Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 MORÐIÐ A RAJIV GANDHI Nær Kongressflokk- urinn meirihluta á indverska þinginu vegna morðsins? Nýju-Delhí. The Daily Telegraph. FYLGI Kongressflokksins á Indlandi kann að aukast verulega í komandi þingkosningum vegna samúðar kjósenda eftir morð- ið á Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Er jafnvel talið að hann geti náð meirihluta á þing- inu að nýju. Ennfremur kann morðið að verða til þess að ýms- ar fylkingar gangi til hðs við ið sig úr honum á valdatíma Gandhi. Fyrir morðið voru forystu- menn hægriflokksins Bharatiya Janata vissir um að þeim tækist að koma í veg fyrir að Kongress- flokkurinn endurheimti meiri- hluta á þinginu. í kosningabarát- tunni lögðu þeir ríka áherslu á mistök Rajivs Gandhis er hann gegndi embætti forsætisráð- herra á árunum 1984-89. Morðið varð hins vegar til þess að þeir misstu eitt af helstu kosninga- málum sínum. flokkinn á ný eftir að hafa klof- Gandhis og móður hans, Indiru með Singh vegna harðrar and- stöðu hans við þessi áform. Aðskilnaðarsinnar í Punjab, Kashmir og Assam hafa einnig haft hom í síðu Gandhis, sem reis öndverður gegn kröfum þeirra um sjálfstjórn. Sekhar vildi hins vegar ræða kröfurnar og ávann sér þar með meira traust á meðal þeirra en nokkur annar stjómmálaleiðtogi lands- ins. Sundurtætt lík Rajivs Gandhis og annarra, sem létust í sprengingunni. Reuter Sprengjutilræðið kann einnig að verða til þess að fyrmm félag- ar í Kongressflokknum streymi til flokksins aftur. Því sem næst allir forystumenn hinna flokk- anna, að undanskildum Bharati- ya Janata og tveimur kommúni- staflokkum, koma úr Kongress- flokknum. Þeirra á meðal eru Vishwantah Pratap Singh, leið- togi Janata Dal, og Chandra Shekhar, forsætisráðherra nú- verandi minnihlutastjórnar. Báð- ir þessir menn höfðu ástæðu til að leggjast gegn Gandhi. Singh var ráðherra í stjórn Kongressflokksins en honum var vikið úr flokknum árið 1987 eft- ir að hann hafði sakað vini Rajivs Gandhis um spillingu. Hann bar sigurorð af Gandhi í þingkosn- ingunum 1989 en missti völdin aðeins ellefu mánuðum síðar til klofningsflokks úr Janata Dal undir forystu Sekhars, er sagði sig úr Kongressflokknum vegna óánægju með neyðarlög sem Ind- ira Gandhi setti árið 1975. Sekh- ar boðaði til þingkosninganna í mars er hann sagði af sér forsæt- isráðherraembættinu vegna óánægju með látlausar snuprur Gandhis, sem hafði lofað að styðja minnihlutastjórn hans. Líklegt er talið að Sekhar gangi nú ásamt fylgismönnum sínum aftur til liðs við Kongress- flokkinn enda á hann þar marga skoðanabræður, sem lagst hafa gegn andsósíalískri stefnu Gand- his. Með slíkum liðsauka kynni flokkurinn að öðlast á ný fylgi ýmissa þjóðfélagshópa, sem Gandhi missti. Á meðal þeirra eru múslimar, sem hættu að styðja Kongress- flokkinn vegna óánægju með lin- kind Gandhis gagnvart heittrú- uðum hindúum, er hugðust rífa mosku í bænum Ayodhya og reisa í hennar stað hof fyrir hindúa. Múslimar snerust á sveif Dró úr gæslunni til að vera nálægari fólkinu T.nnHnn. Nvín Dplhi DíiiIv Tolparsmh London, Nýju Delhi. Daily Telegraph. DAUÐINN var oft ofarlega í huga Rajivs Gandhis, örlög móður hans, sem féll fyrir morðingjahendi, og bróður hans, sem fórst í flugslysi, en sagt er, að hann hafi óttast meira um börnin sín en sjálfan sig. Hann kom yfirleitt aldrei fram nema umkringdur lífvörðum og undir hvítum serknum, sem Indverjar klæðast, var hann í skotheldu vesti. Þegar hann flutti ræður var hann ósjald- an á bak við skothelt gler en það var ekki byssukúla, sem varð honum að aldurtila, heldur sprengja. Gandhi hafði verið gagnrýndur fyrir of mikla gæslu og fundið að því, að hann væri ekki nógu nálægur fólkinu. Úr því vildi hann líka bæta og í kosningabaráttunni að þessu sinni fækkaði hann í lífvarðahópnum. í síðasta viðtal- inu, sem átt var við hann, var hann spurður hvort hann óttaðist ekki hugsanlegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar. „Hvað get ég annað gert?“ svaraði hann. „Þannig hagaði ég minni kosn- ingabaráttu áður en ég varð for- sætisráðherra og þar sem ég gegni ekki því embætti núna ætla ég að hafa sama háttinn á.“ Rajiv Gandhi var að koma til kosningafundar í bænum Sriper- umpudur skammt frá Madras og hann var varla stiginn út úr bryn- varinni bifreiðinni og kominn á meðal fólksins þegar sprengja, sem falin hafði verið í blómvendi, sprakk með miklum gný. Gandhi og 14 aðrir létu lífið. Segja blaða- menn, að lík hans hafi verið sund- urtætt eftir sprenginguna en talið er, að sprengjan hafi verið sprengd með fjarstýringu. Ekki er vitað hveijir unnu þetta voðaverk en böndin berast helst að tamílum á Sri Lanka. Þeir hafa hatast út í Gandhi síðan hann var forsætisráðherra og sendi indverskt herlið til að skakka Ieikinn í borgarastyijöld- inni í landinu og aðstoða stjórnina í Colombo við að kveða niður uppreisn tamíla. Getum hefur einnig verið leitt að því, að tilræðismannanna sé að leita meðal stuönincsmanna Nýj Del INDLAND Bharatiya Janata-flokksins en þar eru á ferð trúarofstækis- menn, sem boða tilkomu hindúsks ríkis og ala á óvild í garð mú- slima. I kosningabaráttunni var- aði Gandhi sérstaklega við þess- um flokki og sagði, að hann gæti leitt skelfilegan ófarnað yfir alla landsmenn. „Þessi flokkur hefur egnt fyrir ykkur gildru, sams konar gildru og Þjóðveijar gengu í með Hitler. Það er tekist á um grundvallarat- riði samfélagsins, þar á meðal um trúfrelsið, og ef við stöndumst ekki prófraunina mun samfélags- skipanin hrynja,“ sagði Gandhi meðal annars. Sonia Gandhi sögð ómannblendin: Hefur ávallt verið í hlut- verki eigmkommnar miinii.i nii..i.... Nýju Delhí. Reuter. SONIA Gandhi var á miðviku- dag valin til að taka við for- mennsku í Kongress-flokknum að manni sínum Rajiv Iátnum en ekki var strax ljóst. hvort hún yrði við beiðninni. Tals- maður Kongress-flokksins, Pranab Mukheijee, sagði að vinnunefndin sem fer með æðsta ákvörðunarvald innan Indverska þjóðin harmi slegin - segir ræðismaður íslands í Nýju Delhí „ÞETTA var svívirðilegur verknaður og mikið áfall fyrir ind- versku þjóðina sem er harmi slegin,“ sagði Nand Lal Khemka, aðalræðismaður Islands í Nýju Delhí, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um viðbrögð við morðinu á Rajiv Gandhi. Að sögn Khemka fréttu flestir Indveijar ekki af morðinu fyrr en í gærmorgun. „Morðið var framið klukkan 22.10 á þriðjudagskvöld. En fjölmiðlar sögðu ekki frá því fyrr en morguninn eftir. Eg frétti ekki af því nema vegna þess að sonur minn hringdi frá New York klukkan 23. Og til marks um hversu seint fréttin breiddist út hér má nefna að Sonia, ekkja Gandhis, fékk ekki vitneskju um atburðinn fyrr en á miðnætti." Khemka sagði að viðbúnaður lögreglu og hers væri mikill í landinu til að koma í veg fyrir óeirðir. Gæsla væri mikil á landa- mærum sambandsríkja og höfuð- borgin væri lokuð af. Frí hefði verið gefið á vinnustöðum og fólk hvatt til að halda sig heima við. flokksins hefði samldjóða valið Soniu sem arftaka Rajivs. Hann vildi ekki staðfesta hvort hún yrði forsætisráðherraefni flokksins ef hann ynni kosning- arnar. Sonia, sem nú er 42 ára, er dóttir iðnjöfurs í Torino á Ítalíu. Hún kynntist Rajiv Gandhi í Ox- ford á Englandi, þar sem hún var við tungumálanám en hann við verkfræðinám. Þau voru gefin saman í Nýju Delhí árið 1968. Þegar Indira Gandhi móðir Rajivs var myrt var Sonia tilneydd að vera í sviðsljósinu meir en áð- ur. Hún lagði sig fram um að aðlagast indverskum Iífsvenjum og hætti m.a. að klæðast vestræn- um fötum. Sonia var þó ekki vin- sæl í fjölmiðlum. Hún var sögð alvörugefin, henni stykki aldrei bros, og var henni fundið flest til foráttu m.a. að gengi hún í óklæðilegum stórum blússum. Þá var hún gagnrýnd fyrir að hafa of mikil áhrif á stjórnmálalegar ákvarðanir manns síns eftir að hann varð forsætisráðherra. Það er ekki langt síðan farið var að tala máli hennar og benda á að hún hefði ekki oft ástæðu til að brosa því hún þyrfti að búa við stöðugar hótanir síkha um að myrða mann hennar og hún gæti ekki gengið í þröngum fötum meðan hún þyrfti að vera í skot- heldu vest.i innanundir þegar hún kæmi fram opinberlega. Hún hefur aðeins einu sinni veitt indversku dagblaði viðtal við sig en það var árið 1985. Þar sagðist hún ekki vilja vera í sviðs- ljósinu og gaf í skyn að hún kæmi fram opinberlega eingöngu vegna frama manns síns. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa ætíð Iátið mikið með Soniu og jafnan veitt henni jafn mikla ef ekki meiri athygli en Rajiv þegar hann hefur verið í opinberum heimsókn- um í útlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.