Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 39
MÖRGÚNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDÁGUR 28-. MAÍ 1991
Heimamenn sterkir á helg-
arskákmóti áAkureyri
Skák
Margeir Pétursson
ÓLAFUR Kristjánsson sigraði
nyög örugglega á helgarskák-
móti sem Skákfélag Akur-
eyrar gekkst fyrir um síðustu
mánaðamót. Hann vann sex
fyrstu skákir sínar og var því
öruggur um sigur fyrir síðustu
umferðina. Akureyringar
hrepptu einnig næstu tvö sæti,
það voru þeir Amar Þorsteins-
son sem varð annar og Rúnar
Sigurpálsson sem varð þriðji.
Nokkrir öflugir skákmenn
Iögðu leið sína til Akureyrar,
en þeim tókst ekki að sækja
gull í greipar heimamanna.
Snorri Guðjón Bergsson, sem
sigraði í áskorendaflokki á Skák-
þingi íslands um páskana varð
óvænt að láta sér nægja 4-6.
sætið og sama hlutskipti fékk
hinn öflugi ísfírðingur, Guð-
mundur Gíslason. Bragi Hall-
dórsson, sá gamalreyndi meistari
og skákskýrandi lenti í 7-8. sæti.
Mótið var því sérlega vel heppnað
fyrir heimamenn, en gestimir
hefðu þó mátt vera fleiri að þeirra
mati.
Röð efstu manna á mótinu
varð þessi:
1. Ólafur Kristjánsson 6 v. af 7
mögulegum.
2. Arnar Þorsteinsson 5*/2 v.
3. Rúnar Sigurpálsson 5 v.
4-6. Guðmundur Gíslason, Þór
Valtýsson og Snorri G. Bergsson
4‘/2 V.
7-8. Bragi Halldórsson og Júlíus
Björnsson 4 v.
Það fer ekki framhjá neinum
sem teflir við Ólaf Kristjánsson
að maðurinn er einkar vel lesinn
í fræðunum og með brennandi
áhuga á skák. Hann var á meðal
þátttakenda á hinu geysisterka
alþjóðamóti á Akureyri árið 1988
og hefur vafalaust lært sitthvað
af þeirri reynslu þótt margar
góðar stöður hafí farið forgörð-
um í tímahraki. Litlu munaði
reyndar á helgarmótinu að Ólafur
missti góðá stöðu gegn Amari
niður í tap, en á síðustu sekúnd-
unum fann hann glæsilegan leik
sem nýttist vel til bæði sóknar
og vamar:
Hvítt: Arnar Þorsteinsson
Svart: Ólafur Kristjánsson
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4
— cxd4 4. Rxd4 — e6 5. Rc3 —
d6 6. Be3 - Rf6 7. f3 - Be7
8. Dd2 - a6 9. 0-0-0 - Dc7 10.
g4 - b5 11. g5 - Rd7 12. f4
— b4 13. Rce2 - Rxd4 14.
Dxd4 - e5 15. Dd2 - Rc5 16.
Bxc5 - dxc5 17. f5 - Bb7
Eftir mjög djarfa byijun stend-
ur svartur uppi með töglin og
hagldimar. Hann hefur bisku-
paparið og meira rými og kóngur
hans er ekki í hættu.
18. De3 - c4 19. f6!? - Bc5!
20. Df3 — g6 21. Rg3 - c3
Það var óþarfí að leyfa næsta
leik hvíts. Betra var 21. — Bd4
og ef 22. Re2 þá einfaldlega 22.
— Ba7 og hvítur er mótspilslaus.
22. Bc4! - Bd4 23. De2 - h5
24. h4 - Hc8 25. Bb3 - a5 26.
Hhel - Bc6!?
Ólafur vill éngan tíma missa
í sóknina, en þetta gefur kost á
mjög varasamri skiptamunsfórn.
Nú æsist leikurinn:
27. Hxd4! - exd4 28. e5 - a4
29. Bxf7+! - Dxf7 30. e6
— Dc7
Hvíti hefur tekist að skapa sér
stórhættulegt mótspil með glæsi-
legum tilþrifum, auk þess sem
Ólafur átti hér aðeins mínútu
eftir á næstu sex leiki. En hér
missir Amar af hættulegum leik,
31. Dd3!, sem hefði sett svart í
mikinn vanda. Hann ætti þó að
standa sízt lakar að vígi eftir 31.
- Df4+ 32. Kbl - Dd2! 33.
Dxg6+ — Kd8, en niðurstaðan
væri öldungis óviss.
31. f7+? - Ke7 32. Df2 -
cxb2+ 33. Kbl - Bf3!
Afskaplega öflugur leikur, sem
bæði verst máti og hótar máti í
senn!
34. He2 - d3 35. Dd4 - dxc2+
og hvítur gafst upp.
■ AÐALFUNDUR Skáksam-
bands Islands var haldinn 11. maí
sl. í Faxafeni 12, Reykjavík. For-
seti sambandsins, Jón Rögnvalds-
son, og aðalstjórn voru endurkjörin
einróma með lófataki. Inn í vara-
stjórn kom Þröstur Þórhallsson í
stað Margeirs Péturssonar. í
stjórn em eftirtaldir menn: Jón
Rögnvaldsson, forseti, aðalstjórn
Áskell Örn Kárason, varaforseti,
Árni Emilsson, gjaldkeri, Lánis
Jóhannesson, ritari, Ólafur Ás-
grímsson, meðstjórnandi, Rík-
harður Sveinsson, meðstjómandi,
Hilmar Thors, _ meðstjórnandi.
Varastjóm skipa: Ólafur H. Ólafs-
son, Þröstur Þórhallsson, Guð-
mundur Guðjónsson og Þráinn
Guðmundsson.
Aðalmál fundarins voru fjárniál
og umræður um norrænt skáksam-
starf. Fjármál voru mjög erfíð og
fer mikill hluti af tíma og starfi
stjórnar að bjarga þeim málum.
Norrænt skáksamstarf hefur verið
mikið til umræðu undanfarið og
hefur verið gagnrýnt harðlega.
(Fréttatilkynning)
■ AÐALFUNDUR Sögufélags
verður haidinn þriðjudaginn 28. maí
í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst
kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa heldur Gunnar Sveinsson
skjalavörður erindi, sem hann nefn-
ir: Útgáfa Alþingisbóka íslands. -
Útgáfa Alþingisbókanna hófst árið
1912 og gáfu þeir Jón Þorkelsson,
Einar Arnórsson og Einar Bjama-
son út fyrstu 9 bindin. Þá tók Gunn-
ar Sveinsson við og hefur í 25 ár
unnið að þessari útgáfu, en 17. og
síðasta bindið kom út á þessu vori.
Alþingisbækumar eru eitt viða-
mesta ritverk, sem til er á íslensku,
alls um 10.000 blaðsíður.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Háteigssöfnuður
Aðalsafnaðarfundur Háteigssafnaðar verður
haldinn í kirkjunni fimmtudagskvöldið 30.
maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.
ÝMISLEGT
Vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður
haldið í Reykjavík dagana 5. og 6. júní nk.
ef næg þátttaka fæst. Skráning þátttakenda
fer fram á Löggildingarstofunni og veitir hun
jafnframt allar nánari upplýsingar í síma 91-
681122.
Löggildingarstofan.
í hádeginu ídag
Blandaðir sjávarréttir. Eftirlæti útlendinga.
Kr. 990,-
HALLARGARflllRIHH
Húsi verslunarinnar, sími 678555.
Málverkauppboð
Gallerý Borg heldur listmunauppboð á Hótel
Sögu fimmtudaginn 6. júní nk.
Mótttaka á verkum í Gallerý Borg við Austur-
völl milli kl. 14.00 og 18.00.
Athugið breyttan opnunartíma.
éraé&tc
BORG
j NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
ferfram á eftirtöldum eignum á
skrifstofu embættisins, Suður-
götu 1, Sauðárkróki fimmtudaginn
30. maí 1991 kl. 10.00.
Hrafnhóli, Hólahreppi, þingl. eigandi Magnús Margeirsson. Uppboðs-
beiðendur eru innheimtumaður ríkissjóðs og veðdeild Landsbanka
(slands. Annað og síðara.
Suðurgötu 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason. Upp-
boðsbeiðandi er Björn Ólafur Hallgrimsson hdl. Annað og síðara.
Þriðja og sfðasta nauðungaruppoð
á eigninni:
Árhóli, Hofsósi, þingl. eigandi Lúðvík Bjarnason, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 30. mai kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Eggert
B. Ólafsson, hdl.___________________
Sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
TIL SÖLU
Til sölu Atlas 1902 DHD
árgerð 1981 og 1982
Vélarnar eru í góðu lagi og hafa fengið gott
viðhald frá upphafi. Þær eru yfirfarnar af
verkstæðismönnum okkar og þeim fylgir
tveggja mánaða ábyrgð á glussakerfi og
mótor.
Verð og greiðslukjör eru samkomulagsatriði.
Allar frekari upplýsingar gefa Gunnar eða
Hannes á skrifstofutíma í síma 91-44144.
SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN
TÉLAGSSTARF
Akureyri - Akureyri
Sjálfstæðiskonur í Vörn
Fundur verður haldinn í dag, þriðjudaginn 28. maí, i Kaupangi við
Mýraveg kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Kosning fulltrúa á landssambandsþing.
2. 19. júní: Kvenréttindadagurinn.
Stjórn Varnar.
Borgarnes
- Mýrasýsla
Sjálfstæðisfélag Mýrasýslu boðar til fundar
í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, fimmtu-
daginn 30. maí kl. 20.30.
Fundarefni: Iðnaðar- og atvinnumál.
Gestur fundarins verður Páll Kr. Pálsson,
forstjóri Iðntæknistofnunar.
Stjórnin.
IIFIMDALI Ul<
F ■ U S
Námskeið í
ræðumennsku og
fundarsköpum
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur nám-
skeið í ræðumennsku og fundarsköpum dagana 28. til 30. maí. Þátt-
takendum verður þar boðið upp á þjálfun í ræðumennsku, auk þess
sem farið verður yfir grundvallaratriði almennra fundarskapa. Um-
sjón með námskeiðinu hefur Birgir Ármannsson, formaður Heimdall-
ar. Námskeiðið hefst í dag, þriðjudaginn 28. maí, kl. 20 í kjallara
Valhallar.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til
þjólfunar í félagsstörfum.
Heimdallur.