Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAL1991 Slippstöðin tapar þriðja árið í röð: Vaxtakostnaður vegna nýsmíðaskips 30 millj. TAP varð af reksti Slippstöðvarinnar á síðasta ári, en það er þriðja árið í röð sem fyrirtækið er rekið með lialla. Tap síðasta árs nam 25 millj- ónum króna og má að stærstum hluta rekja það til fjármagnskostnaðar vegna nýsmíðaskipsins B-70, sem enn liggur óselt við bryggju Slippstöðv- arinnar. Brýnasta verkefni stöðvarinnar er hið sama og í fyrra; að seh'a umrætt skip. Á aðalfundi fyrirtækisins á laugardag var félaginu kjörin ný stjórn og koma allir utan einn sljórnarnianna nýir inn í stjórnina nú. Sem kunnugt er var nýtt skip, Þórunn Sveinsdóttir sjósett hjá Slipp- stöðinni nýlega, en samningur um smíði skipsins er sá fyrsti frá árinu 1983 sem gerður er áður en smíði hefst. „Að sjö ár skuli líða milli samn- inga hjá stærstu skipasmíðastöð landsins á sama tíma og nýsmíðar í tugatali koma erlendis frá segir sína sögu um stöðu skipasmíðaiðnaðar- ins," segir Ottó Jakobsson fráfarandi stjórnarformaður í skýrslu um rekst- ur síðasta árs. Þar kemur einnig fram að þreng- ingar í þessum iðnaði og stöðug fækkun starfsfólks sé mikið áhyggju- efni. I upphafí síðasta árs störfuðu um 200 manns hjá stöðinni, en í árslok voru þeir 170 og hafa ekki verið færri síðan 1969. Þegar flest starfsfólk var á árinum 1980-'82 störfuðu um 300 manns hjá Slipp- stöðinni. Tap síðasta árs er að mestu til komið vegna fjármagnskostnaðar sem rekja má til nýsmíðaskipsins. B-70, en á síðasta ára var fjármagns- kostnaður vegna hins óselda skips um 30 milljónir króna. Önnur atriði skipta og máli, sveiflur í framboði verkefna, lágt verð vegna mikillar samkeppni og töpuð viðskiptakrafa upp á 12 milljónir vegna Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. Fráfarandi form- aður segir í skýrslu sinni að rekstrar- niðurstaða ársins hafi ekki oft verði hagstæðari á undanförnum árum, en 7,3 milljóna króna hagnaður varð af reglulegri starfsemi fyrir fjármagns- liði, Á síðasta ári voru nýsmíðar 13% af starfsemi Slippstöðvarinnar, við- gerðir 68% og önnur starfsemi 19%, en þar má nefna að ráðist var í úr- bætur á aðstöðu og brunavórnum. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um, en í henni sitja nú þeir Tómas Ingi Olrich, Hólmsteinn Hólmsteins- son, Sigurður Arnórsson og Magnús Pétursson fyrir hönd ríkisins og þeir Hákon Hákonarson og Knútur Karls- son fyrir hönd Akureyrarbæjar, en þama er um að ræða nýja menn í stjórn Slippstöðvarinnar. Magnús Gauti Gautason situr sem fyrr í stjórninni fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga. Forsetinn baksviðs Morgunblaðið/Rúnar Þór Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sá sýn- ingu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kysstu mig Kata sl. föstudagskvöld. Eftir sýningu var for- setanum boðið í hóf þar sem leikararnir klæddust hinum íburðarmiklu búningum sýningarinnar. Söng- leikurinn hefur gengið afar vel og hafa nær fimm þúsund gestir séð verkið, en sýningum fer nú fækk- andi, enda velheppnuðu leikári að ljúka. Á er forset- inn ásamt þremur af aðalleikurum sýningarinnar, þeim Vilborgu Halldórsdóttur, Helga Björnssyni og Ragnhildi Gísladóttur. Hlutabréf bæjarins í ÚA: Ávöxtun eignarhlutarins 89% frá því í septembermánuði MARKAÐSVERÐ hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa er nú 1.159 milljóuir króna miðað við gengið 4,2. Eignarhlut- ur bæjarins á markaðsverði fyrir hlutafjáraukningu í félaginu á síð- asta ári hefur hækkað úr 583 niilljónum króna miðað við gengið 2,5 í 1.077 milljónir nú, eða um 494 milljónir á tæpu ári. Ávöxtun hluta- bréfanna hefur verið tæplega 89% frá því þau voru sett á markað í september á síðasta ári og þar til nú. Þetta kom fram í svari Halldórs Jónssonar bæjarstjóra við fyrir- spurn Gísla Braga Hjartarsonar bæjarfulltrúa, en hann spurði hver eignarhlutur bæjarins í ÚA væri nú og hvaða breyting hefði orðið á í kjölfar þess að hlutabréf í félaginu voru sett á markað. Fiskiðja Raufarhafnar og Jökull: Hagnaður af starfsemi fyrirtækjanna Raufarhöfn. Á AÐALFUNDI Fiskiðju Raufar- hafnar hf. og Jökuls hf. sem hald- inn var 20. mai sl. kom fram að hagnaður varð af reglulegri starf- semi beggja félaganna. Hagnaður Fiskiðju Raufarhafnar hf. nam 25,8 milljónum af 341,5 milljón kr. tekjum, eða 7,5% þegar færðar höfðu verið afskriftir að upp- hæð kr. 18,7 milljónir. Fiskiðjan tók á móti 3,391 tonni af fiski og fram- leiddi 1.228'tonn af freðfiski go 227 tonn af saltfiski. Eigið fé Fiskiðju Raufarhafnar hf. nam í árslok 87,2 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi Jökuls hf. nam 10 milljónum af 170,7 " milljóna króna tekjum eða 5,9% þeg- ar færðar höfðu verið afskriftir að upphæð 10,5 milljónir króna. Afli Rauðanúps ÞH nam á síðasta ári 2.421 tonn, en afli Atlanúps ÞH var 360 tonn, þar af 207 tonn rækja. Atlanúpur ÞH var seldur á árinu, en Jökull hf. hélt eftir aflahlutdeild bátsins. Eigið fé Jökuls nam í árslok 147,1 milljón króna og er þá stuðst við 90% af vátryggingaverði Rauðan- úps ÞH. Helgi í upphafi síðasta árs, 1990, átti Akureyrarbær 70,8% hlutafjár í ÚA, en á þeim tíma var ekki til raunhæft skráð markaðsverð á hlutabréfunum þar sem nær engin bréf voru til sölu á markaði á þeim tíma. Á aðalfundi félagsins á síð- asta ári var ákveðið að auka hlut- afé um rúmar 100 milljónir og var það gert í tveimur útboðum. Bærinn nýtti sér forkauþsrétt að hlutabréfum \ fyrra útboðinu að hálfu, en fól ÚA að selja fyrir sig hutabréf eftir síðara .útboðið að nafnvirði 33,4 milljónir króna. í árslok 1990 var hlutur Akur- eyrarbæjar rúmar 250 milljónir af 430 milljóna króna heildarhlutafé eða 58,3%. Markaðsverð hlutabréfa í eigu bæjarins var um áramót 916 milljónir króna, en eftirþá ákvörðun aðaífundar í síðasta mánuði að greiða hluthöfum 10% arð og gefa út 10% jöfnunarhlutabréf er hlutur bæjarins í félaginu 276 milljónir króna að nafnvirði, eða 1.159 millj- ónir á markaðsverði miðað við gengið 4,2. ? * ? Veitt verðlaun fyrir Ijóðagerð SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson og Hjalti Finnsson hlutu fyrstu verð- laun í ljóðasamkeppni sem Menn- ingarsamtök Norðlendinga og dagblaðið Dagur efndu til. Hjalti Finnsson, Ártúni i Eyja- fjarðarsveit, hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóð sitt Fjallaskáld, en þar var um að ræða flokk hefðbundinna ljóða. Önnur verðlaun hlaut Jón Er- lendsson fyrir Haustljóð. í flokki óbundinna ljóða var ljóð Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Fast að fjalli, valið best. í öðru sæti varð ljóðið Brýnt eftir Aðalstein Svan Sigfússon. Dómnefnd veitti og viðurkenning- ar fyrir til tveggja höfunda í hvorum flokki. Þau hlutu Jón Erlendsson, Bragi Magnússon, Hjörtur Pálsson, Reykjavík og Helga Þorsteinsdóttir. íslenskir vordag- ar í verslunum * 23. maí- l.júní DAGANA 23. maí-1. júní nk. efna Félag íslenskra iðnrekenda og Kaupmannasamtökin til stórátaks í kynningu og sölu á íslenskum iðnaðarvörum á neytendavörumarkaði undir kjörorðinu íslenskir vordagar. Rúmlega 20 verslanir innan Kaupmannasamtakanna og tæp- lega 30 framleiðendur taka þátt í íslenskum vordögum sem eru liður í umfangsmiklu kynningarstarfi sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur staðið fyrir undanfarin ár. Að undirbúning og framkvæmd íslenskra vordaga leggja mörg hundruð starfsmenn iðnaðar og verslunar hönd á plóg. Markmið þessara daga er að efla iðnað í landinu með kynningu og sölu íslenskra neytendavara og styrkja samstarf og nauðsynlega samvinnu verslunar og iðnaðar. Auk þess mun starfsfólk verslana og framleiðendur leggja sig fram við að gera verslunarferðina enn ánægjulegri en ella. Nær þrjú hundruð vörukynning- ar verða á íslenskum vordögum. Þá verður getraunaleikur í gangi í samvinnu við útvarpsstöðina Bylgj- una. Vegleg verðlaun eru í boði, m.a. íslenska innkaupakarfan, þ.e. vörur frá öllum framleiðendum sem taka þátt í íslensku vordögunum og vöruúttekt í viðkomandi versl- unum. Einnig verður í gangi sér- stakt happdrætti með helgarferð fyrir tvo til Amsterdam með Ratvís í vinning. íslenskir vordagar verðahaldnir í eftirtöldum verslunum: I öllum Nóatúnsverslunum, Austurveri, Grímsbæ, Breiðholtskjöri, Hamra- kjöri, Sunnukjöri, Plúsmarkaðnum, Alfaskeiði og Vesturbergi, Kjöt- stöðinni, Kársneskjöri, Melabúð- inni, Kjörbúð Hraunbæjar, Kjöt- höllinni, Vogaveri, Stórmarkaðn- um, Keflavík og versluninni Rangá. (Fréttatilkynning) Myndlistarþing haldið á morgun SAMBAND íslenskra myndlist- armanna gengst fyrir myndlist- arþingi í Borgartúni 6, föstu- daginn 24. maí og hefst þingið W. 10.00. Á þinginu verða tekin fyrir þau mál sem helst brenna á myndlistar- mönnum og samtökum þeirra, SÍM, og mikilvert þykir að vekja athygli á og fá umræðu um. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, mun ávarpa þingið. Þingforseti er Björn Th. Björnsson og fundarstjóri Ásrún Tryggva- dóttir. Verndari þingsins er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Erindi sem flutt verða eru: Myndstef og myndlistarréttur, Knútur Bruun, hrl., lögmaður SÍM, Miðlun myndlistar, Gunnar Árna- son, kennari í listheimspeki við MHÍ, Nýtt hlutverk Starfslauna- sjóðs myndlistarmanna í ljósi nýrra laga um listamannalaun? Þórunn Hafstein, lögfræðingur, formaður Starfslaunasjóðs myndlistamanna og Starfsskilyrði og hlutverk mynd- listarmanns á íslandi, Hannes Lár- usson, myndlistarmaður. Eftir hádegi verða pallborðsum- ræður og stjórnandi þeirra er Sig- urður G. Tómasson útvarpsmaður. Þátttakendur í pallborði verða Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlistar- og handíðaskólans, Halldór Ásgeirsson, myndlistar- maður, Jónína Guðnadóttir, mynd- listarmaður og formaður NKF, Ólafur Jónsson, forstöðumaður Listasafns ASÍ, og Þorgeir Þor- geirsson, rithöfundur. _Eftir pallborðsumræður verða svo opnar umræður. Áætlað er að þinginu ljúki kl. 17.00. (Frcttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.