Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
Niðurskurðarlisti samgönguráðherra:
Lítil áhrif á meiri-
hluta framkvæmda
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur sent alþingismönnum
yfirlit Vegagerðarinnar yfir skiptingu á 150 milljóna króna niður-
skurði á fjárframlögum til vegamála á einstök verkefni. Auk þess er
gert ráð fyrir 100 milljóna króna sparnaði við snjómokstur vegna siy'ó-
létts vetrar og 100 milljóna króna frestun á grciðslum vegna Vestfjarða-
ganga en það vonast hann til að geta gert án þess að það fresti verk-
lokum.
Ráðherra kynnti ákvörðun sína um
niðurskurð fjárframlaga í bréfi sem
sent var þingmönnum í fyrradag.
Hæstu fjárhæðimar á niðurskurðar-
lista Vegagerðarinnar eru fram-
kvæmda við Borgarfjarðarbraut, frá
Deildartungu að Hvítá (17 milljónir
kr.), tenging Inn-Djúps á Djúpvegi
(15 milljónir kr.) og framlag til lagn-
ingar Eyjafjarðarbrautar um Þverá.
Aðrar fjárhæðir eru innan við tíu
miiljónir hver.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar er búið áð bjóða út stór-
an hluta framkvæmda sumarsins og
hefur það takmarkað möguleika til
lækkunar fjárframlaga. Niðurskurð-
ur til margra liða er hlutfallslega
smávægilegur og dregur lítið eða.
ekkert úr framkvæmdum, í sumum
tilvikum er fyrirsjáanlegt að öll nið-
urskurðarupphæðir hafi þegar spar-
VEÐUR
ast í hagstæðum útboðum. I sumum
öðrum tilvikum erum það að ræða
að ákveðið er að fresta greiðslu á
skuld Vegagerðarinnar vegna fram-
kvæmda sem þegar hafa farið fram.
Einstaka framkvæmdum er frestað
til næsta árs.
Samgönguráðuneytið hefur látið
vinna álitsgerð um heimild sína til
niðurskurðar á fjárframlögum sem
gert er ráð fyrir í fjárlögum Aiþing-
is. Ólafur Steinar Valdimarsson,
ráðuneytisstjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrir því væru mörg
fordæmi að framkvæmdir væru
skornar niður, og vitnaði m.a. til
hafnaframkvæmda í því efni. Þá
væri það grundvallaratriði að fjárlög
Alþingis væru heimildarlög og þyrfti
að leita heimildar Alþingis til að fara
fram úr þeim en ekki þó heimildin
væri ekki nýtt að fullu.
Hugmyndir Vegagerðarinnar að niðurskurði
á útgjöldum til vegamála 1991 milljónir kr.
VESTFIRÐIR
Djúpvegur (Seljl.ós) 2
Djúpvegur (Óshlíð) 2
Barðastrandanregur (Hlaðseyri) 1
Bíldudalsvegur (Hálfdán) 1
Djúpvegur (Tenging Inn-Djúps) 15
Vatnsfjarðarvegur
SAMTALS
Vestfjarðagöng
VESTURLAND
Ólafvíkurvegur (Hítará) 14
Borgarfjarðarbraut (Deildartunga) 7
SAMTALS 21
SSSgiBÍ
Norðurlandsvegur (Grjótá) T
Vatnsnesvegur (Skarð)
Svínvetningabraut (Hnjúkahlíð) 1
Hialtadalsá 3
NORÐURL. EYSTRA
Eyjafjarðarbraut (Þverá) 14
Hjalteyrarvegur 5
SAMTALS 19
Reykjavík (Sæbraut) 4 Reykjavík (Kringlumýrarbraut) 7 Garðabær (Vífllsstaðavegur) 2 SAMTALS 13 ;)|ÍM
REYKJANES
Vesturtandsvegur v/ Vikurveg 4 Reykjanesbraut (landbætur) 8 Amarnesvegur 4 Nesvegur (Islandslax) 3 SAMTALS 19
Suðurtandsvegur (Markarfljót) 9
Hrunamannavegur (Brúarhlöð) 4
Búrfellslækur 7
SAMTALS 20
NIDURSKURÐURINN
er alls: 350 millj. kr.
Hugmyndir Vegagerðarinnar 150
Vestfjarðagöng 100
Útgjöld sem sparast
vegna snjólétts vetrar 100
Matthías Bjamason:
VEÐURHORFUR I DAG, 29. MAI
YFIRLIT: Um 500 km SSA af Hornafirði er víðáttumikil 1035 mb
hæð sem þokast NNV en mínnkandi lægðardrag á Grænlandshafi.
SPÁ: Suðvestlæg eða breytileg átt, víðast gola eða kaldi. Bjart
veður að mestu og mjög hlýtt norðanlands og austan og einnig á
SA-landi en heldur svalara, skýjað að mestu og víða mistur í lofti
eða þokumóða suðvestantil á landinu.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt. Víða
þokubakkar við ströndina, en sums staðar bjart til landsins. Hlýtt
verður áfram, einkum inn til sveita.
Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600.
TAKNt
Q ► Heiðskírt
Lettskyiað
Halfskyjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
■* * * * Snjókoma
-J0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
» , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
|T Þrumuveður
/ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 17 skýjað Reykjavík 11 þokumóða
Bergen 12 léttskýjað
Helslnki 14e úrkomatgr.
Kaupmannahöfn 16 léttskýjað
Narssarssuaq 5 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Osló 18 léttskýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 14 léttskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 11 alskýjað
Barcelona 18 rykmistur
Berlin 17 skýjað
Chicago 24 iéttskýjað
Feneyjar 20 heiðskfrt
Frankfurt 18 hálfskýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 16 skýjað
London 12 alskýjað
Los Angeles 13 alskýjað
Lúxemborg 19 hálfskýjað
Madríd 24 léttskýjað
Maiaga 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal 24 léttskýjað
NewYork 24 hálfskýjað
Orlando 26 heiðskirt
París 19 hálfskýjað
Madeira 19 rykmistur
Róm 18 léttskýjað
Vln 16 skýjað
Washíngton 26 alskýjað
Winnipeg 11 skýjað
Helmlld: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá ki. 16.15 f gær)
Ekki ráðuneytis eða
Vegagerðar að taka
sér þetta bessaleyfi
MATTHÍAS Bjamason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi, segist ekki styðja þann niðurskurð fjárveitinga til vega-
mála sem ríkisstjórnin hefur boðað. Hann segir að það sé ekki ráðu-
neytis eða Vegagerðar að skera niður fjárveitingar sem Alþingi
hafi ákveðið. „Astandið í atvinnumálum víða um land er langt frá
því að vera gott eftir viðskilnað fyrri ríkisstjórnar. Og það er ekki
á bætandi þegar ný ríkisstjórn, sem maður vill af heilum hug styðja,
kemur og ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur," sagði Matthías.
Ríkisstjórnin hyggst skera niður
fjárframlög til vegaframkvæmda á
þessu ári um 350 milljónir kr. Þar
af er ætlunin að minnka framlög
til jarðganga á Vestfjörðum um 100
milljónir kr. Það hyggst samgöngu-
ráðherra reyna að gera án þess að
fresta verklokum.
Aðspurður um álit á lækkun fjár-
framlaga til Vestfjarðaganga sagði
Matthías: „Mér er sagt að þetta
eigi ekki að hafa nein áhrif, en
áður en ég samþykki nokkurn hlut
í þeim efnum vii ég sjá að það verði
að öllu leyti staðið við áætlaða
framkvæmd. Stjórnvöld og Alþingi
geta ekki ákveðið eitt árið að flýta
framkvæmd og koma svo árið eftir
og draga úr framkvæmdahraðanum
á ný.“
Matthías sagði að þingmenn
hefðu fengið tilkynningu um niður-
skurð framlaga til vegagerðar og
sagðist telja að ráðherrar væru að
fara út fyrir verksvið sitt með því.
„Ég tel að það sé ekki ráðuneytis
eða Vegagerðar að taka sér það
bessaleyfi að skera niður fram-
kvæmdir. Alþingi hefur samþykkt
vegaáætlun og þingmenn viðkom-
andi kjördæma skipt framkvæmda-
fénu á milli verkefna og ég tel að
Alþingi eitt geti breytt þeirri
ákvörðun.
Ég er reiðubúinn að standa við
bakið á ríkisstjórninni við niður-
skurð, sérstaklega í rekstri, en ég
sætti mig ekki við þau vinnubrögð
að menn í ráðuneytunum ákveði að
skera hitt og þetta niður án þess
að tala nokkuð við viðkomandi
stofnun.
Mér finnst það skjóta skökku við
að á sama tíma og verið er að
leggja ríka áherslu á byggingu ál-
vers á Keilisnesi og hraða þeirri
framkvæmd þegar samningar nást.
fara út í stórauknar virkjanafram-
kvæmdir og heimila Landsvirkjun
að taka á fjórða milljarð í lán á
þessu ári, skuli ríkisvaldið vera með
þann tittlingaskít að draga úr þeim
litlu framkvæmdum sem eru úti á
landi. Ég er ekki og verð ekki stuðn-
ingsmaður þeirra ráðstafana,“
sagði Matthías.
*
Af engi og
tóbak dýrara
VERÐ á áfengi og tóbaki
breyttist í gær. Meðaltals-
hækkun á áfengi, öðru en
bjór, er 3,4% en meðaltals-
hækkunin á bjór er 0,7%. Tób-
ak hækkar að meðaltali um
3% og algengar vindlingateg-
undir kosta nú 216 kr. pakk-
inn.
Sem dæmi um verðbreytingar
á nokkrum algengum tegundum
má nefna að flaska af St. Emili-
on rauðvíni lækkar um 0,9% úr
1.070 í 1.060 krónur. Verð á
beaujolais-rauðvíni frá Piat
hækkar um 1% eða úr 990 krón-
um í 1.000 krónur. Þá hækkar
verð á Red Label-viskýi um 1,6%
úr 2.490 krónum í 2.530 krón-
ur, brennivín hækkar um 2,5%
úr 1.590 krónum í 1.630 krónur
og Smirnoff-vodka hækkar um
4,5% úr 2.010 krónum í 2.100
krónur.
Þá má nefna að verð á sex
flöskum af þýskum Becks-bjór
lækkar um 1,1% úr 990 krónum
í 910 krónur og verð á sex dós-
um af íslenskum Egils guli-bjór
hækkar úr 740 krónum í 760
krónur. ^
Hjá ÁTVR fengust þær upp-
lýsingar að verð á áfengi og tó-
baki hafi síðast verið hækkað í
nóvember 1990. Síðan hefðu
orðið breytingar á gengi sem nú
væri verið að aðlaga verðskrá
fyrirtækisins að. Bandaríkjadoll-
ar hefði hækkað en gengi
margra Evrópumynta lækkað.