Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 17 Til athugnnar eftir Þorgeir Þorgeirson Einhverra hluta vegna hefur bor- ist hér inná borð til mín bréf frá Mannréttindadómstóli Evrópuráðs- ins í Strasborg. Þetta er tilkynning um skipan 9 dómara í máli gegn íslenska ríkinu sem flutt verður fyrir dómstólnum í janúarmánuði næstkomandi. Um er að ræða kæru vegna dóms Hæstaréttar íslands sem kærandinn telur hafa brotið á sér réttindi. Nánar að segja telur hann að dómur Hæstaréttar hafi farið í bága við 10. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins, sem ísland er aðili að. Sú var einnig niðurstaða Mannréttindanefndar- innar þegar hún dæmdi í málinu. Það skar mig í augun að sjá nafn Thórs Vilhjálmssonar á með- ai hinna skipuðu dómenda. Fyrst hélt ég þetta væri kollega minn og frændi sem hefði verið skipaður meðdómandi vegna þess að málið snertir tjáningarfrelsi og hann er víðfrægur rithöfundur. Nánari at- hugun leiddi þó undireins í ljós að þarna var um að ræða Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómara og fulltrúa íslands hjá Mannrétt- indadómstólnum sem eðlilega hef- ur verið skipaður þarna í dómara- sæti í samræmi við 43. grein Mann- réttindasáttmálans sem kveður svo á að fulltrúi þess lands sem kæra berst frá skuli vera meðal dómenda — séu þar ekki neinir meinbugir á. Vafalaust er þetta haft svona til stuðnings kærandanum. Enda má honum þykja notalegt að vita í dómnum af hæfum aðila sem mælt- ur er á sömu tungu og hann sjálfur. En hæfni þessa samlanda verður þá að vera gjörsamlega óyggjandi. Hann má í engu vera tengdur „En fyrst þetta nú stakk mig í augun af einskærri tilviljun vildi ég mega beina því til nýja dómsmálaráð- herrans hvort það væri ekki a.m.k. varlegra að setja hæstaréttardóm- aranum fulltrúa íslands þá vinnureglu að segja sig frá dómi í málum sem varða land hans svo ekki þurfi að koma til neinna átaka um þetta vafasama atriði.“ málsaðila heimafyrir. Hvorki kær- anda né hinum kærða. Og þá vaknar spurning í þessu sérstaka máli: Er Þór Vilhjálmsson fullkomlega hlutlaus dómari um kærumál héðan? Spurningin varðar í engu persónu Þórs heldur einvörð- ungu stöðu hans hér heimafyrir. Nú er það svo að Mannréttindadóm- stóll Evrópuráðsins tekur ekki til meðferðar önnur mál en þau sem æðsta dómstig viðkomandi lands hefur fjallað um. Undángenginn dómur Hæstaréttar Islands er ófrá- víkjanleg forsenda þess að mál héð- an verði rekið fyrir Mannréttinda- dóminum. Öll kærumál frá íslandi eru því öðrum þræði kærumál á hendur Hæstarétti og beiðni um endurmat á störfum íslenskra hæst- aréttardómara. Blasir það þá ekki við að starfandi dómari í Hæsta- rétti íslands sé vanhæfur til setu í Mannréttindadómstólnum a.m.k. þegar fjallað er um málefni landa Þorgeir Þorgeirson hans? Sumir mundu jafnvel vilja halda því fram að það væri í sjálfu sér vanvirða við dóminn og prinsíp hans að gera starfandi hæstaréttar- dómara að fulltrúa nokkurs lands. Um það vil ég ekki dæma. Málið enda nokkuð sérstakt því víðasthvar annarstaðar mun embætti hæsta- réttardómara vera talið fult starf og launað samkvæmt því. Og gæti sú verið ástæðan til þess að gleymst hafi að reikna með hagsmunaá- rekstri af þessu tagi þegar reglur voru settar um skipan dómenda í Strasborg. En fyrst þetta nú stakk mig í augun af einskærri tilviljun vildi ég mega beina því til nýja dómsmála- ráðherrans hvort það væri ekki a.m.k. varlegra að setja hæstarétt- ardómaranum fulltrúa íslands þá vinnureglu að segja sig frá dómi í málum sem varða land hans svo ekki þurfi að koma til neinna átaka um þetta vafasama atriði. Slík átök yrðu bara til enn frek- ari leiðinda. Rvík. 16.05.91. Höfundur er rithöfundur. SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 tákn um gæð/ Gervisgrasskór. Einnig góðir malor- og æfingaskór. Verð kr. 5.880,-. Sl. 38-46. Fallegir skór úr leðri. Verð kr. 3.995,-. Sl. 37-41. Á Akureyri: Sporthúyd Hafnarstræti 94, Akureyri, sími 96-24350. I Reykjavík: »huflimél^p SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 83555 Toppskór frá PUMA i 8.995,-Sl. 39-46. Góðir skór ó frábæru verði kr. 2.750,-. Sl. 36-47. Slerkir skór m/frönskum lás. Verð kr. 2.850,-. Sl. 25-40. Góðir fólbolla- og æfingaskór. Verð kr. 2.390,-. Sl. 28-35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.