Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 28
28" MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991" IH*tgtitt(I*frifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Mágnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Aðgerðir ríkis- stjórnar Tskýrslu þeirri, sem Fríðrik Soph- |_ usson, fjármálaráðherra, lagði fyrir Alþingi í gær, er gerð grein fyrir viðskilnaði fráfarandi ríkis- stjórnar í ríkisfjármálum, eins og hann blasir við núverandi ríkisstjórn. Jafnframt er lýst þeirri þenslu, sem ríkisstjórnin telur vera í efnahags- málum og loks viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar frammi fyrir þessum vanda. í stórum dráttum má segja, að viðskilnaðurinn í ríkisfjármálum sé sá, að lánsfjárhallinn er talinn verða tvöfalt meiri en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga og rekstrar- halli einnig rúmlega tvöfalt meiri. Heildarfjárþörf hins opinbera er talin 10 milljörðum hærri en fyrrverandi ríkisstjórn gerði ráð fyrir. Auðvitað er hér að hluta til um spár að ræða, en fjármálaráðuneytið gengur ekki lengra en svo, að Ríkisendurskoðun telur, að bæði lánsfjárhalli og rekstr- arhalli verði meiri en fjármálaráðu- neytið gerir ráð fyrir. Hvorki Ólafur Ragnar Grímsson né Steingrímur Hermannsson geta neitað því, að þetta er hörmulegur viðskilnaður. Þessi mikli hallarekstur opinbera geirans hefur að sjálfsögðu þenslu- áhrif í efnahagslífmu. Þjóðhags- stofnun telur að viðskiptahallinn gæti orðið um 4,5% af landsfram- leiðslu og fjármálaráðherra bendir á, að almennur innflutningur hefur aukizt um 20% á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs en minnkaði um 5% á sama tíma í fyrra. Þá bendir fjár- málaráðherra á til rökstuðnings því, að um óeðlilega þenslu sé að ræða, að bílainnflutningur hafi aukizt um 70% frá fyrra ári. Til þess að taka á fjárhagsvanda hins opinbera og draga úr þenslu hefur ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að hækka vexti verulega, jafn- framt því, sem fyrirheit eru gefin í skýrslunni um niðurskurð á ýmsum útgjaldaliðum, sem sýnist nema um 1.650 milljónum, auk þess, sem hætt er við opinberar lántökur, sem nema um 900 milljónum. Þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og aðrar þýða að hennar mati að láns- fjárhallinn minnki úr 13 milljörðum í 7 milljarða. Það er í fyrsta lagi jákvætt við þessar aðgerðir, að núverandi ríkis- stjórn kemur ekki til hugar að hækka skatta á iandslýð. Óhætt er að fullyrða, að sæti vinstri stjórn enn við völd væri hún nú að leggja fyrir Alþingi tiliögur um nýja og stór- hækkaða skatta í samræmi við þær yfirlýsingar, sem Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Ragnar Gríms- son gáfu fyrir kosningar. I annan stað ber að fagna fyrsta skrefinu, sem ríkisstjórnin tekur til þess að skera niður opinber útgjöld. Það skref er ekki stórt og hefði mátt vera stærra og enn er óljóst, hvern- ig til tekst. Verður t.d. hægt að framkvæma 500 milljóna króna nið- urskurð í heilbrigðisgeiranum? Engu að síður er mikilvægt, að nú situr ríkisstjórn, sem leggur áherzlu á að draga úr opinberum útgjöldum í stað þess að hækka skatta. I þriðja lagi hyggst ríkisstjórnin hætta við ýmsar fyrirhugaðar lán- tökur á vegum opinberra aðila. Þar er einnig um jákvætt framtak að ræða. Fjárhagsvandi hins opinbera verður ekki leystur með endalausum lántökum. Mönnum ber saman um, að sú þensla, sem um er rætt í efnahagslíf- inu stafí ekki af mikilli uppsveiflu í atvinnulífinu heldur sé um peninga- lega þenslu að ræða. Óhikað má fullyrða, að atvinnureksturinn hefur styrkt stöðu sína verulega á undan- förnum misserum. Fjölmörg fyrir- tæki skiluðu góðum hagnaði á síðasta ári og sjávarútvegurinn hef- ur um nokkurt skeið greitt níður skuldir. Gera má ráð fyrir, að mörg einkafyrirtæki hugsi sér nú til hreyf- ings á nýjan leik. Slík þensla er af hinu góða enda hefur atvinnulífið verið í miklum öldudal á þriðja ár. Miklu skiptir, að vaxtahækkanir, sem fylgja í kjölfar ákvarðana ríkis- stjórnarinnar í vaxtamálum verði ekki til þess að stöðva þá uppsveiflu í atvinnulífínu, sem er á ferðinni. Bæði atvinnurekstur og einstakling- ar eru reynslunni ríkari og vita bet- ur en áður hvað hvert prósentustig í vöxtum skiptir miklu máli. Þess vegna er ástæða til að vekja athygli á þvi að í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis í gær segir m.a.: „Að undanförnu hafa vextir banka og verðbréfafyrirtækja farið hækkandi og því ætti vaxtahækkun ríkissjóðs ekki að leiða til almennrar vaxta- hækkunar nema að takmörkuðu leyti." Fróðlegt verður að sjá, hvort bankar og sparisjóðir verða sammála þessari yfirlýsingu fjármálaráð- herra, en þeir taka væntanlega ákvarðanir um vaxtabreytingar um næstu mánaðamót. Þær ákvarðanir geta haft mikil áhrif á það, hvort uppsveifla í atvinnulífinu heldur áframeða hvort hún kafnar í fæð- ingu. Á blaðamannafundi í gær var- aði Friðrik Sophusson bankana við því að nota vaxtaákvarðanir nú sem tilefni til þess að auka vaxtamun og sagði að veita yrði bönkunum' aðhald sem öðrum, en í samtali við Morgunblaðið í dag segir Valur Vals- son, formaður bankastjórnar ís- landsbanka, að nauðsynlegt sé að auka vaxtamun, þar sem bankarnir séu reknir með tapi. Þarna sýnist stefna í árekstur milli bankanna og fjármálaráðherra. Þegar á heildina er Íitið stefna aðgerðir ríkisstjórnarinnar tvímæla- laust í rétta átt. En sumarið þarf að nota til þess að undirbúa rækileg- ar aðgerðir til þess að hemja út- gjaldaþenslu ríkisbáknsins og til þess að undirbúa sölu ríkisfyrir- tækja. Núverandi ríkisstjórn hefur mikið verk að vinna. Hún hefur markað rétta stefnu í grundvallarat- riðum. Eftir er að útfæra hana í framkvæmd svo að verulegu máli skipti. Þá fyrst reynir á þolrifín í meðráðherrum fjármálaráðherra og alþingismönnum, en þessir tveir hóp- ar, fagráðherrar og þingmenn ein- stakra kjördæma, hafa reynzt flest- um fjármálaráðherrum þungir í skauti. STAÐA RIKISFJARMALANNA Skýrsla Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra: Aðstæður kalla á samst aðhaldsaðgerðir í ríkis- fjármálum og peningai HÉR fer á eftir í heild skýrsla Friðriks Sophussonar fjármála- ráðherra um ríkisfjármál 1991, stöðu, horfur og aðgerðir, sem hann lagði fram á Alþingi í gær: Formáli Ný ríkisstjórn tók við völdum 30. apríl sl. Eitt fyrsta verkefni hennar var að óska eftir því við fjármálaráð- herra að lögð yrði fyrir Alþingi skýrsla um stöðu ríkisfjármála. Nú liggja fyrir niðurstöður um stöðu ríkissjóðs við stjórnarskipti, horfur út árið og fyrstu aðgerðir nýrrar stjórnar. í þessari skýrslu eru dregnir saman helstu þættir ríkisfjár- málanna og gerð grein fyrir breyttum aðstæðum í efnahagsmálum frá því fjárlög voru afgreidd um sl. áramót. Útlitið í efnahagsmálunum hefur fremur dökknað heldur en hitt. Mis- vægið í þjóðarbúskapnum birtist meðal annars í vaxandi viðskipta- halla við útlönd, auknum útlánum bankakerfísins og minnkandi sparn- aði. Jafnframt hafa ýmsar ákvarðan- ir, sem fyrrverandi ríkisstjórn tók undir lok starfstíma síns, veikt stöðu ríkisfjármálanna. Þessar aðstæður kalla á samstilltar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum. Við stjórnarskiptin stefndi í um 10 milljarða króna meiri lánsfjárþörf ríkissjóðs, húsnæðislánakerfisins og annarra opinberra aðila en áformað var við afgreiðslu fjárlaga. Aukin lánsfjárþörf hins opinbera verður fyrst og fremst rakin til þess að þeg- ar nær dró kosningum slaknaði á því takmarkaða aðhaldi sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði haft í ríkisfjármál- um. Þannig gaf hún fyrirheit um aukin útgjöld til ýmissa verkefna, skuldbatt ríkissjóð um háar fjárhæð- ir á komandi árum og aðhafðist ekk- ert í vaxtamálum. Samtímis því sem lánsfjárþörf hins opinbera stórjókst, benda áætlanir Seðlabanka til þess að innlendur sparnaður verði 10-12 milljörðum króna minni heldur en spáð var um sl. áramót. Nú er svo komið að láns- fjárþórf allra opinberra aðila, þ.e. ríkissjóðs, húsnæðislánasjóðanna og annarra opinberra stofnana og sjóða, er áætluð 33-34 milljarðar króna á sama tíma og spáð er að allur inn- lendur sparnaður nemi aðeins um 26-27 milljörðum króna. Við þær aðstæður sem hér er lýst er fyrirsjáanlegt að mjög erfitt mun reynast að mæta lánsfjárþörf hins opinbera á innlendum lánamarkaði jafnvel þó hækkun raunvaxta komi til. Einnig verður að telja varhuga- vert að hið opinbera reyni svo á inn- lenda lánsfjármarkaðinn að atvinnu- fyrirtækjum verði í stórum stíl ýtt á erlendan lánamarkað. Ýmsar veilur hafa komið fram í áætlunum um afkomu A-hluta ríkis- sjóðs. Þannig er nú talið að rekstrar- halli geti orðið rúmir 9 milljarðar króna verði ekkert að gert, í stað um 4 mílljarða króna í samþykktum fjárlögum. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði uppi áform um nýjar skatta- álögur og lækkun útgjalda, hvorugt kom þó til framkvæmda. Að auki hefur komið í ljós að framlög t.d. til almannatrygginga og Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru alltof lág miðað við núgildandi starfsreglur. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hér er lýst og þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin leggur á stöðugleika í efnahagsmálum hefur hún ákveðið þríþættar aðgerðir. I fyrsta lagi að hækka vexti á verðbréfum ríkissjóðs um 1,5-1,9% svo takast megi að fjármagna halla ársins í einhverjum mæli innanlands. Þá hefur verið ákveðið að hækka vexti á útlánum Byggingarsjóðs ríkisins í 4,9% en það er nauðsynlegt til þess að fjárhagsstaða sjóðsins rýrni ekki enn frekar. I öðru lagi verður eftirlit með inn- heimtu tekna og útgjöldum ríkissjóðs hert. Með hertum aðhaldsaðgerðum er talið að draga megi úr lánsfjár- þörf ríkissjóðs um á annan milljarð króna. Loks hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka útgjöld og falla frá ýmsum lántökuáformum sem fyrrverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir. Hér er einkum um að ræða fyrirgreiðslu við atvinnuvegi, sem eðlilegt er að banka- og sjóðakerfið leysi, lækkun á framlögum til framkvæmda sem ekki eru bráðnauðsynlegar og mark- vissum aðgerðum til lækkunar á út- gjöldum almannatrygginga o.fl. Áhrif þeirra aðgerða sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið eru talin draga úr lánsfjárþörfinni um 5-6 milljarða króna strax á þessu ári. Ríkisstjórnin væntir þess að aðgerðirnar verði til þess að á ný náist stöðugleiki í verð- íags- og kjaramálum. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. l.Heildaryfirlit Fjárlög 1991. Við afgreiðslu fjár- laga í lok síðasta árs voru ýmsar forsendur þeirra óvissar. Þannig voru mikilvægir þættir efnahagsmála óráðnir og lánsfjárlög óafgreidd. Nið- urstaða fjárlaga var að lánsfjárhalli ríkissjóðs, þ.e. hrein lánsfjárþörf, yrði tæplega 5,9 milljarðar króna en halli á rekstrarreikningi 4,1 milljarð- ur. Áformað var að brúa lánsfjár- halla ríkissjóðs að öllu leyti með inn- lendum lánum og gott betur því jafn- framt var fyrirhugað að verja tæp- lega 1,5 milljörðum króna til að greiða niður erlendar skuldir. Upphafleg lántökuáform. Áætl- anir Seðlabanka frá því um síðustu áramót gerðu ráð fyrir að innlendur sparnaður myndi aukast um 38 millj- arða króna á þessu ári. Auk lánsfjár- halla ríkissjóðs var talið að aðrir opinberir aðilar, einkum húsnæði- skerfið, þyrftu að taka tæplega 18 milljarða króna að láni til þess að fjarmagna starfsemi sína. Heildar- lánsfjárþörf opinberra aðila, þ.e. ríkissjóðs, húsnæðislánasjóðanna og annarra opinberra stofnana og sjóða, var því áætluð 24 milljarðar króna og var áformað að taka tæplega 23 milljarða að láni innanlands. Þannig var að þvf stefnt að beina rúmlega 60% af nýjum sparnaði til opinberra aðila. Þetta er svipað hlut- fall og árið 1990. Árið 1989 var hlut- fallið hins vegar 38%. Hér þarf þó að hafa í huga að árið 1990 var um margt einstakt hvað snertir þróun peningamála þar sem nýr sparnaður jókst verulega. Aukin þensla — minní sparnað- ur. Á síðustu mánuðum hefur komið fram misvægi í þjóðarbúskapnum sem meðal annars birtist í aukinni innlendri eftirspurn, auknum útlán- um og minnkandi sparnaði. Sam- kvæmt nýrri spá Seðlabanka er nýr sparnaður að óbreyttu talinn verða mun minni á þessu ári en áður var áætlað, eða um 26 milljarðar króna í stað 38 milljarða. Jafnvel þótt miðað væri við lán- tökuáform fjárlaga sem gerðu ráð fyrir að opinberir aðilar tækju 23 milljarða króna að láni innanlands jafngilti það því að tæplega 90% nýs sparnaðar rynnu til hins opinbera. Það verður að teljast óæskilegt að opinberir aðilar seilist svo langt í innlendri lánsfjáröflun þar sem það stuðlar að hækkun raunvaxta og ýtir atvinnufyrirtækjum út í innlenda Íántöku með tilheyrandi þensluáhrif- um. Endurskoðuð áætlun um halla ríkissjóðs. Nú liggja fyrir upplýsing- ar um framvindu ríkisfjármála fyrstu fjóra mánuði ársins. Jafnframt hafa lánsfjárlög verið afgreidd. Þetta gef- ur færi á að endurmeta fyrri áætlan- ir um horfur í ríkisfjármálum á þessu ári. Þá hafá ýmsir þættir ríkisfjár- málanna verið í sérstakri skoðun að undanförnu í samvinnu fjármála- ráðuneytisins og annarra ráðuneyta sem hefur dregið fram veikleika á nokkrum sviðum umfram það sem áður var reiknað með. Samkvæmt þessu endurmati stefnir í mun meiri halla á ríkissjóði en gert var ráð fyrir á fjárlögum. Þannig er talið að lánsfjárhallinn geti orðið 13,1 milljarður króna og halli á rekstrarreikningi 9,1 milljarð- ur. Þetta eru nokkuð hærri tölur en í mati^ ráðuneytisins frá því í lok apríl. Útgjöldin hafa hækkað um 1,5 milljarða króna vegna aukinnar fjár- þarfar almannatryggingakerfisins annars vegar og Lánasjóðs íslenskra námsmanna hins vegar. Á móti veg- ur 300 m.kr. hækkun á tekjuhlið vegna meiri innheimtu í apríl en reiknað var með. Fyrirvarar við mat á lánsfjár- halla. Áætlanir um halla ríkissjóðs og lánsfjárþörf eru varkárar. Þannig má nefna að ekki er gert ráð fyrir sérstökum áföllum á útgjaldahlið umfram það sem þegar er vitað um. Þá eru ýmsir óvissuþættir á tekjuhlið sem gætu haft í för með sér frekari lækkun tekna en hér er reiknað með. Á móti vegur að verði veltu- breytingar meiri í þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaganna skilar það sér í auknum tekjum. Skuldbindingar ríkissjóðs til næstu ára. Að undanförnu hafa orð- ið nokkrar umræður um fjárhags- skuldbindingar ríkissjóðs og áhrif þeirra á ríkisfjármálin. Þessi umræða er hluti af stærra máli sem snýst um það hvernig eigi að bókfæra skuldbindingar í ríkisreikningi. Þær tölur sem birtast í fjárlögum sýna raunveruiegt greiðslustreymi í og úr ríkissjóði innan ársins. í þessu felst að skuldbindingar sem ríkissjóður gengst undir eru gjaldfærðar þegar greiðsla fer fram en ekki við undir- skrift samnings. Jafnhliða áætlun fjárlaga er þó mikilvæg^t að fyrir liggi á hverjum tíma yfirlit yfir skuldbind- ingar ríkissjóðs svo meta megi horf- urnar fram í tímann. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var stofnað til ýmissa skuldbind- inga, ýmist með beinni heimild Al- þingis eða fyrirvara um samþykki þess.1 Heildarfjárhæð þessara skuld- bindinga er áætluð rúmlega 12 millj- arðar króna. Þar af er talið að rúm- lega 2 milljarðar króna komi til greiðslu á þessu ári ýmist í formi beinna útgjalda eða lána, en það sem eftir stendur kemur til greiðslu á næstu 6-10 árum. Áætlun Ríkisendurskoðunar. í nýlegri áætlun frá Ríkisendurskoðun er gert ráð fyrir að lánsfjárhalli ríkis- sjóðs verði 14,6 milljarðar króna og rekstrarhallinn 12,2 milljarðar. Mun- urinn á áætlunum fjármálaráðuneyt- isins og Ríkisendurskoðunar er tvíþættur. í áætlun ráðuneytisins er ekki reiknað með fjárskuldbindingu ríkissjóðs vegna búvörusamnings upp á tvo milljarða króna þar sem hún hefur ekki í för með sér greiðsl- T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.