Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
29
Þorsteina Helga-
dóttir - Minning
Fædd 7. ágúst 1910
Dáin 18. maí 1991
í dag verður kvödd hinstu kveðju
tengdamóðir mín, frú Þorsteina
Helgadóttir, Heiðargerði 72 hér í
borg. Hún var jafnan kölluð Steina
og var fædd í Hafnarfirði 7. ágúst
1910.
Foreldrar hennar voru Kristín
Þorsteinsdóttir frá Kletti í Hafnar-
firði og Helgi Halldórsson.
Steina bjó fyrstu tíu æviárin í
Hafnarfirði en fluttist síðan með
móður sinni til Reykjavíkur og bjó
þar til æviloka.
Steina giftist 1929 Helga Ás-
geirssyni og eignuðust þau fjögur
börn; Kristþór B. Helgason, skipa-
smíðameistari, maki Kristín Bene-
diktsdóttir. Birgir Helgason, húsa-
smíðameistari, ókvæntur. Valdimar
Helgason, borgarstarfsmaður, maki
Margunnur Kristjánsdóttir. Kristín
Helgadóttir, íþróttakennari, maki
Árni Njálsson. Þorsteina og Helgi
slitu samvistir.
Það er mér mikils virði að hafa
kynnst og þekkt Steinu, en hún
hefur verið tengdamóðir mín í rúm
30 ár.
Lífssaga Steinu er saga þeirrar
kynslóðar, sem byggði upp og skóp
þann auð sem niðjar þeirra, sem
þetta land nú búa, njóta jafnt frá
veraldlegu sem andlegu sjónarhorni
séð.
Það reynist mörgum erfitt að fá
ungt fólk í dag tii að skilja og viður-
kenna þá lífssögu, sem fólk á borð
við Steinu skilur eftir sig.
Steina stóð ein með fjögur börn
á tímum kreppu, húsnæðis- og at-
vinnuleysis. Hún kom öllum sínum
börnum til manns og mennta,
hveiju fyrir sig eftir óskum.
Mér er kunnugt um að oft var
lítið til skiptanna, jafnt í fæði sem
klæði, en fátæktin aldrei meiri en
svo að hvergi sá á. Einnig var á
stundum sitthvað til þeirra, sem
minna máttu sín, manna jafnt sem
málleysingja. Hún tengdamamma
sagði stundum hér á árum áður:
„Árni minn, ég ber aldrei fátæktina
utan á mér.“
Skólaganga Steinu var hefð-
bundið barnaskólanám þeirrar kyn-
slóðar, sem hún fylgdi. Þó skóla-
ganga í nútímaskilningi hafi verið
stutt, var menntun hennar mikil.
Menntun og skólaganga fara ekki
alltaf saman. Menntun hennar var
fólgin á margan hátt. Steina var
listamaður á mörgum sviðum. Hun
var söngelsk og hafði fallegan
smekk fyrir músík. Hún var lista-
maður í öllu sem tilheyrir sauma-
skap og hafði sérstaklega næmt
auga fyrir fallegum fatasniðum og
fatasaumi. Hún var ágætur málari
og listakokkur. Hún saumaði feg-
urstu skartklæði, oft úr hinum
minnsta þræði og breytti oft ótrú-
lega léttu fæði í hinar ljúfustu kræs-
ingar. Mér er til efs að nokkurs
staðar á byggðu bóli hafi verið bú-
inn til betri plokkfiskur en einmitt
í „Steinukoti“.
Þessu öllu til áréttingar má benda
á að Meistari Kjarval hafði orð á
því hve næmt auga Steina hefði
fyrir saumaskap á höfuðfatnaði.
Hattarnir hennar minntu Kjarval á
eitthvað.
Steina hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og var ekki alltaf sam-
mála næsta sessunaut. Þar gat hún
stundum verið illsveigjanleg.
Þó minnst sé hér að framan á
basl og erfiðleika fyrri ára, var
Steina í raun rík manneskja. Hún
átti þá mannlegu reisn, sem mörg-
um nútímamanninum gengur illa
að standa undir. Hún skuldaði eng-
um neitt, hún stóð alls staðar í
skilum.
Á síðari árum átti hún nóg fyrir
sig. Allir hennar niðjar mega því
vera stoltir yfir að hafa haft tæki-
færi að lifa í samfélagi með henni.
Að lokum þakka ég Steinu sam-
fylgdina. Ég þakka henni umönnun
og hlýju við dætur mínar þijár. í
mínum huga er það 'mannbætandi
að hafa þekkt Þorsteinu Helgadótt-
ur.
Árni Njálsson
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Á kveðjustund streyma minn-
ingarnar fram. Ég hverf í huganum
fjörutíu ár aftur [ tímann. Þá hitti
ég Steinu fyrst. Ég kom á heimili
hennar í fylgd með Kiddý, dóttur
hennar. Steina tók á móti mér af
mikilli hlýju og alúð og átti ég og
fjölskylda mín vináttu hennar upp
frá því. Þannig var Steina, svo alúð-
leg og glaðvær að manni leið ætíð
vel í návist hennar. Við nánari kynni
sá ég hve sterkur persónuleiki hún
var, ein af þessum íslensku kjarna-
konum sem geisla af lífskrafti og
dug.I fari hennar var ekkert til sem
heitir vol eða víl, þó að lífsbaráttan
hafi verið henni óvægin á stundum.
Ung að árum slitu þau samvistir
hún og eiginmaður hennar Helgi
Ásgeirsson og eftir það bjó hún ein
með börnum sínum fjórum, þeim
Bogga, Bigga, Valda og Kiddý.
Eg minnist þess að ég hálföfund-
aði hana Kiddý vinkonu mína af
bræðrum hennar þremur. Þeir voru
eins konar „verndarenglar“, fylgd-
ust vökulum augum með ferðum
hennar og förunautum. Ég er ekki
viss um að hún hafi alltaf verið
jafnhrifin af eftirlitinu, en allt var
þetta í góðu, .því samheldnin var
mikil í fjölskyldunni.
Við vinkonurnar brölluðum ýmis-
legt saman á þessum árum. Víst
er að oft var hamagangur í öskj-
unni en Steina tók því öllu af miklu
jafnaðargeði. Hún var virkur þátt-
takandi í öllu því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Steina bjó bömum sínum fallegt
heimili, var þeim elskuleg og skiln-
ingsrík móðir og gaf þeim tækifæri
til að mennta sig til þess er hugur
þeirra stóð til. Heimili hennar í
Heiðargerðinu var bæði fallegt og
hlýlegt. Þangað var alltaf gott að
koma, þar réðu gestrisnin og glað-
værðin ríkjum.
Steina var giæsileg kona, hávax-
in og tíguleg í framkomu. Hún var
Málmþefur af Miðafjalli
___________Jass_____________
Guðjón Guðmundsson
GAMMARNIR, líklega elsta starf-
andi bræðingssveit landsins, lék
fyrir fullu húsi á Tveim vinum sl.
mánudagskvöld, lög af væntan-
legum disk sveitarinnar. Það var
enginn viðvaningsblær á leik
Gammanna, enda sveitin skipuð
hljóðfæraleikurum með mikla
reynslu að baki.
Tónlistin er öll frumsamin og
skiptu Stefán S. Stefánsson (sax)
og Björn Thoroddsen (g) bróður-
lega á milli sín lagasmíðunum.
Nokkur blæbrigðamunur er á lög-
um þeirra, Stefán semur sterkar
fönkmelódíur og er á köflum ró-
mantískur, einkum í eldri
tónsmíðum eins og Vorlagi og
Rökkurtali. Hann semur líka
kraftmikinn blús og var Grátt
ofan í svart til marks um það.
Flutningurinn var eins og hann
gerist bestur. Þegar Björn í ein-
leikskafla ætlaði allt um koll að
keyra í rafmagnaðri bijálsemi
snarstefjunarinnar rauf Stefán
hringrásina og beindi tónsmíðinni
inn á upphafsbraut með vald-
mannslegum tón.
Tónlistin er fönk og aftur fönk
með hörðum og mýkri formerkj:
um og dæmi um hið fyrra var í
góðu lagi, hálfgerðu sýrufönki þar
sem orgelshljómur Þóris Baldurs-
sonar gerði sitt til að vekja upp
myndir frá mussutíð. Á Miðaíjalli
var líka rokkað, bassalínan minnti
helst á Black Sabbath eða Gratef-
ul Death, en sax og gítar léku
laglínuna í samhljóm. Eitt magn-
að trommusóló fylgdi laginu og
þar fór Halldór G. Hauksson ham-
förum.
Eftir svaðilförina á Miðafjall
var sveitin klöppuð upp og frum-
flutti þá Stál eftir BT. Lagið er í
hröðu tempói með þéttum púls
hrynsveitarinnar. Eitt besta lag
kvöldsins sem þyrfti að heyrast
aftur og aftur. Og það geta menn
þegar diskur Gammanna, sá þriðji
frá þeim, kemur út með haustinu.
Mikið verður um að vera í kvöld
á Rúrek ’91. í Púlsinum verður
danski bíbopp tenórsaxafónleikar-
inn Bent Jædig með Eyþóri Gunn-
arssyni, Tójnasi R. og Einari Val
Scheving. Á Tveim vinum verður
einn fremsti trompettleikari á
Norðurlöndum, Ulf Ádaker ásamt
kvartett Sigurðar Flosasonar.
Súldin verður á Duus-húsi og
færeyska bræðingssveitin Plúmm
í Djúpinu. Kvartett Guðmundar
Ingólfssonar verður á Kringlu-
kránni.
áberandi listræn í eðli sínu, sem
kom fram í ríkri sköpunargáfu hvað
snerti handavinnu, matargerð,
blóma- og tijárækt. Eflaust hefði
hún náð frama á þessari braut hefði
hún haft tækifæri til menntunar.
Nú ríkir sorg og söknuður hjá
börnum Steinu. Megi minningin um
elskulega móður milda söknuð
þeirra.
Vor sál er svo rik af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast liuggun sú.
Þó ævin sem elding þijóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Við öll hátíðleg tækifæri í minni
fjölskyldu var Steina sjálfsagður
gestur. Við söknum hennar öll og
þökkum henni samfylgdina. Ætt-
ingjum hennar öllum vottum við
samúð okkar.
Voit hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
- Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(„Brot úr kveðju“ eftir Johannes úr Kötlum)
Blessuð sé minning Þorsteinu
Helgadóttur.
Edda Þórarinsdóttir
Iðinn vertu á ungdóms tíð
erfiði lær; þar kemur um síð
uppskera mun það eliin kyrr
. sem æskan niður sáði fyrr.
(Hallgrímur Pétursson)
Okkur systurnar langar til að
minnast með fáeinum orðum ömmu
okkar, Þorsteinu Helgadóttur. Það
er svo stutt síðan að við sátum
saman í eldhúsinu hennar ömmu
og töluðum um lífið og tilveruna.
Þar sagði hún okkur frá æsku sinni
og erfiðri lífsbaráttu. Éf eitthvað
kom upp á þá fóru allir til ömmu
bæði með vandræðamál og gleðitíð-
indi. Voru málin oftast nær leyst í
eldhúsinu hennar ömmu. Hún ráð-
lagði barnabörnunum heiðarleika
og samviskusemi. Hún talaði oft
um systur okkar sem dó ung og
kveikti á kerti til að minnast henn-
ar. Sagði hún að við ættum að
þakka fyrir að fá að njóta lysti-
semda lífsins. Hún bar hag bama-
barnanna fyrir bijósti enda var
samgangur mikill á milli. Amma
var tengiliðurinn. Væru einhveijir
staddir úti á landsbyggðinni eða
erlendis, þá va_r nauðsynlegt að
heyra í ömmu. í öllum bréfum og
símtölum endaði hún á því að biðja
góðan Guð að blessa okkur.
Það er erfítt að samþykkja það,
að það sem okkur þykir vænst um
sé tekið frá okkur fyrirvaralaust.
Enginn er spurður álits, einungis
tekið, en við getum samt alltaf
huggað okkur við það að það fara
allir sömu leið, og Steina amma
mun taka á móti okkur á nýjum
slóðum, síðar.
Við munum ávallt minnast henn-
ar og við vitum að hún mun fylgj-
ast með okkur. Við hugsum til
hennar með söknuði og þökkum
fyrir allt sem hún hefur gefið okkur.
Steina og Guðrún
Árnadætur
Auglýsing
um starfslaun
listamanna til 3ja ára
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að veita
sérstök starfslaun til listamanna til 3ja ára.
Þeir einir listamenn. koma til greina við veitingu
starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að
öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir, sem ekki geta
stundað listgrein sína sem fullt starf. Skulu lista-
mennirnir í umsókn skuldbinda sig til þess að
gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta
starfslaunanna.
Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi
Reykjavíkur, hinn 18. ágúst ár hvert, og hefst
greiðsla þeirra 1. september eftir tilnefningu.
Umsóknum um starfslaun skal skila til Menningar-
málanefndar Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16,
fyrir 15. júlí nk.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Auglýsing
um starfslaun til listamanna
Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borg-
arstjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita árlega
starfslaun til listamanns eða listamanna í allt að
12 mánuði.
Menningarmálanefnd velur listamennina, sem
starfslaun hljóta.
Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun
starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að
öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun, sem
ekki geta stundað listgrein sína, sem fullt starf.
Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki
fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna.
Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rök-
studdum ábendingum frá Reykvíkingum, ein-
staklingum, sem og samtökum listamanna, eða
annarra, um hverjir skuli hljóta starfslaunin.
Menningarmálanefnd er þó ekki bundin af slíkum
ábendingum.
Ábendingar, sbr. ofanrituðu, sendast Menning-
armálanefnd Reykjavíkurborgar, Austurstræti
16, fyrir 1. júlí 1991.
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.