Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 39 Jensína K. Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 14. október 1928 Dáin 14. maí 1991 Það var árið 1936 er ég kom inn í 8 ára bekk í Austurbæjarskólanum að ég tók eftir stúlkunni á næsta borði fyrir framan mig. Það var Didda. Didda var falleg og vel gef- in, það gneistaði af henni lífsgleðin og brandararnir fuku í allar áttir. Hún var ákaflega fallega limuð og lipur, enda alltaf best af "okkur stelpunum í leikfimi. Seinna meir æfði hún með fimleikastúlkum úr íþróttafélaginu Ármanni og sýndu þær leikfimi bæði hér og erlendis. Bernska mín og unglingsár eru samofin fjölskyldunni á Grettisgötu 20b. Þessi trausta, samhenta ijöl- skylda mótaði mig á margan hátt og gaf mér innsýn í stórt og glað- vært fjölskyldulíf. Mér er ljúft að minnast hjónanna Lilju Magnúsdóttur og manns henn- ar Guðmundar Finnbogasonar, járnsmiðs, er ávallt tóku mér opn- um örmum, fylltu maga minn af mat og drykk og umvöfðu mig ástúð og hlýju. Fyrir það vil ég svo sannarlega þakka. Þessi samhentu, duglegu hjón eignuðust sex börn, en þau eru: Ragnheiður er varð fyrir þeirri sáru sorg að missa mann sinn fyrir rúmu ári, Sigur- laug, gift og býr í Kópavogi, Finn- bogi er lést langt um aldur fram, Helga Perla, gift og býr í Reykja- vík, Petra er býr í Bandaríkjunum og mína kæru vinkonu Diddu, eins og hún var kölluð og ég kveð nú um stundarsakir. Það var ekki annað hægt en að laðast að þessari elskulegu stúlku. Við urðum vfnkonur og árin liðu við ærsl og leik. Ingimarsskólinn tók við og áhyggjulaus unglingsárin héldu innreið sína og fyrr en varði hitti Didda sína einu sönnu ást, lífs- förunautinn, Ásgeir Sigurðsson. Þau voru fallegt par og samstillt og hjónaband þeirra óvenju ástríkt þar til yfir lauk. Eignuðust þau fjóra syni, Guðmund, Kristján, Ás- geir og Birgi, en hann er enn í heimahúsum. Allir eru þeir mann- kostamenn og aðdáunarvert hversu vel þeir reyndust móður sinni í veik- indum hennar. Didda mín fór aldrei úr föðurhús- um. Hún og Geiri hófu búskap sinn á hæðinni fyrir ofan foreldra henn- ar. í þessu húsi var aldrei neitt kynslóðabil og jafn elskulegt að koma hvort heldur var á efri eða neðri hæð. Dásamlegt samspil barna og foreldra sem varði alla tíð meðan foreldrar hennar lifðu. Didda var einstök mannkosta- manneskja. Dugnaður og glaðlyndi laðaði alla að henni svo jafnan var þröng á þingi, mikið rætt og mikið hlegið. Hún var einstök þessi vin- kona mín sem alla gladdi og bætti og aldrei kom hún svo í heimsókn til mín að ekki væri eitthvað í vasa hennar, sem gladdi börnin mín, enda sögðu þau: „Didda er best.“ Fyrir rúmum þremur árum kenndi Didda sér fyrst meins. Kom fljótt í ljós að um illkynjaðan sjúk- - dóm var að ræða. Á þessum þrem- ur árum þurfti hún að gangast undir margar skurðaðgerðir og sumar hvetjar lífshættulegar. En alltaf reis hún upp sterkari og ákveðnari í að berjast til þrautar og svo sannarlega gerði hún það uns yfir lauk. Aldrei var kvartað Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdðttir Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík og Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur sungu saman. Suðurland: Kór Rangæingafélags- ins í heimsókn á M-hátíð Hvolsvelli. KÓR Rangæingafélagsins í Reykjavík stóð fyrir tónleikum í félagsheimilinu Hvoli á Hvols- velli á dögunum. Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona er stjórnandi kórsins. Gestur á tón- Ieikunum var Samkór Trésmiða- félags Reykjavíkur. Hann söng undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Fjölmenni var á tónleikunum en kórarnir sungu lög eftir ýmsa ís- lenska höfunda. Þá sungu stjórn- endur kóranna, þau Elín Ósk og Kjartan, nokkur einsöngslög og lög úr söngleikjum og óperum. Að lok- um tóku báðir kórarnir lagið saman og mynduðu þannig 80 manna kór. - S.Ó.K. og svo var kjarkurinn mikill að við vinkonur hennar vorum jafnvel farnar að trúa á kraftaverk og til sanninda um það ákváðum við skól- asystur hennar úr barnaskóla að hittast 11. maí, eftir 49 ára aðskiln- að. Engin hlakkaði meira til en Didda, þó svo hún yrði að koma í hjólastól. En sólin hneig og 10. maí var þessi elskulega vinkona nn'n flutt á sjúkrahús og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Enn og aftur hafði þessi mæta kona komið góðu til deiðar. Við skólasystur hennar hitt- umst fyrir hennar tilstilli sem ann- ars hefði ekki orðið. Enda þótt ég verði aldrei sátt við þennan ótíma- bæra aðskilnað vil ég þakka Diddu fyrir þau gjöfulu kynni og þá hug- ljúfu samferð sem við áttum. Ekki get ég lokið þessu án þess að minnast systra hennar en þær voru óvenju samstilltar og höfðu með sér systrakvöld. Oftar er ekki var einhver þeirra stödd hjá Diddu er ég kom til hennar. Ég bið til guðs að blessa þær og styrkja, þær hafa misst mikið. Ég spurði Diddu fyrir alls ekki löngu hvort hún væri sátt við líf sitt. Hún svaraði mér að engu vildi hún breyta. Betri mann og syni hefði hún ekki getað átt. Þeir eru mér allt. Svo bætti hún við: „Já líf- ið hefur verið mér gott.“ Elsku Geiri og synir. Sárastur er missir ykkar. Þið gerðuð það besta sem hún gat óskað sér en það var að gera henni kleift að vera heima í veikindum hennar. Guð blessi ykkur og alla ástvini hennar. Hann gefí ykkur styrk og frið. Brynhildur Bjarnarson FESTINGAR boltarogfær, allar gerðir og stærðir. 1 OplA frá 8—18 Laugardaga 9-13 STRANDGATA 75 HAFNARFJÖRÐUR B 91-652965 a gutitnlme lor qualily Wordnámskeiö • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritiö fyrir Macintoshl © 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! ^ Tölvu- og verkfræöiþjónustan V<9q Grensásvegi 16 - fimm ár fforystu Tríumiili VORLINAN H-BUÐIN HRÍSMÓUM 2, GARÐABÆ Ijúfffengu karl sem ereinsog mamma gerði Unnið úr ekta kartöflui I GARÐINUM BYRJA HJA OKKUR REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5. 200KÓPAVOGUR, SÍMI 43211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.