Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA í 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Óþverraleg kvikmynd Kona hringdi: „Ég tel að kvikmyndin Auga fyrir auga (Camorra) sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu föstudag- inn 26. apríl sé mannskemmandi óþverri. Það eru unglingarnir sem skaðast mest á svona sjónvarps- efni, þeir hafa hvorki þroska né reynslu til að átta sig á svona óþverra, Væri ekki skynsamlegra fyrir Ríkissjónvarpið að verja pen- ingunum til kaupa á sýningar- hæfu efni?“ Myndavél Minolta 7000 myndavél og Min- olta 4000 flass hvarf úr íbúð á Framnesvegi fyrir skömmu. Vin- samlegast hringið í síma 16548 ef þessir hlutir hafa fundist ein- hvers staðar. Hversu mörg kýrverð Garðar hringdi: „Getur einhver upplýst mig um það hversu mörg kýrverð fímm merkur silfurs voru árið 1000. Það væri gaman að vita það. Er réttmætt að svíkja imdaii skatti? Ég er svo barnalegur (eða var) að ég hélt að maður ætti að borga skattana sína. En svo fór ég að tala um þetta við kunningja minn um daginn og hann var á öðru máli. Það sem fer í ríkishítina er gertapað, sagði hann, ég tel mig sjálfan kunna að fara með peninga og fer vel með peninga, en ríkis- sjóður kann ekki að fara með pen- inga, eða þessir pólitíkusar, og þess vegna er réttara að við látum þá ekki hafa meiri peninga en nauðsynlegt er. Sá sem ekki kann að fara með peninga á enga pen- inga að hafa. En ég.vildi nú meina að ríkis- sjóður gerði ýmislegt gott. Jú, ekki efa ég það, sagði kunn- ingi minn. En þeir gera líka vit- leysur og það sem verra er, þeir gera vitleysumar vitandi vits. Hundruð milljónum er ausið í land- búnaðinn ár eftir ár til að hægt sé að stunda offramleiðslu á lambakjöti þó allir viti að kjötið endar á haugunum. Sjáðu hvernig peningum hefur verið ausið í fi- skeldisfyrirtæki — ekki vegna þess að menn hafi trúað því að þau gætu borið sig heldur hafa „dug- legir“ landsbyggðarþingmenn ver- ið að fá fé úr ríkissjóði inn í sín kjördæmi. Sama er uppi á teningn- um með loðdýrabúin. Allt þetta greiðir skattborgarinn vitandi það að þessi óstjórn skilar aldrei arði. Én er það ekki siðferðilega rangt að svíkja undan skatti, spurði ég, jafnvel þó það sé Mikill fréttaflutningur hefur verið frá Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði undanfarnar vikur. Þessi fréttaflutningur hefur einungis verið neikvæður og ýmislegt verið fullyrt um rekstur, sem ég ef til vill er ekki dómbær um að meta rétt eða rangt. Hins vegar tel ég það einnig mega koma fram að gífurlega gott starf hefur verið unnið innan veggja Heilsuhælisins. En besti mælikvarðinn á það er að fjölmargir leita þangað ár eftir ár og alltaf eru langir biðlistar eftir plássum þar. Tel ég mig fylli- lega dómbæra á að sjúklingarnir hafa yfir höfuð verið ánægðir með veruna á Heilsuhælinu þar sem ég hef bæði starfað þar og einnig verið þar sjúklingur. Vilji menn kalla þær aðferðir sem á Heilsu- hælinu eru notaðar „skottulækn- ingar“ þá mega þeir það mín vegna en hvaða nafni sem menn nefna kannski réttlætanlegt út frá arð- semissjónarmiði. Það er ég ekki viss um, svaraði kunningi minn, ekki eins og í pott- inn er búið. Tekjuhæsta fólkið sleppur best frá skattinum og sum- ir þeir tekjuhæstu þurfa engan skatt að borga frekar en þeir vilja. Launamenn með lágar og miðl- ungstekjur eru í rauninni það fólk sem heldur uppi velferðarþjóðfé- laginu enda hefur þessi hópur minnstu möguleika til að svíkja undan. Hér er aðeins eitt skatt- þrep, sama fyrir menn með 80 þúsund krónur á mánuði og menn sem hafa 700 þúsund krónur á mánuði. Allir sjá að þetta er óréttl- átt enda er ísland eitt Norðurlanda þar sem ekki er annað skattþrep fyrir hátekjumenn. Meðan skatta- Það koma margar skoðanir fram í Morgunblaðinu. Ég hef veitt því athygli að stundum er verið að tala vinsamlega um vænt- anlegan samruna Evrópuríkja, EB. Það hefur mörgum þótt ganga erfiðlega þjóðarbúskapurinn hjá íslendingum. En þó held ég að þetta gangi í raun vel. Flestir eiga allt af öllu. Jafnaðarhyggjan er minni hér en á hinum Norðurlönd- þessar Iækningar þá era þær góð- ar og hafa skilað miklum árangri. Þessa góðu starfsemi tel ég að mörgu leyti megi þakka fram- kvæmdastjóranum Eiríki Ragn- arssyni og hjúkrunarforstjóranum Hrönn JÓnsdóttur. Þegar ég hætti störfum á Heilsuhælinu fyrir um tveimur áram höfðu þau lagt grunninn að besta starfsanda sem ég hef kynnst. Kvaddi ég þau og annað starfsfólk með söknuði. í því velferðarríki sem við búum í tel ég besta mælikvarðann á góðan rekstur sjúkrastofnana vera líðan og framfarir sjúklinga svo og almennan starfsanda. Slíka þætti ber að hafa í huga þegar starf manna er metið en ekki skoð- anir einstakra lækna eða einhveij- ar tölur um bensínskostnað fram- kvæmdastjóra sem jafnvel eru fyllilega eðlilegar. Sigríður Hjelm kerfið mismunar fólki á þennan hátt, meðan múrarinn þarf að skrifa upp á nótu en tannlæknirinn ekki o.s.frv. er skattkerfíð siðferði- lega rangt og er þá siðferðilega rangt að svindla á þeim sem er siðferðilega rangt? Og með þeim töluðum orðum þurfti kunningi minn að ijúka til að sinna einhveiju mikilvægu er- indi — ef til vill að svíkja undan skatti. Enég hélt áfram að glíma við spurninguna dijúga stund og fór þá að hugsa sem svo að rök kunn- ingja míns væru vissulega þung á metunum. Og ég spurði sjálfan mig: Er réttmætt að svíkja undan skatti? Ef svo er þá hef ég hagað mér heimskulega. unum. Samt gengur þetta vel hjá íslendingum. í raun eru margir ríkir. Við hlutum sjálfstæði okkar í vitfirringu seinni heimsstyijald- arinnar og þurftum ekki að berj- ast fyrir því, þótt stríðið tæki sinn toll. Mér finnst að ekki ætti að taka nokkra áhættu varðandi það að glata sjálfstæðinu. Við vitum hvað við höfum en hræddur er ég um að eitt allsheijar peningasam- félag í Evrópu endist ekki lengi. Auk þess hafa smáþjóðir alltaf átt í vök að veijast. Og held ég að betur sé heima setið en af stað farið, ef á' að fara að selja landið. í það minnsta verður allur smá- þjóðarbragur af ísiandi. Og er ég hræddur um að margir stórlaxar á íslenskan mælikvarða missi spón úr aski sínum. Víða í Evrópu búa þeir sem minna mega sín við afar kröpp kjör svo ekki sé meira sagt. Held ég að ísland sé fínasti klúb- bur í heimi ef miðað er við mann- haf og mengun annarra landa. Auk þess er aldrei að vita nema hér séu einhveijir málmar og þeir þykjast vissir um að hér sé olía. Er ekki hægt að láta eitthvað af menntamönnum læra í sam- bandi við það að hér séu hugsan- lega auðlindir í jörðu og að nýta þær. Og öll fallvötnin. Eg held að Islendingar þurfi engar áhyggjur að hafa af því að ekki sé hægt að selja fiskinn, því alls staðar í heiminum vantar mat. Og er ég viss um að hægt væri að frysta alla loðnuna og selja jafnvel sem heilsufæði. Oryrki Heilsuhælið í Hveragerði: GOTT STARF Siggi Island o g EB Bíldshöfða 20,112 Reykjavík, sími 91-681199, fax. 91 -673511 SCAKLET Frábær hægindastóll á frábæru verði. Margir leðurlitir. Þú þarft ekki að fara annað N Æ T U R V A K T HALLL LADDI OGBESSI ásamt Bíbí o§ Lciló 15 stjömu KABARETT Á SÖGU SÍÐASTA SÝNING í VOR 1 : A LAUGARDAGSKVÖID Pontunarsimi 91-29900. ▲ ▲ ▲▲▲▲▲▲▲▲▲ MÍMISBAR opinn frá kl. 19. MUTVÖ skemmta boVet. Moa 'itQffcgóðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.