Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 Minning: Þorgerður Guð- mundsdóttir Fædd 27. mars 1930 Dáin 13. maí 1991 I dag verður til moldar borin móðursystir mín, Þorgerður Guð- mundsdóttir, eða Gerða eins og hún var gjarnan kölluð. Það er ætíð er- fitt að kveðja náinn ástvin. Jafnvel þó að við höfum vitað um nokkurn tíma hvert stefndi, þá er jafn sárt að sætta sig við dauðann. En að þola örlögin er að sigra þau segir einhvers staðar og við sem eftir erum, verðum að sýna sama kjark og dugnað, sem Gerða sýndi í erfið- um veikindum. Það hjálpar að minn- ast allra þeirra góðu stunda, sem við höfum átt saman, hvort sem það var veiðiferð í Búðardalsá með henni og Steina eða bara lítil heimsókn á Háaleitisbrautina. Gerða fæddist að Seljum í Helga- fellssveit hinn 27. mars 1930. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guð- mundur Bjarni Halldórsson, bóndi og sjómaður, og Petrína Sæmunds- dóttir. Þau Guðmundur og Petrína eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son. Gerða var sú þriðja í röðinni. Hin systkinin eru: Guðrún Kristjana, kennari við Árbæjarskóla; Vilborg Kristín, sem lést á síðast- liðnu ári; Sæmundur, kennari, kvæntur Eyrúnu Óskarsdóttur; og Halldóra, húsmóðir, gift Júlíusi Gestssyni. Þau Guðmundur og Petr- ína bjuggu búi sínu nær aldarfjórð- ung að Seljum en fluttust með alla fjölskyldu sína til Stykkishólms 1944. Þar reistu þau sér hús á Tangagötu 4 og þar stóð síðan heim- ili þeirra. Gerða fluttist til Reykjavíkur 1948 og lagði þar stund á hárgreiðsl- unám. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Hólmsteini Hallgrímssyni, málarameistara. Þau giftu sig 17. júní 1950 og fóru fljótlega að búa í lítilli íbúð við Mávahlíðma og þar fæddist fyrsta barnið, Sigrún. Börn þeirra hjóna eru Sigrún, húsmóðir, gift Richard Appleby, búsett í Bretlandi; Guðmundur Bjarni, sölustjóri, kvæntur Maríu Thoroddsen; Hallgrímur, nemi í við- skiptafræði; og Guðrún, nemi í lög- fræði. Barnabörnin eru orðin fimm. Auk barna og barnabarna má segja að hópurinn sé mun stærri því mörg okkar systkinabarnanna sem voru búsett utan höfuðborgarsvæðisins vorum hálfgerðir heimalningar á Háaleitisbrautinni, sérstaklega á meðan á skólagöngu stóð. Þangað var alltaf gott að koma, hvort heldur sem var um helgar, eftir skóla, eða jafnvel meðan maður átti að vera í skóla. Fyrir nærri ári gerði erfiður sjúk- dómur vart við sig. Það er sagt að til að geta horfst í augu við dauðann án þess að líta undan, þurfi sérstakt hugrekki. Gerða leit aldrei undan. Eg minnist heimsóknar til hennar stuttu eftir að meinið var uppgöt- vað. Strax þá varð ljóst hvernig hún myndi taka á því sem í hönd fór. Kjarkur hennar og dugnaður var aðdáunarverður, en við sem þekkt- um hana áttum í raun ekki von á öðru. Þrátt fyrir langa og erfiða baráttu, þar sem endalokin virtust ekki umflúin, var aldrei bilbug á henni að finna. Þar naut hún ein- stakrar umönnunar og ástúðar eigin- manns síns sem reyndist henni ómet- anleg stoð og stytta uns yfir lauk. Við vottum Steina og fjölskyld- unni allri innilegustu samúð okkar. Baddi og Jóna Þegar mér barst sú fregn að hún Gerða væri látin, fóru um huga minn minningar um margra ára ánægju- leg kynni, sem þróuðust í einstæða samvinnu og vináttu. Sérstaklega minnist ég þess trausts, sem ég og dætur mínar báru til Gerðu. Það var ætíð sjálf- sagt að bera vandamá! upp við hana. Hún átti alltaf til umhyggju og kærleika, sem henni virtist létt að gefa. Kynni okkar hófust veturinn 1963-4, er ég keypti íbúð á Háaleit- isbraut 16 beint fyrir ofan þau Gerðu og Steina. Ekki vissi ég þá að fjórar fjölskyldur, ein á hverri hæð en allar vinstra megin í þessu stigahúsi, væru að leggja traustan grunn að vinskap og samvinnu, er myndi vara um svo mörg ókomin ár. í þessu samfélagi giltu engin skráð lög, heldur einungis einlægur vilji til hjálpar og samvinnu eftir þörfum. Sérstaklega er mér minnis- stætt hvað ég og börnin nutum huggunar og hjartahlýju Gerðu, er sorgin knúði dyra hjá okkur við frá- fall Elísabetar, konu minnar. Þorgerður Guðmundsdóttir fædd- ist 27. mars 1930 að Seljum í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum Petrínu Sæmundsdóttur, kennara og Guð- mundi Bjarna Halldórssyni, bónda. Þau fluttust, til Stykkishólms, er Gerða var 14 ára, en til Reykjavíkur 1948. Hún hóf nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík en varð að hætta námi, er hún fékk Akureyrar- veikina svokölluðu. Lamaðist vinstri fótur hennar. Hún fékk máttinn aft- ur að nokkru en varð aldrei jafngóð og áður. í Reykjavík kynntist hún eigin- manni sínum, Hólmsteini Hallgríms- syni, málarameistara og verkstjóra í Málningu hf. Þau voru gefin saman 17. júní 1950. Hólmsteinn er ættað- ur frá Skálanesi í Seyðisfirði, fædd- ur 31. maí 1925. Þau Þorgerður og Hólmsteinn eignuðust fjögur böm, Sigrúnu, gift Richard Appleby, búsett á Englandi, Guðmund Bjarna, tæknifræðing, Hallgrím nema" í viðskiptafræði og Guðrúnu, nema í lögfræði. Það mun vera um það bil eitt og hálft ár síðan Gerða kenndi þess meins, sem nú hefur náð að flytja hana úr þessum jarðneska heimi okkar. Þessi tími hefur verið erfíður Gerðu og fjölskyldu hennar. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Gerðu og eiga hana að vini og ekki síst leið- sögn og vináttu, er dætur mínar Rakel og Anna Gyða, nutu eftir missi móður sinnar. Hólmsteini, börnum þeirra og barnabörnum flyt ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur en bið Guð að gefa þeim styrk. Bergur P. Jónsson Þegar ég kynntist Gerðu fyrst fyrir um 20 árum, vorum við báðar með smábarn. Ég í fyrsta sinn, reynslulaus og ringluð í móðurhlut- verkinu, hún í fjórða sinn, með tutt- ugu ára reynslu í uppeldi þriggja misjafnlega brellinna barna með frá- bærum árangri. Hún veitti mér ómetanlega hjálp og heilræði, var alltaf hlý og hjálpsöm, kát og skyn- söm. Dóttir mín og ég eigum Gerðu mikið að þakka og söknuðurinn er sár. Það var gaman að sækja Gerðu og Hólmstein heim. Þar ríkti rausn, glaðværð, kraftur og einlægni. Þau voru ekki lík í lund, en það var ein- stakur samhljómur í sambandi þeirra sem engum duldist. Lífskraftur, heilbrigð skynsemi, kímnigáfa og mannskilningur ein- kenndu Gerðu. Hún miðlaði þessum eiginleikum óspart, í uppeldi og umgengni. Einmitt vegna þessa fjár- sjóðs, sem hún gaf eiginmanni og börnum, veit ég að þau munu eiga styrk til að sættast við sorgina. Innilegar samúðarkveðjur til Hólmsteins og fjölskyldu, með þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast Gerðu. Dóra' Thoroddsen Tilvera okkav er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hópar i sköröin. (T.G.) Vorið, sá tími þegar allt er að lifna af dvala vetrarins, að Gerða vinkona mín skyldi kveðja þá, vil ég tengja að hún byrji nýtt líf annars staðar í tilverunni og njóti vorsins þar. Við Gerða hittumst fyrst þegar við báðar vorum að byrja nám í hárgreiðslu á Hárgreiðslustofu Kristínar Ingi- mundardóttur. Þar tengdumst við vináttuböndum. Gott er að láta hugann reika aftur í tímann og minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman, aldrei bar þar skugga á. Við Gerða vorum saman í saumaklúbb í 43 ár og fór hann saman í mörg ferðalög um óbyggðir landsins þegar allt var bjart eins og vornóttin. Saumaklúb- burinn okkar verður fátækari eftir að Gerða er farin. Síðasta ferðin sem við fórum var fyrir 3 árum til Spánar var yndisleg og ætla ég að ylja mér við endur- minningar frá henni. Tíminn líður fljótt þegar litið er til baka, en síð- asta árið hjá Gerðu var mjög erfitt. Hún barðist eins og hetja til síðustu stundar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (K. Gibran). Steini minn. Við Bjössi biðjum Guð að gefa þér og fjölskyldunni styrk í sorginni. Jóna Veistu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili, og eigirðu leið þar um þá leitaðu í urðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin. (Þuríður Guðmundsdóttir) Vonin er stórt hugtak og góður vinur. Lítil og veikbyggð, en svo óendanlega sterk. Við héldum í hana allt síðastliðið ár, létum hana aldrei frá okkur fara. Þetta fallega ljóð um vonina minnir mig á kæra vinkonu, Þorgerði Guðmundsdóttur, eða Gerðu, eins og hún var kölluð. Hún lést hinn 13. þ.m. á heimili sínu Háaleitisbraut 16, aðeins sextíu og eins árs að aldri. Gerða fæddist 27. mars 1930. Þann 17. júní 1950 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Hólmstein Hallgrímsson, málara- meistara. Börn þeirra eru Sigrún, Guðmundur, Hallgrímur og Guðrún. Barnabörnin eru orðin fímm. Það verða aðrir til að rekja ættir Gerðu. Ég ætla aðeins að hugsa til baka, láta hugann reika. Kynni okkar hófust fyrir meir en 40 árum með þeim hætti að nemar á hárgreiðslustofum Kristínar Ingi- mundar og Gróu Sigmundsdóttur ákváðu að stofna saumaklúbb. Þá vorum við allar í heimahúsum. Seinna bættust fleiri í þennan hóp, og að nokkrum árum liðnum var þetta orðið að stórum vinahópi. Við giftumst allar um svipað leyti og eiginmenn okkar urðu bestu vinir. Þá hittumst við einu sinni í viku, vetrarmánuðina. Öllu var miðlað og við lærðum hver af annarri, ef ein- hver fékk uppskrift eða gott snið, þá var það rætt. Eiginmennirnir náðu ávallt í okkur og voru með okkur síðasta klukkutímann. Það segir sig sjálft að eftir svo löng kynni hefur rótgróin vinátta skapast í þess- um hópi. Þegar ég fletti myndaalbúmi okk- ar sé ég hvað líf okkar var samtvinn- að. Þegar börnin voru litil var tjald- inu og matarkassanum fleygt inn í bíl og keyrt af stað út í náttúruna. Þegar árin liðu þróuðust þessar ferð- ir um öræfi landsins. Ein slík stór ferð var farin á hverju ári. Ég sé fyrir mér stóra topptjaldið, sem við dvöldum öll í. Þá vorum við ung, og allt varð okkur til gleði. Hin seinni ár varð til leikhúshópur. Við höfðum fasta miða í Þjóðleikhúsið og skipt- umst á að hafa kaffí á heimilum okkar eftir sýningu. Þá voru það árlegar ferðir okkar að Flúðum, sem enduðu með laxveiðidegi í Stóru- Laxá. Við ferðuðumst einnig talsveit til útlanda. Minningarnar um þetta allt eru ógleymanlegar og bjartar. Síðan Gerða veiktist fyrir rúmu ári hefur allt breyst og ekkert verð- ur aftur eins. Það var einmitt í síð- ustu utanlandsferðinni okkar, sem ógæfan dundi yfir okkur. Steini fékk hjartaáfall og við urðum að skilja hann eftir í fjarlægu landi. Þá kom í ljós að Gerða gekk ekki heil til skógar. Þetta var erfiður tími og reyndi mikið á Gerðu. En hver var hún, þessi kona sem við kveðjum í dag og söknum svo mikið? Lítil og veikbyggð eins og vonin, en svo óendanlega sterk. Gerða var ákaflega stillt kona og vönduð til munns og handa. Traust- ur vinur, sem ávallt var hægt að leita til. Hún kunni að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Þó var það æðruleysið og gjafmildin, sem einkenndu hana mest. Hún öf- undaði engan, giaddist yfir öllu, sem öðrum gekk í haginn. Orðin, sem Pétur postuli sagði við ölmusumann- inn: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þér," (Post- ulas. 3. kv., 6.-7. v.), áttu vel við Gerðu. Hún gaf það sem hún hafði í orðsins fyllstu merkingu. Þegar elsta barnabarnið okkar hjóna fæddist sagði Gerða: „Ég verð að fá að vera svolítil amma hans" og það var hún svo sannarlega. Þá var hún ekki orðin amma sjálf. Eini staðurinn sem hann gisti fyrir utan fjölskylduna var hjá Gerðu og Steina. Og þannig var það, allt þar til síðasta barnabarnið okkar fædd- ist í janúar síðastliðnum, að hún, helsjúk, studd af eiginmanni sínum, fór að kaupa sængurgjöf handa „prinsessunni", eins og hún kallaði hana. Það skildi ekki verða eftir. Fyrir rúmu ári kom í ljós að Gerða var haldin ólæknandi sjúkdómi. Erf- iður tími fór í hönd. Hún dvaldi lang- dvölum á Landakotsspítala og gekkst undir erfiða uppskurði. Það er óhætt að segja að Steini hafi búið þar, því hann dvaldi hjá henni öllum stundum. Hann vék varla frá sjúkrabeði hennar. Það var lærdóms- ríkt að sjá kærleikann og umhyggj- una sem hann sýndi. Hans kappsmál var að fá hana heim, og það tókst í desember. Þá var herbergi breytt í sjúkrastofu og heimahjúkrun feng- in. Þar var hún umvafin ástvinum sínum, eiginmanni, börnum og tengdabörnum, að ógleymdum litlu örr.mu-drengjunum. Ég vona að ég halli ekki á neinn, þó ég nefni Einar, unnusta Guðrún- ar, en hann annaðist Gerðu einstak- lega vel. Við hugsum til Sigrúnar og fjölskyldu, sem er búsett í Eng- landi og getur ekki verið hér til að kveðja móður sína. Ástæðan er sú að hún 61 dreng þann 18. þ.m. og er það þriðja barn hennar. Elsku Steini. Við Árni sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að lina sorg ykkar og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minninguna um Gerðu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." (V. Briem) Sigríður Sveinbjarnar. I dag verður jarðsungin Þorgerður Guðmundsdóttir eða Gerða, eins og hún var gjarnan kölluð. Avallt þegar einhver deyr sem við þekkjum vel eða er okkur nákominn, þá koma minningar upp ~í hugann tengdar viðkomandi. Oft er því þann- ig farið að við munum best eftir atburðum sem tengjast einhverju skemmtilegu eða jákvæðu, eða þá alveg hinu gagnstæða. Allir hafa bæði jákvæða og neikvæða þætti í sínu fari en í mínum endurminning- um varðandi Gerðu stendur hið já- kvæða svo miklu ofar. Ótal minning- ar á ég tengdar Gerðu. Allt frá því ég var að æfa lestur og læra að prjóna. Oft og tíðum var ég send niður til hennar þegar þolinmæði mín og móður minnar var á þrotum. Alltaf gat hún talað mig til og hjálp- að mér á einhvern hátt. Ég bar allt- af sérstaka virðingu fyrir henni. Hvort sem ég var barn, unglingur eða fullorðin þá fannst mér ég alltaf vera svo merkileg manneskja í ná- vist hennar. Hún kunni þá vanda- sömu tækni að hlusta og gefa ráð- leggingar af umhyggjusemi. Þegar ég var unglingur veiktist móðir mín og dó. Á þeim tíma hjálp- aði hún mér og fjölskyldunni meira en nokkur orð fá lýst. Ég veit hrein- lega ekki hvernig við hefðum komist af án hennar. Eg held að heimili Gerðu hafi oft verið eins og í félag- smiðstöð og hún var í rauninni alltof ósérhlífin. Eftir að við fluttumst frá Háaleit- isbraut minnkaði samband okkar einhverra hluta vegna en á sérstakan hátt leiddumst við saman á ný fyrir rúmlega ári eða um það leyti sem Sigutjón Axels- son - Kveðjuorð Það er afar sárt að missa góðan vin og þegar fréttist að Sigurjón hefði dáið fannst okkur örlögin hafa verið köld og grimm og maður finnur sér litla huggun í orðum eins og þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Það er sorglegt að vita til þess að Sigurjón eigi aldrei aftur eftir að vera með okkur vinunum en minningarnar eiga eftir að lifa í hjörtum okkar um aldur og ævi. Það skarð sem sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Það var í Menntaskólanum við Sund sem við kynntumst og strax í byrjun vetrar hafði Sigurjón orðið öflugur og mikilvægur maður í fé- lagsstarfi skólans. Hann vakti strax athygli fyrir sérstaka og aðlaðandi persónueiginleika og fyrir þá tón- listargáfu hans sem skaraði fram úr. Hann hafði mjög góða innsýn í tónlist og hafði mikið vald á mörg- um hljóðfærum þó hæfíleikar hans hafi best sést á frábærum gítarleik og söngnum sem féll aldrei í skugg- ann. Það var fljótt auðséð að þarna var á ferðinni mikill tónlistarmaður ög það endurspeglaðist ennfremur í góðum lagasmíðum hans. Er við kynntumst honum nánar var það þó ekki einungis tónlistin sem hreyf okkur heldur var það þessi einstaka persóna — hann sjálf- ur. Heiðarleiki, traust og kurteisi ásamt fleiri góðum mannkostum einkenndu hann, því átti hann marga vini sem sóttust eftir sam- veru við hann. Enda var hann góð- ur og sannur í samskiptum við ann- að fólk. Sigurjón var alltaf hann sjálfur og hafði mikil áhrif á okk- ur. Hann var greindur piltur og hafði góða innsýn í bókmenntir og Ijóð og í samræðum við hann kom bersýnilega í ljós að hann bar með sér góða hugsun. Það er erfitt að vita af því að samverustundir okkar verða ekki fleiri og kvöldstundir með hljóð- færaslætti verði ekki endurteknar. En minningarnar um vin okkar gleymast aldrei. Við viljum færa foreldrum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.