Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 19

Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 19 „Það hefur enginn þessi laun“ eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur í Morgupblaðinu 1. maí síðastlið- inn gerir Árni Gunnarsson að um- talsefni lægstu launin og sýnir þetta dæmi af launamiðum fiskvinnslu- fólks á Suðurlandi. Þetta er gott framtak hjá Árna Gunnarssyni, en hitt kemur verkafólki _ef til vill spánskt fyrir sjónir að Árni, þing- maður í Jafnaðarmannaflokki Is- lands til margra ára, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr en nú í kosningabaráttunni „hve útborguð laun eru smánarleg". Raunin er hins vegar sú að með lestri nokkurra launaseðla hefur Árni líklega öðlast yfirburða þekk- ingu í hópi flestra þingmanna á kjörum verkafólks. Árið 1989 sat ég á þingi í 'h mánuð. Um það leyti voru launa- mál í brennidepli í samfélaginu en annað uppi á teningnum inni á þingi. Þar var bjórmálið í sviðsljós- inu og man ég glöggt að þegar Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hélt ágæta ræðu um kjör þeirra verst settu, var þingsalur því sem næst tómur en fylltist um leið og bjórmál- ið bar á góma, enda komu þá fjöl- miðlar og tækifæri til að baða sig í sviðsljósinu. Ég varð sár og reið og fannst strax á þriðja degi að þingmenn yrðu að komast í nánari snertingu við „heiminn fyrir utan veggi þinghússins". Þá varð til hug- myndin að tillögu sem ég síðan flutti við litlar undirtektir og mikla andstöðu, jafnvel sumra þáverandi flokksfélaga. Tillagan var í stuttu máli sú, að sérhver þingmaður skyldi vinna 'h mánuð árlega við almenn fram- leiðslu- og þjónustustörf og laun þeirra skyldu vera þau sömu og annarra við þau störf þann tíma, þ.e. þinglaun féllu niður þennan 'h py* CB FORHITARAR MIÐSTÓÐVARHITARAR og N EYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 A SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR y | . fTk SERVANT PLÖTUR .111 SALERNISHÓLF jg, Jj 1 * BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR T4 LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA moR6BtMssom.cn Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 mánuð. Einhveijum fannst þessi tillaga í anda „berfættu læknanna" í Kína og hlógu, sumum fannst hún fáránleg, því flestir þingmenn þekktu þessi störf vel og hefðu jafn- vel unnið þau einhvern tíma ævinn- ar. Enn öðrum fannst þetta full- komin vanvirðing við hið háa Al- þingi og gekk það svo langt að eft- ir að leitað hafði verið allra leiða til að vísa tillögunni frá vegna hugs- anlegra foiTngalla án árangurs, þá var ég kölluð fyrir þáverandi for- seta þingsins og sagðist hann ætla að biðja mig að draga tillöguna til baka, virðingar minnar vegna og vegna heiðurs þingsins. Ég svaraði því til að tillagan væri flutt með „Virðingarleysi þyrftu þeir ekki að óttast, heldur er ég þess full- viss að virðing þeirra ykist ef eitthvað væri.“ fullri virðingu fyrir Alþingi og ef eitthvað væri yki hún heiður þess. Ég álít ekki síður nú en þá að þetta sé „hið besta mál“. Þann tíma sem alþingismenn væru við vinnu í þess- um lágt launuðu störfum myndu kjósendur kynnast þeim á annan hátt. Fjölmiðlar yrðu án efa dugleg- ir að fylgjast með þeim og því yrðu aðstæður á vinnustöðum án efa mikið til umræðu þennan tíma. Þá kæmi það heldur aldrei fyrir eins og gerðist hjá Árna Gunnarssyni að þingmenn gerðu sér ekki grein fyrir á hveiju almennt launafólk verður í raun að lifa og hvað það þarf að leggja á sig til þess. Kvenna- listakonur voru þær einu sem tóku virkilega undir þessa tillögu mína á þingi. Auðvitað veit ég að 'h mánuður skiptir ekki sköpum en ég lærði heilmikið inni á þingi á 'h mánuði og álít að sama mundu þingmenn gera. Virðingarleysi þyrftu þeir ekki að óttast, heldur er ég þess fullviss að virðing þeirra ykist ef eitthvað væri. Það skýtur líklega skökku við að ég skuli draga þetta aftur fram við lestur góðrar greinar Árna Gunnarssonar, en það er því miður þannig að þeir sem fá langt- um meira í umslagið sitt en fjöld- inn, hrista jafnvel höfuðið þegar minnst er á lægstu launin og full- yrða að enginn hafi þau, enginn geti jú lifað af slíku. En staðreynd- in er önnur. Það eru margir sem hafa ótrúlega lág laun, þó þeir geti ekki lifað af þeim og því verður að breyta. í landinu lifa tveir hópar, hópur allsnægta og hópur nauð- þurfta. Fulltrúar þeirra síðarnefndu tilheyra þeim fyrrnefndu og þeir þekkja því miður sáralítið til kjara umbjóðenda sinna. Höfundur er skrifstofumaður í Reykjavík. □PEL VECT pmimm svúsmmsmm bííi GMmpiúj mmmsxí á mmmmm sám OPEL VECTRA ER NÍÐSTERKUR OC RÚMCÓÐUR FJÖLSKYLDUBÍLL, SEM UNDANFARIN ÁR HEFUR I/ERIÐ EINN SÖLUHÆSTIFÓLKSBÍLLINNIEVRÓPU. OPEL VECTRA ER SPARNEYTINN OC EINSTAKLECA PÆCILECUR í AKSTRI. BÍLUNUM FYLCIR PIONEER HUÓMFLUTNINCSTÆKI OC MARCVÍSLECUR LÚXUSBÚNAÐUR. PENNAN CLÆSILECA BÍL BJÓÐUM VIÐ NÚ Á MJÖC FREISTANDI VERÐI OC MEÐ GREIÐSL UKJÖRUM VIÐ FLESTRA HÆFI. ■ \ \ 1U UÍs Otífq HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.