Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 37 á fjárlögum og lánsfjárlögum, auk áforma fyrrverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um eftirfarandi aðgerðir: * Lántökuheimildir ríkissjóðs lækki um 300 m.kr. Hætt verð- ur við 100 m.kr. hafnarfram- kvæmdir vegna loðnubrests. Þá verður tekin ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu þegar fyrir liggur frekari athugun á öllum þáttum er varða notkun og að- stöðu fyrir flugrekstur Land- helgisgæslunnar. Loks lækkar framlag til tjónabóta vegna óveðurs um 100 m.kr. * Ákveðið er að breyta útlánaregl- um Lánasjóðs íslenskra náms- manna þannig að viðbótarfjár- þörf sjóðsins lækki um 300 m.kr., þ.e. úr 700 m.kr. sam- kvæmt endurskoðaðri áætlun í 400 m.kr. Menntamálaráðherra hefur falið nýskipaðri stjórn sjóðsins að gera tillögur um nauðsynlegar aðgerðir til þess að þessu marki verði náð. * Framlag til vegamála á árinu 1991 lækkar um 350 m.kr. Lækkunin kemur jöfnum hönd- um niður á viðhalds- og fram- kvæmdafé. Vetrarviðhald hefur t.d. verið minna en spáð var og tilboð í framkvæmdir hafa reynst hagstæð. * Lögbundin fjárþörf lífeyris- og sjúkratrygginga og rekstrarút- gjöld sjúkrastofnana stefna í að verða 1.700 m.kr. umfram fj'ár- lög. Heilbrigðisráðherra leitar nú leiða til þess að ná fram sparnaði strax á þessu ári sem nemur um 500 m.kr. einkum með aðgerðum til að draga úr lyfjakostnaði og kostnaði við sérfræðiþjónustu. Þá er þess að geta að við af- greiðslu lánsfjárlaga í vor var ríkis- sjóði heimilað að taka lán og endur- lána eða veita ríkisábyrgðir á lántöku til nokkurra tiltekinna verkefna. Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að falla frá eftirfarandi heimildum: * Alþingi heimilaði 900 m.kr. lán- töku til að leysa úr fjárhags- vanda loðnu-; rækju- og síldar- verksmiðja. Ákveðið er að falla frá 200 m.kr. lántöku sem ætluð var til úreldingar loðnuverk- smiðja. Jafnframt verður leitað til viðskiptabanka um að tryg8Ía umræddum atvinnufyr- irtækjum nauðsynlegt fjármagn áður en kemur að notkun heim- ildar ríkissjóðs til ábyrgðar á lánum. * Fyrirhuguð lántaka Byggða- stofnunar um 900 m.kr. lækkar um 300 m.kr. og tengist þetta yfirtöku ríkissjóðs á 1.200 m.kr. skuldum stofnunarinnar. * Landsvirkjun var veitt heimild til 400 m.kr. lántöku vegna gjaldskrárhækkunar sem fallið var frá. Ákveðið er að falla frá lántökunni og að fyrirtækið beri fjárþörfina að hluta með gjald- skrárhækkun og að hluta úr eigin rekstri. 4. Áhrif aðgerðanna á lánsfjárþörf ríkissjóðs og annarra opinberra aðila Aðgerðunum sem hér er lýst er annars vegar ætlað að örva innlend- an sparnað og hins vegar að draga úr eftirspurn. Án aðgerða er talið að rekstrarhalli ríkissjóðs stefni í rúmlega 9 milljarða króna á þessu ári, lánsfjárhallinn í 13 milljarða og lánsfjárþörf allra opinberra aðila í allt að 34 milljarða króna. Með viðnámsaðgerðunum er stefnt að því að minnka lánsfjárhalla hins opinbera í heild um 6 milljarða sem næst með auknu aðhaldi í ríkisfjár- málum, takmðrkun á nýtingu láns- fjárheimilda, hækkun útlánsvaxta húsnæðislánakerfisins og aðgerðum í húsbréfakerfinu. Með þessum að- gerðum er dregið úr hættunni á áframhaldandi þenslu og jafnvægis- leysi í þjóðarbúskapnum. Rétt er að hafa í huga að hér eru stigin fyrstu skref í átt til þess að minnka halla ríkissjóðs og stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1992 þarf að móta stefnuna í ríkisfjármál- um í ljósi þeirra miklu skuldbindinga sem ríkissjóður hefur gengist undir og koma til greiðslu á næstu árum. NEYTENDAMAL Drvkkur í kristalssrlasi sretur vald- ið dtrun vegna blýs í krktaJnum FAGURTÆR kristell getur ver- ið hið mesta augnayndi. En ekki er þar allt sem sýnist, þessi kristall inniheldur 24 til 32 pró- sent af blý oxíði sem gerir hann tæran og glitrandi. Frumrann- sóknir visindamanna í New York benda til að mikið magn af blýi, sem er eitraður málm- ur, geti náð að leysast úr skrautflöskum undir vín eða „karöflum" í drykkjarföng sem geymd eru í þeim. Joseph H. Graziano sérfræðingur í eitur- efnafræðum við „Colombia Uni- vercity College of Physicians and Surgeons" og samstarfs- menn hans telja að geymslu drykkja í blý-kristal í lengri tíma beri að forðast. (Lancet, 19. jan.) Upphaf rannsóknanna var upp- götvun, sem gerð var nánast af tilviljun, leiddi í ljós að blý getur farið úr kristalsgleri í áfengi eða vín. í framhaldi af því komu vís- indamennirnir með þrenns konar kristalsflöskur að heiman frá sér á rannsóknastofuna, þeir hrein- suðu þær og settu í þær portvín. Þrem dögun síðar rannsökuðu þeir vínið og reyndist blýmagnið í víninu hafa aukist frá £9 míkrógrömmum í lítra í 2,160 mikrógrömm í lítra og fjórum mánuðum síðar í 5.330 míkrógrömm í lítra. I hvítvíni reyndist blýinnihaldið hafa tvöfaldast klukkustundu eft- ir að því hafði verið hellt í blý- Fagurtær og glitrandi kristall inniheldur blý. Áfengi og aðrir drykkir geta náð að leysa blý úr kristalnum í drykkjarföngin. kristalsglösin, og fjórum klukku- stundum síðar hafði blýmagnið fjórfaldast. Rannsóknir á áfeng- um drykkjum í 14 blý-kristalsfl- öskum, leiddu í ljós að koníak og líkjör sem geymd höfðu verið í blý-kristalsflöskum í fímm ár eða lengur hafði dregið til sín 19,900 til 21,500 míkrógrömm af blýi. (Til samanburðar má geta þess að í bandarískum lögum má blý í drykkjarvatni vera 50 míkrógrömm í lítra og nú er til umræðu að minnka leyfilegt magn niður í 20 míkrógrömm í lítra.) Þar sem eitt glas af menguðu koníaki eða líkjör getur innihald- ið jafnmikið blý og fólk kemst í snertingu við - á heilum mánuði - með vatni, matvælum, ryki og úr andrúmsloftinu, ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur slíka drykki sér til munns. I greinarkorni sem þessir sömu vísindamenn birtu í „Journal of Pediatrics" 8. janúar sl. benda þeir á að eplasafi og mjólkur- blanda ungbarna (infant form- ula) leysir blýið jafn greiðlega upp úr kristalnum og áfengið. Ávaxtasafi var látinn standa í blý-kristalsbarnapela í eina klukkustund og hafði blýmagið aukist úr 1 míkrógrammi í lítra í 166 mfkrógrömm í lítra. Hituð mjólkurblandan náði sama blý- magni á 15 mínútum og eftir fjór- ar klukkustundir var blýmagnið komið upp í 280 míkrógrömm í lítra. Þar sem ungbórn eru mun viðkvæmari fyrir áhrifum blýs hafa vísindamennirnir lagt til við yfirvóld að kristalsbarnapelar verði teknir af markaðnum. Samtök blýframleiðenda „Lead Industries Association" benda á að lítil áhætta sé í að drekka drykki úr kristalsglösum sem aðeins hafa verið í glösunum í stuttan tíma eins og við máls- verði. Annar hópur „Inernational Lead Zink Research Organizat- ion" undirbýr nú rannsóknir á áhættu sem fylgir langvarandi geymslu á áfengi í t>lý-kristals- flöskum. Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) er þegar með svipaðar rannsóknir í gangi. M. Þorv. Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids 1991 í kvóld, fímmtudaginn 23. maí, hefst sumarbrids 1991. Eins og fram hefur komið áður verður spilaður eins kvölds tvímenningur í riðlum á fímmtudagskvöldum í sumar. Húsið verður opnað kl. 17 og fyrsta riðli startað um leið og hann er tilbúinn og áætlað er að halda opnu fyrir alla til kl. 19. Minnt er á að áffir eru vel- komnir í sumarbrids og margir hafa stigið sín fyrstu spor í keppnisbrids með því að byrja J)ar. Spilað er í húsi Bridssambands Islands, Sigtúni 9. Umsjónármaður sumarbrids á fimmtu- dögum í sumar verður Ólafur Lárus- son. Norðurlandsmót í sveitakeppni Norðurlandsmótið í brids" í sveita- keppni verður haldið í félagsheimili Þórs, Hamri á Akureyri 24.-26. maí nk. Keppnin hefst kl. 16 á föstudag og verða spilaðar 7 umferðir eftir Monrad. Um 20 sveitir víðs vegar af Norð- urlandi taka þátt í mótinu allt frá Hvammstanga að Húsavík. Núver- andi Norðurlandsmeistari er sveit íslandsbanka Siglufirði. Spilað verður um silfurstig. Keppnisstjóri verður Albert Sigurðsson. Bikarkeppnin 1991 Minnt er á að nú fer að styttast skráningarfresturinn í íslandsbanka- bikarkeppnina 1991. Tekið er á móti skráningum á skrifstofu Bridssam- bands Islands í síma 91-689360. 0 RAYMOND WEIL GENEVE LE TEMPS CRÍATEUR OTHELLO Þunn, aðeins 3,5 mm, nútímaleg hönnun, handunnin með 18 K. gullhúð, vatnsþétt, ól úr krókódílaskinni. Útskriftargjöfin í ár GILBERT ÚRSMIÐUR, Laugavegi62,sími 14100 Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! \TORAR - stelnsteypu. VONDUÐ GRÓÐURHÚS VEITA AUKNA ÁNÆGJU VK) RÆKTUN GUTMAN gróðurhúsin eru þekkt fyrir góðan frágang. Þau eru byggð úr sverum prófílum, glerið er 4 mm eða allt að 10 mm plast, engin samskeyti, pannig að þau þola vel mikið veðurálag. Hægt er að fá ýmsa fylgihluti, svo sem hitastýrða gluggaopnara, vökvunarbúnað, borð, hilluf o.þ!h. GUTMAN gróðurhúsin er hægt að fá í ýmsum stærðum, allt frá 5 - 38m2 og býður það upp á marga möguleika. Komið og kynnið ykkur GUTMAN gróðurhúsin og pantið tímalega. SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA SMIOJUVEGI 5,200 KÓPAVOGUR, SÍMI43211 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.