Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 21 Þórsmörk - perla íslenskrar náttúru: Kindur, menn og Önnur óargadýr eftir Elínu Þórðardóttur Eins og fram hefur komið í greinum undanfarna daga.er um- gengni okkar íslendinga um þessa perlu náttúrunnar fyrir neðan allar hellur. Því er það að JC-Reykjavík stendur fyrir átaki vikuna 13.-18. maí þar sem ætlunin er að vekja athygli landsmanna, hvernig Þórs- mörkin er að verða, af okkar völd- um, og hvað er til úrbóta. Eftirfar- andi grein byggist á grein eftir Andrés Arnalds, sem heitir „Frið- un Þórsmerkursvæðisins". Samningaumleitanir Eitt fyrsta verkefni sem land- græðslustjóri fól Andrési Arnalds, er hann kom til fullra starfa sem gróðurverndarfulltrúi Land- græðslunnar í janúar 1985, var friðun Þórsmerkur fyrir beit. Nokkrar skoðunarferðir í Þórs- mörk staðfestu það álit að þörf væri skjótra úrbóta. Um 900 full- orðins fjár hafði verið flutt á af- rétt það ár. Ástand gróðurs þar var slæmt þrátt fyrir þá staðreynd að hluti fjárins hafði gengið á Goðalandi og Þórsmörk, því landi sem átti að vera friðað. Þar sáust veruleg merki beitar á gróðri. í heimalöndum voru mikil þrengsli í högum. Byggðin er þétt og eins og víðar á landinu gætti verulegs misræmis milli landstærðar eða landgæða og bústærðar. I hreppn- um voru á alls um 7.600 vetrar- fóðrað fjár, var hreppurinn sá ell- efti fjárflesti á landinu. Mikillar óánægju gætti þá meðal margra í sveitinni með áframhaldandi af- réttarnotkun ekki síst vegna þess að kostnaði við fjallskil val deilt á öll býli sveitarinnar, en aðeins fáir voru í raun og veru háðir því að nytja þessi hlunnindi. Þó lá ljóst fyrir að gera yrði ýmsar hliðarráð- stafanir ef lokun afréttarins ætti ekki að valda verulegri röskun í hluta sveitarinnar. í byrjun árs 1986 var það mark- mið sett að koma á friðun alls Þórsmerkursvæðisins fyrir beit á áföngum á fimm árum. Einnig var sú stefna tekin að Landgræðslan ynni að lausn mála í sem nánastri samvinnu við þá sem hagsmuna áttu að gæta. Fyrsti áfangi tókst í apríl 1986 er bændur sem ráku fé á afrétt hreppsins samþykktu 40% fækkun beitardaga frá því sem var árið áður. Ýmsir fundir voru haldnir hér á eftir, en ekki verður greint frá öllum fundum og viðræðum Land- græðslunnar og Vestur-Eyfellinga vegna þessa máls. Er skemmst frá því að segja að boðað var til fund- ar vorið 1988 gagngert til að taka ákvörðun um það hvort sveitar- stjórn væ'ri heimilt að ganga frá samkomulagi við Landgræðsluna um friðun afréttanna. Umræður urðu fjörugar og komu fram marg- vísleg sjónarmið. Niðurstaða fund- aríns var sú að friðun náði ekki fram að ganga, féll á jöfnum atkvæðafjölda. Samningar takast Vorið 1988 var samþykkt að fækka enn frekar beitardögum frá því sem áður var og var ákveðið að sú ákvörðun skyldi gilda í 2 ár. Vorið 1990 voru enn haldnir fundir. Á bændafundi þar sem enginn fulltrúi frá Landgræðsl- unni var og gaf það góða raun að enginn utanaðkomandi skyldi sitja fundinn. í lok apríl var geng- ið frá samkomulagi um að bændur í Vestur-Eyjafjallahreppi muni ekki reka búfé á afrétti hreppsins a.m.k. næstu 10 ár. Þar með var loks búið að tryggja í raun friðun Þórsmerkur fyrir beit, 70 árum eftir að bændur í Fljótshlíð afsö- luðu sér beitarréttinum þar til að vernda og efla skóginn. í samkomulagi Landgræðslunn- ar og Vestur-Eyfellinga er sérs- taklega tekið fram að Landgræðsl- an muni vinna að gróðurbótum á afréttum hreppsins eftir því sem fjárveitingar leyfa og jafnframt beina sjálfboðaliðastarfi í land- græðslu inn á hið friðaða svæði að höfðu samráði við heimamenn. Þess er full þörf því mikil gróðu- reyðing hefur orðið þar í tímans rás. Eins var tekið fram að Land- græðslan myndi reyna eftir föng- um að aðstoða bændur í hreppnum við að laga sig að þessum breyt- ingum og hefur verið unnið að því með ýmsum hætti í samræmi við þarfir viðkomandi bænda. Framtíðin Ýmis ný sjónarmið blasa við augum þegar búið er að friða þetta stóra svæði fyrir beit. Brýnt er að fara að takast þar á við ýmis vandamál sem fallið hafa í skugga gróðurskemmda af völdum beitar- innar. Eitt þeirra er átroðningur ferðafólks sem sums staðar veldur orðið verulegum spjöllum. Gróður hefur t.d. látið mikið á sjá í Húsad- al á síðustu árum. „Við verðum að muna að f egurð landins verð- ur ekki metin til fjár. Jöklarnir og fljótin lúta eigin lögmálum, en það er hins vegar á valdi okkar að hafa áhrif á gróðurframvinduna." Huga þarf að því að tryggja með einhverjum hætti varðveislu Þórsmerkursvæðisins til frambúð- ar. Því lengur sem því er skotið á frest þeim mun meiri verður vand- inn og er þó ærinn fyrir. Við verðum að muna að fegurð landins verður ekki metin til fjár. Jöklarnir og fljótin lúta eigin lög- málum, en það er hins vegar á valdi okkar að hafa áhrif á gróður- framvinduna. Því er það einlæg ósk okkar allra að komandi kyn- slóðir beri gæfu til að vernda og efla gróðurfar á Þórsmerkursvæð- inu. Þannig verður sá fjársjóður best ávaxtaður. Höfundur er félagi íJC-Reykjavík. -k GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 ,BETRA UTSÝNI A TILBOÐSVERÐI Gott útsýni ökumanna er einn mikilvægasti þáttur.umferðaröryggis. Góð þurrkublöð tryggja gott útsýni og stuðla þannig að öryggi akandi og gangadi vegfarenda. Nýju TRICO þurrkublöðin eru úrvals þurrkublöð, sem endast lengi og passa á flestar tegundir bifreiða. Nýju TRICO þurrku- blöðin eru til sölu á sérstöku kynningarverði í varahluta- verslun HEKLU HF. og kosta frá kr. 279 HEKLA U IJR.1^^ pu m LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 Pans Á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Fíugog hiíl íjjértán daga. 31.200 % FLUGLEIÐIR Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára). ¦^Wy™}
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.