Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 17 Til athugnnar eftir Þorgeir Þorgeirson Einhverra hluta vegna hefur bor- ist hér inná borð til mín bréf frá Mannréttindadómstóli Evrópuráðs- ins í Strasborg. Þetta er tilkynning um skipan 9 dómara í máli gegn íslenska ríkinu sem flutt verður fyrir dómstólnum í janúarmánuði næstkomandi. Um er að ræða kæru vegna dóms Hæstaréttar íslands sem kærandinn telur hafa brotið á sér réttindi. Nánar að segja telur hann að dómur Hæstaréttar hafi farið í bága við 10. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins, sem ísland er aðili að. Sú var einnig niðurstaða Mannréttindanefndar- innar þegar hún dæmdi í málinu. Það skar mig í augun að sjá nafn Thórs Vilhjálmssonar á með- ai hinna skipuðu dómenda. Fyrst hélt ég þetta væri kollega minn og frændi sem hefði verið skipaður meðdómandi vegna þess að málið snertir tjáningarfrelsi og hann er víðfrægur rithöfundur. Nánari at- hugun leiddi þó undireins í ljós að þarna var um að ræða Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómara og fulltrúa íslands hjá Mannrétt- indadómstólnum sem eðlilega hef- ur verið skipaður þarna í dómara- sæti í samræmi við 43. grein Mann- réttindasáttmálans sem kveður svo á að fulltrúi þess lands sem kæra berst frá skuli vera meðal dómenda — séu þar ekki neinir meinbugir á. Vafalaust er þetta haft svona til stuðnings kærandanum. Enda má honum þykja notalegt að vita í dómnum af hæfum aðila sem mælt- ur er á sömu tungu og hann sjálfur. En hæfni þessa samlanda verður þá að vera gjörsamlega óyggjandi. Hann má í engu vera tengdur „En fyrst þetta nú stakk mig í augun af einskærri tilviljun vildi ég mega beina því til nýja dómsmálaráð- herrans hvort það væri ekki a.m.k. varlegra að setja hæstaréttardóm- aranum fulltrúa íslands þá vinnureglu að segja sig frá dómi í málum sem varða land hans svo ekki þurfi að koma til neinna átaka um þetta vafasama atriði.“ málsaðila heimafyrir. Hvorki kær- anda né hinum kærða. Og þá vaknar spurning í þessu sérstaka máli: Er Þór Vilhjálmsson fullkomlega hlutlaus dómari um kærumál héðan? Spurningin varðar í engu persónu Þórs heldur einvörð- ungu stöðu hans hér heimafyrir. Nú er það svo að Mannréttindadóm- stóll Evrópuráðsins tekur ekki til meðferðar önnur mál en þau sem æðsta dómstig viðkomandi lands hefur fjallað um. Undángenginn dómur Hæstaréttar Islands er ófrá- víkjanleg forsenda þess að mál héð- an verði rekið fyrir Mannréttinda- dóminum. Öll kærumál frá íslandi eru því öðrum þræði kærumál á hendur Hæstarétti og beiðni um endurmat á störfum íslenskra hæst- aréttardómara. Blasir það þá ekki við að starfandi dómari í Hæsta- rétti íslands sé vanhæfur til setu í Mannréttindadómstólnum a.m.k. þegar fjallað er um málefni landa Þorgeir Þorgeirson hans? Sumir mundu jafnvel vilja halda því fram að það væri í sjálfu sér vanvirða við dóminn og prinsíp hans að gera starfandi hæstaréttar- dómara að fulltrúa nokkurs lands. Um það vil ég ekki dæma. Málið enda nokkuð sérstakt því víðasthvar annarstaðar mun embætti hæsta- réttardómara vera talið fult starf og launað samkvæmt því. Og gæti sú verið ástæðan til þess að gleymst hafi að reikna með hagsmunaá- rekstri af þessu tagi þegar reglur voru settar um skipan dómenda í Strasborg. En fyrst þetta nú stakk mig í augun af einskærri tilviljun vildi ég mega beina því til nýja dómsmála- ráðherrans hvort það væri ekki a.m.k. varlegra að setja hæstarétt- ardómaranum fulltrúa íslands þá vinnureglu að segja sig frá dómi í málum sem varða land hans svo ekki þurfi að koma til neinna átaka um þetta vafasama atriði. Slík átök yrðu bara til enn frek- ari leiðinda. Rvík. 16.05.91. Höfundur er rithöfundur. SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 tákn um gæð/ Gervisgrasskór. Einnig góðir malor- og æfingaskór. Verð kr. 5.880,-. Sl. 38-46. Fallegir skór úr leðri. Verð kr. 3.995,-. Sl. 37-41. Á Akureyri: Sporthúyd Hafnarstræti 94, Akureyri, sími 96-24350. I Reykjavík: »huflimél^p SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 83555 Toppskór frá PUMA i 8.995,-Sl. 39-46. Góðir skór ó frábæru verði kr. 2.750,-. Sl. 36-47. Slerkir skór m/frönskum lás. Verð kr. 2.850,-. Sl. 25-40. Góðir fólbolla- og æfingaskór. Verð kr. 2.390,-. Sl. 28-35.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.