Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 23. MAI 1991 SMAÞJOÐALEIKARNIR IANDORRA Sund- menn- irnir fengu fjögur gull SUNDLANDSLIÐIÐ vann til níu verðlauna á fyrsta keppnisdegi sundsins á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Sundmennirnir voru þó langí frá sínu besta, enda hafa þeir ekki æft á f ullum krafti fyrir Smáþjóðaleikana. „Viðförum héðan íæfinga- búðir til Frakklands. Takmarkið er að vera komin í sem besta æfingu íágúst, en þá fer Evr- ópumeistarakeppnin fram í Aþenu," sagði Magnús Ólafs- son, sem fékk gull í 100 m skriðsundi — kom í mark á tímanum 53,24 sek. Helga Sigurðardóttir varð sigur- vegari í 100 m skriðsundi kvenna á 1:00,45 mín., en Bryndís Ólafsdóttir varð í þriðja sæti á 1:01,28 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir varð sigurvegari í 200 m fjórsundi kvenna á tímanum 2:29,23 mín., en Arna P. Sveinbjörnsdóttir varð önnur á 2:33.28 mín. Arnar Freyr Olafsson varð þriðji i 200 m fjórsundi karla á 2:16,91 mín. og Arnþór Ragnarsson fimmti á 2:19.72 mín. Eðvarð Þór Eðvarðsson varð sig- urvegari í 200 m baksundi karla á 2;13.08 mín., en hann á Smáþjóða- metið — 2:07.54 mín., sem hannn setti 1987. Ævar Örn Jónsson varð annar á 2:13,73 mín. Elín Sigurðardóttir varð fimmta í 200 m baksundi kvenna á 2:39,16 mín. Ragnheiðúr Runólfsdóttir varð önnur í 200 m bringusundi kvenna á 2:42.08 mín., en hún á Smáþjóða- metið — 2:35,87 mín., sem hún setti 1989. Arnþór Ragnarsson varð fj'órði í bringusundi karla á 2:28,14 mín., en Oskar Guðbrandsson varð sjötti á 2:36.02 mín. Magnús Olafsson og aðrir sundkappar stóðu sig vel á sundmotinu í gær þrátt fyrir að ekki næðist að setja íslands- met. Guðmundur H. Þorsteinsson Blakararnir Særún Jóhannesdóttir, Oddný Erlendsdóttir og Sigurborg Gunnarsdóttir. Sigurborg jafnaði leikjametið þegar hún lék sinn 34 landsleik í gærkvöldi. Sigurborg jafnaði landsleikjametið Er á förum til Noregs, þar sem hún mun leika blak og stunda nám í tölvufræði SIGURBORG Guðmundsdóttir, blakkona úr Breiðabliki, jafnaði landsleikjametið íblaki kvenna í leik gegn Lúxemborg. Hún lék sinn 34 landsleik og jaf naði metið sem Málf ríður Pálsdóttir átti. Ekki fagnaði hún þessum tíma- mótum með sigurleik, því að Lúxemborg vann, 3:1. „Þetta var skemmtilegur baráttuleikur, en því miður fórum við ekki með sigur af hólmi. Leikmenn Lúxemborgar eru stærri en við og sterkari. Þeir skella fast, en við erum aftur á móti með minni og sneggri leikmenn," sagði Sigurborg, sem hefur hug á því að fara til Noregs næsta vetur, þar sem hún ætlar að stunda nám í tölvu- fræði og að sjálfsögðu að leika blak. „Það er ekkert ákveðið með hvaða íiði ég mun koma til með að leika." Stúlkurnar töpuðu fyrstu hrin- unni, 6:15, en komu síðan ákveðnar til leiks og unnu . aðra hrinuna, 17:15. Lúxemborg vann þriðju hrin- una létt, 15:2, en fj'órða hrinan var fjörug. íslensku stúlkurnar veittu Lúxemborgarstúlkunum þá harða keppni, en þegar staðan var, 7:9, kom slæmur leikkafli og Lúxem- borgarstúlkurnar gengu á lagið og unnu, 8:15. „Stúlkumar léku þennan leik vel og það var góð barátta í liðinu," sagði Sigurður Þráinsson, þjálfari kvennaliðsins, en hann hefur þjálfað það í tvö ár. „Stúlkurnar björguðu oft glæsilega skellum niður við gólf, en það voru slæmar móttökur sem fóru mest með leik þeirra. Stúlkurnar leika gegn Kýpur í undanúrslitum. „Ég reikna ekki með sigri gegn Kýpur, sem hefur besta liðið hér. En allt gengur upp þá eigum við möguleika á að hreppa þriðja sætið og brons," sagði Sig- urður. Guðmundur H. Þorsteinsson Jóna Harpa Viggósdóttir og Jóna Lind Sævarsdóttir eru báðar frá Nes- kaupstað. bráðefni- legar að austan Íslenska kvennalandsliðið í blaki er skipað mjög ungum leikkon- um, sem eiga framtíðina fyrir sér. Yngstu stúlkurnar koma báðar að austan, nánar tiltekið frá Neskaup- stað — þær Jóna Harpa Viggós- dóttir og Jóna Lind Sævarsdóttir, sem leikur nú með meisturum Víkings í Reykjavík. „Það hafa komið margar góðar blakkonur úr liði Þróttar í Neskaup- stað. Jóna Lind er ein þeirra. Hún er mjög öguð leikkona og gefur allt sem hún á í leikinn," sagði Sig- urður Hafsteinsson, þjálfari blak- landslið kvenna. Knattspyrna verður á leikunum á Möltu Verður að vera til að vekja áhuga heimamanna á.leikunum M ALTA heldur Smáþjóðaleik- ana næst, eða eftír tvö ár— 1993. Mótið fer síðan fram í Lúxembprg 1995 og það kem- ur íhlut íslendínga að halda leikana 1997. Guðfinnur Ólafsson hjá Ólympíunefnd ísiands, sagði . í samtali við Morgunblaðið að Möltumenn ætla að láta keppa í knattspyrnu — þannig að íslensk- ir knattspyrnumenn taka þátt í Samáþjóðaleíkunum 1993. „Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinm á MÖltu og segja Möltumenn að ef knattspyrna verði ekki á leikunum — verði lítill sem enginn áhugi fyrir þeim hjá fólki. Leikarnir eru alltaf að verða stærri og.stserri í sniðum og íþróttagreinum fjölgar jafnt og þétt á þeim," sagði Guðfmnur Ólafsson. íslenska Ólympíunefndin legg- ur mikla áherslu á að ísiensku íþróttamennirnir stendi sig sem best hér í Andorra og vonast menn eftir að íslendingar nái að stöðva sigurgöngu Kýpurmanna.' Atll Eðvaldsson, fyrirliði íslenska iandsliðsins. Verður hann með á næstu leikum á Kýpur? Einar keppir ekki í Bratislava og Moskvu Einar Vilhjálmsson, spjótkastari ætlar að hætta við að keppa í Grand Prix-keppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu og í Moskvu. Keppn- in í Bratislava verður 4. júní og í 9. júní verður keppt í Moskvu. Sig- urjón Sigurðsson, læknir Ólympíu- nefndarinnar, mun athyga meiðsli Einars í dag, en eins og hefur kom- ið fram tóku gömul meiðsli í hné sig upp hjá Einari í spjótkasts- keppninni hér á Smáþjóðaleikunum í Andorra, sömu meiðsli og hafa hrjáð hann í tvö ár. „Þetta eru svipuð meiðsli í hné eins og Ólafur Þórðarson, knatt- spyrnumaður, átti við að glíma. Það er hnéskeljarsin sem er að gefa sig," sagði Sigurjón læknir um meiðsli Einars í gær. Björg Björg skor- aði mest Björg Hafsteinsdóttir frá Keflavík skoraði mest þegar íslenska kvennalandslið lagði Möltu, 68:35. Anna María Sveinsdóttir skoraði 16 stig, en aðrar sem skoruðu voru þær María Sturlaugsdóttir 14, Linda Stefánsdóttir 6, Guð- björg Norðfjörð 7, Vigdi's Þórisdóttir 2, Vanda Sigurgeirsdóttir 2. Islensku stúlkurnar, sem höfðu yfir, 27:22, í Ieikhléi, yfirspiluðu stúlkurnar frá Möltu í seinni hálfleik. Karlalandsliðið lék ekki í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.