Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 18
Rí 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 ÓTRÚLEGT VERD 1 Á FJALLAHJÓLUM OG FLEIRI HJÓLUM DIAMOND EXPLOSIVE 26". 21 gírs fjallahjól, chromolly stell, SHIMANO 200 GS gírar og fylgihlutir, átaksbremsur, ólgjarðir, standari og brúsi. Mjög gott hjól ó ótrúlegu verði, kr. 29.900,-. Stgr. kr. 28.400,- DIAMOND TIGER 26", 18 gíra fjallahjól, SHIMANO gírar, átaks- bremsur, álgjarðir, standari og brúsi. Fróbært verð kr. 20.950,-. Stgr. kr. 19.900,- DIAMOND TIGER 24", 18 gíra fjallahjól, SUNTOUR gírar, ótaks- bremsur, ólgjarðir, stondari og brúsi. Verð aðeins kr. 18.900,-. Stgr. 17.950,- DIAMOND TIGER 20", 10 gíra fjallahjól, ótaksbremsur, álgjarð- ir, standari, brúsi. Verð aðeins kr. 13.900,-. Stgr. 13.200,- DIAMOND TIGER 16" með fót bremsu. Verð aðeins kr. 8.800,- DIAMOND LADY 26", 1.0 gira . dömuhjól með aurbrettum, bögglabera og standara. Verð aðeins kr. 15.700,-. Stgr. 14.915,- . , »..... J t ^jr\ j^ Ife—^-,. ¦SS WJ DIAMOND BMX 20" með fót- bremsu, stólgjörðum, heilli sveif, standaro og púðum. Óvenju hagstætt verð ó svo vel útbúnu hjóli, kr. 9.400,-. Stgr. kr. 8.930,- Kreditkort og greiðslusamningar Sendum í póstkröfu. VARAHLUTIR 06 VIÐ6ERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 06 VERSLID í MARKINU. l/érslunin Símar 35320 og 688860. Ármúlo 40. /144 t njuiU VÍð flytja ^utuji ir eigin málum úr landi? eftír HÍÖrleíf I þessdómstólsersamkvæmtyfírlýí eftir Hjörleif Guttormssori Úr sameiginlegri ráðherrayfirlýsingu Þann 13. maí komu utanríkisráð- herrar EFTA- og EB-ríkja saman í Brussel til að ræða stóðuna í samn- ingaviðræðum umEvrópskt efna- hagssvæði (EES). í fundarlok gáfu þeir út sameiginlega yfiríýsingu um stöðu viðræðnanna í 23 tölusettum liðum. í þessum hópi var Jón Hannibalsson utanríkisráðherra. í yfirlýsingu ráðherranna kemur m.a. fram (leturbreytingar H.G.): • „Þeir töldu að starfhæfar stofn- analausnir þyrftu að nást til að ná sem mestu réttarsamræmi innan evrópsks efnahagssvæðis án þess að stefna í voða hvorki sjálfræði samningsaðila við ákvarðanatöku, sameiningarferii Evrópubandalags- ins né séreðli EB-Iöggjafar." (17. liður yfírlýsingarinnar.) • „Þeir lögðu einnig áherslu á mik- ilvægi þess að tryggja hið fyllsta réttarsamræmi. Til þess að ná því markmiðí þyrfti að þróa á þeim sviðum sem snertu evrópskt efna- hagssvæði stöðugt ferli upplýsinga- skipta ogsamráðs samhliða löggjaf- arferli Evrópubandalagsins." (19.) • „Þeir minntu á að ákvarðanir í evrópsku efnahagssvæði væru teknar samhljóða af Evrópubanda- laginu annars vegar og EFTA-lönd- unum hins vegar og minntu á að kæmu upp alvarlegar og umfangs- mikil vandkvæði á þeim sviðum sem heyra undir þjóðþing EFTA-Iand- anna þá yrðu þau vandkvæði tekin tíl athugunar af sameiginlegu nefndinni. Hún mundi fyrst af öllu reyna áð finna viðunandi lausn fyr- ir báða aðila sem gerði það kleift að halda öllum samningum í gildi án þess þó að útiloka þann mögu- leika að grípa síðar, gerðist þörf, til almenns öryggisákvæðis og gagnaðgerða í réttu hlutfalli." (20.) • „Þátttakendur lögðu áherslu á nauðsyn þess að koma á innan evr- ópsks efnahagssvæðis skilvirku eft- irlitskerfi sem framkvæmdastjórn (EB) annaðist annars vegar en af hálfu EFTA stofnun sem starfaði á svipaðan hátt hins vegar. Þar þyrfti einnig sjálfstæður úrskurðaraðili að koma til." (21.) • „Settur verður á fót sjálfstæður EES-dómstóII en í honum munu sitja fimm dómararfrá Evrópudóm- stóinum ogþrír af EFTA-dómurun- um sjö. Hann mundi starfa innan Evrópubandalagsdómstólsins og hafa umboð til að kveða upp úr- skurði." (22.) • „Þeir tóku fram að aðildarríki EFTA væru reiðubúin til þess að setja ákvæði í innri löggjöf sína í þá veru að reglur samningsins um evrópskt efnahagssvæði SKULI HAFA FORGANG í þeim tilfellum sem þær rekast á við önnur ákvæði innri löggjafar þeirra." (23.) Stórfelld þrenging að löggjafarvaldi Nauðsynlegt er að menn átti sig á því hvað hér er á ferðinni. Samn- ingurinn um EES tekur til um 1.400 lagabálka Evrópubandalagsins, sem gerðiryrðu að íslenskum lögum ef samningurinn verður samþykkt- ur á Alþingi. íslenska lagasafnið er nú tæpar 1.500 blaðsíður, en við það myndu bætast 11 þúsund blað- síður í lagatexta. Um er að ræða lög sem varða innri markaðinn, „fjórfrelsið" margumtalaða, þ.e. helstu svið viðskipta, þjónustu, fjár- mála og búseturéttar. Þessi Evrópubandalags-löggjöf myndi víkja til hliðar öllum gildandi lögum íslenskum, sem stangast á við hana, sbr. ákvæðið um forgang í 23. lið yfirlýsingar ráðherranna. Þróun þessarar löggjafar með breytingum í framtfðinni yrði í höndum stofnana Evrópubanda- lagsins og EFTA-ríkin yrðu að taka Hjörleifur Guttormsson „Það blasir nú við að meirihlutiEFTA-ríkj- anna hugsar sér að sækja um beina aðild að Evrópubandalaginu, og innan nokkurra ára verður ísland e.t.v. eitt eftir á báti undir EFTA- merkinu. Menn hljóta að spyrja sig, hvaða hald væri í samningi og stofnunum, sem hrófað yrði upp við slíkar kringumstæður." við þeim möglunarlaust til „að^ tryggja hið fyllsta réttarsamræmi", sbr. 19. lið. Þetta stafar af því að EB hleypir utanaðkomandi hvergi inn í sína ákvarðanatöku, sbr. 17. lið. Allir ættu að sjá hvernig þrengt er að löggjafarvaldi þjóðþinga EFTA-ríkjanna og þar með Alþing- is verði á þetta fallist. Yfirþjóðlegt vald í hendur EFTA-stofnunar Eins og fram kemur í 6. lið yfir- lýsingar ráðherranna gera þeir ráð fyrir að eftirlit með samningnum verði af EFTA hálfu í höndum sér- stakrar EFTA-stofnunar, sem starfi á svipaðan hátt og framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins. Sem kunnugt er hefur framkvæmda- stjórn EB í sínum höndum fram- kvæmdavald svipað og ríkisstjórn og einnig löggjafarvald, þótt svo eigi að heita að „kommissararnir" í Brussel séu embættismenn. Hingað til hafa EFTA-ríkin ekki afsalað sér framkvæmda- eða lög- gjafarvaldi til neinna stofnana frí- verslunarsamtakanna (EFTA). Með sjálfstæðri eftirlitsstofnun sem tæki ákvarðanir óháð stjórnum aðildar- ríkjanna væri orðin eðlisbreyting á EFTA í átt við það sem gerist hjá EB. Dómsvald flutt til Lúxemborgar Með yfirlýsingu sinni fallast ráð- herrarnir að Jóni Hannibalssyni meðtöldum á að settur verði á fót yfirþjóðlegur EES-dómstóIl, ná- tengdur Evrópudómstólnum og með aðsetri innan veggja hans. Hlutverk þess dómstóls er samkvæmt yfírlýs- ingu ráðherranna m.a. að kveða upp úrskurði til lausnar deilumálum, m.a. um túlkun EES-reglna, um deilur milli eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-lands svo og varðandi mál sem fyrirtæki eða ríki taka upp gegn ákvörðunum EFTA-stofnunar á sviði samkeppni. Jafnframt á að „gera EFTA-löndum kleift að koma fyrir Evrópudómstólinn" (22. gr.) með mál sem þau kjósa. Allt er þetta hugsað til þess að lög og réttur í EFTA-ríkjunum þró- ist með sama hætti og í Evrópu- bandalaginu. EB gefur tóninn og EFTA-hluti Efnahagssvæðisins fær áð syngja með! Þetta endurspeglast skýrt í því fyrirkomulagi, að um- ræddum EES-dómstóli er aðeins ætlað að fjalla um atriði sem snúa að EFTA. Evrópubandalagið hefur eftir sem áður sitt réttarkerfi á hreinu og utan seilingar, enda eru samþykktir þess sá grundvöllur sem EFTA er ætlað að gera að sínum. EFTA-leiðin vanhugsuð frá byrjun Það sem hér hefur verið fjallað um er hinn svokallaði stofnanaþátt- ur fyrirhugaðs efnahagssvæðis. Eins og menn geta séð felst í fyrir- liggjandi samningsdrögum mikíð valdaafsal þeirra ríkja sem þar yrðu þátttakendur. Sumt af því er aug- ljóst að formi til, bæði varðandi umrædda eftirlitsstofnun og dóm- stól. Varðandi löggjafarvald yrði fullveldisafsalið stórfellt í reynd, þótt leitast sé við að halda í vald þjóðþinganna að nafninu til. Það blasir nú við að meirihluti EFTA-ríkjanna hugsar sér að sækja um beina aðild að Evrópubandalag- inu, og innan nokkurra ára verður ísland e.t.v. eitt eftir á báti undir EFTA-merkinu. Menn hljóta að spyrja sig, hvaða hald væri í samn- ingi og stofnunum, sem hrófað yrði upp við slíkar kringumstæður. Tollar smámál hjá afsali fullveldis Af umræðu og fréttum mætti ætla, að viðræður um EES snerust að því er ísland varðar fýrst og fremst um niðurfellingu tolla á sjáv- arafurðum. Þessi grein er skrifuð til að minna á, að það er fleira og að mínu mati langtum mikilsverð- ara sem hangir á spýtunni. Við komumst ekki hjá að svara því, hvort við viljum að með EES-samn- ingi verði stórir þættir fullveldis okkar fluttir úr landi. Höfundur er alþingismaður Alþýðubandalagsins fyrir Austuríandskjördæmi. ¦ KÁNTRÍKLÚBBUR Aðal- stöðvarinnar og Hótel Borg héldu síðastliðið föstudagskvöld Kántrí- ball á Hótel Borg. Ballið tókst vel og var uppselt í mat. Vegna fjölda áskorana verður því kántríballið endurtekið næstkomandi föstu- dagskvöld. Kvöldið hefst með þrí- réttaðri kántrímáltíð kl. 20.00. Sér- stakur heiðursgestur verður Hall- björn Hjartarson sem einnig syng- ur nokkur lög. Einnig tekur kántrí- tríóið Afdalagærurnar nokkur kántrílög. Hljómsveit kvöldsins er Sveitin milli sanda. Borðapantanir og allar nánari upplýsingar eru daglega á Hótel Borg. Stórbók Péturs Gunnarssonar ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu Stórbók Péturs Gunnars- sonar. í henni eru bækurnar um Andra Haraldsson og þroska- sögu hans: Punktur, punktur komma strik (1976), Ég um mig frá mér til mín (1978), Persónur og leikendur (1982) og Sagan öll (1985). í fréttatilkynningu segir að allar séu þessar sögur í endurskoðaðri gerð höfundar, einkum Sagan öll, sem má segja að komi nú fyrir sjón- ir lesenda í alveg nýrri og óvæntri gerð. . Bókin er 447 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda og gerði Guð- jón Ketilsson kápu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.