Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 43
teei la.m MORGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 43 Gerða veiktist. Barátta Gerðu við sjúkdóminn var mikil. Hún fór í gegnum margvísleg tilfinningastig og dugnaður hennar og jákvæðni var með ólíkindum. Fæðing og dauði eru eins og gleði og sorg. Tveir óaðskiljanlegir hlutir. Þjáning fyrirfinnst oft bæði við fæð- ingu og dauða og hvort við þjáumst og hversu mikið tel ég fara eftir lögmáli orsaka og afleiðinga. En á sama hátt og við getum ekki umflú- ið dauðann þá birtist sorgin og sökn- uðurinn í kjölfar hans. Við verðum alltaf að muna eftir og virða lögmál lífsins og biðja með hugrekki og gleði fyrir hinum látnu til þess að hjálpa þeim áfram. Gerða var svo gæfusöm að geta verið heima hjá ástvinum sínum síð- ustu mánuðina sem umvöfðu hana eftir bestu getu. Einu sinni enn sé ég betur en áður hversu dýrmætur hver einstakl- ingur er. Ég mun ávallt minnast hennar með þakklæti í hjarta. Elsku Steini, ég sendi þér, börn- unum og allri fjölskyldunni mínar bestu kveðjur. Rakel Ólöf Bergsdóttir Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí; við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pétursson) Ljúf kona er látin og ljúfar eru minningarnar sem hún eftirlét okkur sem söknum hennar nú svo sárt. Þorgerður Guðmundsdóttir eða Gerðra eins og hún var kölluð meðal vina, var fædd 26. mars 1930 og var því aðeins rúmlega sextug þegar hún lést. Hún giftist Hólmsteini Hallgrímssyni, málarameistara og eignuðust þau 4 börn; Sigrúnu, bú- setta í Bretlandi, Guðmund, Hall- grím og Guðrúnu. Gerða var góður vinur. Hún var gædd þeim einstöku hæfileikum að geta laðað að sér börn og unglinga jafnt sem fullorðna, og ávann sér trúnað þeirra og traust sem jafningi — opnaði fyrir þeim heimili sitt og hjarta. Hennar vinafjöld var ekki neinn ákveðinn aldurshópur, hennar faðmur var stór og skilningur henn- ar í vandamálum æskunnar svo óendanlegur. Gerða og Steini hafa verið nánir vinir foreldra minna í meira en 35 ár — sannir vinir og veit ég ekki til að þar hafi nokkurn tíma borið skugga á. Það eru góðar minningar sem við eigum, fullar af gleði og birtu — minningar frá ferðalögum okkar innanlands sem utan. Það voru góðar stundir. Nú, þegar löngu og erfíðu sjúk- dómsstríði er lokið stöndum við eftir hnípin en full aðdáunar eftir að hafa fylgst með andlegum og líkamlegum styrk Gerðu þá undanfarna 13 mán- uði sem hún hefur barist svo hetju- lega við sjúkdóm sinn. Umvafin ást og umhyggju eiginmanns og barna auðnaðist henni að vera heima meira og minna frá því að hún veiktist þar til síðasti lífsneistinn fjaraði út. Gerða lést á heimili sínu mánudaginn 13. maí, á 21. afmælisdegi yngri dóttur sinnar. En líf fer og líf kemur. í svart- asta myrkri kviknar ljós. Aðeins 5 sólarhringum eftir andlát Gerðu fæddist fimmta barnabarn hennar, þegar Sigrún ól son í Bretlandi. Guð gefi öllum ástvinum Gerðu nær og fjær styrk á þessari erfiðu stundu. Eg og fjölskylda mín þökk- um henni samfylgdina — það var gott að eiga Gerðu að vini. Guð blessi minningu hennar. Sigrún E. Árnadóttir Veistu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili, og eigirðu leið þar um þá leitaðu í urðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin. (Þuríður Guðmundsdóttir) Vonin er stórt hugtak og góður vinur. Lítil og veikbyggð, en svo óendanlega sterk. Við héldum í hana allt síðastliðið ár, létum hana aldrei frá okkur fara. Þetta fallega ljóð um vonina minnir mig á kæra vinkonu, Þorgerði Guðmundsdóttur, eða Gerðu, eins og hún var kölluð. Hún lést hinn 13. þ.m. á heimili sínu Háaleitisbraut 16, aðeins sextíu og eins árs að aldri. Gerða fæddist 27. mars 1930. Þann 17. júní 1950 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Hólmstein Hallgrímsson, málara- meistara. Börn þeirra eru Sigrún, Guðmundur, Hallgrímur og Guðrún. Barnabörnin eru orðin fimm. Það verða aðrir til að rekja ættir Gerðu. Ég ætla aðeins að hugsa til baka, látá hugann reika. Kynni okkar hófust fyrir meir en 40 árum með þeim hætti að nemar á hárgreiðslustofum Kristínar Ingi- mundar og Gróu Sigmundsdóttur ákváðu að stofna saumaklúbb. Þá vorum við allar í heimahúsum. Seinna bættust fleiri í þennan hóp, og að nokkrum árum liðnum var þetta orðið að stórum vinahópi. Við giftumst allar um svipað leyti og eiginmenn okkar urðu bestu vinir. Þá hittumst við einu sinni í viku, vetrarmánuðina. Öllu var miðlað og við lærðum hver af annarri, ef ein- hver fékk uppskrift eða gott snið, þá var það rætt. Eiginmennirnir náðu ávallt í okkur og voru með okkur síðasta klukkutímann. Það segir sig sjálft að eftir svo löng kynni hefur rótgróin vinátta skapast í þess- um hópi. Þegar ég fletti myndaalbúmi okk- ar sé ég hvað líf okkar var samtvinn- að. Þegar börnin voru lítil var tjald- inu og matarkassanum fleygt inn í bíl og keyrt af stað út í náttúruna. Þegar árin liðu þróuðust þessar ferð- ir um öræfi landsins. Ein slík stór ferð var farin á hverju ári. Ég sé fyrir mér stóra topptjaldið, sem við dvöldum öll í. Þá vorum við ung, og allt varð okkur til gleði. Hin seinni ár varð til leikhúshópur. Við höfðum fasta miða í Þjóðleikhúsið og skipt- umst á að hafa kaffi á heimilum okkar eftir sýningu. Þá voru það árlegar ferðir okkar að Flúðum, sem enduðu með laxveiðidegi í Stóru- Laxá. Við ferðuðumst einnig talsvert til útlanda. Minningarnar um þetta allt eru ógleymanlegar og bjartar. Síðan Gerða veiktist fyrir rúmu ári hefur allt breyst og ekkert verð- ur aftur eins. Það var einmitt í síð- ustu utanlandsferðinni okkar, sem ógæfan dundi yfir okkur. Steini fékk hjartaáfall og við urðum að skilja hann eftir í fjarlægu landi. Þá kom í ljós að Gerða gekk ekki heil til skógar. Þetta var erfiður tími og reyndi mikið á Gerðu. En hver var hún, þessi kona sem við kveðjum í dag og sóknum svo mikið? Lítil og veikbyggð eins og vonin, en svo óendanlega sterk. Gerða var ákaflega stillt kona og vönduð til munns og handa. Traust- ur vinur, sem ávallt var hægt að leita til. Hún kunni að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Þó var það æðruleysið og gjafmildin, sem einkenndu hana mest. Hún öf- undaði engan, gladdist yfír öllu, sem öðrum gekk í haginn. Orðin, sem Pétur postuli sagði við ölmusumann- inn: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þér," (Post- ulas. 3. kv., 6.-7. v.), áttu vel við Gerðu. Hún gaf það sem hún hafði í orðsins fyllstu merkingu. Þegar elsta barnabarnið okkar hjóna fæddist sagði Gerða: „Ég verð að fá að vera svolítil amma hans" og það var hún svo sannarlega. Þá var hún ekki orðin amma sjálf. Eini staðurinn sem hann gisti fyrir utan fjölskylduna var hjá Gerðu og Steina. Og þannig var það, allt þar til síðasta barnabarnið okkar fædd- ist í janúar síðastliðnum, að hún, helsjúk, studd af eiginmanni sínum, fór að kaupa sængurgjöf handa „prinsessunni", eins og hún kallaði hana. Það skildi ekki verða eftir. Fyrir rúmu ári kom í ljós að Gerða var haldin ólæknandi sjúkdómi. Erf- iður tími fór í hönd. Hún dvaldi lang- dvölum á Landakotsspítala og gekkst undir erfiða uppskurði. Það er óhætt að segja að Steini hafi búið þar, því hann dvaldi hjá henni öllum stundum. Hann vék varla frá sjúkrabeði hennar. Það var lærdóms- ríkt að sjá kærleikann og umhyggj- una sem hann sýndi. Hans kappsmál var að fá hana heim, og það tókst í desember. Þá var herbergi breytt í sjúkrastofu og heimahjúkrun feng- in. Þar var hún umvafin ástvinum sínum, eiginmanni, börnum og tengdabörnum, að ógleymdum litlu ömmu-drengjúnum. Ég vona að ég halli ekki á neinn, þó ég nefni Einar, unnusta Guðrún- ar, en hann annaðist Gerðu einstak- lega vel. Við hugsum til Sigrúnar og fjölskyldu, sem er búsett, í Eng- landi og getur ekki verið hér til að kveðja móður sína. Ástæðan er sú að hún ól dreng þann 18. þ.m. og er það þriðja barn hennar. Elsku Steini. Við Árni sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að lina sorg ykkar og gefa ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Guð blessi minninguna um Gerðu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." (V. Briem) Sigríður Sveinbjarnar. Þegar ég var lítil var heimurinn stór. Oft þurfti að fara svo víða og skoða svo margt að allar heimsins klukkur gleymdust. Hvort sem var farið út í Gryfju, út á tún eða í enda- lausa hjólreiðatúra. Þá var eins og Gerða vissi alltaf hvað við værum að bralla. Samt sat hún bara og prjónaði í stólnum sínum. Enga konu þekkti ég sem gat prjónað eins og Gerða. Einu sinni prjónaði hún 42 lopapeysur og fékk kaffivél í verðlaun. Flottari verðlaun var varla hægt að hugsa sér og ég kom í sérferð upp til að rannsaka gripinn. Einn góðan veðurdag hætti Gerða að prjóna og fór að vinna í búð. Þá var ég orðin aðeins stærri. Samt fannst mér alltaf skrýtið að hitta hana sem búðarkonu og varð stund- um hálffeimin. En sem betur fer var hún áfram Gerða uppi og Gerða var góður granni. Það var alltaf ósköp notalegt að kíkja upp og mala svolítið. Hún kunni nefnilega svo vel að hlusta hún Gerða. Nú er hún farin frá okkuf en minningin um hana lifir áfram. Elsku Steini, Hallgrímur, Gunna, Gummi og Sigrún. Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar sendi ég ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Sessý bræðrum og aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Freyr Eyjólfsson, Karl Ægir Karlsson. Mig langar að minnast látins vin- ar míns, Sigurjóns Axelssonar, með nokkrum orðum. Þegar ég heyrði þær váfréttir að Sigurjón væri lát- inn varð ég harmi sleginn. Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi snemma, í barnæsku að kynnast Sjonna, þessum hlédræga mannvini sem vildi engum illt. Það var mikil músík í Sjonna og áttum við marg- ar okkar bestu stundir saman í tengslum við það sameiginlega áhugamál okkar. Hann var á því sviði fyrirmynd margra samferða- manna sinna og félaga, þar á með- al mín. Gamall vinur er horfinn á vit forfeðra sinna og skilur eftir sig djúpt tóm. Minningarnar eru samt til staðar um Sjonna sem mun verða mér ein- staklega minnisstæður um alla framtíð og mun ég sakna hans sárt. Það býr þakklæti í brjósti mér að hafa kynnst honum sem var bæði gefandi og lærdómsríkt. Ég vona að Sjonna líði vel þar sem hann er nú staddur og þessi fátæklegu orð hughreysti fjölskyldu hans og ættingja í þeirri þjáningu sem þau ganga nú í gegnum eftir andlát hans og votta þeim mína dýpstu samúð. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, - hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himna faðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. (V.Briem) Gunnar Örn Hannesson Sigurjón Axelsson var skólafé- lagi okkar í Menntaskólanum við Sund síðastliðna tvo vetur. Hann er nú horfinn af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram. Það er erfitt fyrir okkur skólafélgana að átta bkkur á slíkum kaflaskilum og sætta okk- ur við að einn úr okkar hópi skuli ekki lengur vera virkur þátttakandi í daglegu starfi innan veggja skól- ans og margvíslegu félagslífi. Allt frá því að Sigurjón Axelsson hóf nám við MS, var hann virkur þátttakandi í félagslífi skólans en flestir nemendur MS kynntust hon- um fyrst og fremst sem fjölhæfum tónlistarmanni. Hæfileikar Sjonna á tónlistarsviðinu fóru ekki fram hjá neinum skólafélaganna hvort sem það var hin frábæra rödd hans þegar hann var að syngja frumsam- in lög og texta eða einstök næmni hans fyrir tónlistinni sem hann fékk útrás fyrir í gegnum svartan Gibs- on-gítarinn. Tónlistargáfa Sjonna var einstök; „Homesick jazz" og hin lögin sem hann samdi munu Hfa áfram í hug- um okkar skólafélaganna. Það á til dæmis við um lagið hans, Ævintýri úr Breiðholti, sem hann flutti í Söngvakeppni MS eftir að félagar og vinir höfðu skörað á hann að taka þátt í henni. Þeir sem sáu uppfærslu Leiklistarfélags MS á Þrettándakvöldi Shakespeare síðst- liðinn vetur gleyma seint snilld- arlegum tónlistarflutningi Sjonna og Bjarka í þeirri sýningu. Ég' var svo heppinn að kynnast Sjonna persónulega fljótlega eftir að hann hóf nám í MS og spilaði með honum á árshátíðum, tónlistar- kvöldum að ógleymdum ótal skemmtistundum með kassagítar- ana í húsakynnum Nemendafélags- ins f skólanum. Þessar samveru- stundir voru mér og öðrum kunn- ingjum hans og vinum mjög ánægjulegar og þrátt fyrir hóg- værðina hafði hann ótrúleg áhrif á okkur sem umgengumst hann. Þau áhrif fimast ekki þótt hann sé horf- inn á braut. Af hálfu nemenda Menntaskól- ans við Sund færi ég foreldrum Sigurjóns, systkinum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vona að minn- ingarnar um ljúfan dreng og mikinn hæfileikamann verði þeim eins og okkur skólafélögum hans styrkur á sorgarstund. Fyrir hönd skólafélags MS, Ragnar Helgi Ólafsson, ármaður. ^ RAYMOND WEIL GENEVE II TEMPS CIÍAIEUI FIDELIO Sígild hönnun, handunnið, með 18 K. gullhúð, vatnsþétt. Einnig til í dömustærð með eða án steina. Útskriftargjöfin í ár MEBA, úra- & skartgripaverslun Kringlunni, sími31199 Sveitarfélagið Syðri-Þrændalög. Héraðssjúkrahúsið Þrándheimi Skurðstofudeild - Bcklunarsjúkdónrar: SÉRMENNTABIR HJÚKRUKARFR/EGIKGAR (nr. 358/91) HJÁLP!!! BÆKLUNARDEILD- INA VANTAR TILFINNANLEGA SKURÐSTOFUHJÚKR- UNARFRÆÐINGA. I sambandi við endurbyggingu/endurbætur deildorinnar fjölgar stöðum sérmenntoðro hjúkr- unorfræðinga úr 18 í 26. 4 af þessum stöðum eru núno lausor. Ennfremur fora tvær af sér- menntuðum hjúkrunarfræðingum okkor í fæð- ingorfri, önnur í júni og hin í september. Þar að ouki ætlor eln til Svalbarðo í haust til tveggjo óro dvolor. Bæklunordeildin þjónar öllum sérgreinum bækl- unarlækninga, þ.e.o.s. annast ollor skurðoðgerð- ir vegno sjúkdómo og slyso ó beinum og vöðvum. Við fromkvæmum aðgerðir ó um 3000 sjúkling- um ó óri. Deildin hefur 5 1/3 skurðstofur, og þegar búið verður oð ráðo í ollor stöður er ætlunin oð noto eina stofuno til að sinna ein- göngu bróðatilfellum oá degi til. Vaktskró er somin til 9 vikna með vokt 3. hverjo helgi. I hverjum vakthóp eru 3 sérmennt- aðir hiúkrunarfræðingor. Nónori upplýsingar um deildina mó fó hjá yfirhjúkrunarfræðingi eða Gro tongnes, deildor- hjúkrunarfræðingi, i símo +45 7 99 83 91. toun samkvæmt somningi sambonds sveitorfé- lago og norsko hjúkrunorfræðingafélagsins. Eft- irlaunasjóður sveitorfélaga. Umsókn auékennd umsóknornr., afrit af vottorð- um, meðmæli og opinber viðurkenning sendist Personolseksjonen, Regionsykehuset í Trond- heim, 7006 Trondheim, Norge. Nr. ó að nota þessu víkjondi. Vinsomlegost nefnið minnst 2 persónur sem hægt er að snúa sér til (referonsepersoner). Starfið þarf að hefjost í síðosto logi 3 mónuð- um eftir umsókn ef onnað er ekki tekið fram. Upplýsingor um heilsufor og nýleg berklapróf þarf oð leggja fram óður en storf er hafið. Umsóknorfrestur er til 13. júní 1991. Höfðar til . fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.