Alþýðublaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir MIKIL eftirvænting ríkir í Noregi um úrslit Heimsmeist- arakeppninnar í skautahiaupi, sem háð verður í Osló í dag og á morgun. Blöðin ræða mikið um bað, hvort hinum nýbakaða Evrópu meistara, Knut Johannssen takist einnig að hreppa heims- meistaratitilinn. T'il þessa hef- ur 10 skautahlaupurum tekizt að Verða, í fyrsta lagi, meist- ari síns eigin lands, og EM- og Hm-meistari sama árið. Knut á nú. „aðeins“ eftir heimsmeist arakeppniná, hanii varð- norsk- ur meistari 1959 og áður hefur verið skýrt frá EM-titli hans. Þeir sem hafa unnið þetta af- rek eru: Hjalmar Ándersen, Noregi, 1950, 1951 og 1952. Ingvar Ballengrimd, Noregi, 1936. Sigge Ericsson, Svíþjóð, 1955, Bcrnt Evenseii, Norrgi. 1927. Oleg Gontsjarenko, Rússl. 1956 og 1958. Roald Larsen, Noregi, 1924. Oscar Mathiesen, Noregi, 1909 og 1912. Boris Sjilkov, Rússlandi, 1954. Nic. Strnnkoff, Rússlandi, 1910 og 1911. Clas Thunberg, Finnlandi, 1928. Til gamans birtum við einn- ig skrá um það, hverjir hafa örðið heimsmeistarar í skauta- hlaupi eftir slðari heimsstyrj- Öldna og sigurvegarar í ein- stökum greinum: Heimsmeistari . 500 ni 1500 ni 5000 nx 10 000 m L. Pai-kkinen 1947 S. Farstad 44.3 •S. Farstad 2Í21.0 Parkinen 8.33,7 Liakiev 17.37.0 O. Lundberg 1948 Kundrjatzev 43.9 J. Werkct 2.22.3 Broekman 8.37.5 Broekman 17.48.8 Kornél Pajor 1949 K. Hcnrv 46/á J. Werket 2.30,8 K. Pajor 9.09.4 Pajor 18.42.0 Hj. Andersen 1950 J. Werket 47.3 J, Werket 2.32.1 Anderson 9.15.4 Andersen 17.40.8 Hj, Aixdersen 1951 Naito, Japan 43.9 v.d. Voort 2.17.7 Anderson 8.279 Andersen 17.31.8 Hj. Andersen 1952 K. Henry 43.4 v.d. Voort 2.21.3 Anderson 8.169 Andersen 17.03.5 Gontsjarenko 1953 T. Salonen 43.1 B. Sjilkov 2.18,1 Gontsjar. 8.269 Gontsjar. 17.22.2 Boris Sjilkov 1954 E. Grisjin 44.1 B. Sjilkov 222,3 Gontsjar. 8.219 Gontsjar. 17.38.7 S. Ericsson 1955 T. Salonen 42.6 Gontsjar. 2.20.6 Johannesen 8.33.0 Ericsson 17.09.8 Gontsjarenko 1956 J. Micliailo v 41,9 B. Sjilkov 2.11,6 Gontsjar. 8.07.7 Seiersten 16.43.3 Johanixesen 1957 E. Grisjin 42.3 B. Sjilkov 2.13.9 Johannesen 8989 Johannesen 16.33.9 Góntsjarenko 1958 R. Merkulov 44.2 ’Gontsjar. 2.179 Sjilikovskij 8.31.4 Johannesen 17.08.2 L'ins o.g Sivyrt var t*á á iþróttasíðunni nýiega, standa inn- anhússmótin í frjálsíþróttum sem hæst í Bandaríkjununa um þessa,. mundir. Nýlega fóru Svíarnir Dan Waern og Richard DaM til þátttöku í móiuan þar, einnig fór bezti 800 m. hlaup ari hjóðveria nýlega vestur. Ekkert hcfur enn frétzt, hvern- ig þessum köppum heíur gengið, en frá bVí verður skýrt strax og fréttir beriist. Á myndinn'i sézt Bobby Morrow sigra j sprentthlaupi. ÞAÐ fer nú að verða hvers- dagslegur aíburður að sett séu heimsmet í sundi í Ástralíu. Heimsmet er og verður þó allt- sí viðburður og til að komast að efninu þá vor-u sett fimm heimsmet á alþjóðlegu moti i Sidney fyrir nokkrum dögum. Jchn Devitt bætti met sín í 100 m. og 110 yds skriðsundi um 1 10 úr sek., hann synti á 55.1 sek. John Konrads bætti heimsmet. sín í 440 yds og á 400 rn. skriðsundi, hann synti á 4:19,0 mín. Gömlu mbtin; voru 4:21,8 mín. og átti John þau sjálfur. Eins og skýrt vrar frá á í- þróttasíðunni nýlega, fóru tvær fremstu sundkonur Banda ríkjanna í keppnisför til Ástra- líu í fyrri viku. Þær byrjuðu vel, því að önnur þeirra, Sylvia Buusk-a, sigraði í 220 yds fiug- sundi á tímanum 2:40,3 mín., sem er nýtt heimsmet. Sylvia er aðeins 16 ára gömul og af finnskum ættum. «f Keppnín um Evxópubikar inn í knattspyrnu er nú ,'hafin a’ftur, en eins og kunnugt er, eru aðeins átta lið eftir. Fyrsti leikurinn var milli Standard frá Liége í Belgíu og franska liðsins Reims. Belgíumennirnir sigruðu óvænt með 2:0. Áhorf endur voru 35 þúsund. Franska liðið lék án Fontame, sem er . bezti maður liðsins. 'Svíar ræða mikið um væntan lega keppni Ingo Johannsson við Floyd Pattersson um heims meistaratitilinn í þungavigt. — Talið er að tveir staðir komi til greina sem keppnisstaður, ann að hvoi’t New Yorik eða Los Angeles, síðarnefndi staðurinn er álitinn hafa meiri möguleíka •þar sem fleiri áhorfendur myndu horfa á keppnina. Svíar eru hinir bjartsýn.ustu uffn.’ úr slitin og sumurn finnst jaínvel nóg um. Enska knattspyrnufélag.ið Norwich City, sem sigraði Man ehester United í bikarkeppn inni, hcfur miðherja, sem mörg af stóru og ríku félögunum vilja gjarnan kaupa. Hann heit ir Terry Bly, er 22 ára ;og keppti fyrst í A iiðinu á þessu keppnistímaþili. Bly, byrjaði sem framVörður, en var fljót, lega settur í framilínuna, vegna ágætra skotíhæfileika. Norwich City hefur fengið mörg ágæt Framhald á 1L wða. Skálholtshátíðin 1956. Minn- ing níu alda biskupsdóms á íslandi. Séra Sveinn Víking- ur sá um útgáfuna. Prent- smiðja Hafnarfjarðar. Bóka- útgáfan Hamar. TIL FORNA voru haldnar í Skálholti hátíðir á sumrum. Ekki er vitað, hvenær hátíðir þessar byrjuðu eða réttara sag't byrjað var að halda þær, en eftir að helgi Þorláks biskups kom upp voru þær haldnar á Þörláksmessu á sumri, 20. júlí, en 'þann dag var heiiagur dóm- ur biskups upptekinn- Ekki er glöggt eða hægt að ráða greini lega af heimildum, hvernig bessar hátíðir fóru fram, en ýmislegt virðist hafa þar kom- ið fram fleira en af trúarlegum. rótum. Til dæmis virðist Ái'- nesingaskrá, hin fræga sam- bykkt, hafa verið gerð f 'Skál- holti, einmitt á þeim tíma sum ars, sem hátíðirnar voru venju- lega haldnar þar. Ég tel hik- laust, og tel mig hafa fyrir því gild rök, að hátíðir þessar hafi í einhverri mynd verið eldri en háíðirnar kirkjulegu í Skál- holti og að fyrsti vísirinn að þeim þar hafi orðið til í bisk- upstíð Þorláks helga. Hann hef ur endurnýjað þær sem sam- komur til þess að efla kirkju- lega samheldni og jafnframt stuðlað að auknum tekjum kirkjunnar með hátíðahöldum á miðju sumri heima á staðn-. um. Skálholt var áður hinn eig- inlegi höfuðstaður landsins eða allt frá 1262 og fram undir 1800. SkálhoJt var í senn fjöl- mennasti sveitabær á íslandi, og jafnframt síðasti sveitabær í germönskum löndum, sem var höfuðstaður lands eða rík- is, og hélt því hinum forna hefðarsessi, sem einkenndi svo mjög germanska þjóðfélags- hætti í árdögum sögu germ- anskra þjóða. Það er því ekki úr vegi, að sögu Skálholts sé sýndur virðingarvottur af landsmönnum. Ég held, að þessi bók sé þar spor í rétta átt. Skálholtshátíðin er stór bók, prýdd mörgum myndum, og ekkert sparað tij, að bókin sé gerð sem allra bezt úr garði. Upphafskaflinn um Skálholts- hátíðina 1956 er miög linuHega ritaður. Séra Sveinn Víkingur ritar hann af smekkvísi. Frá- sögn hans öll er skýr og skemmtileg. Hátíðalióðin brjú, sem ort voru af tilefni hátíðar- innar, eru þarna birt. Það er að segja þau, sem verðlaun fengu. Eru þau eftir skáldin: séra Sigurð Einarsson í Holti, Þorstein Halldórsson, prentara í Reykjavík, og Þorgeir Svein- biörnsson sundhallarforstjóra. ■Kvæði þessi vöktu mikla at- hvgli og er mikill fengur að bví, að geta gengið að þeim í sömu bókinni. Einnig eru birtar ræð- ur og ávörp, sem flutt voru á hátíðinni. Ef birtektarverðust bvkir mér ræða dr. Magnúsar Jónssonar. Hér er og birtur hátíðarleikur séra Sveins Vík- ings, Leiftur liðinna alda. Var hann sýndur á hátíðinni og þótti takast mjög vel. Annar hluti bókarinnar eru ritgerðir sögulegs ecHs. F.i'u bær brjár og fjalla þær allar um þætti úr sögu Skálholts. Upphafsritgerðin er eftir dr. Jón Jóhannesson prófessor. Néfnist hún: Upphaf Skálholts og liinir fyrstu Skálhyltingar. Er þar rakin saga þess, hvernig Skálholt varð biskupssetur og saga fyrstu biskupanna þar eða Hunguríímabilið. Er ritgerðin, mjög skemmtilega rituð og hin uppbyggilegasta. Önnur ritgerðin er eftir dr. Magnús Jónsson og heitir Skrúð ganga Skálholtsbiskupa. Þessi ritgerð er alveg' sérstaklega fjörlega rituð, svo á stundum er alveg sérstök unun að lesa. Að vísu eru æfisögur biskup- anna ekki langar, en mannlýs- ingar þeirra eru sérstaklega skýrar og kjarnyrtar. Mér er minnisstæðust lýsíng hans á Ösmundi biskupi. Þar segir: „Ögmundur á átakanlegasta sögu allra Skálholtsbiskupa. Það er saga af gáfum og gæfu- leysi, auði og allsleysi, völdum og auðmýkingu, ótakmörkuðu mannaforræði og fullkomnum einstæðingsskap. í þessari sögu fara hlið við hlið tvenn öfl, er skapa mönnum mikil og oft bitur örlög, öfgar í skapshöfn mannsins siá1fs og tímahvörf. er upphefja og niðurlægja miskunnarlaust.“ Við röð. Skálholtsbiskupa hef ég lítið að athuga. en samt hygg ég, að um sé að rseða tvo hisk- upa, þar sem einn er talinn x i’öðinni, en þar a við Jón Vil- hiálmsson Craxton, það ier Jón Vilhjálmsson og Jón Craxton. En að svo stöddu æMa ég ekki að rökræða þetta nánar, en mun, koma að því nánar hér f blað- inu á næstunni, þegar ég rita um íslendingasögu Jóns Jó- hannessoixar. Síðasta ritgerð bókarinnar er um Skálholtsskóla. Er hún eft- ir séra Benjamín Kristjánsson. Ritgerð bessi.er mjög skemmti- leg og fróðleg og tel ég mikinn feng að henni, því lítið hefur verið ritað um Skálholtsskóla áður. Eins og ég hef þegar tekið fi'am er Skálholtshátíðin bók, sem er mjög vel gefin út. Hún er prýdd möi’gum myndum frá liðnum tímurn en aðallega frá hátíðinni 1956. Einixig er mikið af mannamyndum. Myndirnar °ru vel gerðar og prentun ágæt. Jóix Gíslasoix. a *>■■■■■ Félagslíf iír KFUM Á morgun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn Kl. 10,30 Kársnesdeild Kl. 1,30 e. h. Di'engir Kl. 8,30 e. h. Samkoma. — Gunnar Sigurjónsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. Dómaranámskeið í körfu- knattleik hefst laugardaginn 28. febr. n. k. kl. 4 e. h. í Grundarstíg ‘2, Rvjk. — Þátt- taka tilkynnist íþróttasam- bar.di íslands fyrir 23. þ. m. íþróttasanxband íslands. I O O T AFMÆLISHÓF. í tilefni 80 ái'a afmælis JÓ4 hanns Ögm. Oddssonar fyrrv. stói'ritara, gengst Stórstúka íslands og St. Víkingur nr. 104 fyrir samsæti n. k. mánu- dag í G. T.-húsinu ld. 8,30. Allir templarar og aðrir kunn ingjar Jóhanns velkomnir. Stórstúka íslands. St. Víkingur íxr. 104. Alþýðublaðid — 14. febr. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.