Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 STAÐA RIKISFJARMALANNA Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Seðlabanki kanni hvort rétt sé að tengja krónuna ECU JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur ritað Seðlabanka íslands bréf og falið bankanum ásamt Þjóðhagsstofnun að gera könnun á því hvort ekki sé tíma- bært að tengja íslensku krónuna við aðrar Evrópumyntir (ECU). „Mér finnst mjög mikilvægt að stjóriiin skuli hafa orðið sam- mála um þetta," sagði viðskipta- Skattaafsláttur vegna hluta- bréfakaupa: Tekjur rik- issjóðs gætu minnkað um 400 millj- ónir króna TEKJUR ríkissjóðs gætu orðið 400 milljónum krónum lægri, en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, vegna áhrifa skattaafsláttar ein- staklinga vegna hlutabréfa- kaupa. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um stöðu rikissjóðs, horfur og aðgerðir, sem kynnt var fréttamönnum í gær. Orðrétt segir í skýrslunni, þar fjallað er um tekjur A- hluta ríkissjóðs: „í þriðja lagi má nefna áhrif skattaafsláttar einstaklinga vegna hluta- bréfakaupa. Á fjáriögum var reiknað með um það bil helm- ings hækkun á þessum afs- lætti milli ára, ennú bendir allt til þess að hækkunin verði þreföld eða jafnvel fjórföld. Þetta gæti leitt til um 400 milljóna króna lækkunar á tekjum ríkissjóðs frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum." ráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ráðherra sagði að þessi könmin myndi fara fram í ljósi þess að Norðmenn í fyrra og Svíar í vikunni sem leið hefðu ákveðið einhliða að tengja sig ECU og fylgja þannig evrópskum myntum, þótt þeir væru ekki bundnir af neinum samningum um það. „Loks verður það vandlega skoðað hvort ekki sé tímabært að tengja íslensku krónuna við aðrar Evrópumyntir," segir í skýrslu fjármálaráðherra sem lögð var fram á Alþingi í gær, í kaflanum þar sem fjallað er um frekari að- gerðir í ríkisfjármálum en þær sem kynntar voru í gær. Viðskiptaráð- herra sagði að þetta væri dæmi um viðleitni ríkisstjórnarinnar við að leita aðllra Ieiða til þess að við- halda stöðugleikanum í efnahags- málum. „Ég ætla mér að fela Seðla- bankanum og Þjóðhagsstofnun í samráði við ráðuneyti efnahags- mála, viðskipta-, fjármála- og for- sætisráðuneyti að gera könnun á því hvernig þessu er fyrir komið hjá þessum grönnum okkar og- einnig á því hvernig hægt sé að láta áhrif af framboði og eftir- spurn hafa áhrif á gengi krónunn- ar innan ákveðinna marka," sagði viðskiptaráðherra. Jón sagði að Seðlabankinn myndi hafa umsjón með þessu verkefni og tilgangurinn væri sá að freista þess að skapa sem traustastan ramma_ fyrir efna- hagsákvarðanir á íslandi, „þar með talda kjarasamninga og aðrar mikilvægar verðákvarðanir í hag- kerfinu," sagði ráðherra. Hann sagði að hann myndi setja Seðla- bankanum tímamörk til þess að framkvæma þessa könnun eitt- hvað fram á sumar. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Morgunblaðið/KGA Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi með fréttamönnum í gær, ásamt Magnúsi Péturssyni ráðuneytisstjóra og Halldóri Árna- syni skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins. Hætt við auknum vaxta- mun í kjölfar aðgerðanna Okkur ber að veita bönkum aðhald í þessum efnum, ekki síður en öðrum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra telur vissa hættu fólgna því þvi að bankar ráðist ekki einungis í vaxtahækkanir, i kjölfar þeirra vaxtahækkana sem ríkisstjórnin hefur ákveðið í húsnæði- skerfinu og á ríkisverðbréfum, heldur geti þeir einnig ákveðið að auka vaxtamuninn á milli inn- og útlána, til þess að auka eigin tekjur. Þetta kom fram í máli fjármálaráðherra á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem hann kynnti skýrslu sína um stöðu ríkisfjármála 1991, horfur og aðgerðir. „Það sem er auðvitað alvarlegt og er ábending til okkar allra, er að það er nokkur hætta á því að bankakerfið hækki ekki einungis vexti eitthvað, sem ég býst ekki við að sé óeðlilegt að gerist nú, heldur hitt að bankarnir gætu jafnvel hugsað sér að auka vaxtamun, þ.e.a.s. muninn á milli inn- og útl- ánsvaxtanna til þess að fala sér aukinna tekna," sagði fjármálaráð- herra. „Ég held að við í ríkisstjórn- inni og aðilar vinnumarkaðarins þurfum að skoða nákvæmlega hvort í athugun að ráða sérstaka innheimtumenn sem fáist við útístandandi skattskuldir Stikkprufur úr atvinnulífinu vegna virðisaukaskatts FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að til athugunar sé að semja við sérstaka innheimtumenn til að herða á inn- heimtu eldri útistandandi skattskulda. í skýrslu fjármálaráð- herra um aðgerðir í rikisfjármálum segir að eftirlit með inn- heimtu tekna og útgjöldum ríkissjóðs verði hert, einkum innan virðisaukaskattkerfisins. Til greina komi að skattstofur taki stikkprufur á inn- og útskatti úr atvinnulifinu. Friðrik sagði að nú þegar eins árs reynsla væri komin á virðis- aukaskattkerfið væri tímabært að athuga hvort misræmi væri á inn- og útskatti. „Menn hafa verið að velta fyrir sér með tilliti til ónógr- ar eftirlitsstarfsemi með virðis- aukaskattkerfinu að eitthvað hafi skriðið þar til undan innskattinum og útskattinum. Athugunin myndi beinast að því hvort um réttar tölur væri að ræða með því að bera þær saman við útskattinn hjá þeim sem er næstur á undan í röðinni. Menn hafa sagt að þetta hafi ekki verið skoðað nægilega vegna þess að kerfíð er svo nýtt af nálinni," sagði Friðrik. Hann sagði að þessi athugun færi fram með því að skattstofur tækju að sér í auknum mæli stikk- prufur úr atvinnulífinu. Hann sagði ekki hefði verið rætt um að herða viðurlög við skattsvikum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera ráðstafanir til að inn- heimta eftirstöðvar af eldri skatt- skuldum, sem lauslega áætlaðar eru taldar nema 10-12 milljörðum kr. Friðrik sagði að helmingur þessarar upphæðar væri glatað fé. Með sérstöku átaki er stefnt að því að innheimta 3-500 milljónir kr. umfram það sem áætlað var í fjárlögum. Friðrik sagði að ekki yrði farið í neinar „sérsveitarað- gerðir" við innheimtuna. „Það er hægt að herða inn- heimtu á eldri skuldum sem eru útistandandi og við teljum að við getum notað okkar eigið embætt- ismannakerfi til þess. Einnig kem- ur til greina að semja við sérstaka innheimtumenn, eins og bankarnir hafa verið að gera, til þess að herða á þessari innheimtu," sagði Friðrik. hætta er á því að slíkt gerist í kjöl- far þessarar breytingar. Gagnvart þessu verðum við að vera á varð- bergi, því okkur ber að veita öllum aðhald í sínum rekstri, ekki síður bönkum en öðrum aðilum." „Að undanförnu hafa vextir banka og verðbréfafyrirtækja" farið hækkandi og því ætti vaxtahækkun ríkissjóðs ekki að leiða til almennr- ar vaxtahækkunar nema að tak- mörkuðu leyti," segir í skýrslu fj'ár- málaráðherra. „Það sem skiptir mestu máli í sambandi við hækkun húsnæðis- lánavaxtanna er að fólk átti sig á því þessi aðgerð þýðir það að ríkis- stjórnin ætlar sér að láta þessa vexti hreyfast eins og almennu vextina," sagði fjármálaráðherra, „þeir fara að sjálfsögðu ekki eins hátt, en vaxtamunurinn á innlánum og útlánum má ekki verða of mik- ill." Fjármálaráðherra var spurður hvort ekki væri hætt við því að þeir 20 þúsund lántakendur sem tekið hefðu húsnæðislán á tímabil- inu frá 1984 samkvæmt gamla kerfinu litu á þessa vaxtahækkun sem rýtingsstungu stjórnvalda. Þeir hefðu gengið út frá ákveðnum for- sendum við lántökuna, og fyrir því væri hefð að vextir húsnæðislána væru óbreyttir, þótt lagalega séð væri heimild fyrir því að hafa þá breytilega: „Við verðum að muna eftir því að húsbyggjendur og húskaupendur hafa þurft að sætta sig við margs konar lán. Þeir hafa haft lán á markaðnum sem hafa tekið breyt- ingum eftir vaxtastiginu á hverjum tíma. Nú gerist það að þessir lágu vextir, 3,5% eða 4,5% hækka ekki mjög mikið, eða í 4,9%, en á móti kemur eitt, sem skiptir mjög miklu máli. Ríkið endurgreiðir þessa vexti til þeirra sem eru eignaminnstir og tekjulægstir. Við gerum ráð fyrir því að tæplega þriðjungurinn af þessari vaxtahækkun skríði í raun bakdyramegin aftur til þeirra sem verst eru settir. Það má kannski halda því fram að með þessari að- gerð séum við að jafna kjörin í landinu. í fullri hreinskilni sagt, þá tel ég þessa ákvörðun vera eitt mesta réttlætismál sem við erum að gera í dag," sagði fjármálaráð- herra. „Þessi vaxtahækkun er ekki ákveðin af mannvonsku, eins og sumir halda og ekki heldur til þess að splundra þjóðarsáttinni,. heldur þvert á móti til þess að skapa það jafnvægi og þann stöðugleika sem þarf, til þess að við getum haldið áfram að gera kjarasamninga á borð við þjóðarsáttina svokölluðu," sagði fjárm'álaráðherra á fundinum. „Við ætlum okkur að reyna að fá fólk og fyrirtæki til þess að hætta við fjárfestingar, draga úr eyðsl- unni, en efla sparnaðinn." Loðnubrests- framlag tekið aftur í SKÝRSLU um ríkisfjármál árið 1991, sem fjármálaráðherra gaf út í gær, kemur m.a. fram að ákveðið hafi verið að lækka lán- tökuheimildir ríkissjóðs um 300 m.kr. Verði þar af leiðandi hætt við 100 m.kr. hafnarframkvæmd- ir vegna loðnubrests. Pálmi Jónsson, alþingismaður, barðist hart fyrir því á sínum tíma að þessar framkvæmdir voru ákveðnar. Þegar Morgunblaðið bar ákvörðun ríkisstjórnarinnar undir hann sagði Pálmi: „Það er á valdi fjármálaráðherra að nota þessa heimild sem er í lánsfjárlögum og að forminu til þá getur hann tekið ákvörðun um að nota hana eða ekki. Það er engin spurning að þessi ákvörðun fjármálaráðherra kemur mér mjög illa miðað við þá baráttu sem ég hef lagt í þetta mál."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.