Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. MAI 1991 Amnesty Inter- natíonal í þrjiítíu ár eftir Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur llinn 28. maí árið 1961 birti breski lögfræðingurinn Peter Ben- enson í blaðinu „The Observer" grein sem hann nefndi „Gleymdi fanginn". Þar segir m.a.: „Á hveij- um degi alla daga vikunnar má lesa í dagblöðum um einhvern sem hefir verið fangelsaður, pyndaður eða líf- látinn einhvers staðar í heiminum, vegna þess að ríkisstjórn hans taldi rangt að boða skoðanir hans eða trúarbrögð. í kjölfar greinarinnar voru mannréttindasamtökin „Amn- esty International“ stofnuð. Odæðisverk eru framin í löndum með mjög mismunandi stjórnarfari og hugmyndafræði. Brýnt er að við þeim sé brugðist á alþjóðavett- vangi. Mannkynið í heild sinni ber ábyrgð á verndun mannréttinda og markast sú verndun ekki af þjóð- erni né hugmyndafræði. Þetta er sú grundvallarstefna sem starf mannréttindasamtakanna Amnesty International er byggð á. Samtökin urðu til fyrir þrjátíu árum, sem andsvar við þeirri aðför að mann- réttindum sem viðgengst víða um heim. Starfsemin byggir á þeirri vissu að mannréttindabaráttan eigi sér engin landamæri og við verðum öll hvar sem við erum í sveit sett að axla þá ábyrgð sem mannréttind- in leggja okkur á herðar. Amnesty International eru sam- tök einstaklinga í um 150 löndum, innan samtakanna starfar meira en 1,1 milljón einstaklinga. Allt þetta fólk vinnur á hlutlausan og friðsam- an hátt að markmiðum samtakanna sem eru: — að tryggja að allir samvisku- fangar verði þegar látnir lausir án skilyrða; — að beita sér fyrir því að allir pólitískir fangar fái réttláta meðferð fyrir dómstólum og að meðferð mála dragist ekki úr hömlu; — að beijast fyrir afnámi pyndinga og líflátsdómum. Félagar í samtökunum eru af ólíkum menningarlegum og félags- legum uppruna, en allt þetta fólk á það sameiginlegt að hafna vald- níðslu og er tilbúið til þess að taka á sig þá ábyrgð að beijast fyrir fólk sem verður fyrir mannréttinda- brotum. Allir félagar eiga það sam- eiginlegt að trúa því að verndun mannréttinda sé á ábyrgð allra þjóða heims. Þessi meginregla er viðurkennd af alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, en á mannréttindasáttmála þeirra og öðrum alþjóðlegum sáttmálum er starf Amnes.ty International byggt. Ríkisstjórnir eiu opinberlega ábyrg- ar gagnvart umheiminum um verndun réttinda þegna sinna. Ef ríki brýtur þessar mannréttinda- reglur snúast félagar í Amnesty International til varnar fórnarlömb- unum. Sú barátta er háð með penn- ann að vopni, félagar skrifa bréf til yfirvalda og vekja athygli á ein- stökum málum og fara fram á að yfirvöld virði grundvallarmannrétt- indi þegna sinna. Einnig vekja sam- tökin athygli almennings á málum sem yfirvöld halda oft á tíðum að séu óþekkt. í sumum tilfellum næg- ir að greina frá málum í fjölmiðlum til að yfirvöld leysi fólk úr haldi. Amnesty Intemational eru sam- tök sem gæta fyllsta hlutleysis. Þau vinna hvorki með né móti nokkurri ríkisstjórn eða stjórnmálastefnu. Þau eru heldur ekki með eða á móti skoðunum þeirra fanga sem þau veija. Það eina sem þau láta sig varða er verndun mannréttinda í hveiju máli fyrir sig án tillits til hugmyndafræði stjórnvalda eða skoðana fórnarlamba. Hlutleysi samtakanna hefur reynst styrkur þeirra. Marg oft hefur verið reynt að bendla starf samtakanna við stjórnmálastefnur, en allar slíkar ásakanir hafa reynst haldlausar. Hlutverk samtakanna er að virkja almenningsálitið, halda því vakandi og gera stjórnvöldum erfitt fyrir um_ mannréttindabrot. Á stofnári samtakanna 1961 tók Amnesty að sér mál 210 samvisku- fanga. Nú, þijátíu árum seinna, hafa samtökin unnið með mál 42.000 samviskufanga, þaraf hefur nú um 38.000 málum verið lokað. Sumir fangar eru látnir lausir skömmu eftir að mál þeirra hefur verið tekið fyrir, sumir losna þegar veitt er almenn sakaruppgjöf, aðrir þurfa að taka úr refsitímann að fullu áður en þeir öðlast frelsi. Amnesty International staðhæfa aldrei að það sé þeim að þakka að nokkur fangi sé látinn laus, jafnvel þótt þau hafi rannsakað mál fang- ans og barist fyrir frelsun hans. En hafi Amnesty International tek- ið að sér mál einhvers samvisku- fanga er unnið að máli hans þar til hann er laus. Sú vinna getur oft staðið árum saman. Auk starfs í þágu samvisku- fanga, beijast samtökin fyrir af- námi pyndinga og dauðarefsinga hvaða fangar sem í hlut eiga. Amn- esty International benda á að dauðarefsing er sú tegund refsing- ar, þar sem grimmd, mannúðarleysi og niðurlæging nær lengst og svipt- ir manninn rétti sínum til lífsins. í þessu felst m.a. að reynt er að koma í veg fyrir pyndingar og líflát þegar fólk hefur verið flutt í pyndingar- stöðvar eða dæmt til dauða. Þegar um slík mái er að ræða er félögum gert viðvart og innan nokkurra klukkustunda byija símskeyti og áskoranir að streyma til viðkomandi ríkisstjórna, fangelsa eða fanga- búða. Amnesty International eru ein samtök af mörgum sem vinna að því að mannréttindi séu virt, slík samtök hafa sett mannréttindi á dagskrá og gert þau að baráttu- máli. Fólk sem berst fyrir mannrétt- indum í löndum þar sem mannrétt- indabrot eru daglegt brauð leggur drýgsta skerfinn til mannréttinda- baráttunnar. Án hugrekkis þessa fólks, einbeitni þess og þolgæðis mundu fréttir af mannréttindabrot- um ekki alltaf berast Amnesty og öðrum alþjóðlegum mannréttinda- samtökum; starf þeirra er háð stuðningi þessa fólks. Þar sem ekki eru tök á að heyja baráttu fyrir mannréttindum opinskátt verða al- þjóðleg mannréttindasamtök að krefjast þeirra þeim til handa sem geta ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Nú er hætta á að stjórnir ríkja heims grafi undan vonum manna um nýja tíð í mannréttindamálum, vonum sem milljónir manna beijast fyrir og hætta oft lífi sínu og frelsi fyrir. Stjórnir sumra ríícja grafa undan þessum vonum með eigin brotum; aðrar með því hvernig þær beita áhrifum sínum. Jafnvel ríkis- Jóhanna K. Eyjólfsdóttir „Amnesty-félagar hvar sem þeir búa á jarðar- kringlunni vinna allir að sameiginlegu mark- miði, sem er mannúð- legri heimur, heimur án samviskufanga, án pyntinga og dauðarefs- inga.“ stjórnir sem leggja sig fram um að veita eigin þegnum mannréttinda- vernd hafa annarra hagsmuna að gæta í utanríkismálum og vilji þeirra til að gegna skyldu sinni til mannréttindagæslu um heim allan lýtur oft í lægra haldi fyrir þessum hagsmunum. Stundum njóta mann- réttindin góðs af hentistefnu; oftar bitnar hún þó á þeim. Af þessum sökum eru alþjóðleg, óháð mann- réttindasamtök nauðsynleg. Árið 1974 var stofnuð Islands- deild Amnesty International, sem í dag hefur rúmlega eitt þúsund fé- laga. Félagar vinna að hinum ýmsu verkefnum og fer framlag þeirra eftir áhuga og getu hvers og eins. Starfið í samtökunum getur verið mjög krefjandi en um leið gefandi. Starfið tengir saman fólk úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og þegar fréttir berast af fólki sem hefur verið leyst úr haldi, þá gerir maður sér grein fyrir því að alþjóðlegur þrýstingur ber árangur. Það sem er einstakt við samtökin er sú stað- reynd að innan þeirra starfa ekki einungis einstaklingar sem hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir heldur einnig fólk sem hefur mjög ólíkan, menningarlegan, félagslegan og trúarlegan bakgrunn. Þessa ein- staklinga sameina grundvallarsjón- armið mannréttinda og samstarf þessa fólk gefur til kynna að það er hægt að byggja brýr milli ólíkra menningarheima, þar sem sérkenni hverrar menningar eru virt. Amn- esty-félagar hvar sem þeir búa á jarðarkringlunni vinna allir að sam- eiginlegu markmiði, sem er mann- úðlegri heimur, heimur án sam- viskufanga, án pyntinga og dauða- refsinga. Amnesty International hefur tek- ið þátt í alþjóðlegu starfi fyrir mannréttindum frá því samtökin voru stofnuð árið 1961. Þau urðu til vegna þess að mönnum blöskraði mannréttindabrot stjórnvalda í ríkj- um sem höfðu samþykkt Mannrétt- indayfirlýsingu sameinuðu þjóð- anna. Enn blöskrar okkur þijátíu árum síðar. Daglega berast skrif- stofu samtakanna hvaðanæva að skýrslur um samviskufanga, rang- láta meðferð mála pólitískra fanga, pyndingar, mannshvörf eftir hand- tökur og um aftö(cur án dóms og laga. Aldrei hafa komið fram viðhlít- andi afsakanir fyrir þessum hrotta- legu mannréttindabrotum. Þeir sem drýgja þá vanrækslusynd að hafast ekkert að afsaka sig með vanþekk- ingu. Mannréttindasamtök hafa svipt ríkisstjórnir og almenning þessari afsökun með starfi sínu í staðbundnum deildum, landsdeild- um og á alþjóðavettvangi. Þær af- sakanir hafa heyrst of oft að stjórn- málahagsmunir og efnahagslegir skipti meira máli en mannréttindi. Atburðir sem þegar hafa orðið á þessum áratug ættu að hafa bundið enda á slíkar afsakanir í eitt skipti fyrir öll. Á síðustu áratugum tutt- ugustu aldar er ekki nóg að sumum finnist þeir hafa hlotið uppreisn en aðrir skammist sín í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa á viðhorf- um manna gagnvart mannréttind- um í sumum ríkjum. Nú þarf að tryggja þessa sigra, eiiikum vegna þess að hætta er á nýjum átökum og að gamlar deilur blossi upp. Það er tímabært að láta sér blöskra að gróf mannréttindabrot viðgangist enn þann dag í dag. Jafnframt er tímabært að huga að aðstæðum sem almenningur, stjórnvöld og samfélag þjóðanna mun fyrst blygðast sín fyrir síðar, nema við hefjumst handa nú þegar. Við höf- um hlustað nógu lengi á afsakanir. Nú er að heijast handa. Höfundur er formaður Amnesty International á Islandi. _ tt jríunifih VORLINAN 3 HAUPSTADUR yyx í MJÓDD AHKUG4RDUR hf. VIÐSUND---- AFMÆUSTILBOÐ I tilefni af 50 ára afmæli Grimsstaóa, Heiómörk 52, Hveragerói, bjóóum við alla okkar framleióslu á sérstöku afmælisverói Ennfremur veróur boóió á sérstöku af- sláttarverói eftirtaldar tegundir meóan birgóir endast: Birkikvistur í pokum kr. 190,- Gljávíðir í pokum kr. 88,- Gljámispill í pokum kr. 158,- Sem áóur er mjög fjölbreytt úrval afsumar- blómum, fjölærum, kálplöntum og aó ógleymdu rósaúrvalinu. Veríó velkomin. Garðyrkjustöðin Grímsstadir, Heiðmörk 52, sími 98-34230. Utsölustaðir í Hellisgerði, Hafnarfirði og Keflavík. Opið frá kl. 9.00—21.00. Sendum plöntulista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.