Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30,~MAÍ Í99Í- Fjármálaráðherra Póllands: Vesturveldin aðstoði Sovétmenn strax Varsjá. Reuter. LESZEK Balcerowicz, fjármála- ráðherra Póllands, segir að efna- hagslegt hrun Sovétríkjanna geti ógnað f riði og öryggi í allri Aust- úr-Evrópu. Hann hvetúr Vestur- Svíþjóð: Veikinda- dögum snarfækkar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. Veikindadögum launþega í Svíþjóð hefur fækkað um 20% á tólf mánuðum. í fyrra voru samþykkt ný lög sem kváðu á um að atvinnurek- endur en ekki ríkisvaldið skyldu greiða bætur fyrir fyrstu tvær vikur sjúkdóms- ins en atvinnurekendur eða fulltrúar þeirra mega fylgj- ast með heilsufari sjúkling- anna meðan fjarveran stend- ur yfir. Síðustu mánuði hefur einnig orðið marktæk fækkun á fjar- vistardögum sjúklinga sem eru lengur frá vinnu en tvær vikur og eiga yfirvöld erfítt með að gefa skýringu á þeirri þróun. Að öllu jöfnu hefur skipulag og mat á sjúkralaunum engin áhrif á fjölda slíkra sjúklinga. veldin til að veita jafnt Sov- étmönnum sem öðrum þjóðum á svæðinu strax efnahagsaðstoð. Útflutningur Pólverja, Tékkósió- vaka og Ungverja til Sovétmanna hefur minnkað hratt síðustu mán- uði, einkum vegna skertrar kaup- getu hinna síðastnefndu, og dregið hefur úr framleiðslu og efnahags- legum þrótti í áðurnefndum þrem A-Evrópuríkjum. „Vesturveldin ættu að huga að því að þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar, jafnt efnahagslegar sem pólitískar," sagði ráðherrann sem hefur verið driffjöðrin í sókn Póllands til mark- aðsbúskapar. Balcerowicz taldi rangt að bíða með fjárhagsaðstoð við Sovétmenn þar til leiðtogar vestrænna ríkja væru orðnir sannfærðir um að breytingar í efnahagsmálum þar eystra horfðu í rétta átt. Reuter Þúsundir andstæðinga bráðabirgðastjórnar skæruliða í Addis Ababa hrópa slagorð gegn nýju valdhöfun- um og Bandaríkjamðnnum. Spenna ríkir enn í Eþíópíu: Skæruliðastjórnin treyst- ir tök sín í höfuðborginni Sænski þjóðbankinn; Forvextir lækka um 1% Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞJOÐBANKINN í Svíþjóð lækk- aði í gær forvexti um einn af hundraði, í 9%. Lækkunin er tal- in vera bein afleiðing þess að stjórnvöld hafa ákveðið að tengja gengi krónunnar við mynt Evr- ópubandalagsins, ecu. Vextir í Svíþjóð eru enn nokkru hærri en í flestum öðrum Evrópul- öndum. Viðbrðgð stjórnmálamanna við lækkuninni voru almennt já- kvæð og viðskipti jukust mjög í kauphöllinni. Addis Ababa, Adua, London. Reuter. SKÆRULIÐAR Lýðræðis- og byltingarhreyfingar Eþíópíu (EPRÐF) í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, treysta óðum tök sín eftir fall marxistas^órnarinnar á þriðjudag en í gær dreifðu þeir nokkur hundruð manna hópi sem safnast hafði saman og æpt slag- orð gegn skæruliðum og Bandaríkjamönnum. Skæruliðar skutu af byssum upp í loftið til að hræða fólkið sem flúði þá á brott. A miðvikudag féllu nokkrir í óeirðum af sama toga og margir slösuð- ust. Að sögn heimildarmanna rikir gífurleg spenna í borginni. Erlendur prófessor við háskóla borgarinnar kveðst aldrei hafa orðið var við jafn mikið hatur á útlendingum þau 20 ár sem hann hefur dvalist þar. Mótmælendur kröfðust þess m.a. að Eritreu yrði ekki leyft að öðlast sjálfstæði. Haile Selassie, þáverandi Eþíópíukeisari, innlimaði héraðið 1962 en leiðtogar þess, er átt hafa samstarf við eþíópísku skæruliðana um baráttu gegn Mengistu ofursta, krefjast sjálfstæðis. Margir óttast að samheldnin rofni nú þegar marx- istastjórnin er fallin. Strangt útgöngubann var fyrir- skipað í Addis Ababa á miðvikudag en það var síðar takmarkað við næturtímana. Víða heyrðist skot- hríð í borginni í gær og lík þeirra sem féllu á miðvikudag lágu enn á götunum. Fólk var hvatt til að sinna venjulegum störfum sínum. Þrátt fyrir spennuna fór líf að nokkru að færast í sitt vanalega horf í gær, verslanir opnuðu á ný, sama var að segja um skrifstofur og lögreglu- þjónar stjórnuðu umferðinni. Víða héldu opinberir starfsmenn þó að mestu að sér höndum, sögðust ekki hafa fengið nein fyrirmæli frá nýju valdhöfunum. Erlendur stjórnarer- indreki sagði skæruliða vera afar vel skipulagða og þeir ræktu hlut- verk sitt af mikilli kunnáttu. Ýmsir draga á hinn bóginn lýðræðisást leiðtoga EPRDF í efa. Stuðningsmenn fyrrverandi stjórnarherra segja Bandaríkja- menn eiga sök á falli marxistanna vegna þess að fulltrúi Bandaríkja- manna í friðarviðræðum sem voru nýhafnar í London að undirlagi stjórnvalda í Washington, hvatti skæruliða til að sækja inn í Addis Ababa og koma þar á lögum og reglu. Þá var orðið ljóst að gamla stjórnin var að hruni komin og stjórnleysi yfírvofandi. „Þeim finnst þeir hafa verið sviknir," sagði fyrr- greindur prófessór. „Þeir héldu að nú væru að hefjast friðarviðræður þar sem samið yrði um samsteypu- stjórn allar aðila en í staðinn bjóða Bandaríkjamenn skæruliðum að taka völdin. Þannig gerðist þetta séð með augum þeirra." Amnesty hvetur til vægðar Nokkurn óhug vakti tilkynning í gær um að háttsettir embættis- menn Mengistu-stjórnarinnar og herforingjar fengju frest þar til á morgun, föstudag, til að gefa sig fram. Ella myndi EPRDF grípa til „nauðsynlegra ráðstafana" sem margir óttast að merki blóðugar hreinsanir. Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu í gær nýju stjórnina til að forðast mann- dráp, pyntingar og fangelsanir er einkennt hefðu stjórnarfar fyrri valdhafa. Samtökin segja að tug- þúsndir manna hafi horfið sporlaust á valdatíma Mengistus, mörg þús- und óvopnaðir borgarar hafi með vissu verið myrtir og allt að 100.000 fangelsaðir. Shevardnadzes minnst sem blóðugs einræðisherra - segir nýkjörinn forseti Georgíu, Zvíad Gamsakhurdia NÝKJÖRINN forseti Georgíu, Zvíad Gamsakhurdia, sagði í simavið- tali við Morgunblaðið í gær að í Georgíu væri Edúards Shevardnad- zes, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra Sovétríkjanna sl. haust, minnst sem blóðugs einræðisherra. Gamsakhurdia sat sjálfur í fangelsi í mörg ár þegar Shevardnadze var flokksleiðtogi og innanríkisráð- herra í Georgíu áður en hann varð utanríkisráðherra i júli 1985. Það hafa orðið mikil umskipti á högum Gamsakhurdias síðan She- vardnadze var valdamikill maður í Tíflis, höfuðborg Georgíu, en hann sjálfur andófsmaður á bak við lás og slá. Síðastliðið haust voru haldnar fyrstu frjálsu þingkosningarnar í Georgíu síðan rússneskir bolsévikkar innlimuðu landið 1921. Gamsakhur- dia var í fyrsta sæti á lista nokkurra stjórnarandstöðuafla sem kallaður var „Hringborðið - frjáls Georgía". Hann hóf afskipti af stjórnmálum 17 ára gamall, sonur þekkts rithöf- undar, Konstantíns Gamsakhurdia. Árum saman sat hann í fangelsi og átti þátt í stofnun mannréttindasam- taka í Tíflis sem kenndu sig við Helsinki-sáttmálann frá árinu 1975. Gamsakhurdia hefur lýst stjórnmála- skoðunum sínum svo að hann sé íhaldsmaður með kristna lífsskoðun. Kommúnistum velt úr sessi Áðurnefndur framboðslisti með andófsmanninn og bókmenntafræð- inginn í fyrsta sæti velti kommúnist- um úr sessi og fékk meirihluta á þingi eða 155 þingsæti af 250. í apríl síðastliðnum lýsti hið nýkjörna þing Georgíu yfir fullveldi. Um sama leyti kusu þingmenn Gamsakhurdia forseta Georgíu. Eftir kosninguna lýsti forsetinn því yfir að stefnan skyldi tekin á fullt sjálfstæði frá Sovétríkjunum: „Georgíska þjóðin ætlar ekki að feta götu guðleysis, rányrkju og ógnarstjórnar." I al- mennum kosningum síðastliðinn sunnudag var kjör Gamsakhurdia borið undir þjóðina og vann hann yfirburðasigur, hlaut 86,5% greiddra atkvæða. Þar með varð Gamsakhur- dia fyrsti þjóðkjörni leiðtoginn í sögu Sovétríkjanna. Ásakanir um einræðistilburdi Stjórnarandstæðingar og tals- menn þjóðarbrota í Georgíu hafa sakað forsetann um einræðislega stjórnarhætti. Hann hafí m.a. látið stinga 70 pólitískum andstæðingum í fangelsi og sett hafi verið lög í vik- unni fyrir forsetakosningarnar sem banni móðganir við forsetann að við- lögðu sex ára fangelsi. Þegar þessar ásakanir voru borhar undir Gamsak- hurdia svaraði hann: „Þetta er hreinn og klár þvættingur. Mannréttindi njóta verndar hér í Georgíu og hið sama á við um réttindi þjóðarbrota. Þetta er sama sagan og í Litháen. Interfront [samtök í Eystrasaltsríkj- unum sem styðja Sovétstjórnina] sakar líka stjórnvöld í Litháen um að brjóta gegn réttindum sínum." Forsetinn var minntur á að á Vestur- löndum hefðu verið fluttar fréttir af því að hann hefði full tök á fjölmiðl- um í Georgíu og hefði látið reka blað- Zvíad Gamsakhurdia. amenn sem væru honum andsnúnir. „Þetta er lygi. í kosningabaráttunni fengu allir frambjóðendur og allir stjórnarandstöðuhópar að koma sjón- armiðum sínum á framfæri í fjölmiðl- um." Þú vísar því semsagt á bug að brotin séu réttindi á minnhlutahópum i Georgíu? „Já, þeir lifa góðu lífi í Georgíu og njóta fullra réttinda enda kusu þeir mig allir!" Sakar Gorbatsjov um undirróður Þess ber að geta að í nokkrum kjördæmum innan sjálfstjórnarlýð- veldanna Abkasíu og Adsjara og sjálfstjórnarsvæðisins Suður-Ossetíu í Georgíu var ekki kosið á sunnudag. íbúar þar vilja margir hverjir vera innan Sovétríkjanna og óttast um sinn hag óðlist Georgía sjálfstæði. Undanfarna mánuði hefur ríkt um- sátursástand í þessum héruðum, her- menn Georgíu hafa barist við vopn- aða flokka Osseta. Segja Georgíu- menn að sovéskir hermenn styðji aðgerðir Ossetanna. Gamsakhurdia hefur haldið því fram að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hafi ýtt und- ir óróann í Georgíu til þess að refsa stjórnvöldum í Georgíu fyrir sjálf- stæðisviðleitni sína og til að réttlæta hernaðaríhlutun þegar færi gefist. Undanfarnar vikur hafa skilin orð- ið skarpari milli þeirra lýðvelda Sov- étríkjanna sem vilja vera áfram í ríkj- asambandinu og hinna sem stefna að sjálfstæði. Fyrir skemmstu gerðu níu lýðveldi af fimmtán með sér sam- komulag um nýskipan Sovétríkjanna. Þau sex lýðveldi sem ekki tóku þátt í því eru Eistland, Lettland, Litháen, Armenía, Georgía og Moldova. Um síðustu helgi stofnuðu Þjóðfylkingar í lýðveldunum sex með sér samtarfsr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.