Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 44

Morgunblaðið - 23.05.1991, Page 44
MORGUNBLAÐIfi, FLMAITU.DAGL'H 23-, MAÍ ■ j,99,l. Emilía Vigfúsdóttir — Minningarorð Fædd 6. júní 1907 Dáin 13. maí 1991 í dag verður vinkona mín Emilía Vigfúsdóttir til moldar borin, en hún andaðist 13. þ.m. Það kippir alltaf í þegar maður heyrir andlát einhvers kunningja, þó okkur sé öllum kunnugt um að þetta er fer- ill okkar allra og enginn fær um flúið. Emilía eða Emma eins og við kunningjarnir kölluðum hana var fædd í Viliingaholti í Flóa 6. júní 1907. Foreldrar hennar voru þau Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Vig- fús Jónsson er þar bjuggu. Tveggja ára að aidri fer Emma í fóstur til hjónanna Ingunnar Þorkelsdóttur og Steins Jónssonar, sem bjuggu að Skúfslæk í Villingaholtshreppi. Þar elst Emma upp þar tii um ferm- ingu að hún flytur til Reykjavíkur. Þar stundar hún ýmiskonar störf, sem til féllu. Hugur hennar hneigð- ist þó fijótt til að vinna ýmiss kon- ar handavinnu, þ.e. sauma- og pijónaskap. Pijón og vinna úr ís- lenskri ull féll henni þó sérstaklega vel og náði hún góðum árangri í þeirri iðn. Hér var um að ræða að vinna úr og gera íslenskt hráefni verðmætara og um leið að skapa íslendingum vinnu. Ljóst er að á þessum tíma var mikill áhugi meðal landsmanna að skapa ný atvinnu- tækifæri til sjós og lands, það var einn liðurinn í sjálfstæðisbaráttu okkar. Ekki er nokkur vafi á því að þessi hugsunarháttur hefur haft mikil og góð áhrif á þau börn, sem ólust upp í þessu umhverfi. Eitt þeirra barna er Emilía Vigfúsdóttir, sem við kveðjum í dag. Árið 1935 eru forsvarsmenn í Búnaðarfélagi Nauteyrarhrepps við Djúp að leita eftir kennara til að kenna fólki á sínu félagssvæði pijónaskáp og tækni er sneri að þeirri iðngrein. Var þeim þá bent á Emilíu sem hæfan og góðan kenn- ara til að taka þetta að sér. Féllst hún á að fara vestur að Djúpi til að miðla sínum fróðleik til fólksins þar. Jarðvegurinn fyrir ullariðnað var þar til staðar þar sem Halldór Jónsson, búfræðingur, sem bjó á Rauðamýri kom með ullarvinnslu- vélar frá Noregi þar sem hann var við nám og setti þær upp á Naut- eyri árið 1885, en þá var hvað mestur fólksflótti af landinu, bjart- sýni það. Vélar þessar voru starf- ræktar í 17 ár. Orka til að drífa vélarnar var fengin úr heitum læk, sem rann meðfram vélarhúsinu. Neistinn lifði því í hlóðunum, er Emilía kom þarna og var hún með eindæmum dugleg að skerpa á þess- um áhuga. Vera Emmu við Djúp varð lengri en ætlað var. Þar kynntist hún móðurbróður þess, sem þetta skrif- ar, Jakobi Jónssyni á Hallstöðum, f. 16. nóvember 1900, en hann var þá orðinn ekkjumaður. Þau gengu í hjónaband 1942. Jakob var bú- fræðingur frá Hvanneyri. Að því námi loknu fór hann til Danmerkur og gekk þar í íþróttakennaraskóla og lauk þaðan námi. Þegar Emilía kom að Djúpi var hún búin að eign- ast dóttur með Finnboga Eyjóifs- syni, bifreiðastjóra. Dóttirin heitir Viktoría, f. 13. júní 1930, kom hún með móður sinni og ólst hún upp á Hallstöðum hjá þeim hjónum ásamt dóttur Jakobs frá fyrra hjónabandi, Erlu, sem búsett er á Selfossi, en Viktoría býr hér í Reykjavík. Árið 1945 flytur fjölskyldan frá Hallstöðum og sest að í Kópavogi, fyrst á Kársnesbraut 37 og síðan Hófgerði 12, þar sem þau höfðu byggt íbúðarhús. Eftir að dæturnar voru flognar úr hreiðrinu kom til þeirra hjóna í fóstur Arnór Guðjón Ragnarsson, sem er blaðamaður á Morgunblaðinu, hann er sonur Vikt- oríu. Arnór var í miklu uppáhaldi hjá þeim Jakobi og Emmu, enda leit hann mikið til þeirra er aldurinn fór að færast yfir og heilsan að bila. Jakob andaðist 6. desember 1981. Það var gaman að koma í Hóf- gerði 12 og þiggja þar kaffi og aðrar góðgerðir hjá húsráðendum. Umræðuefnin voru næg, það var greinilegt að fylgst var vel með öllu sem var að gerast bæði hér á landi og erlendis. Það sem var að gerast í okkar þjóðfélagi var þó efst á dagskrá og tók húsmóðirin ákveðna og eindregna afstöðu til málanna og lét álit sitt tæpitungulaust í ljós, það var henni eðlislægt. Þar komu fram áhrifin, sem hún hafði orðið fyrir á sínum uppvaxtarárum. Ekki fer á milli mála að sú kynslóð sem ólst upp, þegar baráttan var hvað hörðust til að endurheimta sjálf- stæði okkar, var með eindæmum áhugasöm um allt sem snerti ísland og íslenska hagsmuni. Frelsisþráin var ofarlega í bijósti þessa fólks eftir aldagamla erlenda áþján. Hver atburðurinn á fætur öðrum markaði spor í átt til fullveldis. Á fæðingar- ári Emmu 1907 kom t.d. fyrsti botn- vörpungurinn til landsins sem ís- lendingar höfðu látið smíða erlend- is. Það ár kom og Friðrik áttundi Danakonungur til íslands ásamt sínu föruneyti, m.a. til að skipa nefnd til að móta stöðu íslands I veldi Dana. Þessi heimsókn kon- ungs vakti mikla athygli og jók á spennu meðal landsmanna í við- leitni þeirra til að ná sjálfstæði landsins aftur. Kynslóðir koma og fara, það er lífsins saga. Við söknum þeirra sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Til að halda uppi minningu baráttufóiks eins og Emilíu og hennar kynslóðar er haldbest að hopa ekki tii baka frá línu sjálfstæðis og framfara þjóðarinnar, sem þetta fólk hefur fært okkur, heldur standa fast á sjálfstæðinu og sækja fram í átt til velfarnaðar allra landsmanna. Ég færi Viktoríu, Erlu, Arnóri, börnum þeirra, bamabömum og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hinnar látnu heiðurskonu. Jóhann Þórðarson *Mig langar að minnast elsku ömmu minnar með nokkrum orðum, sem ekki eru tæmandi, en hún lést að kvöldi 13. maí í Sunnuhlíð í t Eiginmaður minn, GÍSLI BENJAMÍNSSON múrari, Logafold 26, Reykjavík, lést i Landspítalanum 18. maí sl. Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir. t Fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma okkar, GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Finnbogastöðum, verður jarðsungin frá Árneskirkju föstudaginn 24. maí kl. 14.00. Hulda Þórarinsdóttir, Halldór Arason, Gyða Þ. Halldórsdóttir, Ari Halldórsson. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURLAUGSSON bifvélavirki, Klettagötu 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 24. mai kl. 13.30. Margrét Óskarsdóttir, Karitas Rósinkarsdóttir, Karitas Jóhannsdóttir, Reynir Baldursson, Lina Hildur Jóhannsdóttir, Þór S. Jóhannsson, Þórhildur Þórðardóttir, Jóhann Óskar Jóhannsson, María Sigurlaugsdóttir. t Ástkær maðurinn minn og faðir okkar, STEFÁN Þ. SIGURJÓNSSON, Brautarlandi 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. maí kl. 10.30. Aðalbjörg Jónsdóttir, Jón G. Stefánsson, Sigurjón B. Stefánsson, Jóhanna E. Stefánsdóttir. t Bróðir minn, SIGURÐUR HELGASON, Skólavörðustíg 18, sem lést 17. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 24. maí kl. 15.00. F.h. ættingja hins látna, Hlöðver Helgason. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL FRIÐRIKSSON bifvélavirkjameistari, Akranesi, sem lést hinn 17. maí sl., verður jarðsunginn föstudaginn 24. maí nk. Útförin fer fram frá Akraneskirkju og hefst kl. 14.00 síðdegis. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Benóný Daníeisson, Aina Dam, Haraldur Daníelsson, Ingigerður S. Höskuldsdóttir, Margeir Daníelsson, Unnur G. Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eigjnkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LAUFEY SIGURSTEINSDÓTTIR, Heiðmörk 1, Selfossi, sem andaðist 18. maí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstu- daginn 24. mai kl. 14.00. Geir Þórðarson, Rut Sigurgrímsdóttir, Oddvar Egeli, Aðalheiður Sigurgrfmsdóttir,Halldór Haraldsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Örn Einarsson og barnabörn. t Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SIGRÚNAR M. SCHNEIDER, Reynimel 51. Fyrir hönd ættingja og vina, Lydia Schneider Jörgensen, Valgarð Jörgensen, Guðrún Barbara Tryggvadóttir,Guðjón Sigurbjartsson. Kópavogi. Hún fæddist 6. júni 1907 í Villingaholti en ólst upp á Skúfs- læk í Flóa. Foreldrar hennar voru þau Sigur- þjörg Þorsteinsdóttir og Vigfús Jónsson. Amma eignaðist eina dóttur 13. júni 1930 Viktoríu Finnbogadóttur, sem er móðir mín. Amma fór með dótturina unga vestur í ísafjarðar- djúp að Hallsstöðum, sem kaupa- kona eins og það var kallað í þá daga,til Jakobs Jónssonar, sem þá var ekkjumaður með unga dóttur Erlu Jakobsdóttur. Amma og Jakob afi giftu sig 17. janúar 1942, þeim varð ekki barna auðið, en ólu up dæturnar sínar. Amma og afi hættu búskap árið 1945 og fluttu í Kópavog. Þau bjuggu lengst í Hófgerði 12, en það hús byggðu þau og þaðan á ég flest- ar minningar. I Hófgerðið var gott að koma og þar átti ég líka stóran bróður, hann heitir Arnór G. Ragnarsson. Hann reyndist þeim sem besti sonur alla tíð, ekki síst eftir að þau eltust. Seinna þegar við fluttum í Kópa- vog líka, var farið til ömmu beint úr skólanum, því skóiinn var í næsta húsi, þá var komið með mjólk og eitthvað í gogginn, eins og hún sagði alltaf. Það tilheyrði líka jóla- hátíðinni að koma þar, og það hélst fram á fullorðinsár. Alltaf var gott að eiga ömmu að ef eitthvað bjátaði á, þá var reynt að gefa góð ráð og leiðbeina. Amma kunni vel við að hafa marga í kring- um sig til að spjalla við um öll möguleg málefni yfir kaffibolla. Amma hafði líka unnið í Félags- heimili Kópavogs til margra ára. Þegar ég eignaðist soninn Ragn- ar Viktor, var hann fyrsta langömmubarnið og sást þá vel hvað þau báru mikla umhyggju fyr- ir börnum. Fékk hann oft að gista hjá löngu, eins og hann kallaði hana alltaf og kunni hún því vel. Alla tíð var tekið vel á móti gest- um og gangandi um lengri og skemmri tíma hjá henni, annar bróðir minn Emil Jakob nafni þeirra, bjó hjá þeim um tíu ára skeið og undi vel sínum hag. Árið 1976 selja amma og afí hús sitt i Kópavogi. í nokkur ár bjuggu þau í Miðstræti 3 í Reykjavík. Afa missti amma 6. desember 1981 og varð hálfgert strá eftir það. Amma komst í Kópavoginn aft- ur, en þangað átti hún sterkar taug- ar. Komst hún í Sunnuhlíð, hjúkr- unarheimili aldraðra, og naut þar góðrar umönnunar síðustu ár ævi sinnar. Ég og sonur minn kveðjum nú elsku ömmu og löngu og vitum við að henni líður vel þar sem hún er nú. Öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Guð blessi minningu hennar. Sólrún Ragnarsdóttir Leiðréttingar í minningargrein, er ég ritaði um Svein Pálsson, menntaskólakenn- ara, og birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. maí sl. urðu þau pennaglöp í lok greinarinnar, að kona Sveins var nefnd Úrsúla. Hið rétta er, eins og lesandinn mun hafa veitt athygli framar í minning- argreininni, að eiginkona Sveins eftirlifandi heitir Helena Pálsson. Þá er í greininni getið um Skaftár- tungur, en hið rétta heiti er Skaft- ártunga. Auðunn Bragi Sveinsson ★ ★ I minningargrein Sigfinns Sig- urðssonar um Sigurð Agústsson í Birtingaholti hinn 17. maí sl. þar sem getið var barna haiis féll niður nafn elsta sonar hans, Ásgeirs, sem kvæntur er Jónu Símonardóttur. Þau eru búsett í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.