Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 37

Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 37
á fjárlögum og lánsfjárlögum, auk áforma fyrrverandi ríkisstjómar. Ríkisstjómin hefur komið sér saman um eftirfarandi aðgerðir: * Lántökuheimildir ríkissjóðs lækki um 300 m.kr. Hætt verð- ur við 100 m.kr. hafnarfram- kvæmdir vegna loðnubrests. Þá verður tekin ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu þegar fyrir liggur frekari athugun á öllum þáttum er varða notkun og að- stöðu fyrir flugrekstur Land- helgisgæslunnar. Loks lækkar framlag til tjónabóta vegna óveðurs um 100 m.kr. * Ákveðið er að breyta útlánaregl- um Lánasjóðs íslenskra náms- manna þannig að viðbótarfjár- þörf sjóðsins lækki um 300 m.kr., þ.e. úr 700 m.kr. sam- kvæmt endurskoðaðri áætlun í 400 m.kr. Menntamálaráðherra hefur falið nýskipaðri stjórn sjóðsins að gera tillögur um nauðsynlegar aðgerðir til þess að þessu marki verði náð. * Framlag til vegamála á árinu 1991 lækkar um 350 m.kr. Lækkunin kemur jöfnum hönd- um niður á viðhalds- og fram- kvæmdafé. Vetrarviðhald hefur t.d. verið minna en spáð var og tilboð í framkvæmdir hafa reynst hagstæð. * Lögbundin fjárþörf lífeyris- og sjúkratrygginga og rekstrarút- gjöld sjúkrastofnana stefna í að verða 1.700 m.kr. umfram fjár- lög. Heilbrigðisráðherra leitar nú leiða til þess að ná fram sparnaði strax á þessu ári sem nemur um 500 m.kr. einkum með aðgerðum til að draga úr lyfjakostnaði og kostnaði við sérfræðiþjónustu. Þá er þess að geta að við af- greiðslu lánsfjárlaga í vor var ríkis- sjóði heimilað að taka lán og endur- lána eða veita ríkisábyrgðir á lántöku til nokkurra tiltekinna verkefna. Fj ármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjómina ákveðið að falla frá eftirfarandi heimildum: * Alþingi heimilaði 900 m.kr. lán- töku til að leysa úr fjárhags- vanda loðnu-; rækju- og síldar- verksmiðja. Ákveðið er að falla frá 200 m.kr. lántöku sem ætluð var til úreldingar loðnuverk- smiðja. Jafnframt verður leitað til viðskiptabanka um að tryggja umræddum atvinnufyr- irtækjum nauðsynlegt fjármagn áður en kemur að notkun heim- ildar ríkissjóðs til ábyrgðar á lánum. * Fyrirhuguð lántaka Byggða- stofnunar um 900 m.kr. lækkar um 300 m.kr. og tengist þetta yfirtöku ríkissjóðs á 1.200 m.kr. skuldum stofnunarinnar. * Landsvirkjun var veitt heimild til 400 m.kr. lántöku vegna gjaldskrárhækkunar sem fallið var frá. Ákveðið er að falla frá lántökunni og að fyrirtækið beri fjárþörfína að hluta með gjald- skrárhækkun og að hluta úr eigin rekstri. 4. Áhrif aðgerðanna á lánsfjárþörf ríkissjóðs og annarra opinberra aðila Aðgerðunum sem hér er lýst er annars vegar ætlað að örva innlend- an spamað og hins vegar að draga úr eftirspum. Án aðgerða er talið að rekstrarhalli ríkissjóðs stefni í rúmlega 9 milljarða króna á þessu ári, lánsfjárhallinn í 13 milljarða og lánsíjárþörf allra opinberra aðila í allt að 34 milljarða króna. Með viðnámsaðgerðunum er stefnt að því að minnka lánsfjárhalla hins opinbera í heild um 6 milljarða sem næst með auknu aðhaldi í ríkisfjár- málum, takmörkun á nýtingu láns- fjárheimilda, hækkun útlánsvaxta húsnæðislánakerfisins og aðgerðum í húsbréfakerfinu. Með þessum að- gerðum er dregið úr hættunni á áframhaldandi þenslu og jafnvægis- leysi í þjóðarbúskapnum. Rétt er að hafa í huga að hér em stigin fyrstu skref í átt til þess að minnka halla ríkissjóðs og stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1992 þarf að móta stefnuna í ríkisfjármál- um í ljósi þeirra miklu skuldbindinga sem ríkissjóður hefur gengist undir og koma til greiðslu á næstu árum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGÚR 23. MAÍ 1991 Drykkur í kristalsglasi getur vald- ið eitrun vegna blýs í kristalnum NEYTENDAMAL Fagurtær og glitrandi kristall inniheldur blý. Áfengi og aðrir drykkir geta náð að leysa blý úr kristalnum í drykkjarföngin. FAGURTÆR kristall getur ver- ið hið mesta augnayndi. En ekki er þar allt sem sýnist, þessi kristall inniheldur 24 til 32 pró- sent af blý oxíði sem gerir hann tæran og glitrandi. Frumrann- sóknir vísindamanna í New York benda til að mikið magn af blýi, sem er eitraður málm- ur, geti náð að leysast úr skrautflöskum undir vín eða „karöflum" í drykkjarföng sem geymd eru í þeim. Joseph H. Graziano sérfræðingur í eitur- efnafræðum við „Colombia Uni- vercity College of Physicians and Surgeons“ og samstarfs- menn hans telja að geymslu drykkja í blý-kristal í lengri tíma beri að forðast. (Lancet, 19. jan.) Upphaf rannsóknanna var upp- götvun, sem gerð var nánast af tilviljun, leiddi í ljós að blý getur farið úr kristalsgleri í áfengi eða vín. í framhaldi af því komu vís- indamennirnir með þrenns konar kristalsflöskur að heiman frá sér á rannsóknastofuna, þeir hrein- suðu þær og settu í þær portvín. Þrem dögun síðar rannsökuðu þeir vínið og reyndist blýmagnið í víninu hafa aukist frá míkrógrömmum í lítra í 2,160 mikrógrömm í lítra og fjórum mánuðum síðar í 5.330 míkrógrömm í lítra. I hvítvíni reyndist blýinnihaldið hafa tvöfaldast klukkustundu eft- ir að því hafði verið hellt í blý- kristalsglösin, og fjórum klukku- stundum síðar hafði blýmagnið fjórfaldast. Rannsóknir á áfeng- um drykkjum í 14 blý-kristalsfl- öskum, leiddu í ljós að koníak og líkjör sem geymd höfðu verið í blý-kristalsflöskum í fimm ár eða lengur hafði dregið til sín 19,900 til 21,500 míkrógrömm af blýi. (Til samanburðar má geta þess að í bandarískum lögum má blý í diykkjarvatni vera 50 míkrógrömm í lítra og nú er til umræðu að minnka leyfilegt magn niður í 20 míkrógrömm í lítra.) Þar sem eitt glas af menguðu koníaki eða líkjör getur innihald- ið jafnmikið blý og fólk kemst í snertingu við - á heilum mánuði - með vatni, matvælum, ryki og úr andrúmsloftinu, ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur slíka drykki sér til munns. I greinarkorni sem þessir sömu vísindamenn birtu í „Journal of Pediatrics" 8. janúar sl. benda þeir á að eplasafi og mjólkur- blanda ungbarna (infant form- ula) leysir blýið jafn greiðlega upp úr kristalnum og áfengið. Ávaxtasafi var látinn standa í blý-kristalsbarnapela í eina klukkustund og hafði blýmagið aukist úr 1 míkrógrammi í lítra í 166 míkrógrömm í lítra, Hituð mjólkurblandan náði sama blý- magni á 15 mínútum og eftir fjór- ar klukkustundir var blýmagnið komið upp í 280 míkrógrömm í lítra. Þar sem ungbörn eru mun viðkvæmari fyrir áhrifum blýs hafa vísindamennirnir lagt til við yfirvöld að kristalsbarnapelar verði teknir af markaðnum. Samtök blýframleiðenda „Lead Industries Association" benda á að lítil áhætta sé í að drekka drykki úr kristalsglösum sem aðeins hafa verið í glösunum í stuttan tíma eins og við máls- verði. Annar hópur „Inernational Lead Zink Research Organizat- ion“ undirbýr nú rannsóknir á áhættu sem fylgir langvarandi geymslu á áfengi í t>lý-kristals- flöskum. Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) er þegar með svipaðar rannsóknir í gangi. M. Þorv. __________Brids ___________ Amór Ragnarsson Sumarbrids 1991 í kvöld, fimmtudaginn 23. maí, hefst sumarbrids 1991. Eins og fram hefur komið áður verður spilaður eins kvölds tvímenningur í riðlum á fimmtudagskvöldum í sumar. Húsið verður opnað kl. 17 og fyrsta riðli startað um leið og hann er tilbúinn og áætlað er að halda opnu fyrir alla til kl. 19. Minnt er á að allir eru vel- komnir í sumarbrids og margir hafa stigið sín fyrstu spor í keppnisbrids með því að byrja j>ar. Spilað er í húsi Bridssambands Islands, Sigtúni 9. Umsjónármaður sumarbrids á fimmtu- dögum í sumar verður Olafur Lárus- son. Norðurlandsmót í sveitakeppni Norðurlandsmótið í brids í sveita- keppni verður haldið í félagsheimili Þórs, Hamri á Akureyri 24.-26. maí nk. Keppnin hefst kl. 16 á föstudag og verða spilaðar 7 umferðir eftir Monrad. Um 20 sveitir víðs vegar af Norð- urlandi taka þátt í mótinu allt frá Hvammstanga að Húsavík. Núver- andi Norðurlandsmeistari er sveit íslandsbanka Siglufirði. Spilað verður um silfurstig. Keppnisstjóri verður Albert Sigurðsson. Bikarkeppnin 1991 Minnt er á að nú fer að styttast skráningarfresturinn í Islandsbanka- bikarkeppnina 1991. Tekið er á móti skráningum á skrifstofu Bridssam- bands Islands í síma 91-689360. >2 terkur og Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! RAYMOND WEIL GENEVE L E TEMPS CRÉATEUR OTHELLO Þunn, aðeins 3,5 mm, nútímaleg hönnun, handunnin með 18 K gullhúð, vatnsþétt, ól úr krókódílaskinni. Öl Útskriftargjöfin í ár GILBERT ÚRSMIDUR, Laugavegi 62, simi 14100 VEITA AUKNA ANÆGJU VIÐ RÆKTUN GUTMAN gróðurhúsin eru þekkt fyrir góðan frágang. Þau eru byggð úr sverum prófílum, glerið er 4 mm eða allt að 10 mm plast, engin samskeyti, þannig að þau þola vel mikið veðurálag. Hægt er að fá ýmsa fylgihluti, svo sem hitastýrða gluggaopnara, vökvunarbúnað, borð, hillur o.þ^h. GUTMAN gróðurhúsin er hægt að fá í ýmsum stærðum, allt frá 5 - 38m2 og býður það upp á marga möguleika. Komið og kynnið ykkur GUTMAN gróðurhúsin og pantið tímalega. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.