Morgunblaðið - 23.05.1991, Side 27

Morgunblaðið - 23.05.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 2,7 Norður-írland: Lausn í sjónmáli? St.. Andrews, Belfast. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, Reuter. BRESKUR ráðherra tilkynnti í gær að svo virtist sem lausn væri í sjónmáli í deilunni um hvar viðræður um hvernig koma megi á friði á Norður-írlandi ættu að fara fram. Hann varaði þó við of mikilli bjartsýni um árangur viðræðnanna. Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, Peter Brooke, sagi fréttamönnum að deiluaðilar hefðu fallist á að flestir fundir í síðari hluta viðræðnanna færu fram í höfuðborg Norður-írlands, Belf- ast. Meðal þátttakenda í þeim við- ræðum verður ríkisstjórn írlands. Aðrar heimildir herma að megin- hluti viðræðnanna færi fram í Belf- ast, stuttur setningarfundur yrði í London og síðan yrði þeim slitið í Dublin, höfuðborg írlands. Bro- oke vonast til að samkomulag náist milli deiluaðila, þ.á m. rómversk- kaþólskra og mótmælenda,_ sem gæti leitt til þess að Norður-írland fái sjálfsstjórn á nýjan leik eftir að hafa verið stjórnað beint frá Lund- únum í 17 ár. Hann vonast til að þetta verði skref í átt til friðar, jafnvel þótt Sinn Fein, pólitískur armur írska lýðveldishersins (IRA), sé útilokað- ur frá viðræðunum. Markmið IRA er sameining írlands og Norður- írlands. Borís Jeltsín Fulltrúaþing Rússlands: Forsetaembætti stofnað Þýskaland: Fyrrum ráða- menn teknir Berlín. Reuter. ÞÝSKA lögreglan hefur handtekið Willi Stoph, fyrr- verandi forsætisráðherra Austur-Þýskalands, og Heinz Kessler, fyrrum varnarmála- ráðherra landsins. Mennirnir hafa, ásamt Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga landsins, verið ákærðir fyrir að hvetja til manndrápa. „Sem fé- lagar í landvarnaráðinu árið 1974 báru þeir ásamt Honecker ábyrgð á fyrirskipun um að skotið skyldi á hvern þann sem reyndi að komast yfir landa- maérin,“ sagði í tilkynningu frá þýska dómsmálaráðuneytinu. Um 200 Austur-Þjóðveijar biðu bana á flótta yfir landa- mærin til Vestur-Þýskalands á árunum 1961 til 1989. Nýrfundur EFTA og EB Vínarborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Evrópubandalagið (EB) hefur óskað eftir sameiginlegum ráðherr- afundi með ráðherrum Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) 17. eða 18. júní nk. A fundinum sem yrði haldinn í Lúxemborg yrði gerð Moskvu. Reuter. Fulltrúaþing Rússlands, æðsta valdastofnun Sovétlýðveldisins, samþykkti í gær stofnun embætt- is forseta lýðveldisins, sem fengi framkvæmdavald og yrði þjóð- kjörinn. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 615 atkvæðum gegn 235. Rót- tækir umbótasinnar á þinginu höfðu óttast að harðlínumönnum tækist að fella tillöguna, en tveir þriðju hlutar þingsins þurftu að samþykkja hana. Forsetinn fær vald til að skipa ráðherra, gefa út tilskipanir og víkja embættismönnum frá. Talið er öruggt að Borís Jeltsín, forseti rússneska þingsins, fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum, sem fara fram 12. júní. Harðlínu- menn saka Jeltsín um lýðskrum og segja kosningarnar ótímabærar. Þeir ■ Kaupmannahöfn- Danir og Norðmenn hafa gert með sér samning um að norska ríkið fái afhent 6000 skjalagögn frá tímabil- inu 1380-1814, þegar Noregur var hluti af danska ríkinu. Afhendingin fer fram á 6-8 árum þar sem efnið verður áður skráð og fært á örfilm- ur. Marita Petersen, sem á sæti í færeysku landstjórninni, og Jo- hannes Dalsgaard, landsbókavörð- ur í Færeyjum, hafa vakið athygli Dana á því að á meðal fyrrnefnds efnis séu um 200 skjöl sem varða Færeyinga. ■ Genf- Tvenn samtök um- hverfisverndarsinna, World Wide Fund for Nature og Greenpeace, kröfðust þess í gær að hvalveiðar í atvinnuskyni yrðu bannaðar í ótil- tekinn tíma. Samtökin sökuðu Jap- ani, íslendinga og Norðmenn um að hafa virt að vettugi bann það sem aiþjóða hvalveiðiráðið setti árið 1986. Ráðið þingar í Reykjavík dagana 27. til 31. maí. Þar verður tekin afstaða til krafna landanna þriggja um að banninu verði aflétt. Liechtenstein hefur tekið óbeinan þátt í störfum EFTA allt frá stofn- un bandalagsins 1960 í gegnum tollabandalag við Svisslendinga. Liechtenstein sem hefur verið full- valda síðan 1806 gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum 1990 og Evr- ópuráðinu 1978. Eru íbúarnir tæp- lega 30 þúsund þannig að landið leysir ísland af hólmi sem fámenn- asta aðildarríki EFTA. Hlutverk þingmanna í EES Á fundi þingmannanefndar EFTA í Vín í gær var samþykkt tillaga um hvernig háttað skuli samráði við þjóðþing EFTA-ríkja og Evrópuþingið um málefni EES. Þar er gert ráð fyrir að þingmanna- ráðstefna verði haldin fjórum sinn- um á ári. Hlutverk hennar yrði að veita stjórn EES lýðræðislegt að- bjóða fram Níkolaj Ryzhkov, fyrr- verandi forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og Vadím Bakatín, ráðgjafi Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, er einnig í framboði. Suður-Kórea: Ro býðst til að segja af sér Seoul. Reuter. RO Jai-bong, forsætisráðherra Suður-Kóreu, bauðst til að segja af sér í gær en forseti landsins, Roh Tae-woo tók ekki afsögn hans til greina strax, að sögn talsmanns forsetaembættisins. I yfirlýsingu forsetaembættisins sagði að Roh forseti hefði i fyrstu beðið forsætisráðherrann að vera áfram í embætti. Þegar Ro neitaði því sagðist forsetinn myndu íhuga gaumgæfilega hvort hann tæki afsögnina til gi-eina. Ro bauðst til að segja af sér til að draga úr sprennu þeirri sem ríkt hefur í landinu síðan lögreglu- menn börðu námsmann til bana 26. april sl. Stöðug mótmæli hafa geisað gegn stjómvöldum síðan -þá og hafa átta námsmenn fyrirfarið sér í mótmælaskyni. VELA-TENGI Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. Vesturgðtu 16 - Símar 14680-13280 Liechtenstein sj’ö- unda EFTA-ríkið EFTA-ráðherrar samþykktu á fundi í Vínarborg í gær að veita Liec- htenstein formlega aðild að Fríverslunarbandalaginu. Búist er við að aðildin taki gildi 1. september í haust þegar þjóðþing EFTA-land- anna hafa fjallað um hana. hald um framkvæmd og útfærslu samningsins um EES. Þingmenn á ráðstefnunni eiga að hafa rétt til að leggja fram bæði munnlegar og skriflegar fyrirspurnir fyrir EES- ráðið, æðstu valdastofnun svæðis- ins. Tillagan hefur verið rædd óformlega við utanríkisviðskipta- nefnd Evrópuþingsins sem hefur lagt áherslu á að samkomur þing- manna EES megi ekki kallast þing heldur ráðstefnur til að þeim verði ekki jafnað við Evrópuþingið. Fulltrúar Alþingis á fundinum í Vín eru Jón Helgason og Vilhjálmur Egilsson. Sameiginlegur fundur þing- mannanefndar EFTA með fulltrú- um Evrópuþingsins verður haldinn í Reykjavík 18.-20. júní næstkomandi. Góöar gjafír fyrir þá sem þyrstir í fróðleik Námsmenn! til hamingju meb daginn... Nú fara þeir dagar í hönd sem hvað flest ungmenni landsins standa á tímamótum í lífi sínu. Sum hella sér út í lífsbaráttuna af fullum krafti en önnur horfa til frekara náms í framtíðinni. Hvor leiðin sem valin verður er jafn mikilvægt að við höndina séu traustir félagar sem svara öllum spumingum sem kunna að vakna, á ítarlegan og skilmerkilegan hátt á ISLENSKU. Viljirðu gefa varanlega gjöf þá em ISLENSK A ALFRÆÐIORÐABÓKiN og ÍSLANDSHANDBÓKIN góðar gjafir og gagnlegt veganesti ungu fólki í framtíðinni. íslenska alfræðiorðabókin er litprentuð í þremur bindum og hefur að geyma um 37000 uppflettiorð og lykilorð, auk um 4500 ljósmynda, teikninga og korta og taflna sem auka upplýsingagildi hennar. Islandsh'andbókin er rúmlega 1000 blaðsíður í tveimur bindum. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum með sýslukorti í upphafi hvers kafla, þar sem sýndir em allir vegir og þeir staðir sem fjallað er um í texta. 1300 Ijósmyndir prýða verkið. ÖRN OG @ ÖRLYGUR Síðumúla 11 ■ Sfmi 84866 /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.