Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 26
 ¦ ——!——,- fl^gnnfyktfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgrejðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stjórnarandstaðan rökstyður viðbrögð gegn þenslu og ríkis- sjóðshalla Stærsti vandinn, sem blasir við nýrri ríkisstjórn, er vöxt- ur ríkisútgjalda næstliðin ár, langt umfram efnahagslegar forsendur í þjóðarbúskapnum. Að óbreyttu stefndi halli ríkis- sjóðs 1991 í rúma níu milljarða króna, samkvæmt nýju mati fjármálaráðuneytisins, lánsfjár- hallinn í rúma 13 milljarða og heildarlánsfjárþörf opinberra að- ila, m.a. ríkissjóðs og húsnæðis- lánasjóða, í þrjátíu og þrjá til þrjátíu og fjóra milljarða króna. Það bætti ekki úr skák að ýmis augljós þenslumerki voru komin í Ijós í efnahagslífinu þegar ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar yfirgaf Stjórnarráðið fyrir fáeinum vikum. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ýj- ar að þessum erfiðu málum í viðtali við Þjóðviljann 25. maí sl. Þar segir hann orðrétt: „Það fór ekkert á milli mála að þenslumerki voru að koma í ljós [þegar stjórnin fór frá]. Ég sagði t.d. iðulega í minni kosn- ingabaráttu: Það er alveg ljóst að hvaða ríkisstjórn sem hefði tekið við hefði orðið að taka á þenslunni ... Eg tel jafnframt að ríkisfjármálin hafi verið veikasta hlið fyrrverandi ríkisstjórnar þegar þenslumerkin voru að byrja að sjást. Ég get tekið und- ir það að margar samþykktir í lánsfjárlögum rétt áður en Al- þingi lauk hafi ekki verið skyn- samlegar ..." Már Guðmundsson efnahags- ráðgjafí Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra í fyrrverandi ríkisstjóm, tekur í sama streng í grein hér í Morg- unblaðinu í gær. Þar segir hann orðrétt: „í fyrri grein minni fullyrti ég að hvaða ríkisstjórn sem hefði tekið við eftir kosningar hefði gripið til aðgerða til að draga úr halla og lánsfj'áreftirspurn ríkissjóðs og örva innlenda láns- fjáröflun hans. Það er hins vegar ljóst að sú spenna, sem verið hefur á lánsfjármarkaðinum að undanförnu, á mun víðtækari rætur en í halla ríkissjóðs og þá sérstaklega í mikilli eftirspurn eftir fjármagni af hálfu húsnæð- iskerfisins. Aðgerðir til að draga úr þessari spennu hljóta því að ná til fleiri þátta en tekjuhalla ríkissjóðs." Fyrrverandi forsætisráðherra og efnahagsráðgjafi fyrverandi fjármálaráðherra tala mjög á sama veg um þann mikla vanda, sem ríkissjóðshallinn undanfarin ár hefur skapað, með og ásamt lánsfjárhungri ýmissa opinberra sjóða, einkum byggingarsjóð- anna. Þeir segja ekki berum orð- um að hallinn á ríkisbúskapnum og lánsfjárhungur hins opinbera séu meginorsakir hárra vaxta í landinu, en glöggur lesandi get- ur lesið þann veruleika á milli lína í máli þeirra. Forsætisráð- herra viðurkennir og að „ríkis- fjármálin hafi verið veikasta hlið fyrrverandi ríkisstjórnar, þegar þenslumerkin voru að byrja að sjást" og að samþykktir lánsfj'ár- laga ríkisstjórnar hans hafí „ekki verið skynsamlegar". Forsætisráðherrann fyrrver- andi og efnahagsráðgafi fyrrver- andi fjármálaráðherra haga orð- um sínum nánast eins um nauð- syn viðbragða, það er „að hvaða ríkisstjórn sem hefði tekið við eftir kosningar hefði gripið til aðgerða til að draga úr halla og lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs og örva innlenda lánsfjáröflun hans", eins og efnahagsráðgjaf- inn komst að orði. Það er ein- mitt þetta þrennt, að draga úr hrikalegum ríkissjóðshalla og lánsfj'árhungri hins opinbera og sporna gegn auglj'ósri þenslu, sem fyrstu aðgerðir nýrrar ríkis- stjórnar hafa að inntaki og tak- marki. Þetta er gert með niður- skurði á áformuðum lántökum, frestun og niðurskurði fram- kvæmda, lægri fjárveitingum til ýmissa sjóða og rekstrarsviða og vaxtahækkun, sem stjðrnvöld telja eins konar „arfleifð" fyrri ríkisstjórnar, viðurkenningu á því sem orðið var. í ljósi þess að fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar fela í raun í sér aðgerðir, sem „hvaða ríkis- stjórn sem hefði tekið við eftir kosningar hefði gripið til, til að draga úr halla og lánsfjáreftir- spurn ríkissjóðs", er ekki út í hött að spyrja: Er ekki sjálfgefið og tímabært að stjórnarandstað- an axli ábyrgð með stuðningi við þessar fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar — og framhaldsað- gerðir ef með þarf — til að tryggja jöfnuð í ríkisbúskapnum, stöðugleika í efnahagslífinu og betra afkomu- og rekstrarum- hverfi heimilanna og fyrirtækj- anna í samfélaginu? Menntaskólinn í Reykjavík: Stúdentar frá skólanum nálg- ast tíu þúsund MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 145. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Að þessu sinni voru 147 nýstúdentar út- skrifaðir frá skólanum og eru stúdentar frá MR frá upphafi nú orðn- ir 9.289 talsins. Kristín Friðgeirsdóttir, af eðlis- fræðibraut, duxaði á stúdentsprófi, hlaut 9,39 í einkunn. Edda Kristj- ánsdóttir varð semidux með 9,15 í meðaleinkunn, en hún var í nýmála- deild. Hæstu einkunn í skólanum var 9,67 og hlaut hana stúlka á fyrsta ári. í ræðu Guðna Guðmundssonar, rektors, kom fram að stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík frá árinu 1847 væru orðnir 9.289, og þar af sagðist Guðni hafa útskrifað 3.781. Harin sagði að skólar væru jafnan dæmdir eftir því hverjir sæktu menntun sína í þá og sagði að margar bestu dætur og synir landsins hefðu lokið prófi frá MR. Hann hvatti nýstúdenta til að gera áfram sanngjarnar kröfur þannig að það yrði áfram visst aðalsmerki að vera stúdent frá MR. Við upphafs skólaársins voru 859 nemendur innritaðir en þeim fækk- aði nokkuð eins og venja er og alls voru 821 skráðir í skólann í vor, hafði fækkað um 38 frá haustinu. Kennt var í 39 bekkjardeildum og voru kennarar 68 þar af 37 fast- ráðnir. Rektor vék að þeim breytingum sem hefðu orðið frá því fyrst var útskrifað úr MR og nefndi sem dæmi að þá hefði verið inntökupróf í latínu en nú útskrifuðust aðeins 30 nemendur sem eitthvað hefðu lært í latínu. Hann rakti síðan inntökuskilyrði í framhaldsskóla hér á landi og þróunina síðustu ár frá því lands- prófið var og hét. Eftir að það var aflagt komu samræmdu prófln og þeim hefur sífellt fækkað þannig að nú er svo komið að aðeins eru samræmt samræmd próf í tveimur greinum. Guðni sagði að sér sýnd- ist sem búið væri að loka hringnum og nú yrði nemendur að taka inn- tökupróf í latínu. Næst gerði rektor húsnæðismál skólans að umtalsefni og sagði að miklar breytingar hefðu orðið til hins betra á árinu með tilkomu KFUM-hússins. Þrengslin eru engu að síður mikil og sagði Guðni að nú vantaði aðeins tvær lóðir og hús til að stjórnvöld stæðu við eldgam- allt loforð. Félagslíf í skólanum var með svipuðu sniði og undanfarin ár. í keppnum við aðra framhaldsskóla hefði frammistaðan verið slök, ann- að árið í röð. Guðni nefndi þó sér- staklega góða frammistöðu MR- inga í eðlisfræðikeppninni þar sem þeir áttu 4 af 5 efstu mönnum. Fjöldamargar viðurkenningar voru veittar, bæði fyrir námsárang- ur og eins fyrir embættisstörf við skólann. Elstu verðlaunin eru úr Legatssjóði dr. Jóns Þorkelssonar rektors og eru veitt fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Kristín Friðgeirsdóttir hlaut þau ásamt sex öðrum verðlaunum fyrir frábæran árangur í skólanum. Edda Kristjánsdóttir, semidux, hlaut fimm viðurkenningar fyrir námsárangur og m.a. frá Önnu Bjarnadóttur, sem útskrifaðist 1916 og á því 75 ára stúdentsafmæli í vor. Una Strand. úr máladeild, sem var með 9,08 í aðaleinkunn, hlaut sex viðurkenningar fyrir námsár- angur auk þess sem hún var annar hringjara skólans og hlaut viður- kenningu fyrir það. Guðni gat þess einnig að allir nýstúdentar hefðu fengið eftir- prentun af vatnslitamyndinni „Hver er hún" eftir Sigrúnu Gísladóttur en hún gefur þær í minningu föður- systur sinnar og nöfnu, Mössu í Asi eins og hún var alltaf kölluð. Hún lauk aðeins fyrsta bekk skól- ans því hún lést af slysförum aðeins 17 ára gömul, en bekkjarsystkini hennar fagna nú 50 ára stúdentsaf- mæli. Fulltrúar eldri stúdenta voru fjöl- mennir í Háskólabíói og færðu þeir árgangar sem áttu merkisafmæli sem stúdentar, skólanum peninga- gjafir, sem hugsaðir eru til eflingar ýmsum sjóðum skólans. Stærsta gjöfin var frá 25 ára stúdentum, 400.000 krónur sem renna eiga í framkvæmdasjóð. Stúdentspróf í MR eru að baki og hér enta sem útskrifaðir voru frá skólanu; Hef mjög að því að - segir Kristín Friðge: Morgunblaðið/Júlíus Þær stóðu sig vel á stúdentsprófi. Edda Kristjánsdóttir, semidux, er lengst til vinstri. Duxinn Kristín Friðgeirsdóttir er í miðið og Una Strand lengst til hægri. DUXINN í Menntaskólanum í p> Reykjavik segist alls ekki halda ki til í herbergi sínu og læra alla.n veturinn. Hún lærir helst ekki m um helgar en notar þær frekar fe til að fara á skíði og skemmta m sér. éj „Ég held að maður verði að fr hafa gaman að því að læra til ei þess að fá göðar einkunnir, og ég ui hef mjög gaman af því að læra," & sagði Kristín Friðgeirsdóttir úr úl Reykjavík sem duxaði á stúdents- st fi ei á) sl éí al a< R Pi h( vi ei n; le l> gi SS fl í k< fr ei ai á si U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.