Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 „ Ocf cuc%l/í6cÁ heAir þettex. rnödeL ¦fi&aireiShjóL." Ást er ... .. .örvandi fyrír hjartslátt- inn. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved c 1991 LosAngelesTimesSyndicate »tt*. 56? Þú talar um „flöskuháls". Er ekki sniðugra að gefa Ég kem ekki auga á neina storkinum pilluna? flösku ... Biblían sem Vottar Jehóva nota Kristnir menn sem hefja viðræð- ur við Votta Jehóva ættu að gera sér grein fyrir því að hin svokallaða biblía, sem þeir nota, inniheldur fjölda innleiddra breytinga á biblíu- textanum. Hinn eini tilgangur með þessu er til þess að styðja kenning- ar þeirra. Pétur postuli sagði eftirfarandi um innblásin bréf Páls: „Það gjörir hann líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróð- ir og staðfestulausir menn rang- snúa, eins og öðrum ritum sjálfum sér til tortímingar." (2. Péturs-bréf 3:16). Venjulega er slíkur rang- snúningur á ritningunni takmark- aður við túlkun og það er það sem Vottar Jehóva gerðu síðustu sjötíu og fimm árin. Þeir gáfu út handa fylgjendum sínum eintök af enskri þýðingu biblíunnar (King James Version) og seinna einnig banda- rískri endurskoðaðri þýðingu bibl- íunnar (American Standard Versi- on) vegna þess að þær slá upp nafn- inu „Jehóva" eða „Jahve" í gegnum Gamla testamentið. Einnig með leiðbeiningum um smáatriði um það hvernig eigi að láta ritninguna sýn- ast kenna það að Guð leyfi ekki bólusetningar, það að hinir trúu spámenn Abraham, ísak og Jakob muni fá upprisu til jarðar árið 1925, það að Guð hafi innblásið hinn mikla Keops pýramída í Egyptalandi og það að (h)armageddon muni koma eða dómsdagur eða heimsendir eft- irtalin ár: 1914, 1925, 1975. Það • i" ¦ ¦ ^í#»í.»i ,,,«<¦"»«. er augljóst að þessir spádómar rætt- ust ekki, þvi annars værum við ekki hér. Eru Vottar Jehóva þá falsspá- menn? Svarið er já samkvæmt bibl- íunni í (5. Mósesbók 18:21-22): „Ef þú segir í hjarta þínu: Hvernig fáum vér þekkt úr þau orð, er drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann." Það er til fjöldi svipaðra falskenninga og nefndar voru hérna áðan frá Vottum Jehóva, sem þeir nota síðan sínar sérstöku biblíur til þess að reyna að sýna fram á að þessar kenningar séu sannar. En það voru samt sumar kenningar sem mjög Ódrengilega vegið að Gísla á Grund Ég var að reka augun í forsiðu- frétt Pressunnar í dag, þar sem Gísli á Grund er svívirtur fyrir ævistarfið. Þetta vil ég segja. Ég er búin að vinna sem vökukona á Grund í tæp fimm ár, og síðasti íslenzki aðaliinn, það er að segja, Gísli á Grund, á alla mína virðingu. Ég hygg hann vera síðasta at- hafnamanninn á íslandi, sem vegna hugsjónar og ráðdeildar- semi hefur komist í efni. Fólk ætti að skammast sín fyrir að öf- undast útí það. í öðru lagi á hann afkomendur, sem ekki hafa byrjað á að kaupa sér peningaskáp, um leið og þeir tóku við fyrirtækinu, sökum þess að foringinn er orðinn aldraður, eins og heilsuræktarfólk byrjar á að kaupa sér dýra skó, • áður en það hefur lært nokkuð í líkamsræktinni. Heldur hafa af- komendur Gísla á Grund gengið í öll störf heimilisins! Guðrún Jacobsen erfitt var að rekja rætur til ensku og bandarísku þýðingarinnar, sama hvað biblíutextinn væri rangsnúinn. Svo á sjötta áratugnum fóru Vottar Jehóva umfram túlkanir með því að framleiða þeirra eigin útgáfu af biblíunni. Með hundruð breyttra erinda til þess að samlagast kenn- ingum þeirra. Og nýheimsþýðingin (New Worid Translation of the Holy Scriptures) er áfram endur- skrifuð á fárra ára fresti með við- bótarbreytingum gérðum til þess að fá Guðs orð til að samlagast því sem Vottar Jehóva kerina. Til dæmis í staðinn fyrir „kross" þá setur nýheimsþýðingin „kvalar- staur" til þess að styðja kenningu þeirra um að Jesú hafi verið negld- ur á láréttan staur án þverbjálka. I staðinn fyrir „Heilagan anda" finnum við heimildir um „heilagan anda" eða „starfskraft" til þess að þeir geti verið samkvæmir sjálfum sér um afneitun á guðdómi og per- sónuleika hins Heilaga anda. Og Jesú Kristur talar ekki um „endur- komu" sína heldur „návist" (sem Vottar Jehóva trúa að sé í dag ósýn- ileg mönnum). Nýheimsþýðingin setur sér það að útrýma á kerfisbundínn hátt öll- um sönnunum um guðdóm Jesú Krists. I staðinn fyrir að falla fyrir fætur Jesú til að „tilbiðja" hann „hneigði" fólk sig. Jóhannesarguð- spjall 1:1 segir ekki lengur að „orð- ið var Guð", heldur „órðið var guð- legt" og Jesús sagði ekki „á undan Abraham var ég" til að forðast sam- bandið við „Ég" í 2. Mósebók 3:14. Yfírlýsingin verður því á þessa leið: „Áður en Abraham varð til, hef ég verið." En mest dreifða breytingin í ný- heimsþýðingunni er nú samt inn-* setningin á nafninu „Jehóva" 237 sinnum og það í Nýja testamentið. Auðvitað er það viðeigandi fyrir þýðanda að velja að nota hið guð- dómlega nafn „Jahve" eða „Jehóva" í Gamla testamentið, þar sem hið fjórstafa nafn YHVH er reyndar í hebreska textanum. En Vottar Je- hóva setja nafnið „Jehóva" í Nýja testamentið, þar sem það er ekki í grísku handritunum. Maður þarf ekki annað en að skoða orð fyrir orð enskuna sem er undir gríska textanum í ríkis milli lína þýðing- unni (Kingdom Interlinear Trans- lation), til að sjá það að nafnið „Je- hóva" er ekki það á grísku. Magnilss. HOGNI HREKKVTSI <?- V c3> o £? * Víkverji skrifar Góð vinkona Víkverja kom að máli við hann og sagðist um hvítasunnuna hafa horft á sjón- varpsmessu frá Höfn í Hornafirði. Hún sagðist hafa dáðst að ræðu prestsins, sem hún kvað hafa ver- ið afburðagóða og vel flutta. Síðan að lokinni ræðunni hafi verið sjón- varpað frá altarisgöngu, er sókn- arbörn fóru upp að grátunum og þágu sakramentið. Þá féll henni allur ketill í eld. Sóknarbörnin voru öll látin bergja af sama kaleiknum, rétt eins og' gert var í gamla daga áður en mönnum varð ljós smithætta og tilvist sýkla og annars bakteríu- gróðurs. Hún kvaðst furða sig á, að þetta gerðist á árinu 1991. Fyrir nokkrum árum fór Víkverji til altaris í einni af kirkj- um höfuðborgarinnar. pá var þessi háttur hafður á, en presturinn sneri kaleiknum um nokkra þuml- unga og þurrkaði af barminum áður en næsta sóknarbarn saup á. Má nærri geta, hve gerlaríkur klúturinn var orðinn, þegar allir höfðu lokið altarisgöngunni og hefur kaleikurinn áreiðanlega snú- izt í nokkra hringi áður en allir höfðu fengið sitt. Til allrar hamingju erþessi hátt- ur nú aflagður. Ýmist eru kirkjur með litla silfurkaleika, sem hellt er í úr hinum eina sanna og stóra og fær hvert sókarbarn sinn bik- ar, eða að presturinn einfaldlega dýfir oblátunni í kaleikinn og stingur síðan upp í sókarbarnið. Það er í senn einföld og þrifaieg aðferð, sem eflaust á eftir að slá á þá inflúensufaraldra, sem jafnan hafa gengið hvert vor, skömmu eftir að fermingarmessum lýkur. N ýlega hlustaði Víkverji á tungutak umsjónarmanna morgunútvarpsins á Rás 2, er hann var á leið í vinnuna. Annar stjórnendanna var að ræða við mann, sem staðið hafði fyrir sýn- ingu á saltfiski_ og nýjungum í saltfiskvinnslu. Á sýninguna hafði komið mikill fjöldi saltfiskfram- leiðenda og lýst ánægju sinni með það, sem til sýnis var. Þá spurði stjórnandinn: „Voru þeir ekki imp- oneraðir af sýningunni." Vera kann að þetta sé daglegt mál ein- hverra að vera „imponeraðir", en að mati Víkverja getur starfsmað- ur ríkisútvarpsins ekki leyft sér að nota slíkt mál. Rétt á eftir í sama þætti kom einhver viðmæl- andi stjórnendanna og sagði, að einhver hlutur væri „absurd". Þeg- ar stjórnandinn síðan tók saman í þáttarlok það helzta, sem verið hefði á dagskrá, notaði hann einn- ig þetta orð. Það fannst Víkverja fáranlegt, en ekki „absurd".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.