Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
^ttu tefton-sbejkorpöpruj. ?'
© 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate
Með
morgnnkaf&nu
Lofthæðin heinia er að gera
útaf við mig ...
HOGNI HREKKVISI
í»essir hringdu . .
Endursýnið Krakkann
Saumakona hringdi:
„Við erum hér nokkrar konur
í saumaklúbb og viljum við skora
á Ríkissjónvarpið að endursýna
Chaplin-myndirnar Krakkann og
Iðjuieysingjann sem voru á dag-
skrá 25. maí. Þetta eru frábærar
myndir."
Læða í óskilum
„Ársgömul læða, hvít og
bröndótt, auðkennd á hjartalaga
bletti á hægta herðablaði, fór að
heiman frá sér að Hringbraut 39
á hvítasunnudag. Vinsamlegast
hringið í síma 621355 ef hún
hefur einhvers staðar komið
fram.
Hjól
Blátt og gult Murrey fjalla-
hjól, 15 gíra og 26 tommu, var
tekið við Holtsbúð 19 í Garðabæ
á sunnudag. Vinsamlegast hring-
ið í síma 641881 eða 43562 ef
hjólið hefur fundist.
Sorpa
Borgari hringdi:
„Það er sorglegt að heyra í
Sorpumönnum núna eftir að vél-
arnar skemmdust hjá þeim og
starfsemin hjá þessu þarfa fyrir-
tæki raskaðist. En hafa þeir ver-
ið nógu duglegir að koma upplýs-
ingum til almennings, t.d. að
ekki megi setja steina og járn-
stykki í heimilissorptunnur? Ekki
vissi ég það. Og þetta kemur
heldur ekki nógu skýrt fram í
bæklingnum sem Sorpa sendi út
fyrir nokkru.“
Tölva
Nine tendo tölva tapaðist í
grennd við Melaskóla. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 11004 eftir kl. 18.
Veski
Svart seðlaveski með skilríkj-
um tapaðist, líklega í Lídó.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 13558. Fundar-
laun.
Kettir
Tvo ketti vantar nýtt heimili
og fást þeir gefins. Annar er fjög-
ura ára svört læða með gulum
yijum en hinn þriggja ára gulb-
röndóttur fress. Upplýsingar í
síma 672284.
Háværar hringingar
Kona í Austurbænum hringdi:
„Það hafa margir haft orð á
því hve háværar kirkjuklukkurn-
ar eru hér í Austurbænum. Þetta
sýndi sig um helgina þegar hesta-
menn ijölmenntu til messu í
Langholtskirkju. Þegar klukkun-
um var hringt fældust hestarnir.
Prestarnir verða að gera eitthvað
í þessu og sjá til þess að hringing-
arnar séu ekki svona háværar.
íbúarnir hér í hverfinu vilja ekki
una við þetta.“
Hvers vegna er selkjötið ekki nýtt?
Oft er kvartað undan háu verði
á kjöti hér á landi enda er það mun
dýrara en í nágrannalöndunum. Um
er að kenna, að verulegu leyti, of-
framleiðslu á lamba og kindakjöti
eins og allir vita - hluti af þvl fer
á haugana og nokkur hluti er gef-
inn úr landi og stendur ríkissjóður
undir útgjöldunum. Framleiðendur
vita að neytendur eiga ekki mai'ga
valkosti og dregur því verðlagning
á öðrum kjöttegundum dám af
lambakjötsverðinu. I stað þess að
standa að skynsamlegum niður-
skurði í landbúnaðinum ráða annar-
leg sjónarmið, sennilega mest hags-
munir milliliða og ekkert er aðhafst.
En við gætum fengið ódýrt kjöt
með því að nýta selastofninn sem
lifir góðu lífi hér við Jand og hefur
víst stóran kvóta á íslandsmiðum.
Selurinn er okkur því dýr og mikið
til vinnandi að fækka honum. Norð-
menn hafa þegar selkjöt á boðstól-
um á mörgum veitingahúsum og
þar er hægt að fá það I kjötverslun-
um. Þetta er úrvals kjöt og sé það
rétt matreitt er það heinasti veislu-
matur. Þetta gæti skapað mörgum
atvinnu hér að stunda selveiðar og
verka þetta kjöt. Selkjötið er villi-
bráð og laust við alla lyfjamengun,
sem viðgengst í öllum landbúnaði.
Væri markaðurinn unninn upp hér
innanlands er ekki ólíklegt að við
gætum flutt þetta kjöt út áður en
langt líður.
Ekki veit ég til þess að selkjöt
fáist í kjötverslunum hér, nema þá
súrsaðir hreifar á þorra. Er synd
til þess að vita að þetta úrvalskjöt
sé ekki nýtt. Matmaður
Víkyerji skrifar
*
undanförnum árum hefur
markvisst verið slakað á kröf-
um til þeirra, sem hefja nám í
menntaskólum. Líta ýmsir nemend-
ur í grunnskóla þannig á, að þeir
þurfi ekki að leggja hart að sér í
námi vegna þess að menntaskóla
eða fjölbrautaskóla í þeirra hverfi
eða byggðarlagi sé lögum sam-
kvæmt skylt að veita þeim inn-
göngu. Samkvæmt lögum frá 1988
eiga allir sem lokið hafa grunn-
skólanámi rétt á inngöngu í fram-
haldsskóla. Margir nemenda sem
nú stunda nám í menntaskólum
telja að alltof mikið hafi verið slak-
að á prófkröfum fyrir inngöngu í
skólana og standi þetta starfi fram-
haldsskólanna fyrir þrifum í ýmsu
tilliti.
Sætir furðu hve lítið hefur verið
rætt um þessar breytingar í skóla-
kerfinu á almennum vettvangi.
Raunar er alltof lítið um opinberar
umræður hér um skóla- og mennta-
mál. Ef litið er á vægi vinnustaða
í landinu með hliðsjón af þeim
fjölda, sem þar sinnir störfum, er
augljóst, að hvergi koma fleiri við
sögu en í skólakerfinu. Fjölmiðlar
beina helst augum sínum að starfi
skóla, þegar þeir eru að hefjast á
haustin eða þeim er slitið á vorin.
Ifrétt Morgunblaðsins á laugar-
dag var skýrt frá einkunnum í
samræmdu prófi grunnskólanema í
stærðfræði og íslensku. Meðalein-
kunnin var rétt um 6 í íslensku og
5,8 í stærðfræði. Tölurnar gefa
ekki ástæðu til mikils fögnuðar.
Ef eitthvað er ættu þær að vera
kennurum og nemendum hvatning
til þess að gera betur.
Þessar einkunnir segja ekkert um
það, hveijir halda áfram í mennta-
skólum eða öðrum framhaldsskól-
um. í þessari sömu Morgunblaðs-
frétt stendur: „Inntaka nemenda í
framhaldsskóla er á ábyrgð skóla-
meistara hvers framhaldsskóla og
meta þeir einstakar umsóknir og
hvaða leið þeir ráðleggja hveijum
og einum. Nemendur sem búa í
hverfi viðkomandi framhaldsskóla
hafa forgang um inngöngu ef beita
þarf fjöldatakmörkunum.“
Skólameistararnir eru síður en
svo öfundsverðir af þessu hlutverki
sínu. Hvernig eiga þeir að taka áf
skarið um framtíð ungmenna, sem
þeir þekkja ekki og eiga augljóslega
ekki að dæma alfarið eftir þeim
tölum, sem standa í einkunnabókum
þeirra? Það voru alls 3.950 ung-
menni í 10. bekk -grunnskóla, sem
nú þreyttu samræmd próf í stærð-
fræði og íslensku. Fær hver og einn
þeirra það mat á næstu mánuðum
sem verður honum haldgóður veg-
vísir á menntabrautinni og úr skól-
unum út í lífið?
xxx
ótt ekki sé mikið Ijallað um
mennta- og skólamál í al-
mennum fréttum fjölmiðla, skiptir
menntun þó sköpum fyrir einstakl-
inga og þjóðir. Hún ræður meiru
um afkomuna en hráefni, hvort
heldur þau er að finna á landi eða
í sjó. Án verkmenntunar og al-
mennrar þekkingar nýtast auðiindir
hvorki sem skyldi né arðurinn af
þeim.
Stefán Már Stefánsson, prófessor
í lögfræði við Háskóla íslands,
ræddi um þátttöku íslendinga í evr-
ópsku samstarfi í Morgunblaðssam-
tali á sunnudag. í fyrirsögn á viðtal-
inu var sama orðið þrítekið: Mennt-
un, menntun, menntun. Var það
gert í samræmi við áhersluna sem
prófessorinn lagði á, að menntun
væri það sem íslendingar þörfnuð-
ust mest til að geta lagað sig að
þróun Evrópumála.
■s