Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 23.05.1991, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR í ANDORRA Sund- menn- imir fengu fjögur gull SUIMDLAIMDSLIÐIÐ vann til níu verðlauna á fyrsta keppnisdegi sundsins á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Sundmennirnir voru þó langt frá sínu besta, enda hafa þeir ekki æft á fullum krafti fyrir Smáþjóðaleikana. „Við förum héðan í æfinga- búðirtil Frakklands. Takmarkið er að vera komin í sem besta æfingu í ágúst, en þá fer Evr- ópumeistarakeppnin fram í Aþenu,“ sagði Magnús Ólafs- son, sem fékk gull í 100 m skriðsundi — kom í mark á tímanum 53,24 sek. Helga Sigurðardóttir varð sigur- vegari í 100 m skriðsundi kvenna á 1:00,45 mín., en Bryndís Olafsdóttir varð í þriðja sæti á 1:01,28 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir varð sigurvegari í 200 m fjórsundi kvenna á tímanum 2:29,23 mín., en Arna P. Sveinbjörnsdóttir varð önnur á 2:33.28 mín. Arnar Freyr Ólafsson varð þriðji í 200 m fjórsundi karia á 2:16,91 mín. og Arnþór Ragnarsson fimmti á 2:19.72 mín. Eðvarð Þór Eðvarðsson varð sig- urvegari í 200 m baksundi karla á 2;13.08 mín., en hann á Smáþjóða- metið — 2:07.54 mín., sem hannn setti 1987. Ævar Örn Jónsson varð annar á 2:13,73 mín. Elín Sigurðardóttir varð fimmta í 200 m baksundi kvenna á 2:39,16 mín. Ragnheiðúr Runólfsdóttir varð önnur í 200 m bringusundi kvenna á 2:42.08 mín., eh hún á Smáþjóða- metið — 2:35,87 mín., sem hún setti 1989. Arnþór Ragnarsson varð fjórði í bringusundi karla á 2:28,14 mín., en Oskar Guðbrandsson varð sjötti á 2:36.02 mín. Magnús Ólafsson og aðrir sundkappar stóðu sig vel á sundmótinu í gær þrátt fyrir að ekki næðist að setja íslands- met. Tvær bráðefni- Sigurborg jafnaði landsleikjametið Er á förum til Noregs, þar sem hún mun leika blak og stunda nám í tölvufræði SIGURBORG Guðmundsdóttir, blakkona úr Breiðabliki, jafnaði landsleikjametið í blaki kvenna íleikgegn Lúxemborg. Húnlék sinn 34 landsleik og jaf naði metið sem Málfríður Pálsdóttir átti. það í tvö ár. „Stúlkurnar björguðu oft glæsilega skellum niður við gólf, en það voru slæmar móttökur sem fóru mest með leik þeirra. Stúlkurnar leika gegn Kýpur í undanúrslitum. „Ég reikna ekki með sigri gegn Kýpur, sem hefur besta liðið hér. En allt gengur upp þá eigum við möguleika á að hreppa þriðja sætið og brons,“ sagði Sig- urður. austan jt Íslenska kvennalandsliðið í blaki er skipað mjög ungum leikkon- um, sem eiga framtíðina fyrir sér. Yngstu stúlkurnar koma báðar að austan, nánar tiltekið frá Neskaup- stað — þær Jóna Harpa Viggós- dóttir og Jóna Lind Sævarsdóttir, sem leikur nú með meisturum Víkings í Reykjavík. „Það hafa komið margar góðar blakkonur úr liði Þróttar í Neskaup- stað. Jóna Lind er ein þeirra. Hún er mjög öguð leikkona og gefur allt sem hún á í leikinn,“ sagði Sig- urður Hafsteinsson, þjálfari blak- landslið kvenna. Jóna Harpa Viggósdóttir og Jóna Lind Sævarsdóttir eru báðar frá Nes- kaupstað. Guðmundur H. Þorsteinsson Blakararmr Særún Jóhannesdóttir, Oddný Erlendsdóttir og Sigurborg Gunnarsdóttir. Sigurborg jafnaði leikjametið þegar hún lék sinn 34 landsleik í gærkvöldi. legar að Ekki fagnaði hún þessum tíma- mótum með sigurleik, því að Lúxemborg vann, 3:1. „Þetta var skemmtilegur baráttuleikur, en því miður fórum við ekki með sigur af hólmi. Leikmenn Lúxemborgar eru stærri en við og sterkari. Þeir skella fast, en við erum aftur á móti með minni og sneggri leikmenn," sagði Sigurborg, sem hefur hug á því að fara til Noregs næsta vetur, þar sem hún ætlar að stunda nám í tölvu- fræði og að sjálfsögðu að leika blak. „Það er ekkert ákveðið með hvaða liði ég mun koma til með að leika." Stúlkurnar töpuðu fyrstu hrin- unni, 6:15, en komu síðan ákveðnar til leiks og unnu aðra hrinuna, 17:15. Lúxemborg vann þriðju hrin- una létt, 15:2, en fjórða hrinan var fjörug. íslensku stúlkurnar veittu Lúxemborgarstúlkunum þá harða keppni, en þegar staðan var, 7:9, kom slæmur leikkafli og Lúxem- borgarstúlkurnar gengu á lagið og unnu, 8:15. „Stúlkurnar léku þennan leik vel og það var góð barátta í liðinu," sagði Sigurður Þráinsson, þjálfari kvennaliðsins, en hann hefur þjálfað Knattspyma verður a leikunum a Moltu Verður að vera til að vekja áhuga heimamanna á leikunum MALTA heldur Smáþjóðaleik- ana næst, eða eftir tvö ár — 1993. Mótið fer síðan fram í Lúxemborg 1995 og það kem- ur í hlut íslendinga að halda leikana 1997. Guðfinnur Ólafsson hjá Ólympíunefnd íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að Möltumenn ætla að láta keppa í knattspyrnu — þannig að íslensk- ir knattspyrnumenn taka þátt í Samáþjóðaleikunum 1993. „Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin á MÖltu og segja Möltuinenn að ef knattspyrna verði ekki á ieikunum — verði lítill sem enginn áhugi fyrir þeim hjá fólki. Leikarnir eru alltaf að verða stærri og stærri í sniðum og íþróttagreinum fjölgar jafnt og þétt á þeim,“ sagði Guðfinnur Ólafsson. íslenska Ólympíunefndin legg- ur mikla áherslu á að íslensku íþróttamennirnir stendi sig sem best hér ( Andorra og vonast menn eftir að íslendingar nái að stöðva sigurgöngu Kýpurmanna.' Atll Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Verður hann með á næstu leikum á Kýpur? Einar keppir ekki í Bratislava og Moskvu Einar Vilhjálmsson, spjótkastari ætlar að hætta við að keppa í Grand Prix-keppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu og í Moskvu. Keppn- in í Bratislava verður 4. júní og í 9. júní verður keppt í Moskvu. Sig- uijón Sigurðsson, læknir Ólympíu- nefndarinnar, mun athyga meiðsli Einars í dag, en eins og hefur kom- ið fram tóku gömul meiðsli í hné sig upp hjá Einari í spjótkasts- keppninni hér á Smáþjóðaleikunum í Andorra, sömu meiðsli og hafa htjáð hann í tvö ár. „Þetta _eru svipuð meiðsli í hné eins og Ólafur Þórðarson, knatt- spyrnumaður, átti við að glíma. Það eb hnéskeljarsin sem er að gefa sig,“ sagði Siguijón læknir um meiðsli Einars í gær. Björg Björg skor- aðimest Björg Hafsteinsdóttir frá Keflavík skoraði mest þegar íslenska kvennalandslið lagði Möltu, 68:35. Anna María Sveinsdóttir skoraði 16 stig, en aðrar sem skoruðu voru þær María Sturlaugsdóttir 14, Linda Stefánsdóttir 6, Guð- björg Norðfjörð 7, Vigdís Þórisdóttir 2, Vanda Sigurgeirsdóttir 2. Islensku stúlkurnar, sem höfðu yfir, 27:22, í leikhléi, yfirspiluðu stúlkurnar frá Möltu í seinni hálfleik. Karlalandsliðið lék ekki í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.