Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1991 55 KNATTSPYRNA Lárusí aðalhlut- verkinu LÁRUS „kokkur," Loftsson, aðstoðarmaður Bo Johansson, landsliðsþjálfara íknattspyrnu, verður í aðalhlutverki fyrstu dagana í Albanfu. Hann sér um að matreiða ofan í landsliðs- mennina, en í fyrsta skipti er nú tekið með matur í einhverj- um mæli í keppnisferð lands- liðsins. Við erum með mikið af pasta, súpum, sósum og allt í morg- unmatinn; kex, brauð, mjólk, djús, ost og marmelaði, - og þá erum við með mikið af vatni með okkur,“ sagði Lárus við Morgunblaðið í Ziirich í gær. Fyrir hádegi í dag á svo að fara á ávaxtamarkað í borg- inni og kaupa ávexti og grænmeti til að fara með til Albaníu. Það má segja að haldið sé út í óvissuna þegar farið verður til Al- baníu í dag. Frakkar og Tékkar, sem leikið hafa í Albaníu nýlega, hafa að vísu ráðlagt íslendingunum ýmislegt; t.d. á hvaða hóteli þeir ættu að fara fram á að gista og þar fram eftir götunum. Þess má geta að A-landsliðið kemur til með að búa í hafnarborginni Durres, um 30 km frá Tirana, þar sem liðið leikur, en yngra liðið, skipað leik- mönnum 21. árs og yngri, á að búa og Ieika í Elbasan, um 50 km sunn- an við Tirana. Leikur U-21 liðsins verður á laugardag í Elbasan en A-liðið leik- ur á sunnudag í Tirana. Sigurður Grétarsson í landsleik. Hann missir af mjög mikilvægum leik í toppbaráttu svissnesku 1. deildar- keppninnar á laugardag vegna lands- liðsins. Vildu að ég hætti með landsliðinu - segirSigurður Grétarsson um forráðamenn Grasshoppers SIGURÐUR Grétarsson, leikmaður svissneska meistaraliðsins Grasshoppers, fer með landsliðinu í dag til Albaníu - og missir því af mjög mikilvægum leik í toppbaráttu svissnesku 1. deildar- keppninnar á laugardag. Grasshoppers hefur eins stigs forskot á toppi deildarinnar og á góða möguleika á að tryggja sér titilinn. Grasshoppers leikur á heima- velli gegn Young Boys á laug- ardag og segir Sigurður að ef liðið næði að sigra sé staða þess óneitan- lega mjög góð. Skapti Meiðsli hafa hrjáð Hallgrímsson suma leikmenn skhlarfrá Grasshoppers. und- anfarið og þvi voru forráðamenn félagsins ekki hrifnir af því að Sigurður yrði ekki með í leiknum. „Þeir töluðu um það við mig hvort ég vildi ekki bara hætta að leika með Iandsliðinu," sagði Sigurður við Morgunblaðið. „En ég tók auðvitað alls ekki undir það. Mér finnst það reyndar óvirðing að þeim skuli hafa dottið í hug að tala um þetta, og málið var ekki meira rætt þegar þeir sáu hvernig ég tók í hugmyndina." Sigurður ' segir liðin átta sem keppa í úrslitakeppninni um svissn- eska meistaratitilinn mjög jöfn að getu og því geti allt gerst. „Við eigum að vinna leikinn á laugardag- inn, en keppnin er það jöfn að allt getur farið úr böndunum ef menn eiga slakan dag. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir okkur, og ég sagði forráðamönnum félagsins að þeim væri guðvelkomið að tala við KSÍ og reyna að fá mig lausan - ég sagðist tilbúinn að spila hér á laug- ardaginn ef KSÍ samþvkkti það. En ég veit ekki hvort þeir reyndu það. Ég heyrði að minnsta kosti aldrei meira um þetta, og á ekki von á að forráðamenn KSÍ hefðu sleppt mér. Þeir hafa að minnsta kosti verið mjög harðir í þessum málum undanfarið - til dæmis þeg- ar Guðni varð að koma í Spánarleik- inn í fyrra haust.“ Farangur íslenska lands- liðsins vó eitt og hálft tonn LANDSLIÐIÐ kom mun seinna til Zúrich í gær en áætlað var því seinkun var á flugi frá Lon- don. Flogið verðurfrá Zúrich til Tirana um kl. 13 í dag að svissneskum tíma, - kiukkan 11 að íslenskum tíma. ópurinn kom ekki til Zurich fyrr en um kl. 22 í gærkvöldi, nema hvað Ólafur Þórðarson og Gunnar Gíslason komu tólf klukku- stundum áður, en þeir leika sem kunnugt er í Noregi og Svíþjóð. íslenski hópurinn var kominn út í flugvél British Airways félagsins í London, þegar í ljós kom að vélin var biluð. Þar var svo setið og beðið í tæpar þrjár klukkustundir áður en lagt var í hann, menn fengu að borða og höfðu það huggulegt. Þess má geta að farangur íslenska hópsins vó hvorki meira né minna en eitt og hálft tonn, - ogtaldi 101 tösku! Búningar, matur og ýmislegt fleira sem tekið var með vegur greinilega sitt. Spilar Arnór? Arnór Guðjohnsen verður senni- lega rneð landsliðinu gegn Al- baníu eftir allt saman. Bo Johans- son, landsliðsþjálfari, lagði hart að honum og samkvæmt upplýsingum frá KSÍ féllst Arnór að fara til Al- baníu á laugardag, en leikurinn verður á sunnudag. Arnór leikur með Bordeaux í frönsku deildinni annaðkvöld. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða: Seinni leikur í úrslitum. AS Roma - Inter Milan.........1:0 Ruggiero Rizzitelli (80.). Áhorfendur: 71.000. • Milan vann fyrri leikinn 2:0 og sigraði því samanlagt 2:1 og er Evrópumeistari félagsliða. Evrópukeppni landsliða: 4. riðill: Austurríki - Færeyjar.........3:0 Heimo Pfeifenberger (13.), Michael Streiter (47.), Arnold Wetl (64.). Áhorfendur: 13.000 Staðan: Júgóslavía............6 5 0 1 20 4 10 Danmörk...............4 2 1 1 7 5 5 Austurríki............4 1 1 2 4 5 3 Færeyjar..............5 113 3 15 3 N-írland.............5 0 3 2 3 8 3 2. riðill: San Marínó - Búlgaría...............0:3 Ivanov (13.), Sirakov (20.), Penev (vsp. 59.). Áhorfendur: 612. Vináttulandsleikur: írlaml - Chile.....................1:1 David Kelly (82.) - Fabian Estay (64.) Ahorfendur: 32.230. Frakkland: Nice - Marseille....................1:0 Abedi Pele (42.). Áhorfendur: 20.000. England: Leikir um sæti (seinni leikir): 2. deild: Millwall - Brighton.......1:2 (samanl. 2:6) Notts County - Middlesbrough.....1:0 (2:1) 3. deild: Bolton - Bury.........................1:0 (2:1) Tranmere - Brentford..................1:0 (3:2) 4. deild: Blackpool - Scunthorpe................2:1 (3:2) Burnley - Torquay.......................0 (1:2) Íshokkí NHL-deildin:^ Úrslitakcppnin: Minnesota North Stars-Pittsburgh..3:1 Minnesota North Stars-Pittsburgh..3:5 • Staðan er jöfn, 2:2. Minnesota hafði leik- ið átta leiki heima í röð án þess að tapa stigi. 5. leikurinn fer fram í Pittsburgh, 6. í Minnesota og 7. ef þarf í Pittsburgh. LOTTO 5 en ekki 4 Vinningsröðin í Lottóinu um síðustu helgi var ekki rétt í íþrótta- blaðinu í gær, þar sem 4 misrituð- ust fyrir 5, en rétt röð er: 3, 5, 13, 15, 26 og bónustala 36. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Reuter Andreas Brehme og Lothar Mattheus hampa sigurlaunum UEFA keppninnar. Mattheus lék vel í gærkvöldi en lítið bar á Brehme sem fékk kvalastillandi sprautu og lék í sérsmíðuðum skóm vegna tábrots. Inter meistari þrátt fyrir tap í Rómaborg INTER Milan varð í gærkvöldi Evrópumeistari féiagsliða þrátt fyrir tap gegn Roma 1:0 í Róm. Fyrri leik liðanna í Mílanó lauk með sigri Inter 2:0 og Mílanó- liðið vann því samanlagt 2:1. ið Roma sótti stíft allan leikinn vel hvatt áfram af 71.000 áhorfendum en vörn Inter var fjöl- menn frá fyrstu mínútu. Roma fékk þó upplögð marktækifæri, Ruggiero Rizzitelli var nálægt því að skora strax á 7. mínútu er skot hans hafnaði í stöng og Thomas Bert- hoid fór illa með opið marktæki- færi um miðjan síðari hálfleikinn. Eina mark leiksins kom tíu mínút- um fyrir leikslok þegar Rizzitelli •skoraði með vinstrifótar skoti úr þröngri stöðu. Roma lagði allt í sölurnar á síðustu mínútunum en allt kom fyrir ekki og leikmenn Inter fögnuðu sínum fyreta Evrópu- titli félagsliða. KORFUBOLTI NBA-deildin: Chicago byrjar vel TVEIR leikir voru háðir á þriðju- dagskvöld í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik. Á austurströndinni sigraði Chicago Detroit á heimavelli 105:97 á þriðjudagskvöld og á vesturströndinni sigraði Port- land Lakers 109:98. Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandaríkjunum Chicago hefur 2:0 forystu í ein- víginu við Detroit. Liðið hafði yfirburði lengst af gegn Detroit og náði um miðbik síðari hálfleiksins átján stiga forystu. Michael Jordan, sem á mánudaginn var kosinn besti leik- maðurinn í NBA af íþróttafréttamönnum var atkvæða- mestur og skoraði 35 stig fyrir Chicago. „Örbylgjuofninn,“ Winnie Johnson skoraði 29 stig fyrir Detro- it. Chicago leikur mjög vel um þess- ar mundir og liðið hefur ekki enn fengið á sig 100 stig í þeim tíu leikj- um sem liðið hefur leikið í úrslita- keppninni. Portland Trailblazers, sem flestir telja sigurstranglegast jafnaði met- in 1:1, með sigri á Lakers í hnífjöfn- um og skemmtilegum leik þar sem úrslitin réðust á þremur síðustu mínútunum. Það sem gerði útslagið voi-u 51. frákast Portland í leiknum gegn 28 fráköstum Lakers en einn- ig voru leikmenn Lakers óheppnir með vítaskot á síðustu mínútunum. Clyde Drexler varð stigahæstur hjá Portland með 29 stig. Worthy á förum James Worthy, einn besti leik- maður Lakers er líklega á förum til Charlotte Hornets í skiptum fyr- ir fyrsta valrétt úr háskólaboltan- um. Worthy er þrítugur og hann hefur leikið með Lakers síðustu níu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.