Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 40
FRAM TíÐARINNAR HEITIR: IBM AIX - svo vel sétryggt -jsO; * SJOVÁOoALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Landleiðir hætta ferðum til Hafnar- -*■ fjarðar 1. júlí LANDLEIÐIR hf. hafa tilkynnt samgönguráðuneytinu að fyrir- tækið hyggist hætta rekstri á sér- leyfisferðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þann 1. júlí næst- komandi, þrátt fyrir að sérleyfi Landlciða hf. renni ekki út fyrr en á næsta ári. Nýtt fyrirtæki Almenningsvagnar bs., stefnir að rekstri vagna á þessari leið þann 1. mars 1992. Bæjarráð Hafnar- fjarðar hefur óskað eftir svari samgönguráðuneytisins um hvernig samgöngur verði tryggð- ar frá 1. júli 1991 til 1. mars 1992. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar » var samþykkt samhljóða bókun, þar sem fram kemur að með ákvörðun sinni hafi Landleiðir hf. ákveðið ein- hliða að uppfylla ekki skyldur sínar við Hafnfirðinga, sem það undir- gekkst þegar því var veitt serleyfi sem tryggði einkarétt á fólksflutn- ingum á þessari leið. „Rétt er að minna á að bæjarráð Hafnarfjarðar hafði aðrar hugmyndir og lagðist gegn veitingu sérleyfis á sínum tíma.“ Lést í um- ferðarslysi í Lúxemborg RÚMLEGA tvítug íslensk stúlka beið bana í umferðar- slysi í Lúxemborg í gærmorg- un. Stúlkan varð fyrir tengi- vagni aðvífandi vörubíls, þeg- ar hún var að sópa gangstétt fyrir utan gistiheimili sem hún vann á. Talið er að stúlkan hafi stað- ið á gangstéttarbrúninni en engu að síður hafi tengivagninn slegist í hana þegar vörubílnum var ekið hjá. Hún lést samstund- is. Ekki er unnt að greina frá nafni stúlkunnar, sem var bú- sett í Lúxemborg, að svo stöddu. Picasso vinnur að kvikmynd um Serra Morgunblaðið/Bjami Claude Picasso, sonur listmálarans Pablo Picasso, er staddur hér á landi ásamt Richard Serra myndhöggvara og er erindið að kvikmynda Serra við listaverk það, sem hann gaf þjóðinni fyrir tveimur árum og sett var upp í Viðey. Að sögn Gunnars Kvaran listráðunautar Kjarvalsstaða óskaði Serra sérstaklega eftir því að listaverk hans í Viðey yrði haft með í kvik- mynd um líf hans og list yfir tveggja ára tímabil, sem þeir Picasso og Thierry Spitzer standa að. Á myndinni eru Picasso og Serra við tökur í Viðey. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Loðnuveiðar hefjist ekki fyrr en í nóvemberlok ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra greindi frá því á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að fiskifræðingar mæli með því að loðnuveiðar verði ekki leyfð- ar á ný fyrr en að afloknum rannsóknaíeiðangri í október og nóvember i haust. Þorsteinn sagðist í samtali við Morgun- blaðið eiga von á því að taka ákvörðun í þessari viku, í sam- ræmi við tillögur fiskifræðing- anna. „Ef engin loðnuveiði yrði leyfð í haust, þá yrði hér um skerðingu á útflutningstekjum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Tilbúnir í tvíhliða viðræður jafnhliða EES-viðræðum JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að íslendingar séu augljóslega tilbúnir til þess að taka upp tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið (EB), sem óskað var eftir árið 1989, „en þær viðræður koma ekki í staðinn fyrir þær viðræður sem við eigum við EB um Evrópska efnahagssvæðið," sagði utanríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi þegar Morgunblaðið spurði liann hvert yrði svar íslenskra stjórnvalda við þeirri yfirlýsingu Ilorst Krenzler aðalsamn- ingamanns Evrópubandalagsins í EES-viðræðunum að EB væri reiðu- búið að taka upp tvíhliða viðræður við Islendinga. ► Horst Krenzler sagði á blaða- mannafundi að loknum viðræðum samningamanna EB og EFTA í Brussel í gær að hann teldi öruggt að undirritaður yrði samningur um EES. Fyrst yrðu EFTA-ríkin hins vegar að gefa eftir hvað varðar umferð flutningabíla og í sjávanít- vegsmálum. EB legði ríka áherslu á að EFTA-ríkin veittu EB-ríkjum ein- hver veiðiréttindi. Væri bandalagið reiðubúið að hefja tvíhliða viðræður við Islendinga og Norðmenn um þessi mál, þ.e. þau EFTA-ríki sem neituðu að gefa eftir. „Það sem haft er eftir Krenzler er ekki að Noregur og ísland hafi tekið sjávarútveginn út af EES- samningaborðinu — alls ekki,“ sagði Jón Baldvin, „heldur það að EB er tilbúið til þess að ræða tvíhliða ramtnasamning við ísland, jafnhliða hinum viðræðunum". Jón Baldvin sagði að tilboð Norð- manna til EB um tvíhliða viðræður mætti ekki misskilja. Það byggðist á þeirri forsendu að Norðmenn hefðu þegar frá árinu 1985 tvíhliða samn- ing við Evrópubandalagið um fisk- veiðimálefni. Þar á meðal um gagn- kvæmar fiskveiðiheimildir. „Að því er varðar okkur Islend- inga, þá höfum við áréttað við EB að okkar tilboð frá tíð fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá 1987 um að vera tilbúnir til viðræðna um rammasamning um fiskveiðimálefni á grundvelli tvíhliða samskipta standi," sagði Jón Baldvin, „endavar um það samið þegar árið 1972 með bókun sex að svo skyldi verða. Hing- að til hefur EB ekki verið reiðubúið til þess. Það sem Krenzler á nú við, þegar hann segist tilbúinn til tvíhliða viðræðna, eru viðræður um ramma- samning á slíkum grundvelli. Það kemur hins vegar ekki í staðinn fyr- ir þá samninga sem nú fara fram innan EES um sjávarútvegsmálefni." Fundir með framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins og annars vegar samningamönnum íslands og hins vegar samningamönnum Noregs eru fyrirhugaðir í næstu viku. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður Is- lands í samningaviðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði, segir að- spurður um hvað rætt verði á þessum fundi, að í raun sé ekkert um að semja. EB verði að falla frá kröfum sínum um veiðiheimildir fyrir aðgang að mörkuðum. að ræða upp á einn milljarð króna,“ sagði Þorsteinn. „Þetta eru ráðleggingar fiski- fræðinganna að veiðar hefjist ekki fyrr en eftir haustleiðangur. Um þetta hefur verið haft samráð við fulltrúa útgerðarmanna og sjó- manna og eins hefur bæði Norð- mönnum og Grænlendingum verið gerð grein fyrir þessu,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra. Þorsteinn sagði að eitt ár væri eftir af samningnum um loðnuveiðar við Norðmenn og Grænlendinga og kvaðst hann gera ráð fyrir því að þetta yrði ákveðið athugasemdalaust af þeirra hálfu. „Þó er verið að athuga málið nánar hvað viðvíkur Grænlendingum, þar sem þeir höfðu selt Evrópubanda- laginu sinn hluta kvótans og það er mikilvægt að niðurstaða í þeirri athugun liggi fyrir áður en endan- leg ákvörðun verður tekin,“ sagði Þorsteinn. Þegar hafa verið veiddar 200 þúsund lestir af loðnu á þessu ári, en þjóðhagsáætlun þessa árs gerir ráð fyrir að 350 þúsund lestir verði veiddar á árinu. „Ef engin loðnu- veiði yrði leyfð í haust, þá yrði hér um skerðingu á útflutningstekjum að ræða upp á einn milljarð króna, en það er ekki ljóst að loðnuveiði verði bönnuð í haust. Það verður tekin ákvörðun á grundvelli þess sem kemur út úr haustleiðangrin- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.