Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTJJDAGUR 30. MAÍ 1991 25 .7/7///////// VORLINAN Sérhæfir sig í brjóstahöldurum í stórum númerum HÁRPRÝÐI - FATAPRÝÐI HÁALEITISBRAUT 58 - 60. OG BORGARKRINGLUNNI 3 cq \ VuadbJio iiti i iJtij. Nordmende TC 50-vasadiskói5 er meb FM og MW útvarpsbylqjum, 2x80 mW me& sérstakri bassamögnun, kassettutæki meb sjálfvirkri endastöbvun og heyrnartól. Útsöluverö abeins Verb ábur: 4.700,- kr. |pi ■■■■■ 1 jmLJ I V/SA EUROCARD Samkort MUNALÁN greiöslukjör vib allra hæfi til allt ab 30 mán. áð. Gamsakhurdia segir að lýðveldin níu ætli sér að beita hin sex efna- hagsþvingunum. Hann gruni þau um að ætla að lýsa yfir efnahagsstríði á hendur Georgíu og öðrum lýðveldum sem eru á sjálfstæðisbraut. Þegar undir hann er borin sú hugmynd Lennarts Meris, utanríkisráðherra Eistlands, að Eistlendingar borgi Sovétstjórninni fyrir að öðlast sjálf- stæði svarar Gamsakhurdia stutt og laggott: „Sovétríkin ættu frekar að borga okkur.“ Eins og áður segir var Gamsak- hurdia stóran hluta ævi sinnar and- ófsmaður og sat í fangelsi í fjölda ára vegna „ólöglegrar útbreiðslu prentaðs máls“ og „andsovéskrar starfsemi". Hann hefur doktorsgráðu í bókmenntafræði og gegndi prófess- orsstöðu við háskólann í Tíflis. Þar kenndi hann að eigin sögn einkum enskar og bandarískar bókmenntir. Shevai'dnadze er Sovétmaður Edúard Shevardnadze, fyrrum ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, var flokksleiðtogi í Georgíu og innanrík- isráðherra áður en Gorbatsjov kallaði hann til starfa í Moskvu í júní 1985. Um þennan landa sinn fer Gamsak- hurdia hörðum orðum: „Hann er ekki Georgíumaður. Hann er Sovét- maður sem þjónar Sovétríkjunum og Gorbatsjov. Hann hefur aldrei hugs- að um hag Georgíumanna. Hér er hans minnst sem blóðugasta einræð- isherra Georgíu." AÐ undanförnu hafa verið nokkr- ir fáleikar með sovétstjórninni og ríkisstjórnum á Vesturlöndum, aðallega vegna framferðis sové- skra hermanna í Eystrasaltslönd- unum, en Míkhaíl Gorbatsjov sov- étforseti er staðráðinn í að bæta úr því. Hann má líka til. Efnahags- ástandið í Sovétríkjunum er svo skelfilegt, að eina vonin virðist vera sú, að Vesturlönd komi til hjálpar. Það, sem Gorbatsjov lætur sig dreyma um, er að fá iðnríkin sjö til að fjármagna eins konar Marshallað- stoð við Sovétríkin en þar fyrir utan vill hann, að sovéskt efnahagslíf tengist efnahagsstarfseminni á Vest- urlöndum nánari böndum. Helsti flutningsmaður þessara hugmynda hefur verið Grígoríj Javlínskíj, ung- ur, sovéskur hagfræðingur, og hann hefur fengið til liðs við sig ýmsa embættis- og fræðimenn í Bandaríkj- unum. Utanríkisráðuneytið bandar- íska hefur hins vegar hvorki sagt af né á um þessi mál enda er það þeirrar skoðunar, að til einskis sé að veita Sovétmönnum ijárhags- aðstoð nema tryggt sé, að hún leiði til róttækra breytinga. Af þeim sök- um er nú beðið eftir að Javlínskíj- áætlunin líti dagsins ljós en að henni vinnur samstarfsnefnd sovéskra og bandarískra vísindamanna. Stjórnvöld í Washington og Moskvu hefur greint á um ýmislegt upp á síðkastið. Má af því nefna atþurðina í Eystrasaltslöndunum, Persaflóastríðið og afvopnunarsamn- inga og í öllum þessum málum hafa harðlínumenn í sovéska kommúnista- flokknum séð sér leik á borði til að spilla fyrir samskiptum ríkjanna. Margt bendir þó til, að áhrif þeirra fari minnkandi og líkur virðast á, að lausn finnist á deilunum um hefð- bundna heraflann í Evrópu (CFE- samninginn) en það er forsenda þess, að efnt verði til nýs fundar með þeim leiðtogunum, George Bush Banda- ríkjaforseta og Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Deilurnar snerust annars um það, að Sovétmenn endur- flokkuðu þtjár þungvopnaðar her- deildir, sögðu þær vera hluta af sjó- hernum og þess vegna undanskildar CFE-samningnum, en Bandaríkja- menn kölluðu það hrein svik. Um miðjan þennan mánuð var tekin fyrir á Bandaríkjaþingi beiðni Sovétmanna um 1,5 milljarða dollara matvælakaupalán og má líta á utn- ræðurnar um hana sem nokkurs kon- ar forsmekk að umræðum um meiri- Vib tökum vel á móti þér! SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Grígoríj Javlínskíj háttar íjárhagsaðstoð við Sovétríkin. Þingmenn kornræktarkjördæmanna voru hlynntir láninu eins og að líkum lætur en aðrir mæitu því í mót, þar á meðal Bill Bradley, öldungadeildar- þingmaður fyrir New Jersey, en lík- lega veit hann meira um sovésk efna- hagsmál en nokkur annar bandarísk- ur þingmaður. Bradley hélt því fram, að með fjár- hagsaðstoð við Sovétríkin væri verið að bregðast Eystrasaltsríkjunum og, sem skiptir ekki minna máli, með henni fengju Sovétmenn tækifæri til að fresta því enn einu sinni að taka almennilega til heimafyrir. Grígoríj Javlínskíj, sovéski hag- fræðingurinn, sem áður er nefndur, viðurkenndi í viðtali við vikuritið Economist, að Bradley hefði að sumu leyti rétt fyrir sér en hann lagði áherslu á, að svarið fælist í Javl- ínskíj-áætluninni, sem sovétstjórnin og ríkisstjórnir iðnríkjarina sjö sæju í sameiningu um að hrinda í fram- kvæmd. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með þróuninni í Sovétríkjunum og það fór ekki fram hjá neinum þegar sovéska þingið samþykkti ný lög um ferðafrelsi þegnanna. Það getur svo aftur leitt til þess, að Sovétmenn fái senn að njóta svokallaðra bestu-kjara í viðskiptum við Bandaríkjamenn. Fjárhæðirnar, sem þar um ræðir, eru þó smáræði hjá þeirri 150 milljarða dollara fjárbón, sem bráðum mun koma inn á borð hjá sjö-ríkja-hópn- um. (Heimild: The Economist) Er ný Marshallaðstoð eina von Sovétmanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.