Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991 Morgunblaðið/Þorkell Margir nýstúdentar voru verðlaunaðir fyrir árangur sinn og hér má sjá skólameistara og verðlaunahafa. MK útskrifar 31 stúdent MENNTASKÓLANUM í Kópa- vogi var slitið við hátíðlega at- höfn í Kópavogskirkju föstudag- inn 24. maí. Þrír tugir stúdenta útskrifuðust og einum betur, 18 piltar og 13 stúlkur. Herdís Hersteinsdóttir, stúdent á félagsfræðibraut, lauk flestum námseiningum, 164 en 144 einingar nægja til að ljúka stúdents- prófi. Ingólfur A. Þorkelsson, skóla- meistari, flutti skólaslitaræðu og afhenti prófskírteini og verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Flest verðlaun hlaut Helga Björg Hafberg, stúdent á ferðabraut. í máli skólameistara kom fram að MK væri á góðri leið með að verða móðurskóli í ferðamálafræð- um hér á landi og að næsta haust væri áformað að öldungadeild í þeim fræðum tæki til starfa. Einnig mun Leiðsögumannaskólinn flytjast í MK áður en langt um líður auk þess sem Hótei og veitingaskóli ís- lands mun flytja í nýtt húsnæði við MK að hausti 1993. Skólakórinn söng _við skólaslitin undir stjórn Jóns Olafssonar og Páll Magnússon, einn nýstúdenta, flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Tíu ára stúdentar færðu skólanum veglega bókagjöf sem Jóhann Rangar Benediktsson, lög- fræðingur, afhenti með ávarpi. Heimir Pálsson, formaður skóla- nefndar flutti ávarp og athöfninni lauk með ávarpi skólameistara og fjöldasöng. Sjómannasamtök á Islandi: Tvískinnungi Alþjóða hvalveiðiráðsins hafnað Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá sjómanna- samtökunum á Islandi, Sjómanna- sambandi íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Islands: íslendingar hafa lengst af byggt afkomu sína á nýtingu auðlinda hafs- ins umhverfis landið. Forsenda þess að veiðimannaþjóð eins og Islending- ar geti nytjað auðlind sína til fram- búðar er sú að þess sé ávallt gætt að ekki sé gengið á auðlindina. íslenskir sjómenn og útgerðar- menn hafa ávallt hagað veiðum sín- um í samræmi við ráðleggingar vís- indamanna um veiðiþol, hvort sem um _er að ræða veiðar úr fiskstofnum við íslandsstrendur eða veiðar á sjáv- arspendýrum. Alþjóða hvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 af ríkisstjórnum hvalveiði- þjóða með það að markmiði að sam- ræma nýtingu á hvalastofnum í heiminum og hagsmuni aðildarþjóð- anna. Islendingar gerðust aðilar að ráðinu árið 1948. Árið 1982 var tekin sú ákvörðun á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins að stöðva allar hvalveiðar í atvinnu: skyni á árunum 1986 til 1.990. í samþykktinni sagði að á umræddu tímabili skyldi Alþjóða hvalveiðiráðið beita sér fyrir því að umfangsmiklar vísindarannsóknir færu fram á hval- astofnum með það fyrir augum að geta að tímabilinu loknu metið stærð mismunandi hvalastofna, og út frá því tekið ákvörðun um áframhald- andi veiðar. Undir forystu íslendinga hafa far- ið fram umfangsmiklar rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi. Þær rannsóknir gefa ótvírætt til kynna að nú þegar er óhætt að hefja veiðar á hrefnu og langreyði hér við land. Sjómannasamtökin á íslandi hafna þeim tvískinnungi sem átt hefur sér stað innan Alþjóða hvalveiðiráðsins að undanförnu þar sem ýmis náttúr- verndarsamtök hafa með áróðri sín- um mótað afstöðu fulltrúa þeirra þjóða sem hvað harðast hafa gengið fram í því að friða beri hvali fyrir veiðum. Sjómennirnir sem stunda hvalveið- ar við strendur landsins, og eiga allt sitt undir að þær verði leyfðar að nýju, treysta því að í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja um veiðiþol einstakra hvalastofna, verði sam- þykkt að helja veiðar á hrefnu og langreyði nú strax í sumar. Afkoma sjómanna og fjölskyldna þeirra er í húfi. Jafnframt benda sjómannasam- tökin á að ef Alþjóða hvalveiðiráðið ákveður áframhaldandi hvalveiði- bann, verður afkomu þeirra sjó- manna sem stunda fiskveiðar við strendur landsins, og þar með þjóðar- innar allrar, stefnt í hættu í framt- íðinni vegna offjölgunar sjávarspen- dýra: Nu sem hingað til munu íslending- ar stunda hvalveiðarnar í nánu sam- starfi við vísindamenn landsins á þessu sviði og gæta þess að ekki verði gengið á hvalastofnana með veiðunum, svo áfram megi ríkja jafn- vægi í lífríki hafsins. Fari svo að Alþjóða hvalveiðiráðið samþykki ekki að hvalveiðar verði hafnar nú þegar skora sjómannasam- tökin á Islandi á ríkisstjórn Islands að leyfa hvalveiðar þrátt fyrir nei- kvæða afstöðu Hvalveiðiráðsins. 17 Mýrdalur: Boðið upp á hesta- ferðir á Mýrdalsjökul ÞRÍR bændur í Mýrdalnum hafa stofnað sameignarfélagið Jökla- hesta sf., og bjóða ferðamönnum í sumar upp á eins dags hesta- ferðir á Mýrdalsjökul. Farið verður í fylgd leiðsögumanna upp undir hábungu jökulsins, en þaðan er mjög víðsýnt í björtu veðri og góðu skyggni. Að sögn Droplaugar Erlings- dóttur í Norður-Hvammi, fram- kvæmdastjóra Jöklahesta, var fé- lagið stofnað eftir að atvinnumála- ráðstefna fyrir Mýrdalshrepp var haldin í mars síðastliðnum í sam- bandi við uppbyggingu á atvinn- ulífl í hreppnum, en tilgangurinn með stofnun þess er að útvega bændum í Mýrdalnum frekari at- vinnu. Hún sagði að ferðirnar á Mýrdalsjökul væru liður í enn frek- ari starfsemi sem fyrirhuguð væri, og miðaði að því að bændur hefðu tekjur af hestum sínum allt árið um kring. Fyrstu ferðirnar á Mýrdalsjökul verða farnar helgina 15. og 16. júní, og verða þær síðan farnar um hverja helgi í allt sumar, en mögulegt er að panta ferðir á virk- um dögum ef um fleiri en þrjá þátttakendur er að ræða. Farið verður í fylgd tveggja kunnugra leiðsögumanna, og eru innifaldar tvær máltíðir á meðan á ferðinni stendur, en henni lýkur síðan með veislumáltíð þegar komið er til byggða. -------------- Leiðrétting í frásögn af skólaslitum Verslun- arskólans í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá verðlaunaaf- hendingu féll út nafn eins aðila sem gaf verðlaun. Hið íslenska stærðfræðafélag veitti verðlaun fyrir bestan árangur í stærðfræði og þau hlaut Úlfar Erlingsson stúdent úr stærðfræði- deild Verslunarskólans. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. — t 'Jriiim/ili VORLINAN RÚN GRINDAVÍK Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. ,!,Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.