Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 í NYTT Einnig fáanlegar í hvítu ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. #ÁiFABORGÍ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 - SÍMI 686755 ELFA-VORTIS rafmagnsofnar. Nýtt, glæsilegt útlit. 600-2000 vött. ELFA-OSO hitakútor 30-300 lítra. Blöndunar- og öryggislokar fylgja með. Greiðsluskilmálar. Einar Farestvert&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622901 ¦ UH 4 stoppar wWdymar !:l:M:t:i:l:> Minning: Asta Einarsdóttír Fædd 31. janúar 1922 Dáin 15. maí 1991 Við kveðjum Ástu með söknuði en geymum í hugskotum okkar mynd af henni hláturmildri með augun geislandi af fjöri. Við þökkum fjölmargar yndisleg- ar stundir á heimili þeirra Esra og órofa vináttu. Á árum okkar í Bandaríkjunum áttum við hjá þeim annað heimili þótt oft væri þar þröng á þingi. Við minnumst veisluhalda á jól- um, páskum, afmselum, við próflok og brúðkaup sem Ásta stjórnaði af glæsibrag, Hún rak heimilið af fjöri og festu, var einstaklega ráðagóð og bjó yfir lífsspeki sem hlaut að hafa áhrif á alla sem umgengust hana. Hún skilaði dagsverki sínu með miklum sóma. Við vottum Esra og fjölskyldunni innilega samúð. Guðmundur, Þórey og Guðný. Hún var yfirleitt ekkert að tvín- óna við hlutina, heldur ekki þegar hún kvaddi þetta tilverustig - og okkur. Strax í bernsku einkenndist lfcf hennar af erli, hún var þriðja af 11 börnum mektarhjónanna Ragn- hildar Jónsdóttur og Einars Tómas- sonar, ein af 9 systrum og tókst ung á hendur ábyrgð við barnaupp- eldi og heimilisstörf. Hún var uppal- in í hjarta Reykjavíkur á kreppuár- unum, en einhvern veginn finnst mér að það hafi aldrei verið kreppa í Iitla húsinu á „Bergstó", því með einhverjum undramætti tókst þess- um góðu hjónum að sigla í gegnum erfiðu árin. Það var áhugavert að heyra lýsingu systranna á móður þeirra og föður þegar ferming stóð fyrir dyrum, sem auðvitað var nokk- uð oft. Móðirin saumaði alklæðnað, frá undirfötum til yfirhafna, ekki aðeins á fermingarbarnið, heldur á allan hópinn. Faðirinn bar heim björg í bú og fylgdist á sinn rólega hátt með öllu, vakandi yfir velferð sinnar stóru fjölskyldu. Þau höfðu ekki síma, þess þurfti ekki og biðlarnir létu ekki á sér standa, enda dætrahópurinn glæsi- legur, blóminn af Reykjavíkurdætr- um, fallegur og föngulegur. Og hún, sem við kveðjum í dag, hún Ásta, var ekki eftirbátur þeirra og inn í líf hennar kom ungur og efni- legur læknastúdent, Esra Pétursson að nafni. Þau opinberuðu trúlofun sína daginn sem Bretar hernámu ísland. „Ég vildi tryggja mér hana," sagði Esra seinna og kímdi. Og hann tryggði sér hana og hún var honum trygg og trú - alla ævi. Hún fylgdi honum til náms og starfs, þrisvar til annarrar heims- álfu og heim aftur, austur að Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann var héraðslæknir. Þar áunnu lækn- ishjónin ungu sér virðingu og vin- Er mosi í blettinum? Leigjum út afkastam- ikla mosatætara, auk margra annarra garð- yrkjuverkfæra, svo sem: Jarðvegstætara, sláttuvélar, sláttuorf, keðjusagir, limgerðis- klippur, valtara, hjól- börur. Pallar hf. Dalvegur 16 - 200 Kópavogi - Símar 42322-641020 sældir, að því er hermt er, og unga læknisfrúin vann hug og hjörtu sveitunganna með glaðværð og elskulegri framkomu. Börnin fæddust, eitt af öðru og urðu að lokum 7 - synir. Hún var mikil móðir, hún var þeim öllum óendanlega mikils virði og við sjáum í þeim svo mikið af henni. Þeir þakka móðurástina og móðurmild- ina með því m.a. að koma um lang- an veg til að kveðja hana. Hún reyndist eiginmanni sínum svo vel að eftir var tekið. Hún tók dóttur Esra sem sinni og var sá kærleikur endurgoldinn. Starfsvettvangur hennar var, eins og svo margra kvenna af henn- ar kynslóð - heimilið og börnin og þar ræktaði hún garðinn sinn vel. I matargerðarlist stóðu henni fáir á sporði, hún hafði unun af ljóðum og blómum, hún var hláturmild og hlý, gjafmild og góð. Hún var trúuð og trúrækin, treysti guði sínum, því líf hennar hafði líka skuggsælar hliðar, en henni tókst að snúa þeim til sólar - flestum. Hún skilur mikið eftir sig, þessi kona, hversdagshetjan. Já, hún lagði sinn skerf til þjóðar sinnar. Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. 0, ljúfi faðir, lít til mín, að ég megi, ég þótt deyi, koma heim til þeirra' og þín. (Dav.sl. 39 - V. Briem) Já, enn erum við minnt á, að við erum gestir hér á jörðu, enginn flýr 'sitt skapadægur og við getum verið viss um, að hjá föður okkar á himn- um verði tekið vel á móti okkur. Ástu hefur svo sannarlega verið tekið opnum örmum, svo margir ástyinir eru farnir á undan._ Ég veit hins vegar að AstanW hennar kemur, jafnvel hlaupandi, í mót ömmu sinni og þar verða f agn- aðarfundir - þúsund kossar - og mikið skrafað og hlegið. Þeim á eftir að líða vel saman, nöfnunum, þar sem hér. Við Einar og börnin okkar kveðj- um hjartkæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu með þakklæti og ástarhug og biðjum algóðan guð að vernda hana og blessa. Megi hann einnig styrkja og hugga elsku Esra og aðra ástvini á sorgar- stundu. Kristín í endurminningum flestra eldri íslendinga hvílir skuggi hernámsins yfir morgninum 10. maí árið 1940. I mínum huga skiptast þar á bæði skin og skuggar. í skininu birtist sá sólargeisli sem hefur í rúma hálfa öld yljað mér og mínum nán- ustu, því þetta var trúlofunardagur Esra bróður míns og Ástu. Það var dýrmæt gjöf sem hann þá færði fjölskyldu sinni. Betri tengdadóttur eða mágkonu get ég ekki hugsað mér. Við erum bara tvö systkinin og fjölskyldumynstrið breyttist þá til muna, því um leið tengdumst við hennar stóru fjölskyldu. Hún var ein af níu systrum en bræðurnir voru tveir. Var mikill fengur að kynnast þessum glaðværa og fal- lega systkinahópi, hennar mætu og elskulegu foreldrum og skylduliði þeirra. Faðir Ástu var Einar Tómasson, kolakaupmaður. Hann var að lundarfari stilltur, traustur og prúð- menni hið mesta. Systkini hans voru 8 talsins. Kynntist ég aðallega þremur systrum Einars. Allar voru þær bráðgreindar og athugular konur. Ein þeirra var Guðrún Tómasdóttir, sem bar höfundarheit- ið Arnrún frá Felli. Hún giftist Karli Bjarnasyni prófessor við Harvard-háskólann í Bandaríkjun- um. Ég kynntist henni vestanhafs á heimili Esra og Ástu og dáðist að þessari miklu dugnaðarkonu. I ritsafni Bjargar Einarsdóttur „Úr ævi Tjg starfi íslenskra kvenna" er kafli um Guðrúnu, í senn athyglis- ________'._______'I______ verður, fróðlegur og skemmtilegur. Þar kemur fram að þegar Guðrún lét af störfum vegna aldurs helgaði hún sig einkum þýðingum á ljóðum íslenskra skálda á ensku. Vitnar Björg í grein eftir séra Jón Auðuns þar sem hann getur þess, að Guð- rún hafi þýtt mikið af ljóðum Steins Steinars á enska tungu og taldi hann þær þýðingar hafa borið vitni mikilli leikni og vandvirkni. Af þess- um sex systrum Einars var mér þó kærust systirin Anna, hjúkrunar- fræðingur á Militærspítalanum í Kaupmannahöfn. Alltaf hlýnar mér um hjartarætur er mér verður hugs- að til hennar og hversu vel hún reyndist okkur hjónunum þegar Finnbogi lá þar fársjúkur. Móðir Ástu, mágkonu minnar, hét Ragnhildur Jónsdóttir. Systkini hennar voru fimm, öll viðmótShlý, glaðlynd og músíkölsk. Ég sé hana fyrir mér sitjandi (vegna fótalúa) við að baka vöfflur, umkringd barnahópnum sínum, vinum og vandamönnum. Það brást ekki að þegar Einar kom heim að loknum vinnudegi ljómaði andlit hennar af ást og gleði. Höfðu margir orð á því hversu kært var alltaf milli þeirra hjóna. í litla húsinu þeirra á Bergstaða- stræti 24b, þar sem Ásta fæddist og sex yngri systkini hennar, var alltaf nægilegt húsrými. Húsbónd- inn þreyttur eftir erfiði dagsins, lagði sig bara og steinsofnaði á bekknum í stofunni. Svaf þar áreið- anlega sætum svefni, þótt nokkur gáskafull krakkakríli væru í leik undir og yfir bekknum. Svefntöflur eru óþarfar fyrir þá sem vinnulúnir eru og með þá geðrómsemi, sem mér virtist hann hafa til að bera. Ragnhildur andaðist árið 1961 og Einar fimm árum síðar. Síðustu árin bjó hann áfram á heimili sínu með Ingu dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Á lífi eru 49 barnabörn þeirra, en ekki kann ég tölu á barna- barnabörnunum og þeirra börnum. Að sjálfsögðu lenti barnapössun- in töluvertá elstu systrunum, ekki hvað síst Ástu, sem var sú þriðja í röðinni, og alla tíð hjálpfús og létt í snúningi. Hún var því hálfgerð mamma fyrir yngstu börnin að þeirra. eigin sögn. Hlutverkinu gegndi Ásta áfram er hún eignaðist sjálf synina.^ Pétur Kjartan var frumburður Ástu og Esra, og svo komu hinir sex í þessari röð: Einar Haraldur, Sigurður Ragnar, Karl Torfi, Jón Tómas, Finnbogi Þór og lestina rak Esra Jóhannes. Allir eru þeir mætir menn og að mínu mati hver öðrum betri. Þessir elskulegu og ágætu bróðursynir mínir voru á barnsaldri tíðir gestir á heimili okkar hjónanna og unnu hjörtu okkar með sinni barnslegu lífsgleði. En hár flestra glókollanna er orðið grásprengt og allir eru þeir sjálfir nú feður, einn þeirra meira að segja stoltur afi, enda árin orðin það mörg, að Ásta og Esra ætluðu að halda upp á guHbrúðkaup sitt í haust. Ásta var aðdáunarverð eigin- kona, móðir og amma. Alltaf var ég jafn hrifín af henni í húsmóður- hlutverkinu, hvort heldur það var í Reykjavík sem eiginkona lækna- nemans, þá tveggja drengja móðir, eða á kandidatsári Esra í Minneap- olis í Bandaríkjunum. Gefur að skilja að auraráðin hafa oft verið naum á þessum námsárum og því mikið undir því komið að húsmóðir- in væri sparneytin og hagsýn. Næst fluttu þau að Breiðabólstað í V-Skaftafellssýslu, þar sem hann var héraðslæknir um þriggja ára skeið. Eftir það voru þau aftur nokkur ár í Reykjavík, síðan varð hann aðstoðarlæknir í Norður- Karólínu um eins árs skeið og um leið í framhaldsnámi í geðlækning- um. Svo settust þau aftur að í Reykjavík um nokkurra ára skeið, og var það fjölskyldum þeirra mikið fagnaðarefni. Ásta var samt reiðu- búin einu sinni enn að taka upp heimilið og flytjast til New York með eiginmanninum og yngri drengjunum fimm svo að hann, jafnframt starfi sínu á heróínneyt- endadeild í Manhattan, fengi stund- að margra ára sérfræðinám í sál- greiningu við hina þekktu Karen Horney Clinic. I New York bjuggu þau frá árinu 1962 til 1975. Á öllum þessum stöðum sýndi Ásta mikla aðlögunarhæfileika, kjark og jafn- aðargeð þótt í mörgu væri að snú- ast á stóru heimili. Þar var svo til sífelldur gestagangur, sem var ekki síst að þakka gestrisni og hjálpfýsi hjónanna sem og nánum tengslum þeirra við vini og vandamenn, að ekki sé talað um glaðlyndi og mat- reiðslusnilli mágkonu minnar, sem lokkaði mig og marga aðra æði oft að matarborði hennar. Ásta hélt alltaf nánu sambandi við systkini sín og aðra venslamenn enda mjög félagslynd að eðlisfari. Frá American Scandinavian Found- ation fékk hún fallegan listagrip í viðurkenningarskyni fyrir framlag sitt til eflingar þessa félagsstarfs og hér heima var hún virk í Sam- Frímúrarareglunni. Kærleiksríkt samband var milli Ástu og Vigdísar, dóttur Esra, og var Vigdís einmitt heima hjá henni daginn áður en hún fór á spítalann. Það fór ekki á milli mála að Ásta hafði ekki verið heil heilsu um skeið, en þar sem hún var aldrei kvartsár og reyndi alltaf eftir fremsta megni að sinna sínum húsmóðurstörfum, vildi ég ógjarnan horfast í augu við þann raunveruleika að senn yrðum við að skilja við leiðarenda og fara hvor sína leið. Banalega hennar var stutt. Hún veiktist að morgni 14. maí sl. Það var mikið lán að Esra skyldi ekki vera farinn á stofuna. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem sonardóttir hennar og alnafna lést fyrir 10 árum, átta ára gömul. Skiljanlega hörmuðum við að missa þá bráðfal- legu, skemmtilegu og skýru telpu, sem alla tíð hafði ljómað af hreysti þar til hún skyndilega veiktist, en ömmunni Ástu var þetta þungbær raun, sem skildi eftir sár er aldrei greri. Þótt söknuðurinn sé sár vil ég sjálf helst geyma mynd í hugar- heimi mínum og þá af nöfnunum saman. Ég þakka Astu samfylgdina og einlæga vináttu. Við áttum margar ánægjustundir saman. Nú víkur gleðin fyrir sorginni, og hvar er þá huggun að finna öllum þeim sem er svipað innanbrjósts og mér? Því svarar Steingrímur Thorsteins- son í hinni alkunnu vísu:. Trúðu' á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Það gerir Njörður P. Njarðvík einnig í trúarsálmi sínum, I þér. í.þér er það ljós sem lýsir langt inn í dýpstu myrkur. 1 þér er sá vega vísir er verður oss öllum styrkur. í þér er sá mikli máttur er mildar oss allar jratir. I þér verður sérhver sáttur við sárgengnar harmabrautir. Ég held að það hafi aldrei borið skugga á vináttu okkar Ástu. Hún reyndist mér sérstaklega vel alla tíð hvort heldur á móti blés eða allt lék í lyndi í lífi okkar. Mér er til efs um að hún hafi mælt styggð- aryrði til nokkurs manns. Hún reyndi þvert á móti alltaf að stuðla að velvild manna á milli. Ætíð var hún hress og glöð og þótti öllum gott að vera í návist hennar. Það er svo sannarlega þakkarvert að hafa átt samleið með svo veglyndri konu, sem nú að lokum leggur sinn drjúga skerf í ört vaxandi endur- minningasjóð. Blessuð sé minning hennar. María Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.