags íslands árið 1991 var hald- inn 15. mars sl. Formaður var kjörinn Gestur Jónsson hrl. og aðrir í stjórn eru Atli Gíslason hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Óskar Magnússon hdl. og Sig- urður G. Guðjónsson hrl. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Mar- teinn Másson lögfræðingur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru ýmis önnur mál á dag- skrá svo sem tillaga stjórnar fé- lagsins um að komið yrði á fót góðu lögfræðibókasafni fyrir fé- lagsmenn, breytingar á siðaregl- um félagsins o.fl. Gerð var grein fyrir samskiptum LMFÍ við erlend lögmannafélög og lögmannasam- tök, þ. á m. var getið um inngöngu félagsins í Aiþjóðasamtök lög- manna (International Bar Assoc- iation). Einnig var gerð grein fyrir sam- skiptum við norrænu lögmannafé- lögin á starfsárinu og kom m.a. fram að LMFÍ hefur í samvinnu við hin norrænu félögin beitt sér fyrir stuðningi við lögmannasam- tök og lögmenn í Eystrarsaltsríkj- unum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Félagsmenn LMFÍ eru nú alls 346. Þar af eru 130 hæstaréttar- lögmenn og 216 héraðsdómslög- menn. Heiðursfélagar eru hæstarétt- arlögmennirnir Ágúst Fjeldsted og Egill Sigurgeirsson. Lagnafélag íslands: Ráðstefna um ' gæði innilofts LAGNAFÉLAG íslands efnir til ráðstefnu um gæði innilofts að Hotel Loftleiðum þann 1. júní næstkomandi. Erindi flytja ýms- ir íslenskir og norrænir sér- fræðingar en framsöguræður verða þýddar jafnóðum á íslensku. í fréttatilkynningu frá Lagnafé- laginu segir meðal annars að or- sakir fyrir húsasótt, eða vanlíðan sem sækir á fólk í ákveðnum hús- um, geti til dæmis verið alis konar óæsklileg efni í innréttingum og vanhirða loftræstikerfa. Ljósmæðrafélag Islands: Hulda Jens- dóttir heið- ursfélagi FRÆÐSLU- og aðalfundur Ljóðsmæðrafélags íslands var haldinn í Hótel Ork, Hvera- gerði, 3. og 4. maí. í ár heldur Alþjóðasamband ljós- mæðra (ICM) upp á fyrsta alþjóð- lega ljósmæðradaginn sem er 5. maí. Yfírskrift dagsins í ár er „Ör- yggi í fæðingu fyrir alla árið 2000“. I tiíefni dagsins gerði Ljósmæðrafé- lag íslands Huldu Jensdóttur ljós- móður og fyrrverandi forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur að heiðursfélaga. Hulda hefur unnið brautryðjandastarf hér á landi í þágu kvenna og aðstandenda þeirra í meðgöngu og fæðingu. Hulda Jensdóttir. Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.