Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 19 Að sigla frá Bergen í farar- broddi hundruða báta og skipa spegilfagran, sólrík- an 17. maí er kapítuli út af fyrir sig. Að sigla víkingaskipi yfir Norðursjóinn til Orkneyja er annar handleggur. Allt frá því við lögðum frá bryggju hafa fley af öllum stærðum og gerðum keppst við að sigla upp að síðunni á Gaia. Áhafn- irnar og farþegamir gera allar það sama: Þær brosa, veifa og taka myndir. Mikið af myndum! Á mánudaginn gengur' allur framköllunarvökvi í Bergen til þurrðar, sem aftur framkallar skelfingu í rauðri skímu myrkra- herbergjanna, eða heyra slík her- bergi kannski fortiðinni til, eins og skipið okkar gæti í fijótu bragði virst gera? En það er ekkert gamaldags við það að sigla víkingaskipi yfir Atl- antshafið, til að vekja fólk til um- hugsunar um þann heim, sem er veruleiki okkar í dag, 1000 árum eftir að forfeður okkar héldu á hin ókunnu djúp í leit að nýjum og betri heimi. Það að nota farkost eins og Gaia sem táknmynd vegferðar okkar manna um óravíðáttur hins kafdjúpa himingeims, er svo ein- föld og snjöll hugmynd, að nútíð og fortíð líkt og renna saman í tvístrikaða ávísun á framtíðina. Spurningin er aðeins um inni- stæðuna, yfirdráttinn, dráttarvext- ina og veðhæfni jarðarinnar okkar, eins og hún er í dag. Og málið varðar að sjálfsögðu okkur öll; bæði okkur hér um borð í Gaia, fólkið í landi og alla þá, sem sigla í kringum okkur og keppast við að ná athygli höfðingjans Ragnars Thorseth. Aðalmálið er nefnilega að fá Ragnar til að veifa og taka sem flestar myndir um leið. Næst- best er að fá aðra í áhöfninni til að veifa og fljótlega kemst það upp í vana hjá eina farþeganum um borð að veifa á móti. Veifa karlmannlega og svo veif- ar maður og veifar og veifar, ekki laust við dálítið drjúgur í bragði. Gefur það ekki líka augaleið að hvert pláss í víkingaskipi, sem er á leið til fangbragða við hin rámu regindjúp úthafsins, hljóti að vera skipað heljarmenni og því tæpast einhömu? Tilhugsunin er ekki slæm og þó rödd í brjóstinu segi að maður sé nú engin hetja, er auðvelt að skrúfa fyrir hana og hugga sig við það, að úr því allir aðrir haldi að maður sé hetja hljóti maður að vera alveg á hetjumörkunum. Og þessi mikla hetjulund venst með ágætum í ein- muna veðurblíðunni, sem verður svo aftur til þess að fyrsta máltíð ferðarinnar er snædd á dekki úti og smakkast ekki siður en best gerðist og gekk í Ævintýrabókum Enid Blyton. 27 hestum frá landi sólarupprásarinnar sleppt á beit „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða,“ segir í gömlu máltæki, en sá góði málsháttur á ekki við í dag því við bíðum ekki byijar, heldur sér sperrtur og hnarreistur nýtískumótor um að skila okkur út úr Björgvinjarhöfn og fyrsta spottann vestur á bóginn. Mann- skapurinn þefar eftir vindi, því all- ir um borð bíða þess í ofvæni að geta sleppt japönsku hestunum 27 á beit og beislað vindinn þeirra í stað. Og það kemur að því að Ragnar Thorseth kveður upp úr með að nú skuli Siglt, með stórum staf. Að hífa upp seglið er fyrsta stefnumót landkrabbans við raun- veruleika og alvöru ferðarinnar, því seglið er engin smásmíði og sigluráin, úr valinni eðalfuru, er jafn níðþung og hún er traust og gerðarleg. Ég skipa mér í flokk togara og hífara og með sameinuðu átaki (og ærnu erfiði fyrir handleggs- og magavöðva viðvaningsins) er siglu- ráin, sem er á gildleika við upp- læri knattspyrnumanns af Skagan- um, dregin hægt og sígandi upp eftir mastrinu. Neðan í ránni blakt- ir seglið með mýgrút kaðla, enda, tauma, tóa og spotta, sem áhöfnin tekur nú til óspilltra málanna við að greiða úr og festa í réttar uglur og kengi og nú hjálpar viðvaning- urinn best til með að vera ekki fyrir. Það erlífið Og svo tekur golan völdin. Hún hreiðrar um sig í seglinu og Gaia líður af stað yfír hafflötinn í virðu- legri, hvíslandi þögn. Báran gælir létt við kinnunginn og það má vera meira en lítið forhertur einstakl- ingur, sem ekki hrífst af þessu samspili mannsandans og höfuð- skepnanna. Það er reginmunur á þessu siglingarlagi og því að beita japönsku hestunum, enda skín það úr hveiju andliti að þetta sé lífið. Fyrir stafni er hið opna haf, ævin- týrið er hafið og hvað er hægt að hugsa sér betra en það? Ragnar Thorseth stendur við stýrið. Fyrir honum er nú marg- slunginn undirbúningur að baki og 5 ára gamall draumur að verða að veruleika. Hvað skyldi hann vera að hugsa? Gauksstaðaskipið, sem fannst ótrúlega heillegt á kafi í mýrarfeni við Óslóarfjörðinn 1000 árum eftir að það var smíðað, siglir á ný á haf út og nú í þágu besta málstað- ar sem hægt er að óska sér: Leit- inni að nýjum og betri heimi! Á skipi eins og landnámsmenn- irnir sigldu út til íslands í árdaga siglum við í dag, með stefnu á sjón- deildarhringinn. TEXTI OG MYNDIR: Valgeir Guðjónsson i Gaia svifur seglum þöndum komin út á hið opna haf. Borgin kaupir ekki Blikastaði BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum á mið- vikudaginn, að falla frá for- kaupsrétti að landi Blikastaða en jafnframt er hafnað beiðni Reykjavíkurborgar um breyting- ar á lögsögumörkum sveitarfé- laganna. Kauptilboð borgarinnar að landinu var gert með þeim fyrirvara, að samkomulag næðist um þessi tvö atriði. Jón G. Tóm- asson, starfandi borgarstjóri, ítrekaði í samtali við Morgun- blaðið, að kauptilboðið stæði ekki nema að uppfylltum báðum fyrir- vörum. í samþykkt bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar kemur fram að, bæjar- stjórn hafnar forkaupsrétti og með vísan til 6. gr. kaupsamnings, getur bæjarstjórn ekki fallist á lögsagnar- breytingu. „Þetta þýðir eins og fram kemur að Mosfellsbær nýtir ekki forkaups- réttinn,“ sagði Páll Guðjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „í öðru lagi er vísað til fyrirvara í kaup- samningi varðandi málefni er snerta kaupsamning þennan eins og það er orðað, eða samkomulag um breytingar á lögsögumörkum en því er alfarið hafnað af hálfu bæjar- stjórnar." PUMPUSKÓR HREINT FRÁBÆRIR VISA-EURO Laugavegi 62 Sími 13508 SENDUM (PÓSTKRÖFU 6 1 Nú er TVÖFALDUR l ") 1.vinningur Vertu með • draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.