Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 36

Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 STAÐA RIKISFJARMALANNA skírteini og ríkisvíxla fyrir um 14 milljarða króna umfram innlausn eldri bréfa það sem eftir er ársins. Til samanburðar má nefna að á árinu 1990 nam innlend lántaka ríkissjóð 7,2 milljörðum króna, eða helmingi lægri fjárhæð. Lánsfjárþörf opinberra aðila í heild. Lántökuáform annarra opin- berra aðila og lánastofnana en ríkis- sjóðs á árinu 1991 stefna í um 21 milljarða króna, nettó, þ.e. að frá- dregnum afborgunum af eldri lánum. Þetta eru heldur hærri tölur en áðut' var áætlað sem skýrist fyrst og fremst af auknum umsvifum hús- bréfakerfisins á lánamarkaði. Að öllu samanlögðu stefnir þannig í að lánsfjárþörf ríkissjóðs og ann- arra opinberra aðila verði rúmlega 34 milljarðar króna á þessu ári, eða 11 milljarða umfram forsendur fjár- laga. Þetta svarar til 9,4% af lands- framleiðslu. Það er áhyggjuefni að lánsfjárþörf opinberra aðila hefur aukist verulega á undanförnum árum. Árið 1986 nam hrein lánsfjárþörf um 4% af lands- framleiðslu, árið 1988 var hlutfallið komið í tæplega 7%, árið 1990 í 8% og samkvæmt áætlun fyrir árið 1991 stefnir hlutfallið í 9,4%. Lánsfjár- halli ríkissjóðs og annarra opinberra aðila hefur því meira en tvöfaldast síðustu fimm ár, úr tæplega 15 millj- örðum árið 1986 (reiknað á verðlagi 1991) í 34 milljarða árið 1991 að öðru óbreyttu. Tvo þriðju hluta þess- arar aukningar má rekja til húsnæð- islánakerfisins, en fjárþörf þess hefur farið úr tæplega 5 milljörðum króna árið 1986 í meira en 20 milljarða samkvæmt áætlun fyrir 1991, reikn- að á föstu verðlagi. Jafnvel þótt framlag úr ríkissjóði til byggingar- sjóðanna hafi lækkað á þessum tíma úr 3,6 milljörðum króna 1986 í tæp- lega 1 milljarð samkvæmt fjárlögum 1991 miðað við verðlag þessa árs og auknar lántökur hins opinbera húsnæðislánakerfis komi að nokkru leyti fram í minni lántökum hús- byggjenda á almennum lánamarkaði er aukningin til húsnæðislánakerfis- ins veruleg. Á fjárlögum var gert ráð fyrir að lánsfjárþörf hins opinbera yrði að mestu leyti mætt á innlendum mark- aði.. Samkvæmt nýrri áætlun Seðla- banka er sparnaður á árinu talinn verða minni en áður var búist við, eða um 26 milljarðar króna í stað 38 milljarða samkvæmt fyrri spá. Af þessu tvennu, þ.e. stóraukinni lánsfjárþörf opinberra aðila og minni sparnaði, má ráða að það er óhjá- kvæmilegt að endurskoða fyrri áform stjórnvalda um útgjöld og lántökur. Skuldbindingar ríkissjóðs til næstu ára. Margt bendir til þess að ríkisútgjöld fari vaxandi á næstu árum nema gripið verði til sérstakra aðhaldsaðgerða. Fyrr í þessari skýrslu var greint frá nýjum skuld- bindingum ríkissjóðs sem gerðar hafa verið að undanförnu og munu auka útgjöld ríkissjóðs á næstu árum. Þessu til viðbótar má nefna skuld- bindingar vegna greiðslu lífeyris op- inberra starfsmanna. Samkvæmt nýlegri athugun er talið að greiðslur í lífeyrissjóð þyrftu að vera mun hærra hlutfall af dagvinnulaunum en nú er til að standa undir fram- tíðarskuldbindingum. Þá hefur verið áætlað að árlegt framlag til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna þyrfti að vera 60% af fjátþörf hans til að standa undir rekstri og greiðslu vaxta af lántökum sjóðsins. Loks má nefna lánveitingar ýmissa opin- berra sjóða sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir þar sem líkur á útlána- töpum eru verulegar eða vextir á útlánum eru lægri en vextir á inn- eignum. Hér má nefna byggingar- sjóðina, Atvinnutryggingarsjóð út- flutningsgreina, Hlutafjársjóð, Ábyrgðadeild fiskeldislána, Byggða- stofnun og Framkvæmdasjóð ís- lands. Enda þótt mat á þessum skuld- bindingum sé afar erfitt má ætla að þær geti haft í för með sér allt að 4-6 milljarða króna árlegan útgjalda- auka fyrir ríkissjóð á næstu árum. Það er því mikilvægt að farið verði að huga að þessum atriðum þegar við undirbúning ijárlaga fyrir árið 1992 og framkvæmd stefnunnar í ríkisfjármálum fyrir næstu ár. 4. Viðnámsaðgerðir og áhrif þeirra í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er lögð áhersla á mikilvægi stöðugleika í efnahagsmálum og að- haldssamrar efnahagsstjórnar. Vegna vaxandi innlendrar eftir- spurnar, aukins viðskiptahalla og jafnvægisleysis í opinberum fjármál- um og á innlendum lánsfjármarkaði er brýnt að grípa nú þegar til sér- stakra aðhaldsaðgerða í peninga- og ríkisfjármálum. Áð öðrum kosti er hætt við að forsendur áframhaldandi stöðugleika í verðlags- og kjaramál- um raskist. Jafnframt er mikilvægt að aðgerðirnar grundvallist á al- mennri efnahagsstjórn fremur en takmörkunum á sérgreindum svið- um. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin hef- ur nú ákveðið að grípa til eru í aðal- atriðum þríþættar. I fyrsta lagi verða ýmsar aðgerðir á sviði vaxtamála. í öðru lagi verður beitt mun meira aðhaldi í ríkisbúskapnum en verið hefur, bæði með því að herða eftirlit með innheimtu tekna og útgjöldum ríkissjóðs. í þriðja lagi hefur ríkis- stjórnin ákveðið að lækka útgjöld og falla frá ýmsum lántökuáformum sem blöstu við þegar hún tók við völdum. 1. Aðgerðir í vaxtamálum Tímabundin vaxtahækkun á ríkisverðbréfum. Sem fyrr segir stefnir lánsíjárþörf opinberra aðila hærra á þessu ári en æskilegt er frá sjónarhóli stöðugleika í efnahags- málum, verði ekkert að gert. Sam- kvæmt fyrirliggjandi spám verður lánsfjárþörfinni ekki mætt á innlend- um lánamarkaði án hækkunar raun- vaxta. Að óbreyttu stefnir því í stór- felldar erlendar lántökur og yfirdrátt í Seðlabanka. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið eftirfarandi aðgerðir í vaxta- og lánsfjármálum: * Hækkun vaxta á spariskírtein- um ríkissjóðs í 7,9% sem Seðla- banki og fjármálaráðuneyti meta nauðsynlegt meðan unnið er að frekari aðgerðum sem gera mögulegt að lækka vexti á nýjan leik. * Ríkisvíxlavextir verði 14,5%. Þessi ákvörðun hefur þegar komið til framkvæmda. Mark- aðurinn hefur tekið vel við hækkuninni og hafa víxlar selst fyrir um 3,5 milljarða króna það sem af er þessum mánuði. Að undanförnu hafa vextir banka og verðbréfafyrirtækja farið hækk- andi og því ætti vaxtahækkun ríkis- sjóðs ekki að leiða til almennrar vaxtahækkunar nema að takmörk- uðu leyti. Þessi vaxtahækkun er nauðsynleg af tveimur meginástæð- um. Annars vegar til þess að brúa fjárþörf opinberra aðila sem allra mest á innlendum lánsfjármarkaði og draga þannig úr erlendum lántök- um og yfirdrætti ríkissjóðs í Seðla- banka. Hins vegar til að draga úr innlendri eftirspurn, minnka við- skiptahalla og auka sparnað. Jafn- framt er þó ljóst að eitt af mikilvæg- ustu verkefnum hagstjómar á næst- unni er að skapa forsendur fyrir lægri raunvöxtum þannig að vaxta- hækkunin nú verði einungis tíma- bundin. Frekari aðgerðir. Á næstunni verður unnið að undirbúningi frekari aðgerða í því skyni að auka aðhald í opinberum rekstri og skapa betra samræmi í stjórn peninga-, gengis- og ríkisfjármála. Meðal annars verð- ur unnið að því að laga kjör á ríkis- verðbréfum að því sem gengur og gerist á almennum markaði og gera vaxtaákvarðanir sveigjanlegri en verið hefur. Þá er stefnt að því að reisa skorður við yfirdrætti ríkissjóðs í Seðlabanka, en mikil notkun yfir- dráttarheimilda hefur tvímælalaust grafið undan nauðsynlegu aðhaldi í ríkisfjármálum. Fulltrúum fjármála- ráðuneytis og Seðlabanka hefur ver- ið falið að vinna að framgangi þessa máls. Loks verður það vandlega skoðað hvort ekki sé tímabært að tengja íslensku krónuna við aðrar Evrópumyntir. Fjárþörf húsnæðiskerfisins minnkuð. Eins og áður var komið fram stefnir fjárþörf húsnæðislána- kerfisins að óbreyttu í rúmlega 20 milljarða króna nettó á þessu ári. Þar af er fjárþörf byggingarsjóðanna 9-10 milljarðar króna, en eftirspurn eftir húsbréfum er talin geta orðið um 12 milljarðar. Lánsíjárþörf sjóð- anna tekur mið af gefnum lánsfjár- loforðum sem koma til greiðslu á árinu, auk 1,5 milljarða króna skammtímaláns úr ríkissjóði. Fullvíst má telja að þessari fjár- þörf verði ekki mætt á innlendum lánamarkaði án vaxtahækkunar. Hækkun vaxta á lánum sem tekin eru til þess að fjármagna húsnæðis- kerfið kallar óhjákvæmilega á endur- skoðun á útlánsvöxtum, ef ekki á enn frekar að auka vaxtamun tekinna og veittra lána. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið eftirfarandi aðgerðir í húsnæðislánakerfinu. * Vextir á lánum Byggingarsjóðs ríkisins sem veitt voru frá og með 1. júlí 1984 hækki í 4,9%. Ákvörðun þessi gildir frá 1. júlí næstkomandi. Með þessari hækkun útlánsvaxta dregur úr greiðsluhalla sjóðsins og frekari lýrnun eiginfjárstöðu hans. * Utlánareglur í húsnæðislána- kerfinu frá 1986 samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá 20. mars 1991 verði endur- skoðaðar og útlánum hætt. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst er talið að fjárþörf húsnæðis- lánakerfisins frá 1986 minnki um 3-400 m.kr. strax á þessu ári sem auðveldar stofnuninni að greiða upg viðskiptaskuldir sínar við ríkissjóð. í þessari ákvörðun um vaxtahækkun er gengið út frá því að vextir á lán- um lífeyrissjóðanna til sjóðsins verði ekki hærri en 6,5% á næstu árum. Að öðrum kosti þarf að hækka vexti á útlánum sjóðsins enn frekar til að tryggja eiginfjárstöðu hans. Vaxta- hækkun útlána eykur greiðslubyrði lánþega, en á móti vega auknar vaxtabætur sem koma til útgreiðslu á næsta ári. Hjá efnaminna og tekju- lægra fólki vega vaxtabætur alfarið upp aukna greiðslubyrði.6 Eftirspurn eftir húsbréfum hefur verið mjög mikil það sem af er ár- inu. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru húsbréf afgreidd fyrir um 5 milljarða króna auk þesS sem óafgreidd loforð voru upp á 1,3 milljarða króna. Hér þarf þó að hafa í huga að lán í hús- bréfakerfinu eru ekki hrein viðbót á lánamarkaði heldur koma að tals- verðu leyti í stað annarra lána. Fé- lagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að skoða og gera tillögur um hvernig megi koma á jafnvægi á húsbréfamarkaði. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti fyrir júnílok. 2. Almennar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum Nú er talið að lánsfjárhalli ríkis- sjóðs stefni í 13 milljarða króna á þessu ári, verði ekkert að gert. Það er hins vegar ljóst að svigrúm til aðgerða er að mörgu leyti takmarkað á þessu ári. Bæði er fjárlagaárið nærri hálfnað sem torveldar um- fangsmiklar aðhaldsaðgerðir hvort sem er á gjalda-, lána- eða tekjuhlið. Þá hafa stjórnvöld gengist undir ákveðnar skuldbindingar í tengslum við gildandi kjarasamninga hvað snertir breytingar á opinberum gjöld- um og um þróun verðlags innan árs- ins. Þrátt fyrir takmarkað svigrúm hefur ríkisstjómin ákveðið að herða eftirlit með framkvæmd fjárlaga og þannig draga úr lánsfjárhalla ríkis- sjóðs um einn milljarð króna með eftirfarandi aðgerðum: * Ráðstafanir verða gerðar til að innheimta eftirstöðvar af eldri skattskuldum. Hér má nefna álagningu launatengdra gjalda, tekju- og eignarskatta. Laus- lega áætlað nema útistandandi skattskuldir 10-12 milljörðum króna. Nokkur hluti þessara skulda er væntanlega tapaður vegna gjaldþrota, en með sér- stöku átaki er stefnt að því að innheimta 3-500 milljónir króna umfram það sem áætlað var í ijárlögum. Unnið er að sam- ræmingu þessara aðgerða og mun þeim hrundið í framkvæmd svo fljótt sem kostur er. * Eins árs reynsla er nú fengin af virðisaukaskattskerfinu. Um flest virðist hafa tekist vel til. Þó sýnist ástæða til þess að gera átak til að styrkja eftirlit með innskatti virðisaukaskatts- ins, þ.e. endurgreiðslur til at- vinnufyrirtækja, en þar hafa orðið nokkur afföll miðað við áætlanir. * Ráðuneytin hafa að undanförnu endurmetið íjárhagsstöðu ein- stakra stofnana og málaflokka. Fyrir liggur að útgjöld stefna umfram það sem ákveðið var í fjárlögum einkum á sviði al- mannatrygginga og hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Þrátt fyrir þetta hafa ráðuneyt- in leitað leiða til lækkunar út- gjalda. Ríkisstjórnin hefur ein- sett sér að lækka útgjöld um 3-500 m.kr. á þessu ári og er nú unnið að úrvinnslu þess máls. Framkvæmdum verður frestað, fallið verður frá ráðn- ingu í nýjar stöður og aðhaldi beitt að öllum útgjaldaliðum. Alþingi mun gerð grein fyrir einstökum tillögum til niður- skurðar í fjáraukalagafrum- varpi síðar á árinu. 3. Sérstakar aðgerðir , Þriðji þáttur aðgerða ríkisstjórnar- innar felst í sérstökum aðgerðum til að draga úr lánsfjárþörf hins opin- bera. Aðgerðirnar snerta breytingar KFUK KFUIVI Bænastund i dag kl. 18.00 í KFUM- og KFUK-húsinu, Holta- vegi. Allir velkomnir. W >• Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Garðastræti 8 i kvöld, fimmtudaginn 23. maí, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting. 3. Doktor Erlendur Haraldsson flytur erindi um kynni sín af Sai Baba. Stjórnin. Helgarnámskeið í heildrænni líkamsmeðferð. Upplýsingar og skráning í síma 29936 eftir kl. 20.00. H ÚTIVIST '"iÓFINHI I • REYKJAVÍK • SÍMIAjMSVARI 1460« Básar-Goðaland 2 dagar, 25.-26. mai. Nú gefst tækifæri til þess að eyða helginni á þessum einstakt stað fyrir gjafverð. Kr. 3.400 fyr j ir félagsmenn, 3.800 fyrir utan félagsmenn. Brottför á laugar. dagsmorgun kl. 08. Komiö heim á sunnudag kl. 19. Munið Esjugönguna á sunnu- daginn 26. maí. Sjáumst. Útivist. érit iírin Páll pntili eftir Neiiilsiiiii Frumflutningur óratóríunnar verður föstudaginn 24. maí kl. 20 í Hallgrímskirkju. Miðasala í Hallgrímskirkju kl. 12 - 18 og við innganginn. Upplýsingar í síma 11416, 11417 og 11418. 8 Lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs 1990-1991 Greiðslugrunnur Útkoma 1990 m.kr. Frávik Fjárlög Endurmat frá 1991 1991 fjárlögiim m.kr. m.kr m.kr. Tekjur . 92.453 101.698 100.898 +800 Gjöld . 96.899 105.767 109.976 4.209 Rekstrarhalli . -f-4.446 +4.069 +9.078 +5.009 Hlutfall af landsframleiðslu, % +1,3 +1,1 +2,5 +1,4 Veitt lán, nettó . +522 +1.040 +1.775 +735 Eignfærð framlög . +123 +270 +270 Viðskiptareikningar . +2.079 +500 +2.000 +1.500 Lánsfjárhalli, þ.e. hrein lánsfjárþörf.. . +7.170 +5.879 +13.123 +7.244 Hlutfall af landsframleiðslu, % 2,1 1,6 3,6 2,0 Afborganir af teknum lánum . +6.189 +7.700 +7.900 +200 Verglánsfjárþörf ríkissjóðs . +13.359 + 13.579 +21.023 +7.444 Lánsfjárþörf opinberra aðila 1986-1991 Fjárhæðir í miiljörðum króna 1986 1988 1990 Fjárlög 1991 Áætlun 1991 Hrein lánsfjárþörf: 1. A-hluti ríkissjóðs 2,7 8,3 7,2 5,9 13,1 2. Húsnæðiskerfið 2,1 6,1 14,5 18,3 20,3 3. Aðrir opnberir aðilar 1,5 2,7 4,9 +0,6 0,9 Hrein lánsfjárþörf ails 6,3 17,1 26,6 23,6 34,3 Hlutfall aflandsframleiðslu 4,0% 6,9% 7,9% 6,4% 9,4% þar af aflað innanlands 3,9 7,0 21,1 22,9 Til samanburðar: Aukning peningalegs sparnaðar 16,3 18,3 36,0 38,0 26,4 Verg lánsfjárþörf opinberra aðila 14,9 26,0 41,8 42,5 53,2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.