Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 32
3? MORffiUNBLAÐIÐ .FIMMTUDAGUR.23.:MAÍ ',1091 STAÐA RIKISFJARMALANNA á því að dregið hefur úr nýjum sparnaði. Að einhverju leyti má rekja það til almennra væntinga um uppsveiflu í þjóðarbúskapnum og óvissu í vaxtamálum á síðasta ári. Þá ríkti á tímabili óvissa um framtíð verðtryggingar, en henni hefur reyndar verið eytt með ákvörðun stjórnvalda frá síðustu áramótum. Síðastliðið haust urðu ákveðin þáttaskil á peningamarkaðnum þegar aukning innlána nánast stöðvaðist en útlán héldu áfram að vaxa. Hér gætti vafalaust að ein- hverju leyti áhrifa aukinna vænt- inga um skattalækkanir og launa- hækkanir í aðdraganda kosninga á þessu ári. Verulegur hluti útlána- aukningarinnar skýrist af auknum lánum til einstaklinga. Til viðbótar má nefna áhrif vaxtalækkunar á haustdögum án þess að verðlags- þróunin gæfi tilefni til. Afleiðingin varð sú að raunvextir lækkuðu verulega á síðustu mánuðum ársins. Það rennir ákveðnum stoðum undir þessa skýringu að almennir vextir hafa verið að hækka að und- anförnu. Nafnvextir almennra skuldabréfa hafa til dæmis hækkað úr 13,5% um síðustu áramót í 15,5%. Einnig hefur ávöxtunar- krafa húsbréfa á sama tíma farið úr 7,3% í 8,4%. Vextir á ríkisbréfum hafa hins vegar verið óbreyttir um nokkurt skeið sem hefur orðið til þess að ekki hefur tekist að fjár- magna hallarekstur ríkissjóðs á fyrstu mánuðum þessa árs með sölu innlendra verðbréfa. Þetta hef- ur leitt til verulegs yfirdráttar ríkis- sjóðs í Seðlabanka. 2. Horfur á tekjuhlið í áætlun fjárlaga 1991 var reikn- að með að tekjur ríkissjóðs yrðu 101,7 milljarðar króna. Þessi áætl- un var í meginatriðum byggð á for- sendum þjóðhagsáætlunar sem lögð var fram í þingbyrjun að teknu til- liti til frávika, til dæmis fyrirsjáan- legs samdráttar í loðnuveiðum. Samkvæmt endurskoðaðri áætl- un er gert ráð fyrir að aukin inn- lend eftirspurn á fyrstu mánuðum ársins skih sér í meiri tekjum hjá' ríkissjóði. Á móti vegur að upphaf- leg tekjuöflunaráform stjórnvalda hafa breyst sem leiðir til tekjulækk- unar. Valur Valsson bankastjóri Islandsbanka: Vaxtamunur í bankakerf- inu er orðinn óðelilega lítill Ströngum adhaldstakmörkunum fylgt í útlánum, segir bankastjóri Landsbankans VALUR Valsson bankastjóri íslandsbanka segir augljóst tilefni til hækkunar á inn- og útlánsvöxtum bankanna í takt við hækkun vaxta spariskirteina ríkissjóðs. Valur segir að vaxtamunur í bankakerfinu sé orðinn óeðlilega lítill og bankarnir hafi að undanförnu verið reknir með halla. Segir hann að Ijóst sé orðið að vaxtalækkunin 1. febrúar sl. hafi ekki verið tímabær. Hann segir að eftirspurn eftir lá niiin sé meiri nú en á sama tíma í fyrra og að því valdi óeðlilega lágir vextir að undanförnu og að einnig hafi dregið úr sparnaði. í skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármál segir að aukin eftir- spurn á fyrstu mánuðum ársins verði aðeins að litlu leyti rakin til aukinnar verðmætasköpunar held- ur fremur aukinnar peningaþenslu og að almenn útlán bankakerfisins hafi farið vaxandi að undanförnu á sama tíma og innlán hafi staðið í stað eða minnkað. Halldór Guð- bjarnason, bankastjóri Landsbank- ans segir þetta ekki rétt. Fylgt sé ströngum aðhaldstakmörkunum því innlánsþróun á þessu ári hafí verið miklu minni en á síðasta ári. „Landsbankinn hefur leitast við að draga úr aukningu útlána," segir hann. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir: „Það er lóngu liðin saga að bankarnir séu skömmtunarstofnanir eins og áður var. Það er ljóst að vextir hafa verið óeðlilega lágir að undanförnu og þeir valda þessu fyrst og fremst," sagði hann. „Það er rétt að þróunin hefur verið til verri vegar. Þessi aukna eftirspurn eftir lánum virðist bæði koma frá heimilum og fyrirtækj- um," sagði Valur. Halldór sagði að ekki væri hægt. að sakast við bankana vegna auk- innar þenslu að undanförnu. Hins vegar valdi aukin innlausn hús- bréfa á markaðinum mestu. „Það hlýtur að segja til sín þegar á markað koma að meðaltali yfir einn milljarður í húsbréfum á mánuði. Sennilega eru um 4 milljarðar þeg- ar komriir inn á markaðinn og auð- vitað veldur það gífurlegri spennu á peningamarkaði," segir Halldór. í skýrslu fjármálaráðherra segir einnig að vextir banka og verð- bréfafyrirtækja hafi farið hækk- andi að undanförnu og því ætti vaxtahækkun ríkissjóðs ekki að leiða til almennrar vaxtahækkunar nema að takmörkuðu leyti. Halldór Guðbjarnason segir þetta rangt hvað bankana snertir því útláns- vextir þeirra hafi ekkert hækkað síðan í febrúar. „Innlánsvextir banknna hafa hins vegar heldur þokast upp á við og eru orðnir mjög háir í dag. Ég geri ráð fyrir að vaxtamunur í bankakerfmu hafi minnkað mjög á undanförnum mánuðum og séu nú með þí lægsta sem lengi hefur sést," sagði Hall- dór. Halldór sagðist eiga von á al- mennum vaxtahækkunum á næst- unni. „Vaxtahækkun ríkissjóðs mun leiða til þónokkurrar hæk- kunnar útlánsvaxta," sagði hann. Bankaráð Landsbankans kemur saman á fimmtudag í næstu viku og tekur ákvörðun um vaxtabreyt- ingar. Valur sagði að raunvextir bank- anna hafi verið lækkaðir 1. febrúar sl. og ekkert breyst frá þeim tíma en vextir á markaðsbréfum bank- anna hafí farið hækkandi undan- farna mánuði vegna þess að mark- aðurinn hafi verið að breytast. „Það er augljóst tilefni til vaxtahækkun- ar á inn- og útlánum bankanna. Vextir spariskírteina ríkissjóðs eru ákveðnir viðmiðunarvextir í þjóðfé- laginu og aðrir vextir taka óhjá- kvæmilega mið af því. Þegar vext- ir spariskírteina eru hækkaðir um 2% breytast aðrir vextir í fullum takti við það. Það er óhjákvæmi- legt," sagði Valur. Hann sagði ennfremur að vaxta- munur hefði minnkað mikið að undariförnu. „Vaxtamunur núna er óeðlilega lítill og getur ekki ver- ið svona áfram því hann er kominn niður fyrir þau mörk sem gefa bönkunum jákvæða afkomu. Þeir hafa að undaförnu verið reknir með halla," sagði Valur. Sagði hann að skýringarinnar væri að leita í vaxtaákvörðun bankanna 1. febrú- ar sl. „Sú vaxtalækkun var gerð í tilraunaskyni og núna er ljóst að þessi lækkun var ekki tímabær. Við erum alveg sammála fjármála- ráðherra um að það er mjög nauð- synlegt- að hækka vexti til að slá á eftirspurn og byggja upp sparnað á nýjan leik," sagði Valur. hækkunin verði þreföld eða jafnvel fjórföld. Þetta gæti ieitt til um 400 m.kr. lækkunar á tekjum ríkissjóðs frá því sem gert var ráð fyrir í fjár- lögum. Loks má nefna breytingar á lög- um um tekjuskatt fyrirtækja sem voru samþykktar rétt fyrir þinglok í vor, en þær fela í sér 300-500 m.kr. tekjulækkun frá áformum fjarlaga. A móti vegur að álagning tekjuskatts á fyrirtæki gæti orðið Tekjur A-hluta ríkissjóðs 1990-1991 Greidslugrunnur Frávik Útkoma Fjárlög Endurmal frá Brcyting; 1990 1991 1991 fjárlögum '90-'91 m.kr. m.kr. m.kr m.kr. % Tekju- og eignarskattar ....... 17.690 Eiristaklingar ........................ 13.677 Fyrirtæki .............................. 4.013 Óbeinirskattar ..................... 68.448 Innflutningsgjöld .................. 8.354 Virðisaukaskattur ................. 37.086 HagnaðurÁTVR ................... 5.920 Launa-og tryggingagjöld ..... 7.327 Bifreiðagjöld ......................... 5.471 Aðrirskattar ......................... 4.290 Aðrartekjur .......................... 6.315 Vaxtatekjur .......................... 4.096 Arðgreiðsluro.fl.................... 2.219 Heildartekjur ríkissjóðs ....... 92.453 Heildartekjursem%afVLF 27,5 20.167 19.767 -400 11,7 14.865 14.465 -400 5,8 5.302 5.302 32,1 75.228 75.228 9,9 8.718 9.018 300 7,9 41.550 41.550 12,0 6.700 6.400 -300 8,1 8.380 8.380 14,3 6.030 6.030 10,2 3.850 3.850 -10,3 6.303 5.903 -400 -6,5 3.700 3.700 -9,7 2.603 2.203 -400 -0,7 101.698 100.898 -800 9,1 28,0 27,7 -0,3 0,2 í fyrsta lagi var á fjárlögum gert ráð fyrir 500 m.kr. sérstakri tekju- öflun sem ríkisstjórnin hafði ákveð- ið að ráðast í á fyrstu mánuðum ársins. Annars vegar með nýjum jöfnunartolli á innfluttar matvörur og hins vegar með hækkun á verði áfengis og tóbaks umfram almennt verðlag. Olíklegt er að þessi tekju- öflun náist á árinu þó svo að gripið verði til aðgerða á næstunni. í öðru lagi var gert ráð fyrir að íslenskir aðalverktakar skiluðu 400 m.kr. greiðslu í ríkissjóð á þessu ári vegna breytinga á eignarhaldi fyrirtækisins. Ákveðið var að inn- heimta fjárhæðina fyrir síðustu ára- mót og draga þannig úr rekstrar- halja ríkissjóðs árið 1990. í þriðja lagi má nefna áhrif skattaafsláttar einstaklinga vegna hlutabréfakaupa. Á fjárlögum var reiknað með um það bil helmings hækkun á þessum afslætti milli ára, en nú bendir allt til þess að umfram fyrri áætlanir, en margt bendir til þess að afkoma fyrir- tækja hafi verið talsvert betri á síðasta ári en áður var talið. Tekjur af innflutningsgjöldum voru á hinn bóginn talsvert meiri á fyrstu mán- uðum ársins en búist hafði verið við, en það gæti skilað ríkissjóði nálægt 500 m.kr. viðbótartekjum. í endurskoðaðri áætlun fyrir árið í heild er því gert ráð fyrir að tekj- ur ríkissjóðs verði 100,9 milljarðar króna, eða 800 m.kr. lægri en áformað var á fjárlögum. 3. Endurmat á útgjaldahlið Fyrri áætlanir. A fjárlögum árs- ins 1991 voru áætluð útgjöld A- hluta ríkissjóðs 105,8 milljarðar króna og við afgreiðslu lánsfjárlaga í mars voru útgjaldaheimildir síðan hækkaðar um einn milljarð króna.' í mati fjármálaráðuneytisins frá því í apríllok var talið að útgjöld A-hluta ríkissjóðs á yfirstandandi ári stefndu að óbreyttu í 2,8 millj- arða króna umfram samþykktir fjárlaga, eða í 108,6 milljarða króna. Helstu hækkunartilefnin voru sem hér segir: Á fjárlögum var gert ráð fyrir að ná fram spamaði með breyting- um á lögum um almannatryggingar og breyttu skipulagi í innflutningi og dreifíngu lyfja, samtals að "fjár- hæð um 400 m.kr. Nauðsynlegar lagabreytingar hafa enn ekki náð fram. Stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að leitað verði heimilda í fjáraukalögum fyrir fjárveitingum að fjárhæð 550 m.kr.5 Þar vegur þyngst allt að 250 m.kr. framlag vegna framkvæmda við endurbygg- ingu Þjóðleikhúss, 129 m.kr. fram- lag til ríkisspítala vegna rekstrar- uppgjörs fyrir árið 1990 og 70 m.kr. framlag til aðstoðar við flóttafólk í írak. Að mati forsvarsmanna Lána- sjóðs íslenskra námsmanna var fjárþörf sjóðsins á þessu ári talin verða um 4-500 m.kr. umfram áætlun fjárlaga. Skýringin er meðal annars halli frá fýrra ári, kostnaður vegna lántöku í lok síðasta árs, hækkun á gengi Bandaríkjadals og meiri fjölgun Iánþega en áætlað var. Fjárþörf vegna útflutningsupp- bóta á landbúnaðarafurðum var talin nema um 250 m.kr. umfram forsendur fjárlaga, einkum vegna meiri mjólkurframleiðslu á síðasta ári en áætlað hafði verið. Loks má nefna að við afgreiðslu lánsfjáriaga úr efri deild Alþingis í lok desember var heimiluð lánveit- ing til Hafnabótasjóðs vegna fram- kvæmda við Hornafjarðarós. Fram- kvæmdirnar eru taldar kosta um 120 m.kr. og verða greiddar úr ríkissjóði. Frekari útgjaldatilefni. í við- ræðum milli fjármálaráðuneytis og annarra ráðuneyta að undanförnu hafa komið fram upplýsingar um enn frekari aukningu útgjalda en áður var reiknað með. Þar má með- al annars nefna eftirfarandi þrjú atriði: Heilbrigðisráðuneytið hefur nú endurmetið fjárþörf almannatrygg- ingakerfisins og sjúkrahúsa. Við endurmatið var meðal annars byggt á bráðabirgðauppgjöri fyrra árs, útgreiðslum fyrstu fjóra mánuði þessa árs og áætluðum hækkunum á bótagreiðslum. Samkvæmt endur- matinu eru útgjöld til þessara mála- flokka talin geta farið 1,7 milljarða króna fram úr fjárlögum. Það er 1,3 milljörðum umfram það sem fjármálaráðuneytið hafði áður reiknað með. Af einstökum liðum má nefna að útgjöld sjúkratrygginga eru talin geta farið einn milljarð fram úr fjár- lögum. Þar vegur þyngst þátttaka ríkissjóðs í lyfjakostnaði sem gæti orðið um 600 m.kr. umfram fjárlög að óbreyttu og greiðslur vegna lækniskostnaðar sem stefna um 200 m.kr. umfram. Þá eru útgjöld til lífeyristrygginga talin fara 400 m.kr. fram úr fjárlögum og aðrir tryggingaliðir um 100 m.kr. Loks stefna rekstrarútgjöld sjúkrastofn- ana allt að 200 m.kr. fram úr fjár- lögum. Fjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að óbreyttu talin nema um 700 m.kr. umfram áætlun fjárlaga og hefur hækkað um 200 m.kr. frá fyrri áætlun ráðuneytis- ins. Að endingu má nefna aukinn stofnkostnað, en það skýrist fyrst og fremst af miklum fasteigna- kaupum á fyrstu mánuðum ársins eins og áður var komið fram. Að öllu samanlögðu eru því út- gjöld A-hluta rlkissjóðs á yfirstand- andi ári talin stefna í 110 milljarða króna, eða 4,2 milljarða króna um- fram samþykktir fjárlaga, verði ekkert að gert. 4. Hrein lánsfjárþörf opinberra aðila. Lánsfjárhalli ríkissjóðs. Á fjár- lögum fyrir árið 1991 var gert ráð fyrir að auk 4,1 milljarðs króna halla á rekstrarreikningi þyrfti að afla 1,8 milljarða viðbótarlánsfjár vegna lán- veitinga ríkissjóðs og útstreymis á viðskiptareikningum. Hreinn láns- fjárhalli A-hluta ríkissjóðs árið 1991 var því áætlaður 5,9 milljarðar króna, eða sem svarar til 1,6% af landsfram- leiðslu. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fyrir árið 1991 er nú talið að lánsfjár- hallinn geti orðið rúmlega tvöfalt meiri, eða 13,1 milljarður króna sem er um 3,6% af landsframleiðslu. Frá- vik frá fjárlögum stafar að tveimur þriðju hlutum af meiri halla á rekstr- arreikningi, en þriðjungur skýrist af auknum lánveitingum og er þá með- talin 1,5 milljarða króna lánveiting til Byggingarsjóðs ríkisins. Ef þessi spá gengur eftir, verður lánsfjárhalli ríkissjóðs meiri en á árinu 1988, en þá var hann í hámarki. Eins og áður er komið fram var lánsfjárhallinn fyrstu fjóra mánuði ársins 8,1 milljarður króna. Þar að auki var sala á nýjum ríkisvíxlum og spariskírteinum minni en nam innlausn eldri bréfa þannig að það þurfti að grípa til yfirdráttar í Seðla- banka sem nam 9,1 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðunum. Til þess að brúa 13,1 milljarðs króna lánsfjár- halla á árinu öllu án yfírdráttar í Seðlabanka þarf því að selja spari- Utgjöld A-hluta ríkissjóðs 1990-1991 Greiðslugrunnur Frávik Útkoma Fjárlög Endurmat frá Breyting 1990 1991 1991 fjárlBgum '90-'91 m.kr. m.kr. m.kr m.kr. % Rekstrargjöld........................... 37.307 Rekstrartilfærslur.................... 39.630 Lífeyristryggingar...................... 12.640 Sjúkratryggingar...................... 9.756 LÍN........................................... 2.174 Utlutningsuppbætur................. 1.421 Annað....................................... 13.639 Vextir........................................ 8.274 Viðhald...................................... 2.362 Stofnkostnaður......................... 9.326 41.416 41.746 330 11,9 41.774 44.293 2.519 11,8 13.895 14.295 400 13,1 10.060 11.060 1.000 13,4 1.730 2.430 700 11,8 2.103 2.353 250 65,6 13.986 14.155 169 3,8 9.400 9.500 100 14,8 2.534 2.534 - 7,3 10.643 11.903 1.260 27,6 05.767 109.976 4.209 13,5 Heildarútgjöld sem % afVLF..................... 28,9 29,1 30,1 1,0 1,2 SJÁ SÍÐU 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.