Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 38
38
töm
FOLK
■ VÉSTEINN Hafsteinsson
varð í fimmta sæti í kringlukasti á
stigamóti í San Jose í Banda-
Vésteinn. Þorvaldur.
ríkjunum um helgina. Hann kast-
aði kringlunni 62,34 m, en sigur-
vegari var Mike Buncvic með
67,02 m.
■ VÉSTEINN keppir næst á
móti í Sevilla um næstu helgi,
ásamt Sigurði Einarssyni, spjót-
kastara og hlauparanum Einari
Þ. Einarassyni.
■ ÞORVALDUR Örlygsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, kem-
ur til landsins um helgina. Hann
mun byrja að æfa með Fram eftir
iandsleikinn gegn Tékkóslóvakíu
í næstu viku.
"> ■ PALINA Björnsdóttir, sund-
kona frá Isafirði, er komin til liðs
við sundlandsliðið, sem keppti í
Andorra. Jón Helgason, liðsstjóri
iandsliðsins, sótti hana og Martin,
þjálfara SFS, til Barcelona og
keyrði þau á bílaleigubifreið til
Canet í S-Frakklandi. Þar verður
landsliðið í æfingabúðum í þrjár
vikur.
■ SIGRÍÐUR Jónsdóttir var
endurkjörin formaður Badminton-
sambands íslands á 25. ársþingi
^sambandsins um síðustu helgi. Aðr-
ír í stjórn BSÍ eru: Sigfús Ægir
Arnason, Sigríður María Jóns-
dóttir, Friðrik Þór Halldórsson
og Jóhannes Egilsson.
■ PALL Hreinsson hefur verið
ráðið til starfa hjá Siglingasam-
bandi Islands og verður hann með
fasta viðtalstíma á skrifstofu sam-
bandsins á mánu-, miðviku- og
föstudögum kl. 11-12.
■ SIGURJÓN Kristinsson, leik-
maður Þróttar Nes. í 3. deild, var
úrskurðaður í eins leiks bann vegna
brottvísunar - á fundi hjá aganefnd
KSÍ í gærkvöldi.
■ JOZEF Venglos hefur hætt
sem framkvæmdastjóri Aston
^Villa, eftir eitt keppnistímabil.
Venglos. IMierlich.
Vengles, sem var landsliðsþjálfari
Tékkóslóvakíu, hefur verið orðað-
ur sem næsti landsliðsþjálfari
Möltu.
I RUDOLF Nierlich frá Aust-
j^rríki, sem er heimsmeistari í
stórsvigi, lést í umferðarslysi í
Þýskalandi fyrir sköminu. Ni-
erlich var 25 ára og var mjög sigur-
sæll í heimsbikarnum síðustu fimm
árin. Hann varð tvöfaldur heims-
meistari 1988 í svigi og stórsvigi.
■ GERRY Francis, fyrrum fyrir-
liði enska landsliðsins og Q.P.R,
var í gær ráðinn framkvæmdastjóri
Q.P.R.
■ STANISLAW Cenbrzynski
frá Póllandi sigraði í Kaupmanna-
hafnar-maraþoninu sem fram fór
á sunnudaginn. Hann hljóp á
^:21.59 klst. og landi hans, Czslaw
Lamch, varð annar á 2:24.19.
Marianne Stenbak frá Noregi
sigraði í kvennaflokki, hljóp á
2:53.00 klst. Antette Hansen frá
Danmörku varð önnur á 3:01.19.
Alls voru um 3.500 hlauparar sem
tóku þátt. Elsti keppandinn var
Daninn Aksel Frandsen, 82 ára,
^sem hljóp á 6:39.17 klst.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Njarðvík gerir samninga
við leikmenn til tveggja ára
Fyrstu opinberu leikmannasamningarnir í körfuknattleiknum staðreynd
NJARÐVÍKINGAR hafa riðið á
vaðið og ákveðið að gera
samninga við leikmenn til
tveggja ára. Samningarnir
eru með svipuðu sniði og við-
gangast hjá Knattspyrnusam-
bandi íslands og hafa ís-
landsmeistararnir þegar
gengið f rá málum við nokkra
leikmenn, en fyrirhugað er að
semja við alla í hópnum, að
sögn Inga Gunnarssonar,
formanns körfuknattleiks-
deildar Njarðvíkur. Um er að
ræða fyrstu opinberu leik-
mannasamningana í íslensk-
um körfuknattleik.
Ingi sagði við Morgunblaðið að
æ erfiðara væri að halda í leik-
menn vegna ýmissa gylliboða ann-
ars staðar frá.
„Við höfum verið eins konar
uppeldisstöð fyrir önnur félög án
þess að fá nokkuð fyrir. Það hef-
ur oft verið rætt um að gera leik-
mannasamninga, en við höfum
aldrei verið tilbúnir að stíga skref-
ið. Blaðran sprakk hins vegar í
vor, þegar boðið var í níu leik-
menn hjá okkur. Sveiflan kom að
norðan og það var erfitt að standa
í vegi fyrir henni með öðrum
hætti.“
Önnur félög hafa verið að
kanna möguleika á að gera ámóta
samninga og má gera ráð fyrir
að einhver fylgi í kjölfar Njarðvík-
inga fyrir næsta keppnistímabil.
Njarðvík í Evrópukeppni
Formaðurinn sagði að hópur
Njarðvíkur yrði sennilega óbreytt-
ur á næsta tímabili, nema hvað
Gunnar Örlygsson færi sennilega
til Þórs á Akureyri og Jóhannes
Kristbjörnsson kæmi aftur heim
frá Grindavík.
Njarðvíkingar hafa ákveðiað
taka þátt í Evrópukeppni meist-
araliða í haust, en vegna mikils
kostnaðar hafa þeir ekki verið
með í Evrópukeppni í fjögur ár.
„Það er fullur vilji að vera með
að þessu sinni, þó kostnaðurinn
sé mikill,“ sagði Ingi.
KENDO
Morgunblaöið / Bjarni
Tryggvi Sigurðsson í miðið varð íslandsmeistari í japönsku skylmingaríþróttinni Kendo um síðustu
heigi. Vinstra megin við hann er Björn Hákonarson sem varð í 3. sæti og hægra megin er Þórólf-
ur Beck sem varð í 2. sæti.
Tryggvi Sigurðsson
fyrsti meistarínn
FYRSTA íslandsmótið í jap-
önsku skylmingaríþróttinni
Kendo var haldið um helgina í
íþróttahúsi Hagaskólans.
Tryggvi Sigurðsson, sem er
formaður Kendosambandsins
varðfyrsti ísiandsmeistarinn i
íþróttinni, Þórólfur Beck varð í
öðru sæti og Björn Hákonar-
son íþvíþriðja.
Kendo felst í því að tveir kepp-
endur sækja að hvor öðrum
og reyna að koma höggi á andstæð-
ing sinn með bambussverði og eru
gefin stig fyrir.
Um fjöitíu manns æfa Kendo hér
á landi. Flestir iðkendur eru á aldr-
inum 20-30 ára en Kendo þarf ekki
að vera bundin við aldur. Þess má
reyndar geta að íslandsmeistarinn
er fertugur að aldri en þeir sem
næst komu er sautján og átján ára.
Kendo er sérstaklega vinsæl
íþrótt í Japan þar sem tólf milljónir
stunda hana. Hún er einnig nokkuð
stunduð í Kóreu og í Bandaríkjun-
um og Kanada en enn sem komið
er stunda fáir Evrópubúar íþróttina.
íþróttin er ung hér á landi. Byrjað
var að stunda Kendo árið 1983 en
Kendo sambandið var stofnað
þremur árum síðar.
Tvær aðrar japanskar skylm-
ingaíþróttir eru stundaðar innan
Kendosambandsins en það eru Ia-
ido, þar sem að einn keppandi sýn-
ir æfingar með sverð, og Jodo.
Keppt var í Iaido á mótinu um
helgina. Guðjón Þór Baldursson
varð Íslandsmeistari, Halldór Ax-
elsson varð í 2. sæti og Embla Ýr
Bárudóttir í 3. sæti.
Kendo sambandið hefur undan-
farið haft hjá sér franskan kenn-
ara, Jean Pierre Reniez, sem meðal
annars hefur unnið það sér til
frægðar að vera eini maðurinn utan
Japan sem orðið hefur Japansmeist-
ari í Jodo.
FELAGSLIF
íþróttaskóli ÍR
Handknattleiksdeild ÍR starf-
rækir í sumar íþrótta- og
leikjaskóla fyrir stráka og stelpur
á aldrinum 6-12 ára. Kennsla fer
fram í íþróttahúsi Seljaskóla og
hefst 3. júní.
Leiðbeinendur við skólann verða
Birna Petersen og Ólafur Gylfason.
Allar nánari upplýsingar og skrán-
ing eru í síma 36027.
KNATTSPYRNA
Pæjumót Þórs
Pæjumót Þórs í knattspyrnu fer
fram í Vestmannaeyjum 6. - 9.
júní n.k. Leiið verður í 2., 3., 4. og
5. flokki kvenna í a- og b-liðum og
er gert ráð fyrir um 550 keppendum.
Þetta er í þriðja sinn, sem mótið er
haldið. Allir leikirnir fara fram á grasi
og er boðið upp á ýmiss konar dag-
skrá mótsdagana. RC-Cola er sérstak-
ur styrktaraðili mótsins, sem verður
sett fimmtudaginn 6. júní og slitið
sunnudaginn 9. júní.
HLAUP
Leiðrétting
Nokkur nöfn féllu niður í úrslitum Lands-
bankahlaupsins í Reykjavík, sem fram fór
á laugardag og greint var fr'aí blaðinu í
gær. Hörður Aðalsteinsson var í 3. sæti hjá
strákum fæddum 1981 og Gunnar Ólafsson
í 9. sæti. Auður ívarsdóttir var í 5. sæti í
sama aldursflokki stúlkna. Ragnhildur Pét-
ursdóttir var í 5. sæti hjá stúlkum fæddum
1978 og Runólfur Þór Astþórsson í 6. sæti
hjá strákum fæddum 1978.
Á listanum yfir stúlkur í Hafnarfirði (f.
1978-1979) var eitt rangt nafn; stúlkan
heitir Sigurdís Ólafsdóttir en ekki Sigríður.
TENNIS
Fyrsta mót sumarsins
Fyrsta tennismót sumarsins verður
haldið á gei-vigrasvöllum Þróttar
við Sæviðarsund 29. maí til 2. júní.
Keppt verður í öllum flokkum barna
og fullorðinna, en keppni hefst kl. 17
í dag. Breytt fyrirkomulag verður á
tennismótum sumarsins. íslandsmótið
verður með óbreyttu sniði, en í stað
margra smærri móta verða þijú stiga-
mót og er þetta það fyrsta.
FRJALSAR
ÍR bætist góður liðsauki
IR-ingar hafa fengið góðan liðsauka að undanförnu því þijár fijálsíþrótta-
konur framtíðarinnar hafa yfírgefið herbúðir KR og tilkynnt félagaskipti yfir
í ÍR. Eru það fjölþrautarkonan Sigrún Jóhannsdóttir, langstökkvarinn Brynja
Gísladóttir og hástökkvarinn Linda Siguijónsdóttir, en allar hafa þær sett Is-
landsmet í sínum aldursflokkum á undanförnum árum.
Þá hefur Unnar Garðarsson, 70 metra spjótkastari og 54 metra kringlukast-
ari úr HSK, gengið til liðs við ÍR-inga sem verða því ekki á flæðiskeri staddir
með spjótkastara þar sem Einar Vilhjálmsson íslandsmethafi í greininni hefur
einnig tilkynnt félagaskipti yfir í ÍR.
Loks tilkynnti Guðni Siguijónsson, landsliðsmaður í spretthlaupum og
sleggjukasti, félagaskipti úr Breiðabliki í Kópavogi í ÍR.
ÞRIÞRAUT
Ólympíu-þríþraut í
fyrsta skipti á íslandi
Þríþrautarnefnd ÍSÍ stendur fyrir Ólympíu-þrfþraut í Laugardalnum á •
sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Ólympíu-þríþraut fer fram hér
á iandi. Keppnin hefst með 1.500 m sundi í Sundlaugunum í Laugardal,
síðan verður hjólað á lokaðri braut á Kleppsveginum og endað með 10 km
hlaupi í Laugardalnum.
Fyrstu tvö sætin í keppninni gefa rétt tii þátttöku á Norðurlandamótinu
í þríþraut sem fram fer í Svíþjóð í lok júní.
Frekari upplýsingar gefa Guðmundur Jakobsson í síma 24256 og Stefán
Friðgeirsson í sima 19856._________________