Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 Lágmyndir og rúmtak Myndlist Bragi Asgeirsson I litla vinalega listhúsinu við Skólavörðustíg, er nefnist einn einn, sýnir þessa dagana og fram til 30. maí Sólveig Eggertsdóttir allmargar lágmyndir auk þrívíðra verka. Sólveig útskrifaðist úr mynd- mótunardeild MHÍ vorið 1990 og var við framhaldsnám sem gesta- nemandi við sömu deild sl. vetur. Sem að líkum lætur er þetta fyrsta einkasýning Sólveigar, og sækir hún mikið til efnivið sinn í vélahluti sem lokið hafa gangverki sínu og helst er að finna í brota- járnshaugum. Þótt þessir hlutir gegni ekki nytsömu hlutverki lengur, býr hið sérstaka form hvers fyrir sig yfir sérstæðri fegurð og ryðliturinn gerir þá marga hveija fjári mikia hátíð fyrir augað. Veit ég vel, að sumum þykja úr sér gengnir hlutir ljótir og ryð- liturinn ófagur, enda ber hann vott um úrkynjun, en það er þó viss fegurð við alla úrkynjun svo sém Markús Árelíus keisari í Róm benti réttilega á. Honum mæltist m.a. svo í frægri ræðu er hann var að skilgreina fegurð heimsins: „I augum þess manns, sem sanna innsýn hefur í hið rétta eðli al- heimsins, er sérhver tilbreyting og frávik sem verður á hveiju því, sem í honum er og honum heyrir til, heppileg og unaðsleg. Brauðhleif- urinn, sem afbakast hefur, svo að hann springur og gliðnar sundur, hefur ekki lagið sem bakarinn æskti eftir, en eigi að síður er hann í sjálfu sér fagur og girnileg- ur til átu. Fíkjur, sem rifna full- þroska, ólífur, sem komnar eru að rotnun, eru eigi að síður sérkenni- lega fagrar, þótt þær sundrast hafi. Hreykt kornskrýfi með laf- andi punti, fax ljónsins, hvoftur villigaitarins löðrandi í froðu, og fjöldi annarra fyrirbæra af sama tagi auka á fegurð alheimsins skapaða af hinni guðiegu veru, þó að í sjálfu sér megi þeir naumast teljast fagrir. Segja má því, að kunni maðurinn að meta tilgang alheimsins og bresti ekki innsýn í hann, er varla sá hlutur til, sem ekki virðist á vissan hátt geta veitt ánægju. Þessu líkt er farið með fjölmarga hluti, sem ekki kunna í allra augum að sýnast viðfelldnir, en mun vissu- lega gleðja hvern þann mann, sem er sannur skoðari náttúrunnar og handverka hennar." Þessi orð hins virta keisara eiga jafn mikið við um hluti gerða af manna höndum sem móðir náttúra tærir, því að í allri hrörnun býr viss fegurð. Margur listamaðurinn hefur uppgötvað þessar staðreyndir og vinnur samkvæmt þeim og þetta þróunarferli náttúrunnar virðist einnig hafa heillað hina ungu lists- píru Sólveigu Eggertsdóttur og er einungis gott um það að segja. Sóiveig bætir ýmsum efnum við ryðjárnin svo sem sóti, bývaxi, gleri, Ijósmyndum o.fi., — eykur svo á formrænan kraft verkanna með ýmsum hnitmiðuðum sem óformlegum táknum. Lausnir Sólveigar eru oftar en ekki skemmtilegar, í öllu falli áhugaverðar, auk þess sem einstök verk hafa ávinning af því hve upp- setningin er lífræn, þannig að verkin auka hvert á áhrifamátt annars. Þetta er virðingarverð frum- raun, sem kemur vafalítið ýmsum á óvart og með mest lifandi sýning- um sem sést hafa á þessum stað. Sólveig Eggertsdóttir iistamaður. Leiknar verða ýmsar smáperlur fiðlubókmenntanna, svo sem verk eftir Sarasate, Kreisler, Paganini o.fl. en einnig verða flutt Rondo eftir Mozart og Sónatína eftir Schubert. Tónleikarnir verða haldnir í samvinnu við Steinar hf í tilefni útgáfu geisla- disks með listakonunum. Þetta verða fyrstu tónleikar Sigrúnar Eðvalds- dóttur á Islandi eftir að hún vann til verðlauna í Sibelíusarkeppninni s.l. haust. Aðgöngumiðasala við innganginn, en forsala aðgöngumiða í Steinar Músík Laugavegi 24. n.k. laugardag, 25. maí kl. 143 á vegum Styrktarfélags íslensku óp I ISLENSKU OPERUNNI Listakonan Ulrika Arnold. Jarðmyndir Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Þýðverskir eru með sanni skipulagðir, fylgnir sér og dug- legir, og á það ekki síður við í listum en á öðrum sviðum. Þannig verður manni ósjálfr- átt hugsað á sýningu Úlriku Arnold í Listasafni ASÍ, en hún hefur gert víðreist um heiminn og uppistaðan í verkum hennar er jörðin sjálf. Ósjálfrátt varð mér strax hugsað til landa hennar Mario Reis, sem hingað kom fyrir fjór- um árum og gerði vatnslita- myndir. Ekki svo að myndir þeirra séu tiltakanlega líkar enda ferlið annað, heldur láta lista- mennirnir í báðum tilfellum nátt- úruna vinna fyrir sig, en mismik- ið þó. Eins og einhveijir muna kannski, þá ritaði ég nokkra pistla um Mario Reis hér í blaðið og sagði frá athöfnum hans, en þær voru merkilega vel skipu- lagðar. Hann hafði í farteskinu uppdrátt af öllum ám í hveijum landsfjórðunginum fyrir sig, þræddi þær svo allar í rúgbrauði sínu sem einnig var svefnstaður hans, og setti dúka sína spennta á ramma í straumiðurnar. Efnis- magn ánna og straumþungi sáu svo um verkið fyrir hann. Þetta hefur sennilega aldrei verið gert áður og er hann kom til síns heima var gefin út bók með árangrinum, sem vakti strax dijúga athygli í listheimin- um. Uppistaða ritmálsins voru pistlar mínir um ferlið ásamt formála eftir Lutz Tittel. Frétti svo á sl. ári að maður- inn hafi fengið silfurmedalíuna á þríæringnum í Tókíó og við skulum vona að það hafi m.a. verið fyrir þessa framkvæmd. Ulrika Arnold fer öðruvísi að, því að hún hefur allt á þurru landi, nema að hún blandar vita- skuld jarðefnin með vatni og sennilega einnig bindivökva. Hún leitar uppi íjarlæga og sérkennilega staði og einkum þar sem er að fínna laust, mjúkt og iitríkt berg svo sem í Utha, Ariz- ona, Abique í Nýju-Mexíkó, Ástr- alíu og nú er hún sem sagt stödd á íslandi, iandi andstæðnanna. Myndverkm á sýningunni í listasafni ASÍ, sem eru frá Norð- ur-, Suður- og Mið-Ástralíu og nokkrum stöðum af íslandi, eru þó ekki mjög ósvipuð innbyrðis, jafnvel svo að erfitt er að greina sérkenni hvers staðar fyrir sig. Það er líkast vegna þess, að ger- andinn virðist leita á svipaða sta.ði, þar sem pappírinn getur heist sogið í sig litbrigði jarðar- innar. Ulrika leggur hönd að við gerð verkanna þ.e. makar jarð- efnum yfir pappírinn, sem eru iðulega bergefni er hún hefur mulið. Frá mínum bæjardyrum séð, þá þykir mér feriið mjög lífrænt og spennandi, en sem sjálfstæð myndverk standa þau misjafn- lega undir sér, en ég veit ekki hve mikill metnaður er hjá lista- konunni í þá áttina. Tökum við mið af því sem ég nefni sjálfstæð myndver, þóttu mér „Alice Springs, Mið-Ástralíu og „Koongarta", Norður-Ástr- alíu, standa sterkast. Annars vegar fyrir mjúka og sannfær- andi hrynjandi og hinsvegar fyr- ir fjölbreytt og lifandi formrænt ferli. Ekki skortir upplýsingarnar á þessari sýningu og eru þær svo fjölþættar að þær mættu vera mörgum lærdómur og ekki missti listrýnirinn andagiftina í það sinnið. En annað. væri uppi á teningnum ef myndirnar væru einar, ónúmeraðar og ekki fylgt úr hlaði með neinni tegund upp- lýsinga ásamt ljósritaðri sýning- arskrá, sem upplýsti skoðandann að allar væru myndirnar nafn- lausar! Auk myndbands, sem sýnir hvernig listakonan vinnur verk sín, eru einnig sýndar litskyggn- ur á tjaldi auk ljósmynda á vegg. Er áberandi hve ljósmyndirnar eru vel gerðar og litskyggnurnar sömuleiðis, þá er myndbandið mjög fróðlegt. Þetta með litskyggnurnar er prýðileg viðbót við sýningar al- mennt, en ég minnist þess að þegar ég kom fyrst fram með slíka kynningu á eigin verkum og ferðalögum mínum í Norræna húsinu árið 1974, þótti ég af sumum ganga einum of langt í auglýsingáskrumi, sem þó var alröng skilgreining á upplýsinga- miðlun. Þetta er óvejuleg og lærdóms- rík sýning og þakka ber kjarna- konunni Ulriku Arnold fyrir heimsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.